Dagur - 01.09.1992, Blaðsíða 11

Dagur - 01.09.1992, Blaðsíða 11
ÍÞRÓTTIR Ólympíuleikar fatlaðra: Tveir Akureyringar til Barcelona - Rut Sverrisdóttir og Elvar Thorarensen héldu utan á sunnudag Um helgina héldu tvö ung- menni frá Akureyri til Spánar til þess að taka þátt í Ólympíu- leikum fatlaðra. Þau eru Rut Sverrisdóttir, Óðni, sem kepp- ir í sundi, og Elvar Thoraren- sen, Akri, sem keppir í borð- tennis. Þau voru bæði á Ólym- píuleikunum í Seul og hvorugt var ánægt með árangur sinn þar. Rut keppir í flokki sjón- skertra en Elvar er spastískur á fæti. Þegar Dagur hafði samband við þau voru þau að leggja síð- ustu hönd á undirbúning farar- innar til Barcelóna og spenn- ingurinn leyndi sér ekki. Stef- án Thorarensen og Aðalsteinn Friðjónsson fara á Ólympíu- leika þroskaheftra sem verða í Madrid um miðjan mánuðinn. Rut Sverrisdóttir: Rut er fædd í Reykjavík 1975 en fluttist strax sem kornabarn til Akureyrar og hefur búið þar síðan. „Ég hlakka heilmikið til en kvíði þó jafnframt fyrir,“ sagði Rut þegar spurt var hvernig ferðin legðist í hana. „Mér líst miklu betur á þessa leika en 1988 því þá var ég ekki nógu góð. Nú er ég mun betri og hef æft mjög vel að undanförnu." Rut byrjaði að æfa sund með íþróttafélagi fatlaðra á Akureyri fyrir 5 árum. „Ég var alltaf ein þar og því fór ég fljótlega að æfa með Oðni. Ég gekk alfarið í Óðinn 1990 og hef æft og keppt þar síðan. Þar fæ ég betri þjálfun og fleiri æfingar og síðast en ekki síst er mikilvægt að æfa með heil- brigðum krökkum," sagði Rut. Hún segir að það sem hái sér fyrst og fremst sem sjónskertri sé það að hún eigi erfitt með að greina bakkann þegar hún sé að synda og að auki sé erfitt að kenna sjónskertum tækniatriðin. „Maður verður að reyna að vinna bug á óörygginu sem skapast vegna þess að maður sér ekki allt sem maður vildi.“ Rut sagðist vera ósátt við það hvernig raðað er niður í styrkleikaflokka. Hún segir sjón sína vera mælda þegar hún er með gleraugu en með þau Elvar Thorarensen. geti hún ekki synt og því ætti hún að vera í næsta flokki fyrir neðan þann sem hún var sett í. Undirbúningstíminn hefur ver- ið mjög dýr hjá Rut þar eð hún hefur þurft að dvelja í Reykjvík við æfingar síðan snemma í sumar. „Eg æfði með Óðni allt þar til krakkarnir þar tóku sér sumarfrí um miðjan júlí en þá fór ég til Reykjavíkur og hef æft með hinum ólympíuförunum síðan. „Við höfum æft 5 til 8 sinnum í viku og ég vona að það dugi mér til þess að komast á verðlauna- pall. Ég veit ekki hvort það er raunhæft markmið, því þetta er gríðarlega sterkt mót, en óneit- anlega væri gaman að komast á pall. Ég er a.m.k. staðráðin í því að komast í úrslit,“ sagði ólym- píufarinn og sundkonan Rut Sverrisdóttir. Hún byrjar að keppa 4. september. Elvar Thorarensen: Hann er fæddur á Akureyri árið 1972 og hefur æft borðtennis í rúm 10 ár, síðastliðin tvö ár undir leiðsögn þjálfara. Hann æfir og keppir fyir ÍFA segist vera spast- ískur á fæti og keppa í flokki standandi borðtennisspilara. „Maður var að gutla í þessu sjálfur fram eftir aldri en undan- farin ár hefur verið æft af mikilli alvöru. Ég fór á Ólympíleikana í Seul 1988 og það var mikil upplif- un,“ sagði Elvar, þegar hann var spurður út í hvenær borðtennis- áhuginn hafi vaknað. „Það kom mér í raun ekki svo mjög á óvart að ég skyldi verða valinn nú. Það var spurning um að velja á milli tveggja, annars vegar sitjandi spilara og hins vegar standandi. Sem betur fer fékkst pláss fyrir okkur báða. Mér líst mjög vel á það að vera að fara og hlakka mikið til,“ sagði Elvar. Aðspurð- ur út í hvaða möguleika spilarar frá íslandi ættu sagði Elvar að fjöldi þjóðanna sem tæki þátt væri mjög mikill. „f Seul voru þær 64 en eru nú 96 þannig að það verður a.m.k. ekki auðveld- ara að ná árangri. Mér gekk ekki vel 1988 en vonandi hefur maður tekið það miklum framförum að það gangi betur nú. Það eina sem ég get sagt er að ég mun reyna að gera mitt besta og ef það tekst get ég ekki annað en verið ánægður, sagði Elvar.