Dagur - 03.11.1992, Page 10

Dagur - 03.11.1992, Page 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 3. nóvember 1992 Enska knattspyrnan Þorleifur Ananíasson Óbreytt staða á toppnum í Englandi - óvænt tap Man. Utd. gegn Wimbledon - Leeds Utd. slapp með skrekkinn Ekki varð breyting á toppi Úrvaisdeildarinnar eftir leiki laugardagsins þar sem bæði efstu liðin gerðu jafntefli í lcikjum sínum. Annars ein- kenndust leikir dagsins af ein- hverjum doða flestra liða og fátt um fína drætti þó óvænt úrslit litu dagsins Ijós bæði í Úrvalsdeildinni sem 1. deild- inni. Ef til vill hafa leikirnir í Deildabikarnum fyrr í vikunni setið í mönnum, en hvað um það við skulum renna yfir leik- ina. ■ Efsta liðið í Úrvalsdeildinni, Blackburn, fékk það erfiða verk- efni að sækja heim hið sterka lið Sheffield Wed. Eins og vænta mátti var þar um harða baráttu að ræða, en þegar upp var staðið hafði hvorugu liðinu tekist að koma boltanum í net andstæðing- anna. Markalaust jafntefli á úti- velli gegn Sheff. Wed. verða þó að teljast hagstæð úrslit fyrir hið Úrslit Deildabikarinn 2. umferð, síðari leikur. Scunlhorpe-Leeds Utd. 2:2 Deildabikarinn 3. umferð. Aston Villa-Manchester Uld. 1:0 Blackbum-Norwich 2:0 Bury-Q.P.R 0:2 Chelsea-Newcastle 2:1 Crewe-Noltingham For3 0:1 Derby-Arsenal 1:1 Everton-Wimbledon 0:0 Manchester City-Tottenham 0:1 Notts County-Cambridge 2:3 Piymouth-Scarborough 3:3 Portsmouth-Ipswich 0:1 Sheffíeld Utd.-Liverpool 0:0 Sheffíeld Wed.-Leicester 7:1 Southampton-Crystal Palace 0:2 Swindon-Oldham 0:1 Watford-Leeds Utd. frcstað Að lcikjunum loknum var dregið til 4. umferðar og þá mætast þessi lið: Nottingham For.-Tottenham Sheffield Wed.-Q.P.R. Aston Villa-Ipswich Cambridge-Oldham Derby/Aisenal-Plymouth/Scarborough Blackburn-Watford/Leeds Utd. Everton/Wimbledon-Chelsea ShefBeld UtdÆiverpool-Crystal Palace Úrvalsdeildin Chelsea-Sheffield Utd. 1:2 Everton-Manchester City 1:3 Leeds Utd.-Coventry 2:2 Manchester Utd.-Wimbledon 0:1 Norwich-Middlesbrough 1:1 Nottingham For.-Ipswich 0:1 Sheffíeld Wed.-Blackburn 0:0 Southampton-Oldham 1:0 Tottenham-Liverpool 2:0 Aston Villa-Q.P.R. 2:0 Crystal Palace-Arsenal mánudag 1. deild Tranmere-Peterborough 1:1 Brentford-Bristol City 5:1 Bristol Rovers-Millwall 1:0 Cambridge-West Ham 2:1 Grimsby-Portsmouth 3:0 Leicester-Newcastle 2:1 Luton-Southend 2:2 Oxford-Watford 1:1 Sunderland-Notts County 2:2 Swindon-Bamsley 1:0 Wolves-Derby 0:2 Charlton-Birmingham 0:0 skemmtilega lið Blackburn. ■ Á sama tíma fékk Norwich, sem er jafnt Blackburn að stigum, nýliða Middlesbrough í heimsókn. Með sigri í leiknum hefði Norwich náð toppsætinu og við því bjuggust nú flestir. Þeir máttu hins vegar þakka fyrir jafn- teflið að lokum eftir að Middles- brough hafði náð forystu í leikn- um með marki Paul Wilkinson. Það kom síðan f hlut eins af minni spámönnum Norwich að jafna leikinn fyrir lið sitt er skammt var til leiksloka, þá náði Daryl Sutch að jafna fyrir Norwich með sínu fyrsta marki fyrir liðið. ■ Óvæntustu úrslitin á laugardag í Úrvalsdeildinni urðu án efa á Old Trafford heimavelli Manchester Utd. Par kom lið Wimbledon í heimsókn, en liðið hefur ekki verið að gera stóra hluti að undanförnu. Leikmenn Wimbledon eru þó þekktir fyrir að bera ekki virðingu fyrir mót- herjum sínum og því minni sem þeir eru frægari og á því fengu leikmenn Man. Utd. að kenna. Man. Utd. núverandi handhafi Deildabikarsins var slegið úr þeirri keppni í vikunni af Aston Villa og leikmenn liðsins höfðu ekki náð sér eftir það áfall er þeir mættu hinum harðskeyttu