Dagur - 04.11.1992, Page 8

Dagur - 04.11.1992, Page 8
8 - DAGUR - Miðvikudagur 4. nóvember 1992 Verslunanniðstödm Sunnuhlíð tíu á Hefur sannað gildi sitt lerárhverti og "arörð„gleika var po af sjónar- ‘ð íkstur í verslunar sem na starfa þar með versl-, ijrnu að donu \L töðinni Sunnuhlíð eru n verslunarþjón- isséss-^''" blaðsins valdu af hanaan Guðbjörg Kristinsdóttir. Guðbjörg Kristinsdóttir í Pálínu: Meiri breidd í þeim hópi sem kemur að versla Guðbjörg Kristinsdóttir hefur rekið verslunina Pálínu í Sunnu- hlíð frá því haustið 1986. Guð- björg sérhæfir sig í verslun með vefnaðarvörur og allt sem lýtur að saumaskap. Hún hefur einnig staðið fyrir saumanámskeiðum, sem hún segir að hafi verið vel sótt. Undirtektir sýni að mikið sé um saumaskap á Akureyri og • viðskiptin hafi farið vaxandi allt frá því hún hóf verslunarrekstur- inn. „Breiddin í þeim hópi sem kemur hingað að versla er alltaf að aukast og ég tel að það gildi um verslunarmiðstöðina í heild,“ sagði Guðbjörg. Hún sagði einnig að nokkuð stór hluti af viðskiptavinum sín- um væru ungar konur sem legðu mikið upp úr því að sauma á sig sjálfar og börn sín og sauma- námskeiðin væru vel sótt. Tvö námskeið eru í gangi í einu nú fyrir áramót og síðan eru önnur tvö námskeið fyrirhuguð síðar í vetur. Guðbjörg sagði að Sunnu- hlíðin væri nú búin að vinna sér ákveðinn sess í hugum fólks. Það vissi almennt af þeirri þjónustu sem væri í boði og sækti hana þótt verslunarmiðstöð af þessu tagi ætti ætíð í samkeppni við miðbæjarkjarnann. Hún kvaðst hafa veitt því athygli að fólk af efri brekkunni á Akureyri komi nokkuð í Sunnuhlíð til að versla - færi jafnvel fremur þangað en niður í miðbæ enda liggi Sunnu- hlíðin í beinu sambandi hvað umferðaræð af brekkunni varðar. Guðbjörg sagði að fjölbreytni í þjónustu styrki verslunarmið- stöðina sem heild og benti á að nú væru hafnar umræður um að koma á fót lyfjaverslun og póst- þjónustu í Sunnuhlíð sem væri af hinu góða. „Það hefur tekið nokkurn tíma að byggja verslunarmiðstöðina upp en nú er fólk farið að taka við sér,“ sagði Guðbjörg. Hvað staðsetningu verslunarmiðstöðv- arinnar varðar kvaðst Guðbjörg telja að hún væri nokkuð góð ef miðað væri við bæjarhverfið umhverfis hana en ef tií vill hefði hún þurft ákveðnari kynningu strax í byrjun. Hún sagði að mjög góður samstarfsandi væri á meðal rekstraraðila í húsinu og ákveð- inn vísir að félagslífi væri til staðar. ÞI Pálmi Stefánsson og Alfreð Almarsson: Styrkurinn Hggur í fjölbreytniimi - hugmyndir um lyflabúð og pósthús til umijöllunar „Farið var að ræða um þessa byggingu um miðjan áttunda ára- tuginn þegar miklar bygginga- framkvæmdir áttu sér stað hér fyrir norðan Glerá og hverfið var nánast að byggjast," sagði Pálmi Stefánsson, verslunar- og hljóm- listarmaður í Tónabúðinni, en hann er einn af frumbýlingum Sunnuhlíðar - hefur verið með verslunarstarfsemi þar frá upp- hafi. Hann sagði að upphaflega hefði hugmyndin verið að koma á fót lítilli hverfaverslun en umræðan fljótlega farið á það stig að byggja stærri verslunarmið- stöð þar sem fleiri verslanir og þjónustustarfsemi yrði til húsa. Þessar hugmyndir hefðu síðan þróast á þann veg að úthlutað hefði verið lóð fyrir verslunar- miðstöð og Sunnuhlíðin síðan orðið til á teikniborðinu. Smár- inn hf., sem þá var starfandi byggingafyrirtæki á Akureyri, annaðist byggingu verslunarmið- stöðvarinnar og fyrirtæki og ein- staklingar festu síðan kaup á ákveðnum hlutum byggingarinn- ar til starfsemi sinnar. Rekstur í verslunarmiðstöð- inni er að miklu leyti með svip- uðu sniði og var í upphafi en margir rekstraraðilar hafa komið og farið. Pálmi Stefánsson sagði að á ýmsu hafi gengið varðandi rekstur fyrirtækja í Sunnuhlíð þau tíu ár sem verslunarmiðstöð- in hefur starfað og segja mætti að þessi áratugur hafi farið í að vinna starfsemina upp. Nú hefur Sunnuhlíð skipað sér á meðal fastra þjónustukjarna í Akureyr- arbæ og allt virtist benda til að byrjunarörðugleikarnir séu að baki. Margir byrjuðu of illa undir búnir Varðandi ýmskonar erfiðleika sem upp hafa komið á undan- fömum ámm sagði