Dagur - 03.11.1992, Side 7

Dagur - 03.11.1992, Side 7
Þriðjudagur 3. nóvember 1992 - DAGUR - 7 Körfuknattleikur, 1. deild: Þórsarar stálu sigrinum - unnu Reyni í jöfnum leik Á föstudagskvöldið mættust í 1. deild Islandsmótsins í körfu- knattlcik lið Þórs og Reynis frá Sandgerði. Fyrirfram var búist við jafnri og spennandi viður- eign, þar sem bæði lið voru með fullt hús stiga fyrir viður- eignina. Það varð líka raunin. Liðin voru hnífjöfn allan tím- ann en með yfirveguðum leik náðu Þórsarar að tryggja sér sigurinn á lokasekúndunum, eftir að hafa verið undir megn- ið af hálfleiknum. Þegar leik- tíminn rann út var forskot Þórs 4 stig, 100:96. Leikurinn fór frekar rólega af stað og svo virtist sem leikmenn væru að þreifa fyrir sér. Þórsarar virkuðu frekar daufir og hefðu með eðlilegum leik átt að ná góðu forskoti strax á fyrstu mín- Framhaldsskólamót í knattspymu Riðlakeppni í framhaldsskóla- móti KSÍ er nú lokið. Verkmenntaskólinn á Akur- eyri tryggði sér rétt til þátttöku í undanúrslitum með sigri í sínum riðli í karlaflokki, en í þeim riðli voru einnig MA og Háskólinn á Akureyri. I undanúrslitum kepp- ir VMA við lið Tækniskóla íslands. Ekkert lið af Norður- landi komst áfram í kvenna- flokki. útunum. Lið Reynis byggist mest upp í kringum 2 menn, þá Anthony Stisse og Toomer Magi sem er hávaxinn blökkumaður. Leikurinn var á köflum nokkuð grófur og var mikið um villur þó dómararnir væru stundum helst til smámunasamir. Þórsarar leiddu megnið af fyrri hálfleik en með góðum kafla skömmu fyrir leikhlé tryggðu Reynismenn sér 3 stiga forskot í hálfleik, 53:50. Seinni hálfleikur var áfram jafn og spennandi. Reynismenn voru oftast skrefi á undan og munaði þar mestu um stórleik Toomer Magi sem skoraði 25 stig í seinni hálfleik, eða ríflega helminginn af stigum Reynis. Var með ólíkindum hversu hitt- inn hann var og virtist hreinlega allt rata ofan í körfuna hjá honum. Toomer er skemmtilegur leikmaður, en skortir líkamlega burði til að geta talist í fremstu röð, enda ungur að árum. Lokasekúndurnar voru æsi- spennandi. Reynismenn náðu 2 stiga forskoti þegar 1 mínúta var til leiksloka en Þórsarar náðu að jafna og komast yfir. Síðan var dæmdur ruðningur á Reyni og Þórsarar brunuðu í sókn þegar aðeins 7 sekúndur voru eftir. Brotið var á Konráði og hann skoraði örugglega úr báðum víta- skotunum og sigur Þórs var í höfn. Konráð Óskarsson átti stórleik fyrir Þór og skoraði 41 stig. Einnig átti Björn Sveinsson góða spretti. Sigur Þórs var sanngiarn. Þeir héldu ró sinni þegar spennan var í hámarki og fyrir það á hið unga lið heiður skilinn. Gangur leiksins: 4:4. 15:10, 18:15, 20:23, 37:33, 50:53, 55:56, 61:61, 70:75, 84:85, 90:90, 94:96 og 100:96. Stig Þórs: Konráð Óskarsson 41, Björn Sveinsson 21, Þorvaldur Örn Arnarson 12, Einar Valbergsson 8, Davíð Hreið- arsson 8, Birgir Ö. Birgisson 7, Arn- steinn Jóliannesson 3 og Einar H. Davíðsson 1. Stig Keynis: Toomer Magi 38, Anthony Stisse 12, Hólmgeir Hólmgeirsson 12, Sigurþór Þórarinsson 9, Gestur Gylfason 8, Jón Guðbrandsson 5, Sveinn Gíslason 4, Daði Bergþórsson 2 og Guðmundur Skúlason 2. Arnsteinn Jóhannesson er einn af ungu strákunum í liði Þórs. Þó hann sé aðeins 17 ára er hann fastamaður í liðinu. Tvímælalaust mikið efni þar á ferð. Mynd: Robyn Lokahóf hjá yngri flokkum KA margt til gamans gert Á dögunum hélt KA sitt árlega lokahóf í knattspyrnu fyrir yngri