Dagur - 19.11.1992, Blaðsíða 2

Dagur - 19.11.1992, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 19. nóvember 1992 Fréttir Togaraafliim í byrjun nóvember 274.116 tonn - á sama tíma í fyrra 315.037 tonn Samkvæmt aflafréttum Fiski- félags Islands var togaraafli landsmanna fyrstu tíu mánuði þessa árs 274.116 tonn, sem er mun minna en árið áður á sama tíma. Þá var aflinn 315.037 tonn. Sé litið til einstakra fiskteg- unda þá hefur þorskaflinn dregist verulega saman. Nú í byrjun nóvember voru 94.120 tonn kom- in á land á móti 118.915 tonnum í fyrra. Ýsuaflinn hefur minnkað verulega eða úr 17.940 tonnum í 15.291. Ufsaaflinn hefur minnk- að mjög mikið þ.e. úr 58.494 tonnum í 45.543. Karfinn er á svipuðu róli hefur þó minnkað úr 78.031 tonnum í 77.727. Stein- bítsaflinn er nokkrum tonnum meiri og grálúðuveiðin er minni. Rækjuveiðin er svo til hin sama. 1. nóvember voru tonnin 2.351 en fyrir ári 2.376. ój Samgönguráðuneytið: Benedikt E. Gudmundsson skipaður siglingamálastjórí Samgönguráðherra hefur skip- að Benedikt E. Guðmundsson sem siglingamálastjóra frá 1. febrúar 1993 að telja til og með 31. janúar 1998. Alls sóttu sex menn um stöðuna. Siglingaráð fjallaði um umsóknirnar og mat fjóra umsækjendur hæfa til starfsins, þeirra á meðal Benedikt E. Guðmundsson. Siglingaráð mælti ekki með einum öðrum fremur af þeim fjórum sem metnir voru hæfir. Benedikt E. Guðmundsson er fæddur 23. september 1939 á Skák Patreksfirði. Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1959, fyrrihluta- prófi í verkfræði frá Háskóla Jslands 1962 og lokaprófi í skipa- verkfræði frá Danmarks Tekniske Höjskole, Polyteknisk Lære- anstalt í Kaupmannahöfn 1965. Benedikt hefur starfað sem yfir- verkfræðingur hjá Þorgeiri og Ellert hf. á Akranesi síðan 1965, þegar fyrirtækið hóf smíði stál- skipa. f Rannsóknarnefnd sjó- slysa var Benedikt skipaður árin 1986 og 1991. ój Sveinsmótið í skák: Rúnar sigurvegari - annað árið í röð 10. mín. skákmót var haldið sl. fímmtudag í Skákheimilinu við Þingvallastræti og urðu úrslit þau að efstur varð Þórleifur Karlsson með 8 vinninga af 9 mögulegum, en jafnir í 2. til 4. sæti með 7 vinninga þeir Jón Björgvinsson, Þór Valtýsson og Rúnar Sigurpálsson. en jafn honum að vinningum, en lægri að stigum var Jón Björg- vinsson. í flokki 15-17 ára sigraði Þórleifur Karlsson, í flokki 11-14 ára Halldór Kárason, í flokki 10 ára og yngri Sverrir Arnarsson og í telpnaflokki Þórhildur Kristjáns- dóttir. GG Hugað að siglingaljósunum. Mynd: ÞB Listhúsið Flóra, Ari og Co: „Hvergi fer betur um listhús en í Iistagfli“ - segir Ari Svavarsson, sem rekur fyrirtækið Ara og Co á sama stað Með hverri vikunni fjölgar þeim hagleiksmönnum, sem hefja rekstur í Grófargili á Akureyri. Ari Svavarsson, gra- fískur hönnuður, hefur hleypt af stokkunum fyrirtæki, sem hann nefnir Ari og Co. Sam- hliða auglýsingastofurekstrin- um verður Listhúsið Flóra starfrækt að Kaupvangsstræti 23. Svavar Gunnarsson faðir Ara verður „prímus mótor“ þeirrar starfsemi. Ari Svavarsson nam aug- lýsingateiknun við Myndlista- og handíðaskóla íslands í Reykjavík og útskrifaðist árið 1985.1 þrjú ár vann hann að grafískri hönnun í höfuðborginni, fyrst á Aug- lýsingastofunni P og Ó og þá á Örkinni. Árið 1988 kom hann norður á æskustöðvarnar og gekk til liðs við Ómar Pétursson um rekstur auglýsingastofunnar Auglits, þar sem hann vann fram á haustdaga nú í ár. „Nú er ég kominn hingað í Listagilið í eigið húsnæði með eigið fyrirtæki. Hér er lögð áhersla á alla hönnun fyrir prent- iðnaðinn sem og hönnun og gerð merkja fyrir fyrirtæki, á bíla og flugvélar svo eitthvað sé nefnt. Vinnan fer að mestu fram í tölvum. Já, ég hef þurft að aðlaga mig nýjum tíma með fullkomn- ustu tækjum sem völ er á. Skilta- gerðin, sem er stór hluti starf- seminnar, krefst nýjustu og full- komnustu tækja sem völ er á þar sem samkeppnin er hörð. Við- skiptavinirnir eru jafnt norðan sem sunnan heiða. Góðir við- skiptavinir frá árum mínum í Reykjavík hafa fylgt mér norður. Húsnæðið hér í Kaupvangsstræti býður upp á mikla möguleika. Listhúsið Flóra er að verða að veruleika en þá flugu höfum við feðgar haft í höfðinu lengi. Sýn- ingarsalurinn er 60 fermetrar og birtan í salnum er ákjósanleg. Á næstu dögum verður myndlist- armönnum boðinn aðgangur að salnum og ekki þarf að óttast verkefnaskort. Myndlistin á Akureyri hefur verið í svelti hvað sýningaraðstöðu varðar um langt árabil. Listhúsið