Dagur - 01.09.1992, Blaðsíða 1
75. árgangur
Akureyri, þriðjudagur 1. september 1992
164. tölublað
LACOSTE
Peysur • Bolir
8
IM
HERRADEILD
Gránutelagsgötu 4
Akureyri • Sími 23599
Vegaframkvæmdir sitja á hakanum:
Dregið verði úr
hafnarframkvæmdum
- sagði Halldór Blöndal á Fjórðungsþingi
Norðlendinga á Hvammstanga
„Við getum ekki horft upp á
þá þróun að brýnar fram-
kvæmdir sitji á hakanum
vegna hafnarframkvæmda
sveitarfélaga,“ sagði Halldór
Blöndal samgönguráðherra á
í Skagafirði
Tveir ökumenn voru teknir
fyrir ölvun við akstur í
Skagafirði aðfaranótt sunnu-
dags. Að öðru leyti var
umferðin tíðindalítil að sögn
lögreglu á Sauðárkróki.
Á laugardagskvöldið var
haldinn dansleikur í Miðgarði
og voru tveir ökumenn teknir
fyrir ölvun við akstur. Að sögn
lögreglu tengdist þó aðeins
annað tilfellið dansleiknum.
sþ
Sauðárkrókur:
Innbrotá
tveimur stöðum
Brotist var inn á tveimur
stöðum á Sauðárkróki
aðfaranótt sunnudags. Rúð-
ur voru brotnar og ein hurð
sprengd upp, en litlu stolið
að sögn lögreglu. Ekki er
vitað hverjir voru að verki.
Brotist var inn í tvö fyrir-
tæki í iðnaðarhverfinu á Sauð-
árkróki. Annað var Króksverk
hf. og hitt Vöruflutningar
Magnúsar Svavarssonar. í báð-
um tilfellum voru rúður brotn-
ar og hjá Króksverki var hurð
inn á lager sprengd upp. í
hvorugu tilfellinu var miklu
stolið, þó það sé enn ekki að
fullu rannsakað. Ekki er vitað
hverjir voru að verki. sþ
Húnaþing:
Tveir teknir fyrir
ölvunarakstur
Lögreglan á Blönduósi
stöðvaði tvo ökumenn fyrir
meinta ölvun við akstur um
helgina.
Að öðru leyti var helgin
róleg í Húnaþingi og engin
umferðaróhöpp að sögn lög-
reglu. Dansleikur var á
Blönduósi þar sem hljómsveit-
in Síðan skein sól spilaði og
fór hann mjög vel fram. Tveir
voru teknir fyrir meintan ölv-
unarakstur, en það tengdist þó
ekki dansleiknum á Blöndu-
ósi, heldur fjöri á Hvamms-
tanga. sþ
Fjórðungsþingi á Iaugardag og
bætti við að draga yrði úr hafn-
arframkvæmdum enda þótt
sveitarstjórnarmenn leggðu
meiri áherslu á þær en vega-
framkvæmdir sem sætu á hak-
anum.
Sem landbúnaðarráðherra
sagði Halldór Blöndal að íslensk-
ir bændur hefðu fyrstir bænda á
heimsmarkaðnum stígið skref í
átt að afnámi útflutningsbóta.
„Hagræðing í greininni verður á
kostnað bænda,“ sagði Halldór
Blöndal og benti á að þeir einir
gætu staðið undir henni sem
hefðu styrka stöðu.
Landbúnaðarráðherra sagði
bændur standa frammi fyrir 15-
20% samdrætti í kjölfar afnáms
útflutningsbóta jafnvel þótt þeir
segðust ekki standa undir slíku.
Að sögn Halldórs Blöndal er
ekki aðeins verið að fjárfesta í
atvinnuleysi þegar framleiðslu-
réttur bænda er keyptur upp
heldur er verið að koma í veg fyr-
ir að hann gangi kaupum og
sölum. Ráðherra sagði að til-
gangurinn væri að þeir sem
brygðu búi fengju eitthvað fyrir
sinn snúð og að tryggja rekstur
hinna sem eftir yrðu.
Davíð Oddsson forsætisráð-
herra hélt einnig framsögu á
Fjórðungsþingi og sagði m.a. að
mikil andstaða væri á þingi við
flutning Byggðastofnunar út á
land, eins og hann orðaði það:
„Byggðastofnun myndi missa
marga af sínum hæfustu starfs-
mönnum ef hún yrði flutt til
Akureyrar." Nánar verður sagt
frá framsögu Davíðs Oddssonar
á bls. 4 í Degi í dag. GT
Óeining um staðarval á Norðurlandi vestra leiddi til leynilegra kosninga. Hér tekur við kjörseðli fundarritari, Bjarni
Þór Einarsson sem er sveitarstjóri á Hvammstanga - hann hreppti hnossið. Mynd: gt
Ný landshlutasamtök sveitarfélaga:
Einar og Bjöm fyrstu formenn
Formenn undirbúningsnefnda
að stofnun nýrra landshluta-
samtaka sveitarfélaga uröu
báðir formenn stjórna samtak-
anna sem stofnuð voru á föstu-
dag áður en síðasta Fjórð-
ungsþing Norðlendinga var
sett. Formaður Eyþings - Sam-
bands sveitarfélaga í Eyjafirði
og í Þingeyjarsýslum - var
kjörinn Einar Njálsson, bæjar-
stjóri á Húsavík. Björn Sigur-
björnsson á Sauðárkróki var
kjörinn formaður Sambands
sveitarfélaga á Norðurlandi
vestra en þeim var valinn ann-
ar staður og óvæntur - fundar-
staðurinn, Hvammstangi.
