Dagur - 04.11.1992, Side 7
Miðvikudagur 4. nóvember 1992 - DAGUR - 7
Alice J. Sigurðsson:
Tímabundin Mðun rjúpunnar
skynsamlegasta lausnin
Hinn 21. okt. sl. birtist í Degi
athyglisverð grein eftir Friðjón
Guðmundsson frá Sandi. Taldi
hann þörf á algeru banni við
rjúpnaveiði. f sunnudagsblaði
Mbl. 25. okt. sl. birtist svo ýtar-
leg greinargerð um rjúpnaveiði
fyrr og síðar og ástand rjúpna-
stofnsins í landinu og framtíðar-
horfur hans. Blöðunum berast
mörg lesendabréf í sama dúr.
Það er ekki að ástæðulausu, að
þessi mál ber svo mjög á góma í
haust. Víst kann að vera, að
rjúpnastofninn sé í náttúrlegri
lægð um þessar mundir, en hinu
er ekki að leyna, að aldrei í sögu
þjóðarinnar hafa rjúpnaveiðar
verið sóttar af meira kappi en und-
anfarin ár. Veiðimenn eru orðnir
of margir, og rjúpan á naum-
ast nokkurs staðar griðland. Nú
þeysa menn fyrirhafnarlítið um
fjöll og firnindi á vélsleðum,
fjallabílum og fjórhjólum, flengj-
ast um allar jarðir.
Áður fyrr gengu menn til
rjúpna í orðsins fyllstu merkingu
og komust því ekki langt þann
stutta tíma, sem skotljóst var í
skammdeginu. í þá daga var ekki
stunduð sportveiði. Menn skutu
sér til matar, reyndar líka í tölu-
verðum mæli til þess að drýgja
tekjur búa sinna með því að selja
kaupmönnum.
Rjúpa var seld til Danmerkur,
en þar sem Danir vildu helst af
öllu hvíta fugla, var upphaf veiði-
tímans fært fram á haustið, og
stendur það enn. Veiðitíminn
hefst 15. október. Þá eru rjúp-
urnar ekki lengur flekkóttar, all-
ar orðnar hvítar. Fuglafræðingar
telja, að þær rjúpur, sem tekst að
HHBBHBHBBBBnBSBBH
„Rjúpnaveiði - sport-
veiði, eins og flestir
vilja nefna þetta - ætti
að vera takmörkuð,
miðast við neyslu
veiðimannanna og
skylduliðs þeirra.
Rjúpu ætti ekki að
skjóta af gegndar-
lausri græðgi í því
skyni að setja hana á
markaðstorg - selja
hana dýrum dómum
verslunum og
veitingahúsum. Bann
við slíkum veiðum
hefur verið sett víða
í öðrum löndum.“
þrauka þangað til seinnipartinn í
nóvember, séu einmitt þær
rjúpur, sem lifa af veturinn og
auka kyn sitt að vori. Þeir telja
líka, að margir unganna frá
sumrinu séu þá fallnir í valinn af
ýmsum ástæðum. Með hliðsjón
af þessu mætti ætla, að skynsam-
legra væri að hefja veiðarnar fyrr
að haustinu og að stöðva þær líka
fyrr í stað þess að teygja veiði-
tímann fram undir jól, eins og nú
gerist. Með því móti gætu þær
rjúpur nýst, sem lifðu eigi af vet-
urinn hvort sem væri.
Nú reyna menn með öllum til-
tækum ráðum að skjóta eins
margar rjúpur og þeir komast
yfir. Samt þurfum við ekki lengur
að bjarga búum okkar með því
að selja kaupmönnum bráðina.
Sá tími er löngu liðinn, það sjá
allir vitibomir menn. Rjúpna-
veiði - sportveiði, eins og flestir
vilja nefna þetta - ætti að vera
takmörkuð, miðað við neyslu
veiðimannanna og skylduliðs
þeirra. Rjúpu ætti ekki að skjóta
af gegndarlausri græðgi í því
skyni að setja hana á markaðs-
torg - selja hana dýrum dómum
verslunum og veitingahúsum.
Bann við slíkum veiðum hefur
verið sett víða í öðrum löndum.
Allur veiðiskapur byggist á
því, að næga veiðibráð sé að
finna, minna má ekki gagn gera.
íslendingar hafa neyðst til að
setja kvóta á þorsk og síld, loðnu
og rækju, svo að dæmi séu nefnd.
Með skefjalausum veiðum fækk-
ar rjúpu, uns hinir fjölmörgu
skotmenn berjast um að murka
lífið úr þeim ræflum, sem eftir
lifa.
