Dagur - 19.11.1992, Blaðsíða 4

Dagur - 19.11.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 19. nóvember 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200ÁMÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavíkvs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Ágreiningur innan nkisstjómarinnar Síðustu daga hefur komið í ljós að verulegur ágreiningur ríkir milli stjórnarflokkanna tveggja, Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, um hvaða leiðir eigi að fara til að skera niður ríkisútgjöld annars vegar og afla ríkissjóði aukinna tekna hins vegar. Alþýðuflokksmenn eru hlynntir því að tekinn verði upp sérstakur skattur á hátekju- og stór- eignafólk. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er þeim örugglega sammála í því efni. Þeir sem eru best aflögufærir eiga tvímælalaust að leggja mest af mörkum eins og málum er nú háttað. Það hefur hins vegar komið skýrt fram að innan þingflokks og miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins er mikil and- staða gegn þeirri hugmynd að íþyngja þeim sem hæstar hafa tekjurnar með aukinni skattbyrði. Sjálfstæðismenn hafa lagt til að hátekjufólki verði fremur gert að lána ríkissjóði fé í takmarkaðan tíma. Þetta yrði gert með einhvers konar skyldu- sparnaði af hátekjum. Þessi „miðlunartillaga" sjálfstæðismanna er engan veginn ásættanleg, því með henni er verið að falla frá þeirri sjálfsögðu kröfu að láta best stæðu þegna þjóðfélagsins greiða hærri skatta til samneyslunnar. í landbúnaðarmálum er einnig djúpstæður ágreiningur milli stjórnarflokkanna tveggja. For- ystumenn Alþýðuflokksins hafa ekki farið dult með þá skoðun sína að réttast væri að þrengja enn frekar að bændum en gert hefur verið. Þeir vilja skera ríkisútgjöld til landbúnaðarmála niður við trog og nota peningana í annað. Þetta vilja forystu- menn Alþýðuflokksins að gert verði á sem allra skemmstum tíma, helst án tafar. Nú er svo komið að Davíð Oddssyni forsætisráðherra þykir nóg um ofsóknir krata í garð bændastéttarinnar í landinu. Hann lét hafa eftir sér í útvarpsviðtali í gær að eng- in starfsstétt hefði gengið eins vasklega til verks við hagræðingu innan sinnar greinar og bændur. Það væri því beinlínis ósanngjarnt og óheiðarlegt að krefjast frekari fórna af hálfu bændastéttarinnar að sinni. Forsætisráðherra á hrós skilið fyrir þessi orð sín. Það er hárrétt hjá ráðherranum að engin atvinnugrein hefur mátt sæta meiri skerðingu lífs- kjara á skömmum tíma en bændastéttin. Þá skerð- ingu hefur hún tekið á sig möglunarlaust og sýnt fullan skilning á vandanum sem við er að fást. Því eru kröfur Alþýðuflokksins um að skerða framlög til landbúnaðarmála enn frekar í hæsta máta ósanngjarnar. Óskandi er að stjórnarflokkarnir nái að jafna ágreining sinn um þessi tvö mikilsverðu atriði, er varða tekju- og gjaldahlið ríkisreikningsins. Skynsamlegast er að leggja sérstakan skatt á hátekju- og stóreignafólk, að hætti Alþýðuflokks- ins, en láta bændur í friði, svo sem sjálfstæðismenn vilja. BB. Parkinsonssjúkdómur - meðferð Hvenær á meðferðin að hefjast? Þrjár tegundir meðferðar eru til, lyfjameðferð, skurðaðgerð og sjúkraþjálfun. Skurðaðgerð kem- ur nú sjaldan eða aldrei til greina, a.m.k. ekki á byrjunarstigi. Hin viðurkennda læknismeðferð í byrjun parkinsonsveiki er DÓPA, sem er m.a. í lyfjunum Madópar og Sinemet. DÖPA vinnur á skil- virkan hátt gegn hreyfitregðu og vöðvastirðleika og skjálfta og hefur litlar aukaverkanir. Mörg eldri læknislyf (Pargitan, Cogen- tin, Akineton, Tremoquil, Disi- pal og Kemadrin) hafa eðins lítil áhrif á skjálfta og vöðvastirð- leika, engin áhrif á hreyfitregðu, en geta haft líkamlegar og and- legar aukaverkanir, t.d. munn- þurrk og tilhneigingu til svima. Þau á því ekki að nota nema í sérstökum tilvikum. Brómókrip- tín (Parlodel) er áhrifaríkt