“ Elvar hefur æft geysivel fyrir þessa leika og undirbúið sig eins vel og frekast er kostur. „Núna undanfarið höfum við verið á tveimur æfingum á dag og stund- um lyftingar þar að auki. Allt í allt hafa farið um sex klukku- stundir í þetta hjá okkur á dag. Ég hef verið í Reykjavík við æfingar síðan 13. ágúst og ég vona að allar þessar æfingar eigi eftir að skila sér.“ Elvar starfar nú sem skrifstofu- maður hjá Útgerðarfélagi Akur- eyringa eftir að hafa útskrifast í verslunar-, viðskipta- og hagfræði frá Verkmenntaskólanum á Akureyri síðastliðið vor. Elvar byrjar að keppa 9. september og reiknar með að keppt verði í riðlum, fjórir í hverjum, en segist ekkert hafa fengið að vita um fyrirkomulagið né mótherja ennþá. SV Rut Sverrisdóttir. Þriðjudagur 1. september 1992 - DAGUR - 11 AKUREYRARB/€R Iþróttahúsið við Laugargötu Lausir tímar Nokkrir lausir tímar í íþróttahúsinu við Laugargötu. Nánari upplýsingar hjá húsvörðum í síma 23617. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Hafnarstræti 107, 3. h„ Akureyri, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Byggðavegur 151, Akureyri, þingl. eigandi Helga Guðmundsdóttir, gerðarbeiðendur Samvinnusj. Islands hf., íslandsbanki hf. 516, Landsbanki íslands, lögfræðideild og Trygging hf., 4. september 1992, kl. 10.00. Eyborg EA-59, þingl. eigandi Borg hf., gerðarbeiðendur Atvinnutrygg- ingarsjóður útflutningsgreina, Inga B. Jóhannsdóttir, Þrotabú Smára hf., Tryggingastofnun ríkisins v/Líf- eyrissjóðs sjómanna og Olíuverslun Islands, 4. september 1992, kl. 10.00. Grænamýri 12, Akureyri, þingl. eig- endur Kjartan Þór Friðjónsson og Hilmar Friðjónsson, gerðarbeiðend- ur Hrafnagilsskóli, Bifreiðaverk- stæði Sigurðar Valdimarssonar, Landsbanki Islands, Strandgötu 1, Gúmmívinnslan hf. og Þórshamar hf., 4. september 1992, kl. 10.00. Hamarstígur 30, Akureyri, þingl. eigandi Friðný Friðriksdóttir, gerðar- beiðandi Verðbréfamarkaður FFÍ, 4. september 1992, kl. 10.00. Óseyri 16, Akureyri, þingl. eigandi Vör hf., gerðarbeiðendur innheimtu- maður ríkissjóðs v/þinggjöld 1991, Iðnlánasjóður og íslandsbanki hf., 4. september 1992, kl. 10.00. Glerárgata 34, A-1, hluti, Akureyri, þingl. eigandi Heiðar hf., gerðar- beiðendur Islandsbanki hf., Vá- tryggingafélag íslands hf. og Aust- urbakki umboðs- heildverslun, 4. september 1992, kl. 10.00. Eyrarlandsvegur 12, efri hæð, Akur- eyri, þingl. eigandi Karl Sigurðsson, gerðarbeiðendur Lífeyrissi. tré- smiða og Búnaðarbanki íslands, lögfræðiinnheimta, 4. september 1992, kl. 10.00. Móasíða 4 a, Akureyri, þingl. eig- endur Egill Bragason og Anna Lára Þorsteinsdóttir, gerðarbeiðendur innheimtumaður ríkissjóðs v/iauna- skattur 1989 E, Bæjarsjóður Akur- eyrar v/fasteignagjalda 1991 og Islandsbanki hf. 565, 4. september 1992, kl. 10.00. Sýslumaðurinn á Akureyri 31. ágúst 1992. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Hafnarstræti 107,3. h„ Akureyri, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Grænagata 4, e.h. og ris, Akureyri, þingl. eigandi Friðrik Bjarnason, gerðarbeiðandi innheimtumaður ríkissjóðs v/launaskatts, þinggjalda, staðgreiðslu og virðisaukaskatts, 4. september 1992, kl. 14.30. Tjarnarlundur 18 i, Akureyri, þingl. eigandi Húsnæðisnefnd Akureyrar, gerðarbeiðandi Islandsbanki hf., 4. september 1992, kl. 13.15. Halldórsstaðir, Eyjafjarðarsveit, þingl. eigandi Hreinn Gunnarsson, gerðarbeiðandi innheimtumaður ríkissjóðs v/þinggjalda og stað- greiðslu, 4. september 1992, kl. 13.15. Dalsbraut 1, hlutar J1, K1 og L1, Akureyri, þingl. eigandi Prentsmiðj- an Petit sf., gerðarbeiðandi Iðnlána- sjóður, 4. september 1992, kl. 14.15. Múlasíða 3 b, Akureyri, þingl. eig- endur Sigursteinn Magnússon og Elísabet W. Birgisdóttir, gerðarbeið- andi Húsnæðisstofnun ríkisins, 4. september 1992, kl. 15.30. Aðalstræti 14, neðri hæð að norðan, Akureyri, þingl. eigandi Árni Þórhallur Leósson, gerðarbeiðandi íslandsbanki, Lækjargötu 12, 4. september 1992, kl. 13.45. Hjallalundur 5 d, Akureyri, þingl. eigandi Guðbjörg Herbertsdóttir, gerðarbeiðandi Húsnæðisstofnun ríkisins, 4. september 1992, kl. 15.15. Bandagerði 1, Akureyri, þingl. eig- andi Þórhallur Bjarnason, gerðar- beiðandi Húsnæðisstofnun ríkisins, 4. september 1992, kl. 14.00. Sýslumaðurinn á Akureyri 31. ágúst 1992.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.