Dagur - 19.11.1992, Blaðsíða 16

Dagur - 19.11.1992, Blaðsíða 16
Láttu okkur dekra við þig ímat og drykk. Akureyri, fimmtudagur 19. nóvember 1992 VEÐRIÐ Spáö er hæglætisveðri á land- inu í dag og má reikna með frostlitlu með ströndinni en inn til landsins má búast við tals-; verðu frosti. Spá Veðurstofu fslands fyrir Norðurland er í þessa veruna, spáð sunnan golu eða breytilegri vindátt, skýjuðu veðri en að mestu úrkomulausu. Heilbrigðisráðuneytið í gær: Sighvati aflientar mótmælaundirskriftir vegna Kristnesspítala Anna Guðmundsdóttir og Kolfínna Gerður Pálsdóttir afhentu í gær Sighvati Björg- vinssyni, heilbrigðisráðherra, undirskriftalista vegna málefna Kristnesspítala. Listana afhentu þær fyrir hönd Kven- félagsins Iðunnar í Eyjafjarð- arsveit, sem stóð fyrir undir- skriftasöfnuninni, en tæplega 1200 manns skrifuðu á listana. Yfirskrift undirskriftalistanna er svohljóðandi: „Við undirrituð mótmælum eindregið skerðingu á starfsemi Kristnesspítala, hvort heldur þjónustu við aldraða eða að dregið verði úr uppbyggingu og starfsemi endurhæfingardeild- ar.“ Safnað var undirskriftum í Eyjafjarðarsveit, Svalbarðs- strönd, Ólafsfirði, Hrísey og Árskógsströnd, en listar lágu einnig frammi á Dalvík. í tilkynningu frá kvenfélaginu Iðunni segir að megn óánægja ríki í héraðinu með fyrirhugaða skerðingu á starfsemi Kristnes- spítala. Verði starfrækslu endur- hæfingardeildar, þeirrar einu utan höfuðborgarsvæðisins, hætt yrði um öfuga byggðastefnu að ræða. Með flutningi deildarinnar á höfuðborgarsvæðið yrði sjúkl- ingum af Norðurlandi gert erfið- ara fyrir að njóta þjónustunnar, hún yrði dýrari fyrir þjóðfélagið, sé allt reiknað. Auk hcldur skap- ist neyðarástand í málefnum öldrunarþjónustunnar verði hjúkr- unardeild spítalans lögð niður. Framtíð Kristnesspítala er enn í fullkominni óvissu en svokölluð Kristnesnefnd, sem gerir tillögur um framtíð spítalans, kom saman í gær og mun funda í dag og á morgun í Reykjavík. JÓH Kolfínna Gerður Pálsdóttir og Anna Guðmundsdóttir héldu fyrir hönd kvenfélagsins Iðunnar í Eyjafjarðarsveit tU Reykjavíkur í gærmorgun til að afhenda heilbrigðisráðherra undirskriftalista vegna málefna Kristnesspítala. MyndrRobyn Listagilið á Akureyri: „Bæjarráð er að fara yfir stöðu framkvæmda og viðbótarfjárþörf - segir Sigurður J. Sigurðsson, formaður bæjarráðs Bæjarráðsmenn og nefndar- menn menningarmálanefndar Akureyrar voru á ferð um Grófargil (Listagil) á Akureyri sl. þriðjudag, til að kynna sér framkvæmdir í gilinu sem og þá listastarfsemi sem þar er hafín. Bæjarráð vinnur nú að fjárhagsáætlun næsta árs og fyrir liggur beiðni frá menn- ingarmálanefnd um fjárveit- ingu vegna sýningaraðstöðu íl Mjólkursamlaginu og frá Gil- | félaginu vegna frágangs á sam- l eiginlegu rými og gestavinnu- stofu. Guðmundur Ármann Sigur- jónsson, formaður Gilfélagsins, ; segir að þeir félagar í Gilfélaginu j leggi ríka áherslu á að fram- kvæmdum við sameiginlegt rými í suðurhúsum Listagils ljúki á árinu 1993. „Við kynntum bæjar- ráðsmönnum og menningarmála- nefndinni það fjáröfiunarátak sem listamenn standa að vegna Landslagskeppnin á Akureyri: „Geri mér ekki vonir um að viima“ „Þetta er tæplega tveggja ára gamalt lag sem ég átti á tölvu- diski niður í skúffu. Upphaf- lega var lagið rólegt, en við útsettum það upp á nýtt með hraðari takti,“ sagði Akureyr- ingurinn Trausti Haraldsson, en hann og Jón Andri Sigurðar- son eru höfundar lagsins „Til botns“, sem er eitt af tíu lögum í úrslitum Landslagskeppninn- ar 1992 í Sjallanum annað kvöld. Texti lagsins er eftir Odd Þorkelsson. Trausti sagðist lítið hafa feng- ist við Iagasmíðar, „eiginlega má segja að ég hafi byrjað af viti í þessu fyrir einu og hálfu ári síðan. En Jón Andri hefur dútlað lengur í þessu,“ sagði Trausti. „Nei, ég geri mér ekki vonir um að vinna keppnina,“ sagði Trausti og hló. „Ég geri mér frek- ar vonir um að lagið verði útnefnt athyglisverðasta lag keppninn- ar,“ bætti hann við. Trausti sagði að þátttaka í úr- slitum Landslagskeppninnar væri þeim félögum mikilvægur stuðn- ingur til frekari afreka á þessu sviði. „Fólk tekur frekar mark á okkur þegar búið er að gefa út efni eftir okkur.