Dagur - 01.09.1992, Blaðsíða 7

Dagur - 01.09.1992, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 1. september 1992 - DAGUR - 7 Samskipadeildin: Förum alla leið með svona leik“ - segir Halldór Áskelsson eftir stórsigur Þórs á Val Allt stefnir í úrslitaleik um íslandsbikarinn milli ÍA og Pórs Þór heldur áfram á sigurbraut í 1. deild og hvert liðið á fætur öðru þarf að láta í minni pok- ann fyrir sigurglöðum Þórsur- um. í þetta skipti voru það Valsmenn sem urðu að játa sig sigraða, 0:3, í opnum og skemmtilegum leik. Þórsliðið lék allt mjög vel í þessum leik en þó enginn betur en Halldór Áskelsson sem átti stórleik. Þórsliðið hefur aðeins fengið á sig 9 mörk í sumar og má mikið vera ef landsliðseinvaldurinn fer ekki að gefa þeim piltum auga. „Það var ákaflega sætt að leggja gömlu félagana. Við höf- um ekki unnið þá áður og ekki heldur orðið íslandsmeistarar áður. Nú er komið að því og það verður erfitt að stoppa okkur ef við spilum eins og við gerðum í þessum leik,“ sagði Halldór Áskelsson. Það er óhætt að segja að Þór hafi yfirspilað Val strax frá byrj- un þótt þeir síðarnefndu hafi átt fleiri færi til þess að byrja með. Baldur Bragason fékk send- ingu frá Steinari Adolfssyni á 14. mínútu en var alltof seinn að athafna sig og Lárus Sigurðsson bjargaði vel. Jón Grétar Jónsson skallaði rétt yfir markið skömmu síðar. Á 3Í. mínútu skoruðu Þórsarar fyrsta mark sitt. Halldór Áskelsson lék þá í gegnum alla. vörn Vals og renndi boltanum framhjá Bjarna Sigurðssyni í markinu. Glæsilega gert hjá Hall- dóri. Bjarni Sveinbjörnsson skoraði annað mark Þórs á 49. mínútu eftir gott spil Þórsara. Sveinbjörn Hákonarson vann boltann á miðjunni og lék á eina þrjá Valsara, sendi á Lárus Orra Sigurðsson sem framlengdi á Bjarna. Hann var svo ekki í vandræðum með að klára dæmið. Þegar hér var komið sögu í leiknum virtist mönnum sem Þórsararnir ætluðu hreinlega að rúlla yfir Val því þeir réðu lögum og lofum á vellinum. Staðan í leikhléi var 0:2 og áfram hélt Þór að sækja. Á 63. mínútu léku Þórsarar mjög vel saman og Sveinn Pálsson átti hörkuskot að marki en Valsmenn náðu að bjarga í horn. Tíu mínútum síðar tók Halldór rispu upp allan völl og þrumaði á markið en skotið fór rétt framhjá. Sævar Jónsson bjargaði rétt við marklínu eftir góðan sprett Bjarna Sveinbjörnssonar á 87. mínútu. Anthony Karl Gre- gory gerði örvæntingarfulla til- raun til þess að minnka muninn skömmu síðar en laus skalli hans fór yfir markið. Bjarni Svein- björnsson innsiglaði svo sigur Þórs á lokasekúndum leiksins eft- ir að hafa fengið sendingu frá Halldóri innfyrir vörnina. Bjarni Sigurðsson kom út á móti nafna sínum hjá Þór sem vippaði yfir hann og skoraði. Allt Þórsliðið átti skínandi leik en ekki verður á neinn hallað þótt sagt sé að Halldór Áskelsson hafi verið besti maður vallarins. Bjami Sveinbjörnsson skoraði tvö mörk gegn Val og hefur nú skorað níu mörk fyrir Þór í sumar. Mynd: Golli Kvennaknattspyrna 1. deild: Þórsstúlkur fallnar í 2. deild Þórsstúlkur töpuðu fyrir Skagastúlkum í 1. deildinni í knattspyrnu um helgina og þar með er orðið Ijóst að þær falla í 2. deild. Leikurinn var nokk- uð ójafn og skoraði ÍA sjö mörk gegn engu marki Þórs. „Þetta gekk svona þokkalega - töpuðu 7:0 fyrir ÍA framan af en strax eftir leikhlé misstum við þetta algeríega úr böndunum og þá var ekki að spyrja að því að þær gengu á lagið,“ sagði Valgerður Jóhanns- dóttir, fyrirliði Þórs. Þór lék undan sterkum vindi í fyrri hálíleik og höfðu þá í fullu tréi við Skagastúlkur. Þær síðar- nefndu náðu þó að setja eitt mark og var staðan 1:0 í leikhléi. Undan vindinum voru heima- stúlkur mun sterkari og skoruðu fljótlega eitt mark og strax aftur annað. Þá var Þórsurum öllum lokið og gáfust hreinlega upp. Leikurinn endaði 7:0. SV Halldór Askclsson átti stórlcik gegn sínum gömlu félögum í Val og skoraði m.a. citt mark. Hér er hann í baráttu við FH-ing í leik úr síðustu umferð. Mynd: Golli Vörnin lék vel og Lárus Sigurðs- son var pottþéttur í markinu að vanda. Leiki Þórsarar áfram eins og þeir gerðu gegn Val þá klára þeir deildina og vinna bikarinn, engin spurning. HB/SV Lið Þórs: Lárus Sigurðsson, Þórir Áskelsson, Júlíus Tryggvason, Birgir l>ör Karlsson, Hlynur Birgisson, Sveinbjörn Hákonarson (Steindór Gíslason á 88. mínútu), Lárus Orri Sigurðsson, Sveinn Pálsson, Ásmundur Arnarsson, Halldór Áskelsson, Bjarni Sveinbjörnsson. Lið Vals: Bjarni Sigðurðsson, Ágúst Gylfason, Izudin Dervic, Salih Porca (Gunnlaugur Einarsson á 73. mín), Einar Páll Tómasson, Sævar Jónsson, Jón Grétar Jónsson, Steinar Adolfsson, Ant- liony Karl Gregory, Jón S. Helgason, Baldur Bragason (Árnljótur Davíðsson á 73. mín). Dómari: Þorvarður Björnsson. Línuverðir: Sæmundur Víglundsson og Kristinn Jakobsson, Steindór Gíslason kom inná í sínum fyrsta deildarleik fyrir Þór. Kvennaknattspyrna 2. deild: KA tapaði á Höfn KA-stelpurnar töpuðu nokk- uð óvænt fyrir Sindra á Höfn í Hornafirði um helgina. Leikið var við fremur erfið skilyrði en sem fyrr þá komu þau jafnt niður á báðum liðum. Sindri sigraði í leikn- um 3:1. „Við vorum alveg rosalega lélegar. Annað er ekki hægt að segja um leik okkar,“ sagði Tinna Óttarsdóttir, fyrirliði KA, eftir að liðið hafði tapað á Höfn. „Það er auðvitað mögu- legt að um eitthvert vanmat hafi verið að ræða en slíkt ætti ekki að geta gerst,“ sagði Tinna. Sindrastúlkur skoruðu öll mörk sín í fyrri hálfleik en Bryndís Sigurðardóttir minnk- aði muninn fyrir KA. Staðan í úrslitunum: Haukar Sindri Týr KA KSH 2 2-0-0 8:2 6 3 1-1-1 8:7 4 2 1-0-1 7:2 3 2 1-0-1 3:4 3 3 0-1-2 3:14 1

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.