Dagur - 01.09.1992, Blaðsíða 4

Dagur - 01.09.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 1. september 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25689 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Fíkniefnaneysla - ört vaxandi vá Neysla fíkniefna hefur færst mjög í aukana hér á landi síðustu árin. Þetta má m.a. merkja af fjölmiðl- um, sem nær daglega flytja fréttir af ýmsum afbrotum sem tengjast fjármögnun fíkniefna- neyslu og misheppnuðum tilraunum manna til að smygla þessum ófögnuði inn í landið. Einnig er ljóst að neysluvenjur fíkniefnaneytenda eru alltaf að breytast og meira er um sterkari og hættulegri fíkniefni á markaðinum en nokkru sinni fyrr. Bein afleiðing þessa er að afbrot tengd fíkniefnaneyslu verða tíðari og örvæntingarfyllri. Því til sönnunar má nefna að ofbeldi á götum úti hefur vaxið hröð- um skrefum í höfuðborginni síðustu ár og nú er jafnvel svo komið að ekki er lengur öruggt að vera á ferli í vissum hverfum Reykjavíkur eftir að skyggja tekur. Stjórnvöld hafa oft verið gagnrýnd fyrir að sofa á verðinum þegar fíkniefnaneysla er annars vegar. Þau hafa verið gagnrýnd fyrir að veita allt of litlu fé til forvarnarstarfa og ekki síður fyrir að sjá ekki nauðsyn þess að efla stórlega eftirlit með innflutn- ingi og neyslu fíkniefna. Ljóst er að fjárveitingar til fíkniefnalögreglunnar eru ekki í nokkru samræmi við þensluna á þessum markaði. Fyrir vikið er lög- reglan engan veginn í stakk búin til að mæta auknu álagi. Andvaraleysi stjórnvalda hefur m.a. þær afleiðingar að „sölumönnum dauðans" fjölgar stöðugt, eiturlyfjamagn í umferð eykst og neyt- endum efnanna fjölgar að sama skapi. Engar tölur eru til um það hversu mikið magn af fíkniefnum er í umferð hér á landi. Sú regla er þó stundum notuð að áætla heildarmagnið út frá því magni sem lögreglan gerir upptækt. Jafnan er gengið út frá því að 5-10% fíkniefna á markaðinum komist í hendur lögreglu en 90-95% gangi kaupum og sölum. Til marks um stóraukna fíkniefnaneyslu hér á landi má minna á að árið 1989 var lagt hald á 746 grömm af kókaíni, en það er eitt dýrasta og hættulegasta efnið á markaðinum. í síðustu viku var hins vegar lagt hald á 1,2 kílógrömm af þessu sama efni í einu lagi. Nokkrum dögum síðar lagði lögreglan hald á 3 kílógrömm af hassi og 400 grömm af amfetamíni. Þetta mikla magn segir sína sögu um það hversu fíkniefnaneysla er orðið stórt vandamál í íslensku samfélagi. Heimur fíkniefnanna er harður. í samfélögum stórþjóðanna er svo komið að fíkniefnaneysla er talin stærsta og alvarlegasta vandamálið sem við er að glíma. Vakni stjórnvöld ekki af Þyrni- rósarsvefni sínum og sporni við fótum, er þess örugglega skammt að bíða að íslenskt samfélag standi frammi fyrir hliðstæðum vanda og stórþjóð- irnar í þessum efnum. BB. Fréttir Stofnfundur Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi vestra: „Höggvið á hnútinn strax í upphafi“ - segir Björn Sigurbjörnsson, formaður SSNV um staðsetningu samtakanna á Hvammstanga Síðastliðinn föstudag voru stofnuð tvenn samtök sveitar- félaga á Norðurlandi í stað Fjórðungssambands Norð- lendinga sem verður Iagt niður hinn 30. desember nk. Ekki ríkti fullkominn einhugur á stofnfundi Sambands sveitar- félaga á Norðurlandi vestra (SSNV) því tekist var á um staðarval. Dagur ræddi við formann SSNV, Björn Sigur- björnsson á Sauðárkróki, í kjölfar stofnfundarins sem haldinn var á Hvammstanga. Nýsamþykkt lög SSNV gera ráð fyrir að heimili og varnarþing skuli ákveða á stofnfundi. A stofnfundinum lagði undirbún- ingsnefndin til að heimili og varn- arþing samtakanna yrði á Blöndu- ósi. Upp komu tillögur um að SSNV yrði valinn staður á Hvammstanga, Hofsósi og Varmahlíð og varð að grípa til leynilegra kosninga. Kosið var á milli þessara fjög- urra þéttbýliskjarna og síðan var gert upp á milli þeirra tveggja staða sem flest atkvæði fengu. Þegar upp var staðið fékk Hvammstangi 18 atkvæði en Blönduós 14 atkvæði. Að sögn Björns Sigurbjörns- sonar, formanns SSNV, voru helstu rökin með staðsetningunni dreifing opinberra stofnana en á Blönduósi er iðnráðgjafi staðsett- ur. Aðspurður um hvort ekki væri eðlilegra að stofnanir söfnuðust í einum kjarna þannig að tengsl mynduðust á milli þeirra sagði Björn: „Þetta varð niðurstaðan.