Flóra er við- leitni til að þoka málum í rétta átt. Hvergi fer betur um listhús en hér í Listagilinu, sem er að taka á sig mynd hægt og bítandi,“ segir Ari Svavarsson. ój Verðkönnun Verðlagsstofnunar á nautgripakjöti: Neytendasamtökin kreflast þess lækkun framleiðenda skfli sér tfl Haustmóti barna og unglinga lýkur á laugardag og verða þá tefldar síðustu umferðirnar. í dag1 fer hins vegar fram 15 mín. skákmót, svokallað stigamót, og er það annað mótið í vetur og er öllum opið. Minningarmct um Svein Jóns- son sparisjóðsstjóra á Dalvík fór fram sl. laugardag. Keppendur voru 53, þar af 37 frá Skákfélagi Akureyrar. Sigurvegari í elsta flokki annað árið í röð varð Rún- ar Sigurpálsson með 7 vinninga, Enn heldur áfram að berast fé til Málræktarsjóðs. Þeir teljast stofnendur sem Ieggja sjóðn- um til Ijármuni í einhverri mynd fyrir árslok 1992. Stofn- endur Málræktarsjóðs eru orðnir 169 auk íslenskrar mál- nefndar. Af þeim eru 38 samtök, fyrirtæki og stofnanir og 131 einstaklingur. Flest framlög einstaklinga hafa verið minningagjafír, en nokkrar heiðursgjafir hafa einnig borist. Á meðal þeirra sem lagt hafa fram fé í sjóðinn eru Akureyrar- Á stjórnarfundi Neytenda- samtakanna fyrir skemmstu var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Verð á nautgripa- bær, Dalvíkurbær, Félag verslun- ar- og skrifstofufólks á Akureyri, Húsavíkurkaupstaður og Ólafs- fjarðarbær. Samtök, fyrirtæki og stofnanir sem teljast stofnendur Málrækt- arsjóðs eiga rétt á að tilnefna full- trúa í fulltrúaráð sjóðsins og geta þannig haft áhrif á stjórnarkjör og stefnumótun. Þetta ættu þeir að íhuga sem vilja hafa áhrif á starfsemi sjóðsins. Vissara er að hafa hraðann á því að eftir áramót er of seint að gerast stofnandi. Þegar hafa borist tilkynningar um 8 fulltrúa. í sjóði eru nú tæpar 11 milljónir króna. kjöti frá bændum hefur lækk- að um 15 til 25% á þessu ári. í könnun Verðlagsstofnunar kemur í Ijós að þessi verðlækk- un hefur ekki skilað sér til neytenda nema að mjög litlu leyti, eða um 1,1 til 6,8%. Jafnvel eru dæmi um hækkun á einstökum hlutum nauta- kjöts.“ Ennfremur segir í ályktuninni: „Fjölmargir talsmenn verslunar- innar hafa gagnrýnt hátt verð á innlendum landbúnaðarvörum. Því hlýtur að vekja furðu að verðlækkun skuli ekki skila sér til neytenda. - Neytendasamtökin krefjast þess að verðlækkun framleiðenda skili sér að fullu til neytenda nú þegar. Verði afurða- stöðvar og verslanir ekki við þessari eðlilegu kröfu, telja sam- tökin eðlilegt að verðlagsyfirvöld upplýsi hverjir það eru sem ekki hafa lækkað verð á nautakjöti". í framhaldi þessarar samþykkt- ar skulum við líta á niðurstöður verðkönnunar verðlagsstofnunar á nautgripakjöti í smásöluversl- unum og hjá afurðasölum. Þar segir: „Allnokkur lækkun hefur orðið á grundvallarverði naut- gripakjöts til bænda nú í ár. Nem- ur verðlækkunin á algengum verðflokkum um 14 til 15% en vinnslukjöt hefur lækkað um allt að 25%. Könnun Verðlagsstofnunar beindist m.a. að því að meta hvernig verðlækkunin hafi komið fram í smásölunni og heildsöl- unni. Var könnunin gerð í 22 verslunum á höfuðborgarsvæðinu í febrúar, mars og nú í nóvem- ber. Ennfremur voru athugaðir verðlistar frá þremur afurða- stöðvum. Var kannað verð á átta tegundum nautgripakjöts þ.e. nautahakki, gúllasi, snitsel, buffi, T-beini, file, innlærisvöðva og lundum. Verðbreytingar á einstökum tegundum í smásölu voru að meðaltali sem hér segir í 17 versl- unum (ef eigendaskipti á verslun- að verð- neytenda um áttu sér stað voru þær felldar út). Hakk -6,8%, gúllas -4,4%, snitsel -4,4%, buff-5,0%, T-bein -1,1%, file 1,8%, innlæri -4,3% og lundir -1,5%. Almenn verðlækkun á naut- gripakjöti var aðeins í tveimur af verslununum í könnuninni, í þremur verslunum var verðið sem kannað var óbreytt allan tímann. Aðrar verslanir ýmist lækkuðu eða hækkuðu verðið á einstökum tegundum nautgripa- kjöts. Mikill verðmunur er á nautgripakjöti á milli verslana. Athugun á verðlistum þriggja afurðastöðva sýnir að engin verð- lækkun hefur verið hjá einni þeirra, önnur þeirra hefur lækk- að um 5%, en verðið hjá þeirri þriðju hefur lækkað um 14 til 15% að jafnaði. - Þess ber að geta að verðlækkunin segir ekki til um hvar heildsöluverðið er lægst. Fyrirtækið sem lækkaði verðið að jafnaði um 5% er t.d. oftast með lægsta heildsölu- verðið." ój Málræktarsjóður: Stofíiendur orðnir 169

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.