Dagur - 03.11.1992, Page 1

Dagur - 03.11.1992, Page 1
Hreppsnefnd Hríseyjar: Starfsmöraium Sævars og Sæfara sagt upp störftun Hreppsnefndarfundur var hald- inn í Hrísey sl. laugardag. A fundinum var ákveðið að segja sameinmg án heilsársvegar yfir Fljótsheiði - segir í skýrslu sveitar- félaganefndar um Suður- Þingeyj arsýslu Heilsársvegur yfir Fljótsheiði í Suður-Þingeyjarsýslu er talinn nauðsynlegur ef sveitarfélög í sýslunni sameinast. Þá er litið svo á að ef takast eigi að sam- eina alla Norður-Þingeyjar- sýslu norðan Jökulsár á Fjöll- um í eitt sveitarfélag, verði að stytta leiðina um Melrakka- sléttu, líklega með vegi yfir Öxarljarðarheiði. Petta kemur fram í áfanga- skýrslu sveitarfélaganefndarinnar svokölluðu, sem kynnt var sl. föstudag. Nefndin leggur til í skýrslunni að frumvörp um breytingu á skiptingu landsins í sveitarfélög og reynslusveitarfélög (2 eða 3 talsins) verði lögð fram og sam- þykkt frá Alþingi á vorþingi 1993. Gert er ráð fyrir að í því frumvarpi komi fram að atkvæða- greiðslu um ný umdæmi skuli lokið fyrir sveitarstjórnarkosn- ingarnar 1994 og að sameiningu skuli lokið hjá þeim, sem sam- þykkja hana, fyrir 1. janúar 1998. óþh starfsmönnum ferjanna upp störfum með þriggja mánaða fyrirvara. Um er að ræða níu fastráðna starfsmenn. Jafn- framt var ákveðið að fækka ferðum út í Grímsey yfir hávet- urinn. Aðeins verður farin ein ferð á viku. Að sögn Jónasar Vigfússonar, sveitarstjóra í Hrísey, er uppsagn- arbréfið stílað eftirfarandi: „Á hreppsnefndarfundi í gær var ákveðið að segja upp öllum starfsmönnum og afgreiðslum ferjanna Sæfara og Sævars með eðlilegum fyrirvara, sem við telj- um vera þrjá mánuði. Hér með er þér því sagt upp störfum með samningsbundnum fyrirvara. Ástæða uppsagnanna er sú að um næstu áramót er gert ráð fyrir að Vegagerð ríkisins taki við rekstri ferja og flóabáta á landinu. Til- gangurinn er sá að hægt sé á eðli- legan hátt að endurskipuleggja reksturinn. Gerum við ráð fyrir að í janúarmánuði á næsta ári verði teknar upp viðræður við starfsmenn ferjanna um framtíð fyrirtækisins, þeir endurráðnir sem ástæða þykir til og samið um kaup og kjör. Tilkynnist þetta hér með um leið og þér eru þökk- uð störf hjá ferjunum.“ ój föstudag var fyrsti opnunardagur skautasvellsins á Akureyri. Þessar þrjár yngismeyjar voru meðal fyrstu gest- anna. Mynd: Robyn Nær 60% síldarkvótans verið veiddur: Stærstu bátamir hafa veitt sinn kvóta og eru komnir á loðnu Þrír bátar lönduðu loðnu á Raufarhöfn um helgina, Sjáv- arborg GK 755 tonnum, Bjarni Ólafsson AK 959 tonnum og Loðnukvótinn aukinn í 820 þúsund lestir Rannsóknaskipin Árni Frið- riksson og Bjarni Sæmundsson hafa lokið árlegum haust- Lögreglan: Bifreið stolið á Greni- vík og hún skennnd Vöruflutningabifreiðin sem olli tjóni á klæðningu í Ólafs- fjarðargöngum í síðustu viku er fundin og var þar um gos- flutningabifreið að ræða. Um helgina var ökumaður stöðvaður við Sílastaði í Krækl- ingahlíð á 122 km hraða við aðstæður sem ekki bjóða upp á hraðakstur. Töluverð ölvun var á Akureyri aðfaranótt laugardags og þurfti lögreglan að hafa afskipti af allmörgum sem blótað höfðu Bakkus ótæpilega. Þessa nótt var rúða brotin í Borgarsöl- unni og bifreið stolið á Grenivík, en þjófarnir náðust en bifreiðin hafði skemmst eitthvað í þeirra meðförum. Á laugardeginum varð árekstur við Þingvallastræti á móts við sundlaugina og varð þar nokkurt eignatjón en engin slys á fólki. Fyrir fótaferðartíma á sunnudagsmorgun var ökumað- ur tekinn, grunaður um ölvunar- akstur. GG mælingum á loönustofninum á vegum Hafrannsóknastofnun- ar. Lagt er til að heildarkvótinn verði aukinn um 320 þúsund lestir, þ.e. úr 500 þúsund lest- um í 820 þúsund lestir. Sjávarútvegsráðuneytið hefur þegar óskað eftir því við norsk og grænlensk stjórnvöld að þau sam- þykki þessa tillögu. Samkvæmt ákvæðum um skipt- ingu