Dagur - 01.09.1992, Blaðsíða 13
B
Þriðjudagur 1. september 1992 - DAGUR - 13
24. sambandsþing Sambands ungra framsóknarmanna:
Tillaga um að hafna alfarið aðild
íslands að EES felld naumlega
24. sambandsþing Sambands
ungra framsóknarmanna var
haldið á Egilsstöðum um helg-
ina. Nýr formaður S.U.F. var
kjörinn Sigurður Sigurðsson,
Egilsstöðum, en fráfarandi for-
maður, Siv Friðleifsdóttir, Sel-
tjarnarnesi, gaf ekki kost á sér
til endurkjörs. Um 100 manns
sátu þingið.
Á þinginu voru samþykktar
fjölmargar ályktanir, m.a. um
sjávarútvegsmál, utanríkismál,
jöfnun atkvæðisréttar, umhverfis-
mál, ferðamál, samgöngumál,
menntamál og flokksmál, svo og
st j órnmálaályktun.
Sigurður Sigurðsson, nýr formaður S.U.F.
Fjölmargar ályktanir voru samþykktar á þinginu.
Frá Sálarrannsóknafélaginu.
Ósk Guðmundsdóttir, íæknamiðill
og Boris Brefen, miðill, starfa á veg-
um félagsins dagana 21. sept. til 27.
sept. Þeir sem hugsa sér að panta
einkatíma, hringi í síma 96-27677 og
96-12147, laugardaginn 5. septem-
ber, frá kl. 16 til 18.
Stjórnin.
Geðverndarfélag Akureyrar.
Skrifstofa Geðverndarfélagsins að
Gránufélagsgötu 5 er opin mánu-
daga kl. 16-19 og fimmtudaga kl. 13-
16, stuðningur og ráðgjöf.
Síminn er 27990.
Opið hús alla miðvikudaga frá kl.
20. Allir Velkomnir.
Stjórnin.
BORGARBÍÓ
Þriðjudagur
Kl. 9.00 Veggfóftur
Þriðjudagur
Kl. 9.00 Einu sinni krimmi
BORGARBIO
S 23500
Hag íslands best borgið
utan efnahagsbandalaga
í ályktun þingsins um utanrík-
ismál segir m.a. að Samband
ungra framsóknarmanna telji hag
íslands best borgið utan efna-
hagsbandalaga. „Það á að vera
höfuðmarkmið stjórnvalda á
hverjum tíma að skapa sem best
tengsl við öll helstu markaðs-
svæði heimsins. ...íslendingar
eiga að stefna að gerð víðtækra
viðskiptasamninga við ríki EB og
jafnframt við Bandaríkin og Jap-
an og vinna markvisst að því að
verða miðstöð fyrir viðskipti milli
þessara svæða og einnig fyrir við-
skipti annarra þjóða inn á þessi
svasði,“ segir í ályktuninni.
Á þinginu var lögð fram tillaga
um að eftirfarandi málsgrein yrði
bætt við ályktunina um utanrík-
ismál: „Ungir framsóknarmenn
hafna alfarið aðild íslands að
evrópska efnahagssvæðinu,
EES.“ Tillagan var felld á jöfn-
um atkvæðum.
Jöfnun atkvæðisréttar
hafnað að óbreyttu
í ályktun S.U.F.-þingsins um
jöfnun atkvæðisréttar segir m.a.:
„Samband ungra framsókn-
armanna leggur áherslu á að sem
mest jafnræði ríki milli byggða
landsins. Samband ungra fram-
sóknarmanna getur því ekki stutt
aðgerðir sem auka ójöfnuð milli
landshluta. Að óbreyttum
aðstæðum mun jöfnun atkvæðis-
réttar auka á það ójafnræði sem
nú ríkir milli höfuðborgarsvæðis-
ins og annarra landshluta, þar
sem öll æðsta stjórnsýsla landsins
er í Reykjavík. Þá njóta íbúar
höfuðborgarsvæðisins ekki síður
ávaxta þeirra verðmæta sem
landsbyggðin skapar. Langt er í
frá að misjafnt vægi atkvæða í
alþingiskosningum, landsbyggð-
inni í hag, nái að vega upp þenn-
an aðstöðumun."