Lítil starfsemi mun þó fylgja
staðsetningu SSNV á Hvamms-
tanga fyrst um sinn þvf ákveðið
var að fresta ákvörðun um ráðn-
ingu framkvæmdastjóra. Auk
Björns Sigurbjörnssonar eru í
stjórn SSNV Sigfríður Angantýs-
dóttir, Skagafirði, Björn Valdi-
marsson, Siglufirði, Magnús B.
Jónsson, Skagaströnd, og Bjarni
Þór Einarsson, Hvammstanga.
Guðný Sverrisdóttir, sveitar-
stjóri Grýtubakkahrepps, mælti
fyrir tillögu kjörnefndar að stjórn
Eyþings og var hún samþykkt
einróma. Auk Einars Njálssonar
eru í stjórn eftirtaldir fjórir aðal-
menn: Halldór Jónsson, Akur-
eyri, Jóhannes Sigfússon, Sval-
barðshreppi, Jónína Óskarsdótt-
ir, Ólafsfirði, og Úlfhildur Rögn-
valdsdóttir, Akureyri.
Á bls. 4 í Degi í dag er rætt við
Vandræði með að manna göngur í Öxnadal:
Bjóða fólkí „gangnapakka “
- vantar fólk í göngur 11. september
og boðið upp á gistingu og fæði
Þorsteinn Rútsson, tjallskila-
stjóri í Öxnadal, segir að vegna
fækkunar á sauðfé í hreppnum
undanfarin ár horfi til vand-
ræða með að manna göngur í
Þorsteinn sagði að erfiðleikar
við að manna göngur í Öxnadal
væru síður en svo einsdæmi.
„Þetta er byrjunin á stóru vanda-
haust. Því hefur verið brugðið
á það ráð að bjóða áhugasömu
útivistarfólki í göngur á svæð-
inu í kringum Bakkasel föstu-
daginn 11. september nk. og í
tengslum við þær býður sveit-
arfélagið gangnafólkinu upp á
fæði og gistingu á ferðaþjón-
ustubænum Engimýri í Oxna-
dal.
„Það er orðið svo fátt fé hérna
að við náum ekki að manna í
göngur með álagningu dags-
verka,“ sagði Þorsteinn. Til
marks um fækkun á sauðfé í
hreppnum á undanförnum árum
sagði hann að hér á árum áður
hafi verið miðað við 20 kindur í
einu dagsverki en nú væru 13
kindur í einu dagsverki og ekki
væri forsvaranlegt að fara neðar.
Dagsverkið er verðlagt á 3800
krónur í Öxnadal á þessu hausti.
máli víða um Iand,“
steinn.
sagði Þor-
Hann sagði að föstudaginn 11.
september vantaði níu gangna-
menn á svæðið í kringum Bakka-
sel, en þegar allt er talið þarf
Öxnadalshreppur að kaupa 17-18
dagsverk í haust. óþh
Verðlagsnefnd búvara:
Obreytt verð á mjólk
Verðlagsnefnd búvara ákvað í
gær að verð á mjólk til fram-
leiðenda yrði óbreytt til 1. des-
ember nk., 52,58 krónur pr.
lítra. Samkvæmt því verður
óbreytt verð á mjólkurvörum
til neytenda.
Á fundi sínum í gær ákvað
Verðlagsnefnd búvara hins vegar
ekki nýtt grundvallarverð á dilka-
og nautakjöti. Hún kemur aftur
saman til fundar nk. föstudag og
þá er kjötið á dagskrá. Nýtt
grundvallarverð skal ákveðið fyr-
ir 15. september. óþh
Björn Sigurbjörnsson, nýjan
formann Sambands sveitarfélaga
á Norðurlandi vestra, en á morg-
un birtist viðtal við Einar
Njálsson, formann Eyþings -
Sambands sveitarfélaga í Eyja-
firði og Þingeyjarsýslum. GT
Akureyri:
Ryskingar,
árekstrar
og rúðubrot
Töluverð ölvun var á Akureyri
um helgina og urðu nokkrar
ryskingar við Sjallann. Einnig
féll maður niður stiga, tveir
árekstrar urðu og rúður voru
brotnar í miðbæ Akureyrar á
sunnudagskvöld.
Snemma á laugardagskvöld
féll maður í stiga á Hótel Hörpu
og var hann fluttur á slysadeild.
Maðurinn er ekki talinn alvarlega
slasaður en hlaut þó nokkra
áverka á höfði.
Aðfaranótt laugardags var lög-
reglan kölluð að Sjallanum á
Akureyri vegna ryskinga sem þar
urðu. Ekki er vitað til að menn
hafi meiðst í þeim átökum en föt
munu hafa rifnað. Þá var einnig
sparkað í lögreglumann við
Sjallann.
Tveir árekstrar urðu á laugar-
dag. Sá fyrri varð á mótum Ham-
arstígs og Löngumýrar. Báðir
bílarnir eru taldir óökufærir og
var ein manneskja flutt á FSA til
rannsóknar. Meiðsl hennar eru
ekki talin alvarleg. Síðara óhapp-
ið var aftanákeyrsla á Hörgár-
braut við Glerárbrú. Bílarnir
munu hafa skemmst nokkuð mik-
ið en ekki er vitað um meiðsl á
fólki.
Á sunnudagskvöld voru tvær
rúður brotnar í miðbænum, önn-
ur í Bókabúð Jónasar en hin á
hárgreiðslustofu í Geislagötu.
Rúðubrjótarnir náðust fljótlega
með hjálp sjónarvotta. KR