Dagur - 19.11.1992, Blaðsíða 15

Dagur - 19.11.1992, Blaðsíða 15
 Fimmtudagur 19. nóvember 1992 - DAGUR - 15 Iþróttir Halldór Arinbjarnarson Sætur sigur Þórsara - ÍR-ingar lagðir eftir spennandi lokamínútur „Þetta var rosalega erfiður leikur en það er gott að fá 2 stig og gott að vinna á heima- velli“, sagði Ole Nielssen einn besti maður Þórsara í sann- gjörnum sigri þeirra á ÍR-ing- um í gærkvöldi. Lokamínútur leiksins voru æsi spennandi en Sigurpáll Árni tryggði Þór sigur, 24:23, með marki úr horninu 10 sekúntum fyrir leikslok. Þórsarar áttu í vök að verjast framanaf. Virkuðu óöruggir og margar sendingar fóru forgörð- um. Þá var sóknin hálf máttlaus. Með góðri baráttu í vörninni náðu þeir að jafna á 20. mínútu fyrri hálfleiks og voru eftir það með yfirhöndina þó ÍR tækist tvi- Rosalega sætt - sagði Árni Stefánsson, liðsstjóri KA eftir góðan sigur á ÍBV í Eyjum KA-menn gerðu góða ferð til Vestmannaeyja í gærkvöld, er þeir lögðu Eyjamenn að velli í 1. deild íslandsmótsins í hand- knattleik. Lokatölur leiksins urðu 19:17 eftir að Eyjamenn höfðu haft yfir í leikhléi 11:10. Sigur KA-manna var sann- gjarn en hann vannst fyrst og fremst á góðri vörn og mark- vörslu og skynsamlegum sókn- arleik. „Þetta var rosalega sætt,“ sagði Árni Stefánsson, liðsstjóri KA kampakátur, í samtali við Dag eftir leik. „Þetta var gífurlegur barningur frá fyrstu mínútu en hafðist á mikill baráttu og skyn- semi“ Fyrir hálfleikur var mjög jafn en þó höfðu Eyjamenn heldur frumkvæðið og voru þetta einum til tveimur mörkum yfir fram yfir miðjan hálfleikinn. KA-menn jöfnuðu 8:8 en heimamenn kom- ist aftur yfir fyrir leihlé. í síðari hálfleik þéttu KA- menn vörnina og Iztok Race varði vel í markinu. Gestirnir náðu yfirhöndinni og höfðu sigur eftir mikla og harða baráttu. Iztok Race átti mjög góðan dag í markinu og varði m.a. þrjú víta- skot, þar af tvö á lokakafla leiks- ins. -KK Gangur leiksins: 2:2, 6:4, 6:4, 8:8, 11:10, 12:13 14:15, 16:18, 17:19. Mörk KA:Óskar Elvar Óskarsson 10/5, Erlingur Kristjánsson 3, Alfreð Gíslason 2, Jóhann Jóhanns- son 2, Pétur Bjarnason 1, Ármann Sigurvinsson 1. Mörk ÍBV: Zoltan Belanyi 7/6, Sigurður Friðriksson 3, Erlingur Richardsson 3, Björgvin Rúnarsson 2, Sigbjörn Óskarsson 1, Magnús Arngrímsson 1. Dómarar:Hafsteinn Ingibergsson og Jóhann Júlíusson og dæmdu þokka- lega. Alfreð Gíslason þjálfari KA og lærisveinar hans gerðu góða ferð til Eyja í gærkvöld og komu heim með tvö langþráð stig. Mynd: Robyn Fjáröflun hjá ÍF íþróttasamband fatlaðra er nú að fara af stað með nokkur Laugamót í knattspyrnu Um helgina verður hið árlega Laugamót í innanhússknatt- spyrnu haldið í íþróttahúsinu á Laugum í Reykjadal. Keppni í kvennaflokki fer fram á föstudaginn. Þar hafa 8 lið til- kynnt þátttöku. Á laugardag og sunnudag er síðan komið að körlunum, en þar verða liðin u.