Pálmi Stefáns- son að of margir þeirra er hófu rekstur hafi verið of illa undir hann búnir og einnig hafi tekið lengri tíma að vinna þessari starfsemi ákveðin sess í hugum íbúa Akureyrar og nærliggjandi byggðarlaga en menn gerðu sér vonir um. Mun meiri umferð sé nú um verslunarmiðstöðina en áður hafi verið og á tveimur síð- ustu árum hafi afkoma fyrirtækja þar verið almennt betri en fyrr. Alfreð Almarsson Tryggingu. Norðlenskri Slíkt bendi til að verslunarmið- stöðin hafi sannað gildi sitt. Staðsetningin skapaði vanda Þeir Pálmi Stefánsson og Alfreð Almarsson hjá Norðlenskri Tryggingu, sem á sæti í fram- kvæmdastjórn Sunnuhlíðar, ræddu um að staðsetning verslun- armiðstöðvarinnar ætti nokkurn þátt í hvað erfiðlega hafi gengið að skapa henni þá viðskiptavild sem nauðsynleg er. Mistök hefðu átt sér stað í skipulagsvinnu þeg- ar hverfið var skipulagt og aðgengi að Sunnuhlíðinni væri ekki sem skyldi þegar um stóran þjónustukjarna sé að ræða. Þótt verslunarmiðstöðin liggi nokkuð miðsvæðis í Glerárhverfi standi hún ekki við neina af aðal- umferðaræðum í gegnum hverfið. Erfitt geti reynst að finna hana fyrir ókunnuga og nauðsynlegt hefði verið að hafa beina aðkomu að henni af Hlíð- arbraut. Pósthúsi og lyfjabúð verði komið á fót Nú eru starfandi 25 aðilar í Sunnuhlíð - þar af 18 verslanir en auk þess eru þar banki, heilbrigð- isþjónusta, bókhalds- og endur- skoðunarþjónusta og aðstaða nokkurra félagasamtaka. Alfreð Almarsson sagði að nú væri rætt um þær hugmyndir að koma á fót lyfjabúð og pósthúsi í Sunnuhlíð - þá þætti hefði vantað í þjónustu- kjarnann til þessa og bindu menn nú vonir við þær breytingar á Verslunar- og þjónustu- aðilar í Sunnuhlíð Blómabúðin Laufás Búnaðarbankinn - útibú Habró - fataverslun Kristjánsbakarí Lj ósmyndabúðin Matvöruverslun KEA Möppudýrið - bókabúð Trygging hf. - tryggingar Pálína - vefnaðarvörur Rafland - rafmagnsvörur Samson - hársnyrtistofa Saumavélaþj ónustan Skóverslun M. H. Lyngdal Slétt og fellt - fatahreinsun Tónabúðin - hljóðfæraverslun Vaggan - barnavöruverslun Videó Eva - vídeóleiga Ynja - kvenundirföt Pálmi Stefánsson í umhverfi sem flestir þekkja hann - hljóðfæri í bak og fyrir. lyfjalögum sem boðaðar hafa verið og einnig að Póstur og sími telji sér það til tekna að opna úti- bú í Glerárhverfi. Alfreð sagði nokkurri furðu gegna að í bæ af þeirri stærð sem Akureyri er þurfi að fara með hvert bréfkorn til pósthússins í miðbænum. í sam- bandi við aukna þjónustustarfsemi hefur verið ákveðið að kanna möguleika á viðbyggingu við verslunarmiðstöðina þar sem öll pláss eru nú fullnýtt en að sögn Alfreðs og Pálma eru ekki miklir stækkunarmöguleikar vegna skipulagsforsenda og nærliggj- andi bygginga. Þó er talið unnt að byggja nokkuð við núverandi húsnæði til norðurs. Styrkurinn liggur í fjölbreyttri starfsemi Þeir Alfreð Almarsson og Pálmi Stefánsson voru sammála um að styrkur Sunnuhlíðar sem verslun- armiðstöðvar liggi í þeirri fjöl- breytni sem í boði sé á staðnum. Hver starfsemi styrkti aðra aðila og því nauðsynlegt að viðhalda þeirri fjölbreytni sem tekist hafi að skapa og helst að auka hana. Af þeim sökum væri reynt að gæta þess að tveir samskonar þjónustuaðilar störfuðu ekki hlið við hlið í Sunnuhlíðinni. Breyttur rekstur matvöru- verslunarinnar breytti rekstrarforsendum í heild Hvað varðar breytingar á versl- unarstarfseminni og aukningu hennar sögðu þeir Alfreð og Pálmi að tvennt kæmi einkum til. Annars vegar hefði tíminn unnið með þjónustuaðilum í Sunnuhlíð - verslunarmiðstöðin væri í reynd komin á kortið hjá íbúum Akur- eyrar og nærliggjandi byggða en einnig ættu breytingar sem orðið hefðu á rekstri matvöruverslunar Kaupfélags Eyfirðinga nokkurn þátt í þróuninni. í fyrstu hefði hún verið rekin sem hverfaversl- un og verðlag á vörum miðað við slíkar verslanir en síðar hefði reksturinn verið sniðinn meir að rekstri stórmarkaða, verðlag ver- ið lækkað og opnunartími lengdur. Við þær breytingar hefði verslunin aukist til muna sem aðrir verslunareigiendur njóti nú góðs af. ÞI

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.