lyf sem viðbót við DÓPA-meðferð og verður því lýst síðar. Þegar á fyrsta skeiði veikinnar eiga menn að leggja sig fram um að halda sér í andlegri og líkamlegri þjálfun. í stuttu máli sagt eiga menn í upphafi veikinnar að fá meðferð með öðru hvoru þessara tveggja jafngildu DÓPA-efna, Madópar og Sinemet og halda sér andlega og líkamlega virkum. Hvernig verkar meðferðin? DÓPA-meðferðin byggir á því að DÓPA breytist í dópamín í heila parkinsonssjúklingsins en það er einmitt dópamín sem vantar við þennan sjúkdóm. Meðferðin með DÓPA við dópa- mínskorti líkist því þegar insúlín er gefið sykursjúkum eða B12- vítamín notað við sérstakri teg- und blóðleysis (anaemia pernici- osa). Þegar dópa er tekið inn sem Madópar eða Sinemet getur dópamín aftur myndast og eytt hreyfitregðunni eða minnkað hana og sama gildir um vöðva- stirðleikann og skjálftann. Hefur lyfíð hættulegar aukaverkanir í för með sér? Aukaverkanir dópa-lyfjanna og Parlodels eru skammvinnar og fara eftir stærð skammta og því hversu hratt þeir eru auknir í upphafi meðferðar. Þessar auka- verkanir eru andlegar og líkam- legar, einkum ógleði, lystarleysi og svimi og ósjálfráðar hreyfing- ar. Dópa-lyfin Madópar og Sine- met innihalda efni sem hamla gegn líkamlegum aukaverkunum með því að koma í veg fyrir að dópa breytist í dópamín í líkam- anum utan heilans og beinir öllu dópa til heilans þar sem það breytist í dópamín. Þegar með- ferðin hefur staðið nokkurn tíma geta geðrænar aukaverkanir, svo sem ofskynjanir og sljóleiki, komið í ljós við of stóra skammta, sérstaklega hjá öldruð- um. Þær hverfa um leið og skammturinn er minnkaður. Hreyfitruflanirnar eru nátengdar hinni tilætluðu verkun, sem sé að vinna gegn hreyfitregðunni. Ef dópaskammturinn er of lítill, hverfur hreyfitregðan ekki alveg. Sé dópaskammturinn vel stilltur fyrir einstaklinginn, verða hreyf- ingar eðlilegar. Sé aftur á móti dópaskammturinn of stór, verða hreyfingarnar alltof óheftar, þ.e. ósjálfráðar hreyfingar eða ofvirkni koma í ljós. Engin þessara þriggja aukaverkana er hættuleg í þeim skilningi að þær ógni lífinu eða valdi varanlegu tjóni. Auka- verkanir minnka og hverfa alveg með minni skammti og margar þeirra eru aðeins til staðar á upp- hafsskeiði meðferðar þegar skammturinn er aukinn og það gert of hratt. Dópalyfin eru ekki vanabindandi. Hefja á dópameðferðina með Sinemet eða Madópar undireins og hreyfitregðan, vöðvastirðleik- inn og skjálftinn fara að verða til trafala í daglega lífinu. Ekki er þörf á lyfjatöku mörgum sinnum á dag, þegar um óverulegan skjálfta eða seinkun er að ræða. Hvernig skal taka lyfin? Mikilvægt er að taka lyf eftir sett- um reglum: Auka skammtana hægt, taka lyfin reglulega (venju- lega í sambandi við máltíðir), halda fast við lyfjatökuáætlun læknis og fara til hans reglulega, þangað til lyfjaskammturinn er orðinn nógu stór til að halda niðri sjúkdómseinkennum án þess að valda of miklum aukaverkunum. Forsenda þess að læknirinn geti ákveðið hver sé hinn rétti skammtur hvers einstaklings er að sjúklingurinn víki ekki frá lyfjatökuáætlun hans. Ef hreyfi- geta er minnkuð, með hreyfi- tregðu, vöðvastirðleika og skjálfta, er skammturinn of lítill og verður aukinn næst þegar far- ið er til læknis. Ef ósjálfráðar, óheftar hreyfingar eða annars konar aukaverkanir koma fram, er skammturinn of stór og þarf þá að minnka hann. Mátulegur skammtur skapar hreyfingar við hæfi. Það getur þurft að breyta inntökuáætluninni á hverju ári eða annað hvert ár. Æskilegt er að hafa samband við lækni a.m.k. tvisvar á ári, helst sama lækni, sé þess kostur. Félag parkinsonssjúklinga á Akureyri og nágrenni. Greinin er unnin upp úr fræðsluriti Park- insonssamtakanna á Islandi. Tónlist Kóramót í Miðgarði Þeir taka veturinn snemma í kórastarfi sínu Skagfirðingar. Á meðan aðrir kórar eru í starthol- unum, efndu