flokka félagsins. Körfuknattleikur, 1. deild kvenna: Tap og sigur hjá liði Tindastóls Hið unga körfuknattleikslið Tindastóls í kvennaflokki hélt suður yfir heiðar um helgina þar sem leikið var gegn ÍS og Islandsmeisturum Keflavíkur. Liðið náði því sem stefnt var að og vann leikinn gegn ÍS. Seinni leikurinn var gegn Keflavík sem er með eitt sterk- asta liðið í deildinni. Aldrei var spurning um úrslit í þeim leik en Islandsmeistararnir unnu stórt, 100:63. Stelpurnar í Tindastól sýndu mjög góðan leik á móti ÍS. Leikurinn var í járnum lengi framanaf og í hálfleik var staðan 23:26 fyrir Tinadstól. í síðari hálfleik sýndu norðanstelpur síð- an klærnar og sigu framúr. Loka- tölur urðu 58:43. Stigahæstar í liði Tindastóls voru Kristín Magnúsdóttir með 16 stig og Kristjana Jónsdóttir með 15. Auk þeirra átti Inga D. Magnús- dóttir góðan leik en sigurinn byggðist þó fyrst og fremst á liðs- heildinni. Á laugardag var síðan leikið gegn ÍBK. íslandsmeistararnir höfðu töglin og halgdirnar í þeim leik og var sigur þeirra aldrei í hættu. Munurinn í hálfleik var 21 stig, 30:51. Forskot heimastelpna jókst síðan smátt og smátt og í leikslok var staðan 100:63. Stiga- hæstar í liði Tindastóls voru Birna Valgarðsdóttir með 21 stig og Kristín Magnúsdóttir með 16. Kári Maríusson þjálfari Tinda- stóls sagðist vera nokkuð ánægð- ur með árangurinn hingað til, þó alltaf væri hægt að gera betur. „Tveir sigrar úr 5 leikjum er ekki svo slæmt og fyllilega í samræmi við það sem hægt var að búast við. Það er mjög erfitt að spila svona 2 leiki í röð, ekki síst af því að stemmningin dettur niður þeg- ar bíða þarf fyrir sunnan. Kefla- víkurliðið er mjög sterkt. Þær eru hávaxnar og með mikla leik- reynslu. Þær pressuðu stíft og leikurinn var því opinn og skemmtilegur, sagði Kári. Næsti leikur liðsins er að hálfum mán- uði liðnum á heimavelli gegn Njarðvík. Hófið var að sjálfsögðu haldið í KA-húsinu að viðstöddu fjöl- menni. Spilað var bingó og fleira sér til gamans gert. Samkvæmt venju voru einnig veittar viður- kenningar fyrir mestu framfarir í hverjum flokki, leikmenn flokk- anna heiðraðir og markakóngur KA krýndur. Að þessu sinni var markakóngur KÁ Rósa Sig- björnsdóttir sem skoraði 38 mörk á keppnistímabilinu. Með réttu er hún því raunar markadrottning KA. En þessi hlutu viðurkenn- ingar á lokahófinu: 7. fl. karla Leikmaður: Jóhann Helgason. Mestu framf.: Gunnar Björnsson. Valið á leikmanni 3. flokks kom fáum á óvart. Landsliðsmaðurinn Þórhallur Hinriksson var að keppa við Dani um það leyti sem verðlaun- in voru afhent. 6. fl. karla Leikmaður: Elmar Sigþórsson. Mestu framf.: Arnar Sæþórsson. 5 fl. karla Leikmaður: Jóhann Hermannsson. Mestu framf.: Gylfi H. Gylfason. 4. fl. kvenna Leikmaður: Rannveig Jóhannsd. Mestu framf.: Þóra Rögnvaldsd. 4. fl. karla Leikmaður: Þóroddur Ingvarsson. Mestu framf.: Jón F. Kolbeinsson. 3. fl. kvenna Leikmaður: Helga Hermannsd. Mestu framf.: Halla Hafbergsd. 3. fl. karla Leikmaður: Þórhallur Hinriksson. Mestu framf.: Friðrik Flosason. 2. fl. kvenna Leikmaður: Erna L. Rögnvaldsd. Mestu framf.: Ragnheiður Pálsd. Markakóngur KA Rósa Sigbjörnsdóttir Markadrottning KA Rósa Sig- björnsdóttir. Hver vildi ekki skora 38 mörk á einu keppnistímabili? Mynd: HA Eftir átök sumarsins er nauðsynlegt að koma saman og gleðjast yfir því sem áunnist hefur.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.