Dagur - 27.08.1992, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 27. ágúst 1992
Bændahátíð
í tilefni af aðalfundi Stéttarsambands bænda
boða Búnaðarsamband S-Þing. og Héraðssam-
band S-Þing. til bændahátíðar í íþróttahúsinu að
Laugum í Reykjadal laugardagskvöldið 29.
ágúst nk. kl. 21.00.
Dagskrá:
Karlakórinn Hreimur. Kvennakórinn Lissý.
Bændaglíma. Hagyrðingur. Leikfélagið Búkolla.
Harmonikufélag Þingeyinga leikur fyrir dansi.
Miðaverð kr. 1500. Verið velkomin.
BSSÞ OG HSÞ.
AKUREYRARB/fR
Kennara vantar
Vegna forfalla vantar kennara í rúmlega Vi
stöðu í Barnaskóla Akureyrar.
Kennslugreinar samfélagsfræði og enska.
Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 96-24449.
Einnig eru veittar upplýsingar á skrifstofu skóla-
fulltrúa í síma 96-27245.
Skóiafulltrúi.
VERKMENNTASKÓLINN
Á AKUREYRI
Síðasti dagur innritunar
í öldungadeild
er föstudaginn 28. ágúst.
Setning öldungadeildar og afhending stundaskráa
fer fram fimmtudaginn 3. sept. kl. 18.00.
Kennsla hefst kl. 18.55 samkvæmt stundaskrá.
Skólameistari.
Kennarar
Kennara vantar við Grenivíkurskóla til að kenna
handavinnu og bóklegar greinar.
Upplýsingar gefur Björn Ingólfsson skólastjóri í síma
96-33118 eða 96-33131.
Ráðskona óskast
að mötuneyti Grunnskólans að Lundi Öxarfirði
fyrir komandi skólaár.
Nánari upplýsingar gefur skólastjóri í símum 96-
52244 og 96-52245 og formaður skólanefndar í
síma 96-52240.
Auglýsendur
takið eftirl
Skilafrestur auglýsinga í helgarblöðin
okkar er kl. 14.00 ó fimmtudögum.
auglýsingadeild, sími 24222
Opið fró kl. 8-17 virka daga, nema föstu-
daga fró kl. 8-16. Ath! Opið í hddeginu.
Evrópska efnahagssvæðið:
Víðtækur viðskíptasamningur
en ólíkur Evrópubandalaginu
Samningurinn um Evrópska
efnahagssvæðið er nú til
umfjöllunar á Alþingi. Samn-
ingurinn er án efa einhver
umfangsmesti milliríkjasamn-
ingur sem Islendingar hafa
gerst aðilar að og þrátt fyrir að
unnið hafi verið að honum í tíð
tveggja ríkisstjórna og allir
stjórnmálaflokkar landsins
komið þar að verki nema
Kvennalistinn eru deildar
meiningar um samninginn á
meðal stjórnmálamanna og
einnig almennings í landinu.
Þá snýst umræða manna einnig
um hvort EES-samningurinn
sé sá gjörningur sem tryggi
Iandsmönnum óhindruð við-
skipti við ríki Evrópu í fram-
tíðinni hver sem þróun mála í
álfunni verður eða hvort hann
sé aðeins fyrsta skrefið að
stærra markmiði - inngöngu í
sjálft Evrópubandalagið. Fyrst
og fremst hefur menn þó greint
á um hvort samningurinn
brjóti í bága við stjórnarskrá
íslenska lýðveldisins frá 1944
og hvort efna verði til stjórnar-
skrárbreytingar til þess að
hann öðíist gildi hér á landi.
í kynningarbæklingi sem utan-
ríkisráðuneytið hefur sent frá sér
er munurinn á Evrópubandalag-
inu EB og Evrópska efnahags-
svæðinu EES skilgreindur. Þar
segir meðal annars að Evrópu-
bandalagið sé ríkjasamband 12
ríkja er hafi með sér sameigin-
lega viðskiptastefnu, sjávarút-
vegsstefnu, landbúnaðarstefnu
og samvinnu á sviði peninga-,
félags- og utanríkismála og að
stofnanir EB hafi yfirþjóðleg
völd. í kynningarbæklingnum er
síðan fjallað um Evrópska efna-
hagssvæðið og segir þar að EES
sé milliríkjasamningur milli
aðildarríkj a fríverslunarsamtak-
anna EFTA og EB um sameigin-
legt markaðssvæði sem tryggi
Stjórnarandstaðan á Alþingi:
Hörð gagnrýni á EES-samninginn
Talsmenn stjórnarandstöðu-
fiokkanna hafa gagnrýnt frum-
varp til staðfestingar samn-
ingnum um Evrópska efna-
hagssvæðið sem nú er til
umfjöllunar á Alþingi. í máli
þingmanna stjórnarandstöð-
unnar hefur komið glögglega
fram að þeir sjá verulega mein-
bugi á að Alþingi samþykki
samninginn meðal annars
vegna stjórnskipulegra mein-
buga.
