Dagur - 27.08.1992, Blaðsíða 12

Dagur - 27.08.1992, Blaðsíða 12
Kjjerorð ohhar = Góð þjónusta Opið virka daga frá kl. 11.30-22.30 - Um helgar fri kl. 12.00-24.00 Næturhcimsending til kl. 01.00 föstudags- og laugardagskvöld VEITINGAHÚSIÐ Glerárgötu 20 • ® 26690 Bæklunardeild FSA: Strákagöng: Tíu milljónuin varið til lagfæringa Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri hefur 15 milljónir króna til ráðstöfunar á fjárlögum þessa árs til lagfæringa á eldra hús- næði sjúkrahússins. Nú er unn- ið að lagfæringum á bæklunar- deild, sem er stórt verkefni. Að sögn Inga Björnssonar, framkvæmdastjóra Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri, er ráð- gert að kostnaður lagfæringa við bæklunardeild nemi um 10 millj- ónum króna. Deildin verður mál- uð og lögð nýjum gólfdúkum. Gamla slysadeildin fær nú and- litsupplyftingu og herbergin verða nýtt fyrir bæklunardeild- ina. Sem kunnugt er þá er slysa- deildin nú til húsa í nýju bygging- unni. Yfirlæknir bæklunardeildar er Júlíus Gestsson. ój „Gífurlegt umhverfismál“ - segir Karl Sigurgeirsson um vinnslu úr rækjuhrati Á Hvammstanga hefur verið unnið mjöl úr rækjuhrati í 10 ár í lítilli verksmiðju sem nú er rekin af Tanga hf. Á hverju ári falla til um 1000 tonn af slíku hrati á Hvammstanga og úr því eru unnin um 230 tonn af mjöli. Mikið fellur sömu- leiðis til af hratinu í nágranna- byggðunum og hefur Blönduós verið í samvinnu um vinnsl- una. Það er hagsmunamál og ekki síður umhverfismál að halda uppi þessum rekstri. Þetta er skoðun Karls Sigur- geirssonar hjá Hagfélaginu á Hvammstanga. Nú nýverið var haldinn hluthafafundur og Þórshöfn: Lögreglan Idippir númer af bifreiðum Lögreglan á Þórshöfn er nú að hrella þá bifreiðaeigendur sem vanrækt hafa að færa bifreiðar sínar til skoðunar í tæka tíð. „Við erum búnir að klippa númerin af 6-8 bílum hingað til,“ sagði varðstjóri lögreglunnar á Þórshöfn og bætti við að starfs- svæðið næði til Þórshafnar, Rauf- arhafnar, Kópaskers, Öxarfjarð- ar og Kelduhverfis. GT VEÐRIÐ Yfir Grænlandi er 1025 milli- bara hæð, en austur við Nor- eg er 988 millibara lægð sem færist til norðausturs. Önnur lægð er vestur af Skotlandi og fylgir hún í kjölfarið. Fyrir norðan Jan Mayen er lægðar- drag og nálgast það landið. Norðan- og norðaustanátt verður um allt land og all hvasst. Er líður á daginn reiknar veðurstofan með slyddu um allt Norðurland. Á föstudag og laugardag situr við sama og hætt er við næt- urfrosti á skjólsælum stöðum ákveöiö áfram. að halda rekstrinum Rækjumjölið er selt úr landi til Frakklands og á innanlandsmark- að og þá m.a. notað í varpfóður. Karl segir að um 30% af rækj- unni sé hrat sem yfirleitt er hent í sjóinn. Það getur stíflað klóök og fóðrar auk þess vargfugla þannig að þeim fjölgi. Hratið úldnar og myndar gas og er þannig meng- unarvaldur, að sögn Karls. Það ætti því að vera hagsmunamál að halda áfram að vinna úr þessu í stað þess að fleygja því í sjóinn. Illa hefur gengið að fá fjármagn til að halda þessu áfram og segir Karl að bæði Byggðastofnun og Fiskveiðasjóður neiti um aðstoð. Rækjuverksmiðjan á Blöndu- ósi er hluthafi í verksmiðjunni á Hvammstanga, en hefur átt í erf- iðleikum með að fjármagna flutninga á hratinu. Nýlega var haldinn fundur með hluthöfum og var þá ákveðið að koma vinnslu í gang aftur og ætlar Meleyri hf. að annast reksturinn til októberloka. Telur Karl að ekki skorti mikið á að endar nái saman, óskir um sölusamninga liggi fyrir. Send hafa verið bréf til Blönduóss og Skagastrandar og þessum bæjarfélögum boðin sam- vinna um að vinna úr því hrati sem til fellur og verður þá skorið úr um framtíð þessa máls. sþ Handagangur í öskjunni íFSA. Mynd: Golli Verklok um miðjan september - plata steypt í veg- skála í næstu viku Framkvæmdum við nýjan veg- skála við Strákagöng lýkur væntanlega um miðjan sept- ember. I næstu viku er ætlunin að steypa upp plötuna og er þá hugsanlegt að loka þurfí fyrir umferð. Vegskálinn er um 30 metra langur og nær fullri hæð sem er 4,20 metrar. Ný hurð á að koma við Stráka- göng Skagafjarðarmegin. Að sögn Einars Gíslasonar, umdæm- istæknifræðings hjá Vegagerð ríkisins í Norðurlandsumdæmi vestra, var tekin ákvörðun um að steypa nýjan vegskála til að full hæð næðist en hún er 4,20 metrar. Ef hurðin hefði verið sett í gamla vegskálann hefði hæð tapast. Vegskálinn tekur við grjóthruni og snjóflóðum í gili nærri