Dagur - 04.11.1992, Síða 11
Miðvikudagur 4. nóvember 1992 - DAGUR - 11
Lundúnapistill
Þórir Jóhannsson skrifar
„Notalegt
er norðrið“
Þessa dagana krækja Bretar rauð-
um draumsóleyjum í hnappagöt
sín. Pessum árlega sið hafa þeir
haldið frá lokum fyrri heimsstyrj-
aldarinnar til að minnast fallinna
stríðshetja. Á götum úti eða í
rangölum neðanjarðarkerfisins
má sjá meðal-Tjallann klæddan
jakkafötum frá Marks & Spencers
eða Slaters, á leið til vinnu í City
með skjalatösku í annarri hend-
inni, regnhlíf í hinni og Evening
Standard eða Times (eftir því
hvaða tími sólarhringsins er)
undir hendinni. Þar á milli, í axl-
arhæð, skín eldrauð draumsóley.
Bretar, allir sem einn, minnast
fallinna samlanda sinna í von um
að þurfa ekki að þola slíkan missi
aftur. Bretar hafa staðið í
ströngu gegnum aldirnar. Þeir
hafa háð margt stríðið við erlend-
ar þjóðir en líka við sitt eigið
fólk. Ég segi þeirra fólk þó svo að
meðlimir IRÁ telji sig ekki eiga
samleið með breska samveldinu.
Liðsmenn IRA hafa haldið
Lundúnabúum í helgreipum ann-
að slagið og þeir stóðu að baki 15
sprengingum í höfuðborginni í
nýliðnum októbermánuði einum.
Einn maður, óbreyttur borgari,
hefur látið lífið og engin merki
þess að látunum sé að linna.
Lundúnabúar eru staðráðnir í
að láta þetta ekki á sig fá og ferð-
ast um með rauðar draumsóleyj-
ar, tákn vonar um frið, en óttast
að þessi alda sé í raun bara for-
smekkur að einhverju meiru,
enda jólaörtröðin í nánd. Þetta
er Tjallinn í hnotskurn. Það
gengur á ýmsu, jafnvel lífum er
ógnað, en samt halda þeir sínu
striki og segja: „A bit of nuisance
but we must go on with it I dare
say.“
Það mæðir mikið á John Major
þessa dagana. Samdrátturinn er
alltaf í hámarki, en viti menn,
enn sannast hið margkveðna að
„lengi getur vont versnað.“
Nýbúið er að loka kolanámum og
Bretar hita húsin sín á reiðinni
einni saman, slík voru viðbrögðin
við þeim fréttum. Það nýjasta er
að segja á upp fólki í Ford-verk-
smiðjunum á Lundúnasvæðinu.
Einnig er rætt um að loka nokkr-
um sjúkrahúsum. Störf sem
skipta tugum þúsunda eru í
hættu.
Ég og skosk unnusta mín
búum hjá manni sem rekur
franskan veitingastað í Twicken-
ham og hann fer ekki varhluta af
samdrættinum. Gestum hefur
snarfækkað og endar ná varla
saman. Kaldhæðnin kemur
glögglega fram í því að eitt
kvöldið kom á Raefil’s veitinga-
húsið maður með fjölskyldu sína.
Hann var að halda upp á að hon-
um hafði EKKI verðið sagt upp
starfinu eins og hann hafði verið
hræddur um!
En hvernig ætli Major gangi í
dag? Heldur hann velli og nær í
gegn staðfestingu á Maastricht-
samningnum eða nær Verka-
mannaflokkurinn að fella hann
og lýsa þar með yfir vantrausti á
ríkisstjórnina? Allt að 40 íhalds-
menn gætu lýst sig andvíga samn-
ingnum, þannig að útlitið er ekki
gott fyrir Major. Menn hans
reyna auðvitað að sýnast bjart-
sýnir en ljóst er að stjórn Majors
stendur eða fellur með úrslitun-
um í dag.
Á meðan hlakka ég til skand-
inavískrar hátíðar, sem haldin
verður hér í London frá miðjum
nóvember fram í desember.
Hátíðin ber yfirskriftina „Tender
is the North“, eða „Notalegt er
Norðrið". Hlutur íslendinga í
hátíðinni er glæsilegur og á
Akureyrarvinurinn Jakob F.
Magnússon veg og vanda að því
að koma íslenskri list og listflutn-
ingi á framfæri á ekki verri stöð-
um en Barbican Centre og
Wigmore Hall, svo aðeins tveir
séu nefndir.
Það er ljóst að á næstu dögum
mun þjóðerniskenndin blómstra.
Kær kveðja frá Lundúnum,
Þórir Jóhannsson.
Fatnaður og skór á
1 hreint ótrú/egu veröi.
\ Aiitað 60% verðiækkun
\ á vörum frá NiKE.
Sériegur ráðgjafi frá
NfKE-umboðinu verður
á staðnum fimmtudag
og föstudag.
slp
HQ
Glerárgötu 28 - Sími 96-11445
KA-Víkingur
miðvikudag kl. 20.30 í KA-höllinni
Ódýr markaður
Allra hagur
Kreditkortaþjónusta
Opið mánudaga-föstudaga kl. 12-18.30.
Laugardaga kl. 10-16. Sunnudaga kl. 13-17.
Tilboð
Grilloður kjúklingur
497 kr.
Kortöflur 2 kg
69 kr.
€gg 18 stk. í bokko
247 kr. kg
Ritz kex
58 kr.
1/2 lítri Sonitos
oppelsín
49 kr.
Matvöru-
markaðurinn
Kaupangi
Opið virka daga kl. 9-22
Laugardaga og
sunnudaga kl. 10-22