Steingrímur Hermannsson,
formaður Framsóknarflokksins,
hefur meðal annars sagt að marg-
ir og mikilvægir efnisþættir varð-
andi málið hafi ekki enn komið
fram. Hann hefur bent á að stað-
festingarfrumvarpið sé einungis
fimm síður en að baki því liggi
um 10 þúsund blaðsíðna samn-
ingur og enn hafi aðeins um
helmingur hans verið þýddur á
íslensku. Steingrímur hefur auk
þess vitnað til álits nefndar fjög-
urra lögfræðinga, sem skilað var í
júní síðastliðnum þar sem fjallað
var um stöðu EES-samningsins
gagnvart stjórnarskránni og telur
hann álitið vera stórlega vafa-
samt. Aftur á móti varpi lögfræði-
legar álitsgerðir Björns Þ. Guð-
mundssonar, prófessors og Guð-
mundar Alfreðssonar, stjórn-
lagafræðings, skýrara ljósi á
málið. Steingrímur hefur dregið
mjög ákveðið í efa að unnt sé að
samþykkja staðfestingarfrum-
varpið eins og samningurinn um
Evrópska efnahagssvæðið standi
gagnvart stjórnarskrá lýðveldis-
ins.
Ólafur Ragnar Grímsson, for-
maður Alþýðubandalagsins, hef-
ur einnig gagnrýnt staðfestingar-
frumvarpið og EES-samninginn
harðlega. Hann hefur meðal ann-
ars sagt að ráðherrar ríkisstjórn-
arinnar treysti sér ekki til að
tryggja að ákvæði stjórnarskrár-
innar verði haldin á sama hátt og
þeir treysti þjóðinni ekki til að
taka ákvörðun í þessu máli. Ólaf-
ur hefur auk þess bent á livað
sem hinum stjórnskipulega þætti
líði þá sé grundvallaratriði í þessu
sambandi að með EES-samn-
ingnum verðum við hluti af hin-
um innri markaði Evrópubanda-
lagsins og þegar menn tengist
markaði þeim böndum geti
menn ekki valið úr það sem hugur-
inn girnist hverju sinni en hafnað
öðrum þáttum. Á þann hátt verð-
um við dæmd til að taka þátt í
þeirri atvinnuleysisvofu sem nú
gangi um í Evrópu og spáð að
enn muni eflast. í málflutningi
sínum á Alþingi hefur Ólafur
Ragnar bent á aðrar leiðir en inn-
göngu í Evrópska efnahagssvæð-
ið. Hann hefur bent á að gera
megi tvíhliða viðskiptasamning á
milli fslands og Evrópubanda-
lagsins, sem meðal annars verði
byggður á viðskiptaþáttum EES-
samningsins, sérstökum samningi
um sjávarútvegsmál auk bókunar
sex í samningum íslands við Evr-
ópubandalagið er verið hefur í
gildi allt frá árinu 1976. Auk
þessa hefur Ólafur Ragnar látið í
ljósi ákveðnar skoðanir um að
með EES-samningnum sé verið
að tjalda til einnar nætur þar sem
önnur aðildarríki EFTA ætli sér
inn í Evrópubandalagið.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
talsmaður Kvennalistanns í EES-
málinu, hefur meðal annars sagt
að fara verði varlega í að skerða
fullveldi þjóðríkisins og bent á að
þau ríki sem búi við mesta hag-
sæld eigi öll sameiginlega hefð
sem væri að lýðræði stæði föstum
fótum. Evrópska efnahagssvæðið
og Evrópubandalagið riðluðu því
stjórnkerfi er byggði á þrískipt-
ingu ríkisvaldsins og vitnaði því
til stuðnings til ummæla eins
nefndarmanna í þingmannanefnd
EFTA um að innan Evrópu-
bandalagsins séu markaðsöflin að
yfirtaka fullveldi ríkjanna og
deila því síðan niður á yfirþjóð-
legar stofnanir. Ingibjörg Sólrún
taldi í ræðu á Alþingi aðild að
Evrópska efnahagssvæðinu að-
eins skref til aðildar að sjálfu
Evrópubandalaginu og að með
slíku skrefi væri sú stefna
mörkuð.
Steingrímur Hermannsson
sagði í umræðum um EES-samn-
inginn á Alþingi fullljóst að sá
samningur er nú liggi fyrir sé allt
annað en upphaflega hefði verið
farið af stað með. Framsóknar-
menn vilji fá öll spilin á borðið -
meðal annars hvort samningur-
inn standist í raun stjórnar-
skrána. Þá eigi í stað þeirra fyrir-
vara af íslands hálfu sem ekki
hafi fengist viðurkenndir að
tryggja hagsmuni íslands með
einhliða lagasetningu á Alþingi.
Steingrímur ræddi um að kannað
yrði hver afstaða EB væri til þess
að breyta EES-samningnum í
tvíhliða samning ef önnur ríki
EFTA gerðust aðilar að Evrópu-
bandalaginu og taldi auk þess
mikilvægt að ríkisstjórnin gefi
yfirlýsingu um að aðild að Evr-
ópubandalaginu komi ekki til
greina.
Ólafur Ragnar ræddi þessa
þætti málsins einnig og átaldi
hann utanríkistráðherra harðlega
fyrir að hafna tvíhliða viðræðum.
Ingibjörg Sólrún taldi talsmenn
aðildar að Evrópska efnahags-
svæðinu einungis vilja ræða kosti
samkomulagsins en horfa fram-
hjá göllum þess. Þótt tekist hefði
að ná fram talsverðum tolla-
lækkunum á sjávarafurðum þá
væri mest eftirspurn eftir óunn-
um fiski á mörkuðum Evrópu-
bandalagsins og von um hagnað
því að nokkru bundin þeim út-
flutningi. ÞI
Alþingi - Sumarþing stendur nú yfir þar sem fjallað er um EES-samninginn.