og miskunnarlausu spilurum Wimble- don. Eina mark leiksins skoraði gamla kempan Lawrie Sanchez fyrir Wimbledon í síðari hálfleik og áhorfendur á Old Trafford trúðu vart sínum eigin augum. ■ Það stefndi einnig í óvænt úrslit á Elland Road heimavelli Eng- landsmeistara Leeds Utd., venju- legum leiktíma lokið og gestirnir Coventry höfðu yfir 2:1. Fyrsta tap meistaranna á heimavelli í marga mánuði virtist ekki umflúið, en eins og oft áður tókst liðinu að bjarga stigi er miðvörð- urinn Chris Fairclough skoraði fyrir liðið og jafnaði 2:2. Coven- try hafði óvænt yfir í hálfleik 1:0 með sjálfsmarki Gary McAllister sem skallaði boltann í eigið mark er hann ætlaði að skalla frá eftir hornspyrnu. Lee Chapman náði að jafna fyrir Leeds Útd. í síðari hálfleik og þá áttu flestir von á að liðið léti kné fylgja kviði. Pað tókst þó ekki, en þess í stað náði Peter Ndlovu á ný for- ystu fyrir Coventry er hann slapp í gegnum vörn Leeds Utd. Marg- ir töldu hann kolrangstæðan og hafði dómarinn í nógu að snúast við að róa leikmenn Leeds Utd. niður. Leeds Utd. sem leikur síð- ari leik sinn í Evrópukeppninni við Rangers á miðvikudaginn varð fyrir því áfalli að missa David Batty meiddan út af og gæti það reynst liðinu dýrt gegn Rangers. ■ Eins og sjónvarpsáhorfendur sáu var leikur Chelsea gegn Sheffield Utd. afspyrnuslakur og illa leikinn. Mörkin þrjú voru einnig í sama stíl og komu öll eft- ir mistök mótherjanna. Adrian Littlejohn sem var áberandi besti maður vallarins náði forystu fyrir Sheff. Utd. á 41. mín. eftir mistök fyrirliða Chelsea Andy Townsend, en Townsend bætti síðan fyrir mistök sín er hann jafnaði fyrir Chelsea á sömu mín. með skoti í gegnum klofið á Simon Trecey í marki Sheff. Utd. Sigurmark Sheff. Utd. skoraði síðan Brian Deane eftir sendingu Littlejohn sem hafði náð boltan- um af Kevin Hitchcock í marki Chelsea. ■ Þorvaldur Örlygsson skoraði sigurmark Nottingham For. gegn Crewe í Deildabikarnum í vik- unni, en Forest er nánast áskrif- andi að úrslitaleiknum í þeirri keppni. Liðinu gengur þó ekki eins vel í Úrvalsdeildinni og vermir þar botnsætið. Enn eitt tapið bættist við á laugardag er forest fékk nýliða Ipswich í heim- sókn og tapaði 0:1. Það var Jason Dozzell sem skoraði sigurmark Ipswich snemma í fyrri hálfleikn- um og þrátt fyrir góðan vilja tókst Þorvaldi og félögum ekki að breyta því. ■ Ekkert gengur hjá Everton um þessar mundir og ekki kæmi á óvart þó farið væri að hitna undir framkvæmdastjóranum Howard Kendall. Á laugardag fékk hann í heimsókn Manchester City, liðið sem hann yfirgaf er hann gekk að nýju til liðs við Everton. Man- chester liðinu hefur gengið illa að undanförnu, en það kom þó ekki í veg fyrir auðveldan 3:1 sigur á Everton. Mike Sheron skoraði tvívegis fyrir Man. City og þriðja mark liðsins kom frá David White. Eina svar Everton við þessu kom undir lokin og það frá leikmanni City, David Brightwell sem varð fyrir því að skora sjálfsmark. ■ Tottenham náði að hrista af sér slyðruorðið er liðið lagði Liverpool að velli 2:0 og nældi þar með í þrjú dýrmæt stig. Bæði þessi fornfrægu félög mega raun- ar muna sinn fífil fegurri, en hvað um það tvö mörk Tottenham í Gamla hörkutólið Kevin Moran er sem kann greinilega tökin á mótherjunum. síðari hálfleiknum gerðu út um leikinn. Það voru þeir Nayim og fyrirliðinn Neil Ruddocic sem skoruðu mörkin. ■ Southampton náði sér einnig í þrjú dýrmæt fallbaráttustig er lið- ið sigraði Oldham á heimavelli sínum með eina marki leiksins. Það var Richard Hall sem gerði út um leikinn fyrir Southampton. 