Dagur - 01.09.1992, Blaðsíða 5

Dagur - 01.09.1992, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 1. september 1992 - DAGUR - 5 Fréttir Stéttarsamband bænda: Samstaða bænda grundvallaratriði í landbúnaði - réttur bænda til vinnu verði ekki fyrir borð borinn „Landbúnaðurinn hefur miklu hlutverki að gegna á íslandi eins og í öðrum löndum. Stefna stjórnvalda hefur verið að framleiða sem mest innan- lands af þeim matvælum sem þjóðin þarfnast enda er mat- vælaframleiðslan einn af horn- steinum sjálfstæðra ríkja. Sú stefna þjóðanna kemur glöggt fram í þeim GATT-viðræðum sem nú standa yfir. Mikið öryggi er í því fólgið að mat- vælaframleiðslan sé stunduð dreift um allan hnöttinn vegna hættu á umhverfisslysum í samanþjöppuðum landbúnaði og iðnaði. Loftslagsbreytingar vegna mengunar geta líka raskað skilyrðum til landbún- aðar í hinum ýmsu heimshlut- um.“ Þannig hefst stefnuyfir- lýsing Stéttarsambands bænda eins og hún birtist að loknum aðalfundi samtakanna sem haldinn var að Laugum í Reykjadal í síðustu viku. í stefnuyfirlýsingunni segir síð- an að eitt af markmiðum land- búnaðarstefnunnar sé að fjár- hagsleg og félagsleg staða bænda- fólks eigi að vera í sem nánustu samræmi við aðstöðu fólks í öðr- um starfsgreinum. Bent er á að í harðnandi samkeppni sé mikilvægt fyrir landbúnaðinn að halda þeim gæðum á búvörum sem verið hafa svo neytendur geti áfram treyst að þeir séu að kaupa gæða- vörur þegar þeir kaupa íslenskar landbúnaðarafurðir. Réttur bænda til vinnu verði ekki fyrir borð borinn Þá er fjallað um hinar miklu breytingar sem á döfinni eru í alþjóðaviðskiptum með landbún- aðarvörur og þá kröfu landbún- aðarins á hendur stjórnvöldum að farið verði með gát í þeim efnum. Samfélagið sem landbún- aðurinn hefur staðið á verði ekki rústað fyrir stundargróða. í stefnuyfirlýsingunni segir að bændur krefjist þess að réttur. þeirra til vinnu verði ekki fyrir borð borinn og seldur lægstbjóð- anda hverju sinni. Bændur verði að fá að haga samvinnu sín í milli sem þeim sé nauðsynlegt til að geta staðið undir þeim kröfum sem til þeirra eru gerðar. Sam- staða bænda sé grundvallaratriði í landbúnaði eins og í öðrum atvinnugreinum, sem byggjast upp á mörgum litlum fram- leiðendum. Vitnað er til smásölu- verslunarinnar í því sambandi og bent á hvernig hún taki upp aukna samvinnu sín á milli til að halda stöðu sinni og bæta afkomu. Sambærilegt rekstrar- umhverfi og í nágrannalöndum í stefnuyfirlýsingu aðalfundar Stéttarsambandsins krefjast bændur þess að rekstrarumhverfi þeirra verði þannig búið að þeir verði samkeppnisfærir við bænd- ur í nágrannalöndunum - að þeir hafi aðgang að aðföngum á sam- bærilegu kostnaðarverði og þeir. Einnig er gert að umhugsunar- efni á hvern hátt endurnýjun eigi sér stað í bændastéttinni á komandi tímum. Gera megi ráð fyrir að breyttar og harðari fors- endur dragi úr áhuga og kjarki ungs fólks að hefja búrekstur í þeirri óvissu sem landbúnaðurinn standi nú frammi fyrir. Þróun innanlands- markaðar ræður úrslitum í öðrum ályktunum aðalfundar Stéttarsambands bænda kveður við svipaðan tón og í stefnuyfirlýs- ingunni. í ályktun um afurða- sölumál segir meðal annars að með nýjum búvörusamningi, sem nú hafi tekið gildi verði ein mesta breyting á rekstrarumhverfi land- búnaðarins er átt hafi sér stað. Þróun innanlandsmarkaðar muni ráða úrslitum fyrir flestar eða all- ar greinar landbúnaðar og vöru- þróun og markaðsstarf því skipta höfuðmáli fyrir framtíð landbún- aðarins sem atvinnuvegar og þar með þróun dreifbýlis í landinu. Lagt er til að framleiðendur taki sem mestan þátt í stjórnun og rekstri afurðastöðva og trúnaður geti ríki á milli viðskiptaaðila. Varað er við hatrammri og óheið- arlegri samkeppni á milli afurða- stöðva sem, einungis leiði til erf- iðleika - gjaldþrota fyrirtækja og einstaklinga er enginn hagnist á. Afurðastöðvarnar verði kannaðar sérstaklega Vegna mikilvægis innanlands- markaðarins leggur aðalfundur Stéttarsambandsins til að stofn- aður verði starfshópur um slátrun og sölu sauðfjárafurða. Gert er ráð fyrir að starfshópurinn skoði rekstur afurðastöðva sérstaklega og kanni hvort unnt sé að koma nauðsyniegum umbótum á innan þeirra svo þær verði nýtileg tæki til að annast dreifingu og sölu- meðferð á sauðfjárafurðum auk þess að sjá til að miðiun á kjöti á milli söluaðila verði hnökralaus. Þá á starfshópurinn að fylgjast með og örva sölu sauðfjárafurða og sjá um að staðið verði að markaðssetningu sauðfjárafurða sem best verði kosið. Gert er ráð fyrir að verja 5% af verði sauð- fjárafurða til markaðsöflunar án þess þó að