Dagur


Dagur - 04.11.1992, Qupperneq 15

Dagur - 04.11.1992, Qupperneq 15
Miðvikudagur 4. nóvember 1992 - DAGUR - 15 Iþróttir Halldór Arinbjarnarson Handbolti 1. deild í kvöld: „Menn eru tilbúnir að leggja aJlt undir' í kvöld veröa fimm leikir í 1. deild karla í handknattleik. Einum leik er lokið, viðureign Vals og FH sem endaði með jafntefli. Þórsarar eiga útileik á móti HK en KA menn fá Víkinga í heimsókn. Rætt var við Arna Stefánsson liðsstjóra KA og Gunnar Gunnarsson þjálfara Víkings og þeir spurðir um leik- inn. Árni Stefánsson, KA. „Ég held að allir geri sér grein fyrir því að við verðum að vinna. Við héldum fund eftir síðasta leik og skoðuðum hann nákvæmlega. Þar fundum við ýmislegt sem við stefnum á að laga. Við erum þó hvergi bangnir. Við vitum að lið- ið er gott en gengið hefur ekki verið samkvæmt því. En hlutirnir verða að fara að koma og það er það sem við ætlum okkur að gera. Menn eru sammála um að taka sig saman í andlitinu og snúa blaðinu við. Við ætlum ekki að tapa fleiri stigum á heimavelli. Sigur er í raun lífsnauðsynlegur fyrir okkur. Ég vona bara að áhorfendur mæti þrátt fyrir að okkur hafi ekki gengið nógu vel,“ sagði Árni Stefánsson. Gunnar Gunnarsson, Víkingi. „Gengi liðsins hefur komið nokk- uð á óvart, ekki síst okkur sjálfum,“ sagði Gunnar Gunnars- son þjálfari Víkinga. Gunnar spilaði í Svfþjóð um árabil en snéri síðan heim og hóf að leika með Víkingum. Hann tók við þjálfun liðsins fyrir þetta keppn- istímabil af Guðmundi Guð- mundssyni. Víkingsliðið er nú nokkuð breytt. Auk Guðmundar hafa Karl Þráinsson, Björgvin Rúnarsson og Alexei Trufan hætt að leika með liðinu. „Okkur hef- ur gengið vel á útivöllum til þessa og við förum í þennan' leik eins UFA-Þór í kvöld: Endurvekja Skemmustenmmmguna í kvöld veröur stórleikur í 1. deOd íslandsmótsins í körfu- bolta, þegar UFA tekur á móti Þór í Skemmunni. Leikurinn tiefst kl. 20.00. Leikurinn er heimaleikur UFA en þeir stefna á að spila sína heimaleiki í Skemmunni fram- vegis. Endurvekja á hina einu og sönnu Skemmustemmningu en til þess þurfa áhorfendur að fjöl- menna á leikinn. í hálfleik verða nokkrir áhorfendur valdir til að taka þátt í skotkeppni. Sigurveg- arinn fær gjafakort í Smiðjuna en næstu tveir fá kassa af Pepsi. og aðra leiki. Ég býst við KA- mönnum sterkum en staða liðsins í deildinni segir ekkert til um styrk þess.“ Honum fannst mótið í heild hafa þróast svipað og hann bjóst við. Valur og FH væru með sterkustu liðin. Þau hafa verið að hirða stig þrátt fyrir að spila illa sem líka sýnir styrk þeirra að mati Gunnars. Þórsarar spila gegn HK. Eftir góða byrjun hefur liðinu ekki gengið eins vel í síðustu leikjum en leikurinn á móti Selfyssingum gaf þó vonir um að liðið sé á upp- leið. KA-menn verða að sigra í kvöld til þess að bæta stöðu sína í deildinni og endurheimta sjálfstraustið. Áhorfendaijöldi á leikjum Samskipadeildarinnar: Flestir sáu leik Þórs og KA Það var hart barist UFA og Þórs. síðasta leik Mynd: Robyn KSI hefur nú sent frá sér tölur um áhorfendafjölda á leikjum Samskipadeildarinnar síðast- liðið sumar. Flestir áhorfendur komu