1. deild ■ Newcastle tapaði sínum öðr- um leik í röð er liðið heimsótti Leicester. Þeir David Lowe og Bobby Davison skoruðu fyrir Leicester í 2:1 sigri liðsins. ■ Paul Kitson og Craig Short tryggðu Derby 2:0 sigur á útivelli gegn Wolves. ■ Trevor Morley skoraði fyrir West Ham á útivelli gegn Cambridge en það dugði þó skammt gegn tveim mörkum heimaliðsins. Þ.L.A. klettur í vörninni hjá Blackburn og Meistarabragur á Aston Villa A sunnudag tóku leikmenn Aston Villa á móti Q.P.R. í ágætum og fjörugum leik. Og eftir 2:0 sigur náði Aston Villa þriðja sætinu í úrvalsdeildinni, en mín trú er sú að þar fari verðandi Englandsmeistarar. Það var nafni framkvæmda- stjórans, Dalian Atkinson sem var í aðalhlutverki hjá liðinu er bæði mörkin voru skoruð. Það voru aðeins 2 mín. eftir af vel leiknum og jöfnum fyrri hálf- leik er Atkinson vann skalla- einvígi gegn Darren Peacock miðverði Q.P.R. og skallaði bolt- ann fyrir fætur Dean Saunders sem afgreiddi hann í netið. Saunders hefur leikið frábær- lega fyrir Villa eftir að hann var keyptur frá Liverpool og skorar nánast í hverjum leik og enn hefur liðið ekki tapað leik sem Saunders hefur leikið með í. Q.P.R. liðið var líflegt og lék vel, það var því naumt forskot Villa og greinilegt að liðið þurfti að bæta við marki til þess að afgreiða leikinn. Og það kom í hlut Atkinson að gera út um leik- Dean Saunders hefur verið óstöðv- andi eftir komuna til Aston Vilia. inn fyrir Villa er hann skaut bolt- anum á milli fóta Tony Roberts markvarðar Q.P.R. eftir varn- armistök Peacock 11. mín. fyrir leikslok. Ron Atkinson framkvæmda- stjóri Aston Villa er greinilega að gera mjög góða hluti með liðið sem hefur hægt og bítandi krafl- að sig upp stigatöfluna. Þá hefur honum örugglega ekki leiðst að slá fyrrum vinnuveitendur sína hjá Manchester Utd. úr Deilda- bikarnum fyrr í vikunni, en það er einmitt mark frá Dean Saund- ers sem sá um Utd. liðið. Þótt enn sé langt til vors og mikið óleikið í Úrvalsdeildinni þá tel ég lið Aston Villa líklegast til þess að hampa fyrstu sigur- launum Úrvalsdeildarinnar. Sem stendur leikur liðið besta fótbolt- ann í Englandi og leikmannahóp- urinn er mjög sterkur. Þ.L.A. Staðan Úrvalsdeildin Blackburn 14 7-6-1 25: 8 27 Norwich 14 8-3-3 24:25 27 Aston Villa 14 6-6-2 23:15 24 QPR 14 6-5-3 20:15 23 Arsenal 13 7-2-4 17:12 23 Coventry 14 6-5-3 18:15 23 Man. Utd. 14 5-6-314:11 21 Ipswich 14 4-8-2 20:18 20 Chelsea 14 5-4-5 19:17 19 Man. City 14 5-4-5 17:14 19 Leeds 14 4-6-4 25:23 18 Middlesbrough 14 4-6-4 22:20 18 Shcff. Wed. 14 4-5-5 15:18 17 Liverpool 14 4-4-6 20:23 16 Sheff. Utd. 14 4-4-6 14:20 16 Oldham 14 3-6-5 21:23 15 Tottenham 14 3-6-5 14:22 15 Wimbledon 14 3-5-6 18:21 14 Southampton 14 3-5-612:17 14 Everton 14 34-7 12:19 13 Crystal Palace 13 1-8-4 17:1611 Nottingham Forest 14 2-4-8 11:23 10 1. deild Newcastle 13 11-0-2 26:10 33 Swindon 14 8-3-3 28:19 27 Leicester 14 7-3-4 18:16 24 West Ham 13 7-2-4 24:10 23 Charlton 14 6-5-318:1123 Tranmere 13 6-4-3 23:13 22 Wolves 14 5-7-2 21:13 22 Miilwall 13 5-5-319:1120 Birmingham 13 54-411:1719 Watford 14 54-5 24:2519 Peterborough 13 5-3-517:1718 Portsmouth 13 5-3-516:1818 Grimsby 13 5-3-517:1518 Derby 14 5-3-5 22:18 18 Bristol City 13 5-2-6 19:30 17 Oxford Unitcd 13 3-7-313:12 16 Cambridge United 14 4-4-6 13:23 16 Notts County 14 3-5-6 18:29 14 Brentford 13 34-618:17 13 Barnsley 13 3-3-713:1412 Sunderland 13 3-3-7 15:26 12 Luton 13 2-5-6 19:21 11 Southend 13 2-5-612:1711 Bristol Rovers 14 2-3-9 19:34 9

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.