Dagur - 19.11.1992, Blaðsíða 10

Dagur - 19.11.1992, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Fimmtudagur 19. nóvember 1992 Dagdvelja Stiörnuspá " eftlr Athenu Lee " Fimmtudagur 19. nóvember G Vatnsberi (20. Jan.-18. feb.; Þú ert opinn fyrir hugmyndum sem gætu létt þér verkin. Félags- lega munt þú njóta þín betur í fámennum hóp en fjölmennum. m Piskar (19. feb.-20. mars) ) Utanaökomandi áhrif gera að verkum að hlédrægt fólk verður opnara en áður. Samkeppnis- aðilinn verður líka fúsari til samstarfs. ( ) Hrútur (21. mars-19. aprfl) Það verður mikið að gera í vinn- unni og kemur það niður á áhugamálunum. Veldu frekar vinnuna. Þú færð uppörvandi fréttir af vini. Naut (20. aprfl-20. mal) ) Það hvílir stöðugleiki og ham- ingja yfir einkalífinu. Góður tími fyrir rómantik og hjónabönd. Samt skaltu ekki rasa um ráð fram. (M Tvíburar (21. maf-20. Júnl) ) Þú ert ánægðastur meðal fólks sem þú þekkir vel enda eiga tví- burar oft erfitt með að eignast nýja vini. Happatölurnar eru 8, 22 og 31. d Krabbi (21. Júnf-22. Júlí) ) Það dregur úr álagi eftir því sem helgin nálgast en þú kannt að þurfa að taka mikilvæga ákvörð- un. Láttu ekki of mikið uppi um persónuleg áform. Ijón (23. Júlí-22. ágúst) ) Þér hættir til dvelja um of við gömul mistök úr fortíðinni. Ef þú getur ekki leitt þau hjá þér munt þú missa traust á sjálfum þér. Q Meyja (23. ágúst-22. sept.) D Framkoma fólks getur reynst vill- andi; til góðs og ills svo dæmdu ekki eftir útlitinu. Happatölurnar eru 7, 13 og 35. ö Vog (23. sept.-22. okt, D Vertu vingjarnlegur í dag þótt þú fáir vel meinta gagnrýni sem þú kannt ekki að meta. Vingjarnleg ábending er einmitt það sem þú þarfnast nú. ŒSporödrekiD (23. okt.-21. pðv.) J Það verður ánægjulegt í dag að finna óvænt til lítillar mótstöðu þar sem þú áttir von á henni kröftugri. Dagurinn verður því mun ánægjulegri en þú bjóst við. (,/V Bogmaður D J (22. nóv.-21. des.) J Reyndu að bæta úr óþægilegri aðstöðu sem skapaðist vegna mistaka eða ósættis. Taktu að 3ér verk sem krefjast ekki aðstoðar. Steingeit D (22. de8-19.Jan.) J Það er ekki auðvelt að telja strangtrúuðum hughvarf en það verður þér að kenna ef það tekst ekki. Samskipti þín við hitt kynið ganga vel. Hvers vegna eyði ég svona miklum tíma i að drekka á heimskulegum bar í stað þess að njóta hlýju og þæginda heimilisins??? aiiej'í Getur það verið vegna þess að tengdamamma þín er í heimsókn? OKFS/Distr. BULLS 1 !« jH j J3 Ég er búinn að ákveða að bæta hitaeininga- snauðum hamborgara á matseðilinn. OJmim Ég ætla að kalla hann Létta-borgara. Við notum kvartpund af kjöti með osti, tómatsósu og lauk. Já, en þannig framreið- um við venjulegan Heims-borgara? CKFS/Distr. BULLS I Einmitt. En við fækkum | hitaeiningunum með því | að taka nokkra bita af Á léttu nótunum j Hepprti Svenni litli hafði séð nýfædda kettlinga hjá nágrannanum og orðið mjög hrifinn af. Hann eyddi öllum frístundum sínum þar við að horfa á kettlingana og leika við þá. En dag nokkurn kom hann hágrátandi heim og sagði mömmu sinni að nágranninn hefði drekkt kettlingunum, öllum nema einum. Mamma reyndi að útskýra fyrir syni sínum að ekki væri hægt að láta öll afkvæmin lifa, þá yrðu einfaldlega allt of margir kettir í heiminum. Stráksi þurrkaði tárin, leit á mömmu sína og sagði: „Heyrðu, mikið var ég heppinn. Hvað vorum við eiginlega mörg systkinin?