til að sjá leik Þórs og KA 8. júní eða 1.910 manns. Þá eru Þórsarar í 4. sæti þegar áhorfendatölur á heimaleikjum eru skoðaðar. Að meðaltali komu 777 manns á völlinn til að horfa á Þórsara spila og alls 6.990 áhorfendur í sumar á heimaleiki Þórs. Flestir komu í Frostaskjól- ið að horfa á KR, eða 10.031, sem gerir 1.115 að meðaltali á hverjum leik. KA er í 7. sæti 1. deildar félaganna með 539 áhorf- endur að meðaltali. Flestir komu á völlinn í 3. umferð Samskipa- deiladinnar en þá voru 5.557 áhorfendur á völlunum. Þá fór einmitt fram leikur Þórs og KA sem dró að sér flesta áhorfendur allra leikja í sumar. Að lokum fylgir listi yfir fjölda áhorfenda á Handknattleikur, íslandsmót 5. flokks: KA vann í flokki B-liða Um helgina var haldið íslands- mót fyrir 5. flokk í handbolta. Leikfyrirkomulag er með þeim hætti að öll liðin koma saman og er skipt niður í riðla. Þau lið sem lenda í 8 efstu sætunum fá stig en alls verða 3 mót haldin í vetur og síðan fara efstu liðin í úrslitakeppni. Mótið um helgina var haldið í Hafnarfirði og til leiks mættu 60 lið. Keppendur voru nærri 700 talsins og 180 leikir voru spilaðir um helgina í 4 íþróttahúsum. Mikið verk er að skipuleggja slík mót og þó flest hafi tekist vel var samt ýmislegt sem að mátti finna og rekja mátti beint til þess hversu stórt mótið var í sniðum. Einkum voru dómaramál í ólestri og þeir sem dæmdu oft ekki Jóhannes Bjarnason, þjálfari. vandanum vaxnir. Keppt var í flokki A, B og C- liða og sendu KA og Þór A og B- lið til keppninnar. Þjálfarar beggja liða voru sammála um að þetta fyrirkomulag á mótinu væri stórt skref aftur í tímann. Jóhannes Bjarnason hjá KA sagði þetta vera út í hött. Mótið væri allt of stórt í sniðum. Lið frá sama félagi væru að keppa á sama tíma í mismunandi húsum og fyrir lið utan af landi gengi þetta ekki upp. Ingólfur Samúels- son hjá Þór tók í sama streng. Þjálfarar geta ekki verið á tveim stöðum í einu með liðum sínum og krakkarnir því í háfgerðu reiðileysi milli leikja. Ágætis árangur náðist á mót- inu. Lið KA í flokki B-liða varð í 1. sæti og í flokki A-liða hafnaði KA í því 3. Liðin kræktu þar með í 8 og 6 stig sem fylgja liðinu í næstu keppni. Lið Þórs náði ekki í stig að þessu sinni. A-lið KA vann alla sína leiki í riðlakeppn- inni og í milliriðli en tapaði fyrir ÍR 15:17 eftir framlengdan leik í 4 liða úrslitum og vann síðan stórsigur á KR, 18:8 í keppni um 3 sætið. B-liðið gerði 1 jafntefli í milliriðli en vann annars alla sína leiki og sigraði ÍR örugglega í úrslitaleiknum, 18:10. Jóhannes Bjarnason sagði árangurinn jafn- vel betri en menn hefðu átt von á og væri þetta gott veganesti í næstu keppni. A-lið Þórs missti naumlega af keppni um verð- launasæti en það gerði jafntefli við Gróttu og vann stórsigur á Tý. B-liðið vann Fylki en tapaði öðrum leikjum sínum. Risapottur í Eurotips I dag lýkur sölu á 4. og síðasta Eurotips seðlinum. Fnginn náði 14 réttum í síðustu 2 skipti og því er 1. vinningur þrefald- ur. Gert er ráð fyrir að 1. vinn- ingur verði 30 milljónir og því er til mikils að vinna. Eurotips er samstarfsverkefni getraunafyrirtækjanna