“ Hin nýju samtökin á Norður- landi - Eyþing - völdu hins vegar þann kostinn að velja samtökun- um stað þar sem formaður á hverjum tíma væri staðsettur. „Það var ákveðið að höggva á hnútinn strax í upphafi og ákveða staðsetningu Sambands sveitar- félaga á Norðurlandi vestra,“ sagði Björn Sigurbjörnsson, aðspurður hvort ekki hefði mátt forðast hrepparíg með því að fara að dæmi austanmanna í Eyþingi. Aðspurður sagðist Björn Sig- urbjörnsson ekki hafa áhyggjur af því að starfsemi SSNV muni ekki fara vel í gang þótt hann sem formaður sé staðsettur á Sauðárkróki en samtökunum sjálfum hafi verið valinn staður á Hvammstanga. Meðal verkefna sem stofn- fundur SSNV samþykkti að stjórnin ynni að var „að undirbúa stefnumótun varðandi samstarfs- verkefni sveitarfélaganna með hliðsjón af hugsanlegum breyt- ingum á samningi um verkaskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga og sameiningu sveitarfélaga," sem einnig var mikið rætt um á Fjórð- ungsþingi. Lög SSNV gera ráð fyrir að ráðinn verði framkvæmdastjóri en að sögn Björns Sigurbjörns- sonar verður beðið með að ráða framkvæmdastjóra. „Fyrst um sinn mun stjórnin sinna störfum framkvæmdaraðila enda vildum við ekki flýta okkur um of að ráða starfsmann. Fyrst er að sjá í hvaða farveg starfsemin mun leiðast og síðan verður þörfin fyr- ir starfsemi athuguð," sagði Björn Sigurbjörnsson að lokum. GT Sameining sveitarfelaga rædd á Fjórðungsþingi: „Éngin gudrót á lofti“ - sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra Davíð Oddsson forsætisráð- herra leit við á 34. og síðasta Fjórðungsþingi sem haldið var á Hvammstanga um helgina. í framsöguræðu sinni fjallaði hann m.a. um mikilvægi EES fyrir Islendinga, atvinnumál, byggðamál og sameiningu sveitarfélaga. Sigríður Stefáns- dóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, benti ríkisstjórn- inni á að nóg væri af nefndun- um - nú þyrfti aðgerðir til að vinna á vandamálum. Davíð Oddsson forsætisráð- herra hélt framsögu á Fjórðungs- þingi á laugardag og sagði m.a. að þótt reynslan af byggðastefnu fyrri ára væri ekki góð héldi hann að ráðamenn hefðu gert verkin í góðri trú. Davíð sagði að á örfá- um árum hefði 30 milljörðum verið varið í að byggja upp virkj- anir, fiskeldi og fleira en að það fé hefði verið skammgóður vermir. „Nú stöndum við þó jafn- fætis og við gerðum fyrr í þeim efnum en eigum eftir að borga peningana,“ sagði Davíð. Forsætisráðherra sagði að naumast væri raunhæft að halda byggð í því horfi sem hún hefði verið enda væri það ekki á valdi stjórnvalda að njörva niður byggð. Davíð vísaði í Hvítbók ríkisstjórnarinnar og benti á að rétt væri að efla ákveðna kjarna sem vaxtarsvæði lands- byggðarinnar „þar sem sterk rök hníga til að fólk muni velja sér búsetu í framtíðinni." Davíð sagði að sátt yrði að ríkja um sameiningu sveitarfé- laga - það yrði ekki gert með lagaboði - ella myndi árangurinn láta á sér standa. „Menn verða að sjá ávinning af slíku en ríkisvald- ið á ekki endilega að hafa gulrót á lofti - það á ekki að vera nauð- synlegt að kaupa menn til skynsamlegra verka,“ sagði Davíð. Davíð Oddsson forsætisráð- herra átti stefnumót í höfuðborg- inni þannig að fundarmenn fengu ekki tækifæri til að eiga orðastað við hann nema í takmörkuðum mæli eftir framsöguræðu hans. Jón Guðmundsson á Óslandi náði þó að beina fyrirspurn að forsætisráðherra áður en hann þeysti suður: „Mun Davíð Odds- son forsætisráðherra standa við samning um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga,“ spurði Jón Guðmundsson og sagði að löggu- skatturinn svokallaði væri sveit- arfélögum erfiður í skauti - sér- staklega þeim hreppum þar sem lögreglan sæist aldrei nema þegar hún sækti skemmtanaskattinn. Davíð Oddsson sagðist ekki hafa umboð til að segja að löggu- skatturinn myndi „ganga til baka“ við gerð næstu fjárlaga en hann var lagður á sveitarfélög með 59. grein laga nr. 1 frá 1992 - bandorminum - í tengslum við fjárlög þessa árs. GT

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.