“ Afmælísbarn dagsins Fyrri hluta ársins ertu undir miklu álagi sem dregur úr krafti þínum. Mun þetta taka frá þér tíma og draga úr árangri. En þetta er bara tímbundinn vandi og eftir um það bil tvo mánuði tekur árangursríkt tfmabil við. Þér mun ganga vel f keppnum og e.t.v. hljóta að launum tákn eða grip til merkis um árangurinn. Einhver ferðalög eru fyrirsjáanleg. Þetta þarftu ab vita! Fyrsta Ijósmyndin Fyrstu Ijósmynd sögunnar tók Joseph Nicéphore Niepce (1785-1833), franskur læknir og vfsindamaður, sumarið 1826. Á myndinni sést bakgarður við sumarhús hans í Gras, nærri St. Loup-de-Varannes. \ Orbtakib Að snúa bökum saman Orðtakið merkir að veita gagn- kvæma aðstoð; vinna saman að einhverju. Það á rætur að rekja til hernaðar. Eiginleg/upprunaleg merking orðtaksins er að snúa baki að baki svo óvinurinn geti ekki gert árás aftan frá. Málshátturinn: „Ber er hver að baki, nema sér bróður eigi“, á rætur að rekja til svipaðra aðstæðna. Ánægja „Ein ánægja ellinnar er að minn- ast þeirra sem maður giftist ekki.“ Ókunnur höfundur. Útganga „jakans Guðmundur Halldórsson, hagyrðingur á Húsavfk, sat við sjónvarpið sitt á sunnu- dagskvöldið og fylgdist með fréttum af útgöngu Guð- mundar jaka frá atvinnumála- nefnd. Honum fannst að Ás- mundur vildi „koma þessum óskapnaði saman.“ Það munu vera þeir félagar Össur og Þröstur sem Guðmundur á við að undan séu gengnir er hann gerði þessa vísu: Ásmundur vill ólmur fá efsta sæti á listanum. Þreyttir kratar þreifa á þriðja kommúnistanum. Nýöld eða hvað? Ástandið í þjóðfélaginu er ekki ýkja bjart um þessar mundir. Að sama skapi hefur svartsýni aukist meða! manna og er leit- að allra leiða til úrlausna. Stjórnmálamenn leita leiða sem samræmast best þeirra hyggjuviti og ólíklegt að þeir ráðgist við aðra en eigin sam- visku og fólk á núverandi til- verustigi. Nema ef vera skyldi þá himnafeðga. En við hin erum ekki svona ófrumleg og finnum okkur aðrar og fjöl- breyttari leiðir sem benda okk- ur á veginn til betra lífs á núverandi og komandi tilveru- stigum. Því miður er ritari S&S fáfróð- ur í þessum efnum en hefur heyrt um námskeið hverskon- ar, eins og reiki og heilun og allt það. Þessi heiti hljóma mjög „mystiskt", en þeir sem ekki skoða málið nánar eru engu nær um innihaldið. Svo er talað um nýöld og nýaldar- sinna, hvað sem það nú þýðir. Þar virðist, að því er ritari kemst næst, vera hrært sam- an hinu og þessu frá þeim himnafeðgum og ýmsum öðr- um trúfeðrum og fornri speki ýmiskonar. Úr þessu verður hin ágætasta blanda sem greinilega fellur mönnum bet- ur í geð en hinn íhaldssami boðskapur kirkjunnar. Góð aukabúgrein Nýlega hélt „transmiðillinn" Guðbjörg Sveinsdóttir fund norðanlands. Þar boðaði hún að fjallað yrði um framtíð íslands og þær breytingar sem framundan eru. Hvorki meira né minna. Ekki munu pólitíkusar hafa áttað sig á því að þarna væru lausnirnar að finna og fjölmennt á fund mið- ilsins. En heyrst hefur að 800 kr. hafi það kostað hvern og einn að heyra boðskap „fræðsluaflsins Ásgeirs", sem fólst m.a. í að fræða fólk um að mikið atvinnuleysi væri framundan og sömuleiðis fisk- leysi, þorsksins væri þörf annars staðar. Þarna ruglaðist Ásgeir eitthvað í ríminu því að á öðrum fundi hafði hann víst lofað áheyrendum því að ein fisktegund yrði eftir. Transmiðillinn býður einnig upp á einkafundi og þar er lág- markið þrír þátttakendur og kostar að sögn kr. 2400 á manninn. Er víst vel mætt á fundina og vafasamt að það breyti nokkru þó einhverjir séu að rífa kjaft og kalla trans- miðilinn loddara.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.