í ályktuninni kemur fram að
S.U.F. styður þó jöfnun
atkvæðisréttar ef samhliða er
tryggður jöfnuður milli höfuð-
borgarsvæðis og landsbyggðar á
öðrum sviðum. Sá jöfnuður verði
einungis tryggður með róttækum
breytingum á allri stjórnsýslu
landsins, jafnframt því sem
landsbyggðinni verði tryggður
réttlátur hlutur af þjóðartekjun-
um.
Meðal þess sem nefnt er að gera
þurfi í þessu sambandi er að
skipta landinu í hæfilega stór
sjálfsstjórnarhéruð, sem fari með
stjórn sinna mála að eins miklu
marki og kostur er. Þeim verði
tryggður lunginn úr þeim skatt-
tekjum, sem nú renna til ríkisins.
í öðru lagi verði kosin héraðs-
þing, sem hafi það hlutverk að
taka ákvarðanir um framkvæmd-
ir í sjálfsstjórnarhéraðinu og
ákvarða fjárhagsáætlanir sem
starfa skuli eftir. í þriðja lagi
verði komið á sérstökum héraðs-
stjórnum, sem kosnar verði af
héraðsþingum. Hlutverk héraðs-
stjórnanna verði að sjá um fram-
kvæmdavaldið í sjálfsstjórnar-
héraðinu að því marki sem
héraðsþing og breytt stjórnarskrá
gefi tilefni til. í fjórða og fimmta
lagi eru þau skilyrði nefnd að
Alþingi starfi fyrst og fremst sem
löggjafarþing og að ríkisstjórn
landsins hafi fyrst og fremst með
höndum þau mál sem sameigin-
Ieg eru öllum landsmönnum og
ekki er á færi héraðsþinga og -
stjórna að sinna. BB.
Ungir framsóknarmenn leggja áherslu á að sem mest jafnræði ríki milli
byggða.
HL-stöðin Akureyri
Starfsemi hjarta- og lungnaendurhæfinga-
stöðvarinnar hefst mánudaginn 7. septem-
ber.
Þeir sem hafa áhuga á að vera með í vetur
vinsamlega láti skrá sig í síma 26888 fyrir
föstudaginn 4. september.
Björn Sigurbsson Húsavík, sími: 96-42200
VETRARÁÆTLUN
HÚSAVÍK-AKUREYRI-HÚSAVÍK
frá 01.09. 92-15.06. 93
sun. mán. þri. mið. fim. föst. Isug
Frá Húsavík 17.00 08.00 x 08.00 08.00 08 00
Frá Akureyri 19.00 15.30 x 15.30 15.30 15.30
x á þriðjudögum er sérstök vöruferð áætluð brottför frá
Akureyri kl. 14.30.
Upplýsingar á Akureyri Umferðamiðstöðin sími 24442,
á Húsavík BSH hf. sími 42200.
Ath. tengingu við ferðir Norðurleiðar til Reykjavíkur.
Auglýst er eftir forstöðumanni að Dalbæ, dvalar-
heimili aldraðra á Dalvík frá og með 1. janúar
1993.
Óskað er eftir upplýsingum um menntun og fyrri
störf. Umsóknarfrestur er til 20. sept. 1992.
Umsóknir skulu sendar til Ragnheiðar Sigvaldadótt-
ur Hólavegi 7,620 Dalvík, sem jafnframt veitir nánari
upplýsingar í síma 96-61218.
Stjórn Dalbæjar.
Vantar starfskraft
í afgreiðslu
frá kl. 7-12.
Þarf að geta byrjað strax.
Upplýsingar á staðnum frá
kl. 17-18, ekki í síma.
Einarsbakari,
v/Tryggvabraut.