inn- ganginum. Snemma í næstu viku er ætlunin að steypa plötuna í vegskálann og að sögn Einars Gíslasonar er hugsanlegt að steypubílar og kranar hindri aðgengi bíla þannig að loka þurfi fyrir umferð. A mánudag var göngunum lokað þegar mótin voru hífð upp. Um miðjan september verða mótin síðan tekin niður og verður Strákagöngum þá lokað í einn dag. GT Ein vika er nú eftir af fram- leiðsluári mjólkurframleið- enda og eru flestir fram- leiðendur við það að fullnýta framleiðslurétt sinn en margir eru þegar komnir yfír mörkin. Fyrir skömmu var sent bréf til framleiðenda og þeir hvattir til að leggja mjólkina inn, í þeirri von að eitthvað fáist fyrir hana en væntanlega verður unninn Söltunarfélag Dalvíkur: Auglýst eftir starfsfólki Söltunarfélag Dalvíkur hf. hef- ur auglýst eftir starfsfólki til rækjuvinnslu á Dalvík og í verksmiðju þrotabús Árvers á Árskógsströnd, sem félagið er með á leigu, frá 26. ágúst til 15. september. Það hefur vak- ið athygli að ekki er óskað eftir fólki nema í 3 vikur en skýring- in er sú að í gildi er vakta- vinnusamningur milli Söltun- arfélagsins og Verkalýðsfélags- ins Einingar og hann rennur út 15. september nk. Um framhald umrædds vakta- vinnusamnings er ekki vitað á þessari stundu því nú eru skóla- krakkar sem óðast að hverfa af vinnumarkaðnum en hjá Söltun- arfélaginu hefur stór hópur verið Mjólkurframleiðendur framleiða nú flestir umfram fullvirðisrétt: Margir verða við hvatningu um að leggja umframmjólkina inn - þessi framleiðsla fer að líkindum í formi osta á Bandaríkjamarkað lokið útreikningum á nýtingu heildarfullvirðisréttar í landinu og þá er hægt að gera áætlun út frá útflutningnum á árinu hve mikið bændur geta fengið fyrir ost úr umframmjólkinni sem flutt- ur er út. „Markmiðið er semsagt að gera þetta upp við bændur fyr- ir 10. október en þó hefur komið fyrir að borgað hafi verið meira seinna ef í ljós hefur komið að fengist hafi meira fyrir umfram- mjólkina en áætlað var,“ sagði Þórarinn. JÓH Sauðárkrókur: Bfll og vélhjól skullu saman - ökumenn meiddust lítið BíU og vélhjól rákust saman á Skagfíröingabraut á Sauöár- króki á þriðjudagskvöld. Öku- menn sluppu lítið meiddir. Slysið varð með þeim hætti að ökumaður vélhjólsins ætlaði frarnúr bílnum í sömu mund og bíllinn sveigði til vinstri, inn í innkeyrslu. Vélhjólið ók inn í hliðina á bílnum og ökumaður hjólsins kastaðist af hjólinu og yfir bílinn. Farið var með báða mennina í læknisskoðun en þeir reyndust lítt meiddir að sögn lög- reglu. sþ í vinnu í sumar. Stefnt er að við- ræðum við Einingu fyrir lok samningstímabilsins en ekki hefur enn verið ákveðinn fundur milli samningsaðilá. Á sl. ári var rekstrartap Sölt- unarfélags Dalvíkur um 51 millj- ón króna en á árinu 1990 hagnað- ur að upphæð 84 milljónir króna. Að sögn Finnboga Baldvinssonar framkvæmdastjóra er skýring- anna að leita til minna hráefnis sem fer gegnum vinnsluna, af- urðaverð hefur Iækkað allnokkuð og á árinu stóð félagið í miklum breytingum á verksmiðjunni allri. Nægjanlegt hráefni berst til vinnslu eins og er, en það gæti breyst ef veður versnaði og rækjuafli minnkaði fyrir Norður- landi á haustdögum. GG ostur á Bandaríkjamarkað úr þcssari mjólk. Þórarinn Sveinsson, samlags- stjóri Mjólkursamlags KEA á Akureyri, segist telja að verulegt magn af umframmjólkinni komi inn í samlagið til vinnslu og eitthvað sé um að fólk heima á bæjunum vinni sjálft úr mjólk- inni. Hins vegar segist hann ekki telja algengt að bændur helli umframmjólkinni niður. „Við búum til osta úr þessari mjólk og sennilega fer hún til Bandaríkjanna. Landbúnaðar- ráðuneytið hefur upplýst að þó svo ekki sé búið að flytja þessa mjólk út á verðlagsárinu, heldur fari hún á markað seinna í haust sem ostur, þá teljist hún til fram- leiðslu þessa árs sem nú er að ljúka. Reikningslega kernur þetta þannig út að ríkissjóður ber ábyrgð á öllu sem selt er innan- lands af mjólk en það sem ekki selst hér innanlands fer þá á er- lendan nrarkað og þar með er ostur sem unninn er úr umfram- mjólkinni. Spurningin verður þá sú hvað fæst fyrir þessa vöru en ég sé ekki annað í dag en þetta verði flutt út sem ostur á Amer- íkumarkað," sagði Þórarinn. Hann segir að fyrir 10. október eigi að liggja ljóst fyrir hvort framleiðendur fá eitthvað fyrir umframmjólkina og þá hve mikið. Framleiðsluráð hefur þá

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.