loðnukvótans koma 78% heildarkvótans í hlut íslands og því mundi kvóti íslensku skip- anna verði aukinn úr 390 þúsund lestum í 640 þúsund lestir. GG Örn KE var með 327 tonn. í gær kom svo Huginn YE með 500 tonn. Mjög lítil loðnuveiði var aðfaranótt mánudagsins, bátarnir voru að fá mest 50 tonn í kasti. Aðalveiðisvæðið hefur verið norðaustur af Langanesfonti. Svanur RE landaði 300 tonn- um af loðnu á Þórshöfn á sunnu- dag og Helga RE kom með 800 tonn af síld sem öll fór til bræðslu. í gær kom Húnaröst RE með 400 tonn af síld, og fór stór hluti af farminum til vinnslu. Súlan landaði 700 tonnum af loðnu og síld í Krossanesi á mánudag en enginn annar bátur var hins vegar væntanlegur til löndunar. Guðmundur Ólafur ÓF hefur veitt allan sinn síldar- kvóta og er kominn á loðnumiðin og fékk í fyrrinótt 40 tonn í fjór- um köstum og Björg Jónsdóttir ÞH var búin að fá 60 tonn af loðnu í tveimur köstum. Fleiri síldarbátar eru komnir aftur á loðnumiðin þar sem þeir hafa veitt sinn síldarkvóta en megnið af síldarafla þeirra hefur farið til bræðslu. 11 bátar voru á loðnu- miðunum í gær. Á mánudag var búið að salta í 18 þúsund tunnur af síld en engir sölusamningar eru enn í sigtinu, en hins vegar hafa síldarsaltend- ur vaxandi áhyggjur af því hversu stór hluti síldaraflans fer til bræðslu en bátarnir fá allt að þrefalt hærra verð fyrir vinnslu- síldina. Heildarsíldaraflinn er nú kominn í 52 þúsund tonn en Haf- rannsóknastofnun hefur lagt til að síldaraflinn á vertíðinni 1992/ 1993 verði 90 þúsund tonn. Arnþór EA frá Árskógssandi landaði sl. laugardag 100 tonnum af síld til vinnslu hjá Strandasíld á Seyðisfirði og 190 tonnum í gær sem bæði veröur söltuð og fryst. Arnþór EA hefur fengið um 1050 tonn af síld og þar af hafa aðeins um 200 tonn farið til bræðslu. Síldin stendur enn mjög djúpt en er í sæmilega þéttum torfum og því þokkalega veiðanleg á nóttinni. GG Eldsvoðinn í Húnabæ á Blönduósi: Tjónið metið á rúmar 7 milljónir króna - eldsupptök ókunn Eins og fram kom í Degi kviknaði í bflaverkstæði á Blönduósi sl. föstudag. Verk- stæðið heitir Húnabær og er húsið í eigu Húnfjörð hf. Að sögn Braga Árnasonar slökkvi- liðsstjóra er ekki enn vitað um cldsupptök, en þó ekki ólíklegt að kviknað hafi í út frá rafmagni. Óskar Húnfjörð framkvæmdastjóri Húnfjörð hf. segir tjónið metið á rúmar 7 milljónir. Bragi Árnason slökkviliðs- stjóri segir eldinn hafa logað mest í þakinu, en þar var ein- angrað með hefilspónum og heyi sem eðlilega er mjög eldfimt. Það varð að taka plötur á þaki upp til að slökkva í því. Húsið var fullt af eldfimum hlutum, að sögn Braga, s.s. dekkjum, timbri og umbúðum og því erfitt um vik við slökkvistarfið. Bílarnir tveir sem sagt var frá í Degi að hefðu verið inni náðust út stuttu eftir að slökkviliðið kom á vettvang og eru rnikið skemmdir, en ekki ónýtir. Sagði Bragi að erfiðast hefði verið að fá vatn, þar sem enginn brunahani væri í nágrenn- inu og slökkviliðið varð að flytja allt vatn að. Mjólkurbíll kom til aðstoðar og flutti vatn, en Bragi sagði að slökkvistarfið hefði gengið fljótar fyrir sig ef slökkvi- liðið ætti vatnsbíl. „Það er allt útlit fyrir að kviknað hafi í út frá rafmagni, en það liggur þó ekki ljóst fyrir“, sagði Bragi. Framkvæmdastjóri Húnfjörð hf., Óskar Húnfjörð, sagði í sam- tali við blaðið að eignin sé tryggð á rúmar 7 milljónir, hús og innbú, að undanskildu því sem leigutaki á sjálfur. Helmingur hússins var leigður undir verk- stæðið, en í hinum hlutanum voru geymslur í eigu Húnfjörð hf. þar sem geymdar voru vélar og fleira. Sagðist Óskar ekki skilja í að kviknað hafi í út frá rafmagni þar sem rafmagnstaflan hafi verið ný og lagnir endurlagð- ar fyrir fáum árum. Að vísu væri hluti ljósalagna gamall. Ekki náðist í Björn Valbergsson sem rekur sprautuverkstæðið í Húna- bæ. sþ

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.