“ Sigrún Sif Jóelsdóttir, 17 ára nemandi við Menntaskólann á Akureyri, syngur lag þeirra félaga. Hver er ástæðan fyrir því að þeir fengu óreynda söngkonu í þetta erfiða verkefni? „Við áttum kost á „stærri nöfnum", en við ákváðum að óþekkt söngkona myndi syngja lagið og við sjáum ekki eftir því.“ Allan daginn í gær stóðu yfir æfingar í Sjallanum á lögunum tíu, sem keppa til úrslita annað kvöld. Æfingar halda áfram í dag og í fyrramálið verður „general- prufa.“ óþh framkvæmdanna. Desembervak- an verður mikill menningarvið- burður og á að gefa okkur eina milljón hið minnsta til fram- kvæmda. Okkur hafa borist að gjöf um 80 listaverk frá myndlist- armönnum um allt land, verk sem verða til sölu í desember. í raun væru það hálfgerð svik við þessa velgerðarmenn menningar á Akureyri ef dráttur yrði á fram- kvæmdum,11 segir Guðmundur Ármann. „Af ferð okkar um Listagil er ljóst að þeir myndlistarmenn sem þar hafa hafið störf vinna af alvöru og hugmyndaauðgi. Bæjarráð er nú að fara yfir stöðu framkvæmda í gilinu og áætlanir um viðbótarfjárþörf vegna hús- næðis sunnan götunnar. Jafn- framt erum við að kynna okkur nýjar kostnaðaráætlanir við fyrstu aðgerðir norðan götunnar og óskir menningarmálanefndar um ráðningu á starfsmanni til að veita vísi að listasafni forstöðu. Ekkert af þessu er tekið inn á fjárhagsáætlun við fyrri umræðu, en verður tekið upp milli umræðna. Málið snýst bæði um nýja stöðuheimild og fjárveiting- ar í gjaldfærða og eignfærða fjár- festingu,“ segir Sigurður J. Sig- urðsson, formaður bæjarráðs Akureyrar. ój Húsavík: Tilboð bárust Þessi mynd var tekin áður en lag þeirra félaga var æft í gær í Sjallanum. Frá vinstri Elvý Hreinsdóttir, sem syngur bakraddir, Trausti Haraldsson, Jón Arnar Sigurðarson og söngkonan Sigrún Sif Jóelsdóttir. Mynd: Robyn. í Kjarabót „Það komu tilboð,“ sagði Orlygur Hnefíll Jónsson, hdl., skiptastjóri í þrotabúi mat- vöruverslunarinnar Kjarabótar hf. á Húsavík. Tilboðsfrestur i eignir búsins rann út í gær. „Það verður verkefni næstu daga að skoða þetta mál,“ sagði Örlygur. Hann vildi ekki greina frá fjölda eða eðli tilboðanna sem honum bárust en sagði að málin ættu að skýrast fljótlega. IM Skipagatal4 -Sími27100 J Blönduós: Fyrirhugað að stækka húsnæði Særúnar hf. - til að bæta aðstöðu starfsfólks Rækjuvinnslan Særún hf. á Blönduósi hefur fengið leyfi til að byggja við húsnæðið. Kári Snorrason, framkvæmdastjóri Særúnar, segir að um sé að ræða bætta aðstöðu starfs- fólks, en óvíst sé hvenær ráðist verði í framkvæmdirnar. „Við eigum von á betri sölu með því að aðlagast kröfum mark- aðarins," sagði Snorri Kárason verkstjóri hjá Særúnu. Með því á hann við kröfur um aðstöðu starfsfólks. Um er að ræða stækkun núverandi húsnæð- is um 120 fermetra. Skrifstofur vera færðar til og þannig verður hægt að loka vinnsluna betur af fyrir umferð. Kaffistofan verður einnig færð til á aðra hæð hússins eins og skrifstofur og mun það auka rýmið á neðri hæðinni. Með stækkuninni verður bætt við bún- ingsklefa og fleira er tengist aðstöðu starfsfólksins. Að sögn Kára er kostnaðurinn um 11 milljónir og teikningar eru tilbúnar. Hann kvaðst þó ekki geta sagt til um hvort eða hvenær yrði ráðist í framkvæmdir, það færi m.a. eftir því hvenær þeir hefðu kjark í það. „Það gengur ekki vel núna, það er svo lágt verð, pundið er lélegt. Við ætlum að doka aðeins við,“ sagði Kári að lokum. sþ Verslanir á Akureyri: Opnimartími í desember - utan hefðbundins opnunartíma Á stjórnarfundi í Kaupmanna- félagi Akureyrar í vikunni var ákveðinn opnunartími versl- ana á Akureyri í desember, utan venjulegs opnunartíma. Breytingin frá hefðbundnum opnunartíma tekur gildi strax 5. desember en hún er annars þessi: Laugardagur 5. des. kl. 10.00-16.00 Laugardagur 12. des. kl. 10.00-18.00 Laugardagur 19. des. kl. 10.00-22.00 Miðvikudagur 23. des. kl. 9.00-23.00 Fimmtudagur 24. des. kl. 9.00-12.00 Þá stendur til að hafa opið sunnudaginn 20. desember en stjórn Kaupmannafélagsins ætlar að kanna hug félagsmanna til þess áður en endanleg ákvörðun verður tekin. -KK

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.