Dagur - 01.09.1992, Page 6

Dagur - 01.09.1992, Page 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 1. september 1992 Kassabflakeppnin vakti lukku hjá yngstu kynslóðinni. Hráslagalegur afmælisdagur í göngugötunni dró að sér þó nokkra áhorfendur en mannlífið var frekar dauft í miðbænum fyr- ir hádegi. Eftir hádegi fór fólk að átta sig á því að veðrið var ekki svo grá- bölvað, auk þess sem víða var hægt að komast inn og njóta skemmtunar, þannig að fleiri fóru á stjá. Fertugt skáld, Jóhann árelíuz, var með dagskrá í 1929 og var hún ágætlega sótt. Fólki fannst kærkomið að koma inn úr kuldanum og drekka í sig djass og andans hugrenningar. Listagilið var opnað upp á gátt og óhætt er að segja að aðsókn hafi farið fram úr björtustu vonum. Afmæliskringlan hvarf eins og dögg fyrir sólu og kaffið var óspart svolgrað. Um 300 manns komu í Listagilið, fylgdust með listamönnum að störfum í vinnustofum og skoðuðu rangal- ana í gömlu Kaupfélagshúsun- um. Margt fleira var í boði enda lagði undirbúningsnefnd fyrir hátíðina áherslu á að gera sem flestum til hæfis - og helst öllum. En hið íslenska veðurfar lét ekki að sér hæða og gárungarnir voru fljótir að stinga upp á því að afmælisdeginum yrði flýtt næst. SS Leiðindaveður setti svip sinn á 130 ára kaupstaðarafmæli Akureyrar síðastliðinn laugar- dag og varð að fella niður nokkur skemmtiatriði vegna kulda, vætu og hugsanlegrar vosbúðar. Þátttaka í hátíðar- höldunum var mun minni en vonast hafði verið til. Morgunmenn létu veðrið ekki á sig fá og gerðu sínar Möllers- æfingar á sundlaugarbakkanum. Litlum sögum fer af skoðunar- ferðum sem skipulagðar höfðu verið en einhverjir létu sjá sig í söfnum bæjarins. Kassabílakeppni Slökkviliðsmenn sýndu tól sín og tæki. Ofurhugar á hjólabrettum héldu upp á daginn. Djassað í ’29. Gunnar Gunnarsson, píanó, Ámi Ketill, trommur, Finnur Eydal, saxófónn, og Jón Rafnsson, bassi. Sölumönnum og pröngurum var boðið að reyna fyrir sér í miðbænum. Jakob Björnsson sigrað í kappáti Greifans og var útnefndur átvagl fyrir vikið. Fór hann lét með 20 tommu pizzu og slatta af öli. Þráinn Karlsson, leikari, las upp úr hugverkum Jóhanns árelíuzar. Vinningstölur laugardaginn FJOLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐÁHVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 6.586.629,- 2«, . 4a<5 142.254,- 3. 197 6.228.- 4. 5.789 494,- Heildarvinningsupphæð þessa viku: 11.384.581,- upplvsingab:sImsvari91 -681511 lukkul!na991002 Þessi mynd var tekin í flóttamannabúðum við Liboi í Kenía í maí síðastliðnum en þar dvclur nú fólk frá Sómalíu er flúið hefur heimaland sitt vegna borgarastyrjaldar og ógnaraldar í landinu sem af henni hefur hlotist. Þetta fólk býr við nær algeran skort og deyr fjöldi manna úr hungri á degi hverjum. Næstkomandi fimmtudag mun Hjálpar- stofnun kirkjunnar standa fyrir söfnunarátaki vegna þeirra sem nú líða skort vegna stríðsátaka í Sómalíu ó vestur- strönd Afríku og einnig flóttafólks frá fyrrum ríkjum Júgóslavíu. Fjölmiðlar munu taka þátt í söfnunarátakinu með Hjólparstofnun kirkjunnar og mun Rás 2 verða með beint útvarp allan daginn og Bylgjan mun einnig verða með útsendingar frá Perlunni í Reykjavík vegna söfnunarinnar. Sími söfnunarátaksins verður 91-624400. Merkjasölu- dagar Hjálpræðis- hersins Hinir árlegu merkjasöludagar Hjálpræðishersins á íslandi verða að þessu sinni frá miðvikudegi til föstudags, 2.-4. september. Merkjasala Hjálpræðishersins er þýðingarmikil fjáröflunarleið fyrir starf hans hér á landi. Tekj- ur af merkjasölunni eru einkum notaðar til að fjármagna barna- og unglingastarfið sem nú er að hefjast að afloknu sumarfríi. Merkið sem er hringlaga lím- miði með áprentuðu blómi, verð- ur selt á götum Reykjavíkur og Akureyrar og einnig verður víða selt í húsum. Verðið er hið sama og undanfarin ár, krónur 100. Forsvarsmenn Hjálpræðishers- ins vonast eftir því að flestir kaupi sér blómamerki og styrki þannig félags- og hjálparstarf Hjálpræðishersins.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.