Dagur - 01.09.1992, Blaðsíða 2

Dagur - 01.09.1992, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 1. september 1992 Fréttir Sauðárkrókur: Samkomulag framundan - um framkvæmdalán til félagslegs húsnæðis Eins og fram kom í Degi nýlega fór Húsnæðisstofnun ríkisins fram á að byggingar- kostnaður félagslegs húsnæðis á Sauðárkróki verði lækkaður Akureyri: Bæjarmála- punktar ■ Á bæjarráðsfundi 20. ágúst sl. var fjallað um bréf Jó- hannesar Árnasonar, Tjarnar- lundi 7 c, þar sem „hann bend- ir á að skipan gangstétta og gangbrauta við Skógarlund er ábótavant. Full þörf sé á að auka við gangstéttir og mal- bika þær og merkja gang- brautir yfir götuna.“ í bókun bæjarráðs segir að um rétt- mæta ábendingu sé að ræða og var erindinu vísað til skipu- lagsnefndar og bæjarverkfræð- ings. ■ Bæjarráð hefur heimilað greiðslu úr bæjarsjóði (viðbót- arfjárveiting til Iistamiðstöðv- ar í Grófargili) allt að 812 þúsund, til þess að ljúka greiðslum Gilfélagsins skv. samningi dags. 24. mars sl. Þessari fjárveitingu er mætt með lækkun á veltufjárstöðu bæjarsjóðs. ■ Bæjarráð hefur staðfest samning um kaup á fasteign- inni Strandgötu 6. Kaupverð er 3,5 milljónir króna. ■ Á fundi bæjarráðs 27. ágúst sl. kom fram í máli forstöðu- manns Strætisvagna Akureyr- ar að eigi Strætisvagnar Akur- eyrar að taka að sér akstur fatlaðra þurfi að bæta þar við einni 13-15 manna bifreið og ráða einn starfsmann til við- bótar. Annar valkostur er útboð akstursins. Bæjarráð fól forstöðumanni Strætisvagna Akureyrar, félagsmálastjóra og félagsmálaráði að kanna þessa aksturskosti nánar og leggja niðurstöður sínar fyrir bæjarráðsfund um miðjan september. Afgreiðslu málsins var að öðru leyti frestað. ■ Menningarmálanefnd hef- ur samþykkt að veita Jóhanni árelíuzi og Sigurði Ingólfssyni styrki að upphæð 50 þúsund krónur til hvors þeirra úr Menningarsjóðí. ■ Dómhildur Sigurðardóttir, Lundarskóla, hefur sagt stöðu sinni lausri. ■ íþrótta- og tómstundaráð hefur samþykkt að hefja sölu á skólakortum í Sundlaug Akur- eyrar, annars vegar fyrir nemendur í framhaldsskólun- um og hins vegar fyrir nemendur í Háskólanum á Akureyri. Kortið gildir fyrir fólk á aldrinum 15-25 ára. Þrjátíu miða kort kostar 1500 krónur. ■ Þá samþykkti íþrótta- og tómstundaráð að styrkja þjálf- ara í listhlaupi á skautum utan til náms á komandi vetri um 40 þúsund krónur. ■ Heilbrigðisnefnd hefur samþykkt umsókn Sigurgísla Sveinbjörnssonarf.h. Gullvíð- is hf. um starfsleyfi fyrir smá- söluverslun að Hrísum f Eyjafjarðarsveit. um 5.4% til að veitt verði framkvæmdalán. Heimamenn eru óánægðir með vinnubrögð Húsnæðisstofnunar, en hafa nú beygt sig undir vilja hennar og lækkað kostnaðinn um umbeðin prósent. Málið er þar með í höfn. Gísli Gíslason deildarstjóri Fé- lagsíbúðadeildar Húsnæðisstofn- unar sagði í samtali við blaðið að húsnæði af þessari gerð hefði allt- af verið skilgreint sem fjölbýlis- hús hjá Húsnæðisstofnun og skv. íslenskum staðli og það væri aðil- um á Sauðárkróki kunnugt um. Það að heimamönnum hefði ver- ið tjáð að matið myndi lenda mitt á milli 100 og 82% sagðist Gísli ekki kannast við, en kvaðst ekki ábyrgjast hvað einstakir starfs- menn stofnunarinnar kynnu að hafa sagt óformlega. „Hins vegar verður maður að viðurkenna það að