sú upphæð komi fram í verði til neytenda. Úttekt á áhrifum samdráttar og samstarf viö sveitarfélögin Aðalfundur Stéttarsambands bænda fól stjórn þess að leita eft- ir samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga um tillög- ur til að mæta afleiðingum sam- dráttar í hefðbundnum landbún- aði og gerði þá kröfu til stjórn- valda að þegar verði unnin ýtar- leg úttekt á áhrifum þessa sam- dráttar á einstakar sveitir og byggðir. Fundurinn benti á nauð- syn þess að búnaðarsamböndin á hverju svæði fengju aðild að þeim atvinnuþróunarkerfum sem víða séu starfrækt á félagssvæð- um þeirra og að þau leiti eftir samvinnu við sveitarstjórnir um framkvæmd og fjármögnun aukinna leiðbeininga og þróunar- starfs. ÞI Frá aðalfundi Stéttarsambands bænda að Laugum. Haukur Halldórsson, formaður í ræðustól. Næst ræðustólnum situr Halldór Blöndal, landbúnaðarráðherra, þá Guðmundur Stefánsson, Hraungerði í Flóa, Guðmundur Jónsson, Reykjum í Mosfellssveit, Bjarni Helgason á Laugalandi í Borgarfirði og Ari Teitsson á Hrísum í Reykjadal. Vetraráætlun Ólafsfjörður-Dalvík-Hrísey-Akureyrir frá 1. september 1992-31. maí 1993. Stéttarsamband bænda: MMar umræður um breytingar á félagskerfi landbúnaðarins - nefnd vinnur að tillögum um einföldun og samræmingu stofnana í landbúnaði Miklar umræður urðu á aðal- fundi Stéttarsambands bænda um félagskerfi landbúnaðarins en á undanförnum árum hafa komið fram ákveðnar raddir um nauðsyn þess að gera kerf- ið einfaldara og skilvirkara. Haukur Halldórsson, formað- ur Stéttarsambandsins, gaf tóninn varðandi þessar umræður í framsöguræðu sinni þegar hann kvað skoðun sína að stefna bæri að einum deilda- skiptum félagssamtökum þar sem allar greinar landbúnaðar- ins ættu sína fulltrúa er hefðu möguleika til áhrifa. Haukur sagði að breytingar á félagskerfi landbúnaðarins væru þó ekkert áhlaupaverk þar sem fyrir væri mjög fastmótað skipu- lag er ætti sér ríkar hefðir. Til að finna mætti færsæla lausn yrðu menn að gefa sér tíma og ganga til verks með það í huga að byggja upp en ekki brjóta niður. Á fundinum kom fram tillaga um stefnumörkun hvað félags- kerfi landbúnaðarins varðar. í til- lögunni er gert ráð fyrir að bún- aðarfélög verði samstarfsvett- vangur bænda í viðkomandi sveitarfélögum en búnaðarsam- böndin verði grunneiningar félagskerfisins auk þess sem bú- greinafélögin verði einnig grunn- einingar og bændum í sjálfsvald sett hvort þeir starfi á vettvangi búnaðarsambands eða búgreina- félags. Bændafélag íslands verði síðan sameiginlegur starfsvett- vangur með um 30 aðalfulltrúum er kosnir verði á aðalfundum búnaðarsambanda og búgreina- félaga. Þá verði unnið að því að tengja félagskerfi landbúnaðarins starfsemi afurðastöðva með beinni fjárhagslegri þátttöku, sem leiði til stjórnunar og ábyrgðar og kannað verði sér- staklega hvaða félagsform henti þeirri þátttöku og einnig verði kannaðir möguleikar á stofnun framleiðendaf élaga. í hugmyndum aðalfundar Stéttarsambandsins er einnig lagt til að unnið verði að sameiningu á starfsemi Búnaðarfélags íslands og Framleiðsluráðs landbúnaðar- ins þannig að stofnað verði til eins starfsvettvangs í búnaðar- samtökum bænda þar sem allir aðilar koma saman til ákvarðana- töku. í tillögunum er gert ráð fyr- ir að hinn sameiginlegi samstarfs- vettvangur hafi yfirumsjón með núverandi starfi stofnana land- búnaðarins. Eftir miklar umræð- ur um efni tillögunnar var ákveð- ið að kjósa þriggja manna nefnd til þess að vinna að frekari hug- mydum um breytingar á félags- kerfinu er skili frekari tillögum fyrir næsta aðalfund. ÞI 1. sept. 1992 31. maí 1993 Sun. Mán. Þri. Mið. Fim. Fö. Lau. Frá Ólafsfirði 19.30 08.30 08.30 08.30 08.30 08.30 Frá Dalvík Frá Dalvík 20.00 09.00 09.00 09.00 09.00 09.00 14.30 Frá Litla-Árskógss. 09.15 09.15 09.15 Frá Akureyri Frá Akureyri 21.00 12.30 12.30 12.30 12.30 12.30" 16.00 x Til Dalvíkur. Upplýsingar í síma 96-24442 Umferðarmiðstöðin Hafnarstræti 82, Akureyri. SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA Á NORÐURLANDI EYSTRA Stuðningsfjölskyldur Svæðisskrifstofa fatlaðra á Norðurlandi eystra leitar að stuðningsfjölskyldum fyrir fötluð börn. Hlutverk stuðningsfjölskyldu er að taka fatlaðan einstakling í umsjá sína í skamman tíma (3-5 sólar- hringa í mánuði), í þeim tilgangi að létta álagi af fjöl- skyldu hans. Sérstaklega er nú leitað að stuðningsfjölskyldu fyrir 6 ára dreng sem er mikið líkamlega fatlaður. Nánari upplýsingar eru veittar á Svæðisskrifstofu fatlaðra að Stórholti 1, Akureyri og í síma 96-26960.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.