Þegar öll kurl koma til grafar,
virðist mér því tímabundin friðun
rjúpunnar vera skynsamlegasta
lausnin, eins og nú er ástatt.
Alice J. Sigurðsson.
öllum aldri. Þegar rætt er um lík-
amsræktarstöðvar er nauðsynlegt
að kynna sér vel hvaða menntun
þeir aðilar hafa sem stjórna þar
æfingum. Þar er víða pottur brot-
inn og má margt betur fara.
Ef við hugum betur að því hve-
nær markviss líkamsþjálfun hefst
má segja að hún byrji þegar börn
hefja skólagöngu. Þá er þess
krafist að kennarar hafi lokið
námi við íþróttakennaraskóla
íslands eða hafi sambærilega
menntun. Ætti það nokkuð að
vera öðruvísi þegar fólk eldist?
Breytist eitthvað í þjóðfélaginu
sem segir að nú skuli ekki lengur
gera kröfur til þess fólks sem
stjórnar líkamsrækt hjá almenn-
ingi? Síður en svo. Það er eins
nauðsynlegt þá eins og í æsku að
kröfur séu gerðar til leiðbeinenda
í líkamsrækt.
Sumar líkamsræktarstöðvar
bjóða upp á vel menntaða
kennara, kennara sem hafa þekk-
ingu á hinum ýmsu þáttum lík-
amsræktar; þáttum sem ekki er
hægt að kenna á einu helgarnám-
skeiði. Þó er það alltof algengt að
starfsmenn á þessum stöðvum
hafi litla og jafnvel enga menntun
á þessu sviði. Svo slæmt er það
víða að ómenntaðir aðilar eru
látnir stjórna stórum hópi fólks.
Þessir aðilar kalla sig erobikleið-
beinendur. En hvað liggur þar að
baki? Jú, oft á tíðum aðeins stutt
helgarnámskeið í þolþjálfun
(erobik). Nú má spyrja: „Er
nauðsynlegt að hafa menntað
fólk sem kennara í líkamsrækt?“
Svarið er skilyrðislaust já. Þeir
þættir sem kennari verður að
hafa í huga, eins og líkamsástand
viðkomandi, álag, ákefð, æfinga-
val og margt fleira, verða ekki
kenndir á einu helgarnámskeiði.
Líkaminn er dýrmætasta eign
hvers manns. Hann á ekki að láta
í hendurnar á einhverjum
fúskara. Við förum ekki með bíl-
inn okkar í viðgerð til aðila sem
litla þekkingu hefur á bílum.
Það vakti athygli fyrir stuttu,
þegar einn af eigendum líkams-
ræktarstöðvar lét hafa eftir sér í
sjónvarpsviðtali að það skipti
engu máli hvernig æfingarnar
væru framkvæmdar í þolþjálfun,
AKUREYRARBÆR
i borgarar
Skemmtun verður föstudagskvöldið 6. nóvem-
ber kl. 19.00 í Félagsmiðstöðinni Víðilundi.
Uppákomur, kaffiveitingar og dans.
Aðgangseyrir kr. 600.
Komið og fáið ykkur snúning á nýjum stað.
Félagsstarf aldraðra.
heldur væru það þoláhrifin sem
skiptu öllu máli. Þarna skilur á
milli fagfólks og þess fólks sem
starfar á þessu sviði en skortir
þekkingu. Almenningur á rétt á
að ekki sé verið að leika sér með
þeirra dýrmætustu eign af aðil-
um sem vita ekki hvernig líkams-
þjálfun skal háttað. Almenningur
á rétt á að boðið sé upp á fagfólk
á líkamsræktarstöðvum. .Kynnið
ykkur því vel hvaða menntun
starfsfólk líkamsræktarstöðva
hefur áður en þið skráið ykkur á
námskeið.
Stjórn íþróttakennarafélags
íslands.
Kolbeinn Kjartansson, rjúpnaskytta í Aðaldal, er ekki á móti friðun rjúp-
unnar. En meðan rjúpan er ekki friðuð, skýtur hann sínar rjúpur.
Pú færð allan pappír á einum stað
Strandgötu 3 I • Akureyri • ts- 24222 & 24166
HUSBRÉF
Kaupum og seljum húsbréf
Ávöxtunarkrafa við kaup 7,80%,
við sölu 7,60%
.*=
KAUPÞING
NORÐURLANDS HF
Kaupvangsstræti 4 Akureyri • Sími 96-24700.