þetta er ekki eiginlegt fjölbýl- ishús í þeirri merkingu, ekkert sambýli eða neitt svoleiðis. Það má vel segja sem svo að það sé eðlilegt að þessi hús liggi ein- hvers staðar á milli fjölbýlishúsa og raðhúsa,“ sagði Gísli. Varð- andi þá gagnrýni að stofnunin tæki ekki tillit til aðstæðna, t.d. hækkaðs steypuverðs, sagði Gísli að reiknað væri meðaltal yfir landið og miðað við hámarks- verð. Þegar framkvæmdalánum var úthlutað í maí sl. var bæði nýr kostnaðargrundvöllur og ný stærðarmörk. Þegar félagslega húsnæðið á Sauðárkróki var tek- ið til athugunar kom í ljós að það var yfir kostnaðargrundvellinum, en innan stærðarmarkanna að sögn Gísla. Hann sagði að tekist hefði að lækka kostnaðinn um umbeðin prósent og því væri mál- ið í höfn. Stofnunin hefði gefið svar og fljótlega yrði gengið frá samningum. Jón Karlsson for- maður Húsnæðisnefndar Sauðár- króks staðfesti að bréf þessa efnis hefði borist frá Húsnæðisstofnun. sþ Mikil hjólreiðahátíð, Tröllahátíð ’92, var haldin á Dalvík um helgina. Á myndinni má sjá blauta en umfram allt aur- uga sigurvegara í víðavangskeppni fullorðinna, en hjólað var upp í Böggvisstaðafjall. F.v.: Marinó Freyr Sigurðsson sem varð þriðji, sigurvegarinn, Einar Jóhannsson sem betur er þekktur sem keppandi í þríþraut, og Ingþór Hrafn- kelsson sem varð annar. Nánar verður fjallað um mótið í vikunni. Mynd: GG Síðustu orð Norðlendinga einum rómi: Afkomubrestur ekki ein- göngu hjá sveitafólki' 44 Á 34. Fjórðungsþingi Norð- lendinga sem haldið var á Hvammstanga um helgina var ákveðið að leggja niður Fjórð- ungssambandið frá og með 30. desember 1992 en á aukaþingi hinn 30. aprfl í vor var ákveðið að stofna ný landshlutasamtök sveitarstjórna í stað hinna eldri og munu þau fylgja kjördæma- mörkum í stað fjórðungs- marka. Áskell Finarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungs- sambandsins, sagði í skýrslu sinni að hér færi nánast saman „að láta af störfum fyrir aldurs sakir og að tekin er upp ný skip- an samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi.“ Síðar í vikunni mun Dagur birta síðustu skýrslu Áskels Finarssonar sem framkvæmdastjóra. í samþykkt um landbúnaðar- mál lýsti Fjórðungsþing Norðlend- inga yfir áhyggjum vegna erfiðrar stöðu landbúnaðar og benti á að ekki væri afkomubrestur ein- göngu hjá sveitafólki heldur einnig í viðskiptum þjónustufyrir- tækja á höfuðborgarsvæðinu sem leiddi til atvinnuleysis. „Það er krafa þingsins að stjórnvöld geri sér grein fyrir hvert stefnir og geri ráðstafanir sem komi í veg fyrir áframhald- andi samdrátt, og þær leiði til þess að blómlegur og öflugur landbún- aður verði hér á komandi árum sem sé fær um að framleiða hágæðavörur fyrir neytendur, á hagstæðu verði,“ sagði í sam- þykktinni. Mestur tími Fjórðungsþings fór í að fjalla um starfslok sambands- ins en á öðrum stað í Degi er sagt frá nýjum landshlutasamtökum á Norðurlandi og framsögu ráð- herra sem litu inn á þingið. GT Rækjubátur frá Dalvík dreginn til hafnar vegna bilunar: ÖxuU brotnaði í aöalgír Öxull og legur brotnuðu í aðalgír rækjubátsins Náttfara HF-185 er hann var staddur á Meðferðarheimili Barnaheilla: í nágrermi Akurevrar? Samtökin Barnaheill leita nú eftir heppilegri bújörð í ná- grenni Ákureyrar eða Reykja- Lambakjötssala: Verölækkun aö ljúka Sérstök verðlækkun var aug- Iýst á lambakjöti frá 10. ágúst sl. til mánaðamóta. Mögulegt kann þó að verða að fá þetta kjöt fyrstu dagana eftir mán- aðamót meðan birgðir endast. Birgðir hjá sláturhúsi KEA á Akureyri eru uppurnar en Óli Valdimarsson, sláturhússtjóri, segir að nú fyrir mánaðamótin hefði verið flutt að kjöt til að selja. Það sem komið hafi verið fyrir mánaðamótin verði fáanlegt á lækkuðu verði eftir mánaða- mót. í bréfi sem sláturleyfishafar fengu í sumar segir að allar birgð- ir umfram 500 tonn af kjöti verði fluttarút í septembermánuði. JÓH víkur undir meðferðarheimili fyrir vegalaus börn. Búið er að ráða fólk til að veita heimilinu forstöðu og undirbúningsvinna á lokastigi. Undirbúningur meðferðar- heimilisins er kominn á lokastig og hafa samningar tekist milli ríkis og Barnaheilla um rekstur heimilisins. Heimilið verður sjálfseignarstofnun og geta allt að 6 börn dvalist þar í einu. Búið er að ráða sálfræðimenntuð hjón, með langa reynslu af meðferðar- vinnu með börn, til að veita heimilinu forstöðu. Meðferðarheimilið verður stað- sett í sveit, innan seilingar- fjarlægðar frá Akureyri eða Reykjavík. Samtökin Barnaheill leita nú eftir heppilegri bújörð með góðum húsakosti. Strax og jörðin er fundin og þær lagfær- ingar verið gerðar sem þörf er á, ætti ekkert að vera því til fyrir- stöðu að Meðferðarheimili fyrir vegalaus börn verði formlega opnað. KR miðjum Þistilfirði um hálf tíu- leytið sl. fimmtudagskvöld. Biðja þurfti um aðstoð til að komast til hafnar og kom Gull- berg VE-292 að Náttfara um tvöleytið um nóttina og dró hann til Þórshafnar og komu bátarnir þangað um tíuleytið á föstudagsmorguninn. Nokkrum erfiðleikum var bundið að koma taug milli bát- anna um nóttina vegna veðurs, en bátar voru almennt á landleið vegna brælu. Búast má við að Náttfari verði nokkuð frá veiðum vegna þessarar bilunar, en vara- hlutir eru ekki fáanlegir hérlendis og jafnvel þarf að sérsmíða þá fyrir gírinn en það var ekki full- kannað f gær. Reiknað er með að Náttfari verði dreginn til Dalvíkur til við- gerðar þegar veður lægir. GG Árskógssandur: Flattur, léttsaltaður þorskur á Frakklandsmarkað Á Árskógssandi rekur Hall- steinn Guðmundsson fiskverk- un í húsnæði Naustavíkur hf. sem hann leigir af Gunnlaugi Konráðssyni útgerðamanni og hrefnuveiðimanni með meiru. Hráefni hefur Hallsteinn m.a. keypt af rækjubátunum, svo- kallað aukfiski, sem getur ver- ið allt frá 100 kg og upp í nokk- ur tonn af hverjum bát. Finnig kemur fiskur af þremur trillum og af bátum frá Bakkafirði, en þeim afla er ekið á bfl þaðan. Nýlega voru 10,5 tonn af flött- um þorski, léttsöltuðum, send í körum á Frakklandsmarkað og hafa viðbrögð við því verið mjög góð að sögn Hallsteins og verðið þolanlegt en ekki er enn ákveðið neitt með framhald þessa útflutn- ings en vissulega væru fyrstu við- brögð frá Frakklandi mjög áhugavekjandi. Megnið af þeim afla sem kemur til vinnslu hjá Hallsteini er frystur á hefðbundna markaði, þorskur og ýsa á Bret- land og grálúða og steinbítur á Frakkland en sá markaður hefur verið heldur þyngri nú undanfar- in misseri og því full ástæða til að íhuga aðrar verkunaraðferðir sem gefa betur af sér. GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.