í Svíþjóð, Danmörku, Austurríki og íslandi og 1 vinningur er sameiginlegur hjá öllum löndunum 4. Aðrir vinningsflokkar, þ.e. 13,12 og 11 réttir, eru greiddir út í hverju landi fyrir sig eftir þátttöku þar. Til mikils er að vinna því nú er risapottur með þreföldum 1. vinningi. Sölukerfinu verður lok- að kl. 16.55 í dag og því vissara að tryggja sér miða fyrir þann tíma. Leikirnir á seðlinum eru sem kunnugt er úr Evrópukeppn- inni og svipmyndir úr þeim eru sýndar sama kvöld í Ríkissjón- varpinu. heimaleikjum félaganna og menn geta síðan skemmt sér við að reikna út meðaltalsfjölda á hverj- um leik. KR 10.031 áhorfendur ÍA 8.223 áhorfendur Fram 7.367 áhorfendur Þór Vikingur ÍBV KA Valur UBK FH 6.990 áhorfendur 5.114 áhorfendur 4.910 áhorfendur 4.851 áhorfendur 4.836 áhorfendur 4.395 áhorfendur 4.095 áhorfendur fljj ◄ 45. -fyrirþig ogþina fjölskyldu! |@ÍkvÍkd Árni skorar á Alfreð Gíslason Um síðustu helgi var nokkuð um óvænt úrslit í ensku knattspyrnunni og fór það illa með margan getraunaspekinginn. Það má t.d. segja um þá félga Árna Stefánsson og Nóa Björnsson sem áttust við í getraunaleik Dags í síðustu viku. Árni náði aðeins 5 réttum sem þó nægði honum til sigurs þar sem Nói var bara með 4. Leikmenn Liverpool brugðust aðdáendum sínum illilega og töpuðu fyrir Tottenham. Þeir félagar treystu báðir á sigur þeirra fyrnefndu en Nayim og Ruddock sáu til þess að Tottenham tók öll stigin heim með sér frá Anfield Road. Árni Stefánsson hefur nú sigrað tvívegis í keppninni og er þar með i efsta sæti þar sem enginn hefur náð þeim árangri það sem af er á þessu keppnistímabili. Árni, sem auk þess að kenna nemendum Verkmennta- skólans íþróttir, er liðsstjóri KA í handbolta, ákvaö að skora Alfreð Gíslason þjálfara á hólm. Alfreð brást Ijúfmannlega við en sagðist reyndar vita hverju hann ætti að þakka þennan „heiður". „Þetta er bara af því að mínir menn Tottenham unnu Liverpool um helgina," en Árni er mikill aðdáandi Liver- pool. Eins og búist var við tók salan á getraunaseðlum mikinn kipp þegar sænsku leikirnir duttu út. í síðustu viku voru seldir getraunaseðlar hér á landi fyrir tæpar 8 milljónir. Litlu mátti muna að Golfklúbbur Akureyrar þyrfti að láta 1. sætið af hendi yfir þau félög sem mest selja af getrauaseðlum. Alls skrifuðust 92.993 raðir á GA en Fylkir vantaði aðeins 46 raðir til að slá þeim við. Þessi tvö félög eru lang efst en næsta félag er Valur með rúmlega 25 þúsund raðir. I lokin er vert að minna á Eurotips en sölu á síðasta seðlinum lýkur á morgun. *c k. < Alfreð ◄S Q_ 00 C 'K 1. Arsenal-Coventry IX 1 2. Aston Villa-Man. Utd. 1 1X 3. Blackburn-Tottenham 1 1 4. Chelsea-Crystal Palace X2 12 5. Ipswich-Southamton 1X X 6. Liverpool-Middlesbro 1 1 7. Man. City-Leeds X2 12 8. Nottingham Forest-Everton 2 1X 9. Wimbledon-QPR X 1X 10. Brentford-Charlton X2 1X 11. Bristol City-Birmingham 2 12 12. Derby-Millwall 1 1 13. Leicester-Tranmere X2 1 Upplýsingar um rétta röð og vinningsupphæðir: Lukkulínan 99-1000 • Textavarpið síða 455 Símsvari 91-814590 • Grænt númer 99-6888

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.