þeir til meiri háttar kórasamkomu laugardaginn 14. nóvember í Miðgarði í Varma- hlíð, þar sem saman komu fjórir stórir kórar hver með fimm til sex laga efnisskrá. Fyrstur á svið var samkór kirkjukóra í Skagafirði undir stjórn Sólveigar S. Einarsdóttur. Kórinn er ekki búinn að æfa mik- ið saman, en náði þó merkilega góðum flutningi á fimm laga efn- isskrá sinni og aukalagi. Tónninn var allvel samfelldur og fremur lítið bar á „ísafoldartóninum“, sem svo oft skemmir samkórs- söng. Best tókst kórnum flutn- ingur útsetningar Hafliða Hall- grímssonar á íslenska þjóðlaginu Hættu að gráta hringaná, en hún gerir verulegar kröfur til ná- kvæmni í tóntaki og innkomum. Kórinn söng alla efnisskrá sína án undirleiks. Næsti kór á svið var Karlakór- inn Heimir undir söngstjórn Sól- veigar S. Einarsdóttur, en undir- leikari með kórnum var Tomas Higgerson. Kórinn var með fjög- ur ný lög á efnisskrá sinni; þar af þrjú eftir Pálmar Þ. Eyjólfsson; áheyrileg karlakórslög, en ekki fullæfð. Kórinn flutti sex lög sam- kvæmt efnisskrá og aukalag. Best tókst honum í Goðmundi á Glæsivöllum eftir Pálmar Þ. Eyjólfsson við ljóð Gríms Thomsens og Tarantellu Enricos Barrajas, sem Axel Guðmunds- son gerði ljóðið við. í þessum verkum báðum er kórinn hagvan- ur, þar sem hann hefur flutt þessi verk fyrr. Fyrir kom að fáeinar raddir í tenór skáru sig úr og spillti það flutningi nokkurra laga. Þriðji kórinn á samkomunni var Kirkjukór Sauðárkróks undir stjórn Röngvaldar Vilbergsson- ar, sem einnig lék undir. Kórinn flutti fimm lög og aukalag. í kórnum bar nokkuð á flárri raddbeitingu kvenraddanna í all- mörgum verkanna. Best tókst honum í laginu Vor eftir Pétur Sigurðsson við ljóð Friðriks Hansens. í því lagi söng Jóhann Már Jóhannsson einsöng og gerði verulega vel. Einnig tókst tals- vert vel flutningur Kirkjukórs Sauðárkróks á Nú vetur burtu víkur, sem er madrigal eftir Thomas Morley en Hjálmar Jónsson hefur gert íslenska textann. Kórinn sýndi umtals- verða getu og nákvæmni í flutn- ingi þessa verks, sem hann söng án undirleiks. Fjórði og síðasti kórinn var Rökkurkórinn undir stjórn Sveins Árnasonar. Undirleikari var Thomas Higgerson. Radd- beiting sérstaklega kvenradda er ekki svo góð sem skyldi og ber þar, sem vænta má, mest á sópran, sem hefur á stundum heldur fláan tón. Einnig skáru nokkrar raddir í tenór sig úr í sumum lögunum á efnisskrá kórSins og fór það vitanlega ekki vel. Kórinn flutti fimm lög og tókst einna best lagið í rökkurró hún sefur eftir F. Möhring við ljóð í þýðingu Guðmundar Guð- mundssonar. Einsöngvari í þessu lagi var Valgeir Þorvaldsson. Hann hefur greinilega allgóða rödd, en þarfnast frekari þjálfun- ar. Lokaatriði hinna miklu tón- leika var samsöngur allra kór- anna, sem töldu þá hartnær tvö hundruð manns, í héraðssöng þeirra Skagfirðinga: Skín við sólu Skagafjörður. Stjórnandi var Rögnvaldur Valbergsson. Þetta var viðeigandi endir á góðri sam- komu, sem hafði staðið hlélaust í um það bil tvær og hálfa klukku- stund og gengið snurðulaust und- ir styrkri samkomustjórn sr. Hjálmars Jónssonar. Hann fór, sem vænta mátti á kostum í gam- anmálum og vísnaflutningi að góðum skagfirskum sið. Haukur Ágústsson. Mýjar bækur______________ Viltu vita svarið? Iðunn hefur gefið út bráðskemmti- lega bók fyrir börn og unglinga. Hún nefnist Viltu vita svarið? og er eftir David West. f bókinni er að finna svör við fjöl- mörgum spurningum um allt milli himins og jarðar, meðal annars um íþróttir og skemmtanir, sögu mannkyns, líkamann, ýmis náttúru- fyrirbæri, hluti úr daglegu lífi og margt fleira. Bókin er sannkölluð náma fyrir hina forvitnu og þá sem hafa gaman af að reka aðra á gat. Hverri spurningu og svari fylgir líf- leg skýringarmynd í lit. Ólafur Bjarni Guðnason þýddi bókina.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.