þ.b. 20 talsins. Liðin koma víða að, þó aðallega af Norður- landi og úr öllum deildum. Spilað verður samkvæmt gamla fyrir- komulaginu, þ.e. án markmanns og á lítil mörk. verkefni sem afla eiga fjár fyrir sambandið. Þann 6. og 13. desember verða fjölskyldudagar í Perlunni við Öskjuhlíð. Þar geta einstakling- ar, félagasamtök og aðrir leigt sér sölubása og verið með ýmsan varning á boðstólnum. Ágóði af leigunni mun renna til ÍF. Þann 6. desember verður einnig sýnd þar heimsins stærsta brauðterta, sem gestum gefst sfðan kostur á að fá sér sneið af. Þeir sem vilja leigja sér bása geta hringt í síma 91-620200. Fleiri fjáröflunarverk- efni eru á döfinni og ber þar hæst verkefni undir nafninu „Átak“, þar sem almenningi gefst kostur á að styrkja starfsemi ÍF með ákveðnu fjárframlagi á mánuði í ákveðinn tíma. svar að jafana, í seinna skiptið þegar aðeins hálf mínúta var eftir af leiknum. Héldu þá margir að enn einn heimasigur Þórs væri að ganga liðinu úr greipum en svo fór þó ekki. Það var góð barátta í vörninni sem skóp þennan sigur. Þá varði Hermann 12 skot. Bestu menn Þórs voru Sigurpáll Árni og Ole Nielsen sem skoraði 5 mörk í síðari hálfleik. „Það vant- aði Rúnar og því komu færri mörk úr langskotum en þá kom Sigurpáll með þau úr horninu í staðinn,“ sagði Ole. „Það vinnur enginn leik með svona mar- kvörslu og vörn,“ sagði Brynjar Kvaran þjálfari ÍR. Gangur leiksins: 0:1, 3:3, 4:6, 6:8, 9:9, 12:10, 13:12, 14:14, 17:14, 19:16, 21:18, 23:21, 23:23 og 24:23. Mörk Þórs: Sigurpáll Árni Aðal- steinsson 9/1, Ole Nielsen 7 og Finn- ur Jóhannson, Kristinn Hreinsson, Jóhann Samúelsson og Sævar Árna- son 2 hver. Mörk ÍR: Róbert Þ. Rafnsson 6, Matthías Matthíasson 5, Jóhann Ásgeirsson 5, Ólafur Gylfason 4 og Magnús Ólafsson, Sigfús Bollason og Branilav Dimirivijs 1. Sigurpáll Árni Aðalsteinsson átti mjög góðan leik með Þór í gærkvöld og tryggði iiði sínu sigur á síðustu sekúndum leiksins. Körfubolti úrvalsdeild: Enn tapar Tindastóll - liðið tapaði sínum 4. leik í röð Tindastóll frá Sauðárkróki tap- aði sínum 4. leik í röð þegar Njarðvíkingar sigruðu þá 74:72 á Sauðárkróki sl. þriðjudags- kvöld. Tindastóll byrjaði betur og virtist leikurinn ætla að verða hinn fjörugasti. Tinda- stóll komst mest í 8 stiga for- skot þegar 5 mínútur voru liðn- ar af leiknum, en meiri varð munurinn ekki. Eftir 10 mínútna leik var stað- an orðin 24:21 og nokkurt jafn- ræði með liðunum. Bæði börðust af mikilli hörku og spiluðu hrað- an bolta. Tindastóll hélt forskoti sínu þar til VA mínúta var til leik- hlés, en þá gerðu leikmenn sig seka um klaufaleg mistök og Njarð- víkingar náðu að jafna og komast yfir. Staðan í hálfleik var 40:42. í síðari hálfleik komu bæði lið nokkuð ákveðin til leiks og bar- átta einkenndi leik þeirra, en það voru Njarðvíkingar sem héldu forskotinu. Þeir náðu mest 11 stiga forskoti og allt gekk upp hjá þeim meðan Tindastólsmenn virtust ekki kunna kerfin sín. S>'ðustu 4 mínútur leiksins voru geysi spennandi. Chris Moore minnkaði muninn í 70:72 með glæsilegri troðslu og Pétur Vopni Handbolti 1. deild Úrslit í 10. umferð: Þór-ÍR HK-FH Selfoss-Fram Haukar-Stjarnan Valur-Víkingur ÍBV-KA Staðan í 1. Valur FH Selfoss Stjarnan Haukar ÍR Víkingur Þór KA ÍBV HK Fram deild 10 6-4- 10 6-2- 10 6-2- 10 6-2- 10 5-1- 10 4-2 10 5-0 10 4-2 10 3-1 10 2-2 10 2-1 10 1-1 0 231: 2 259: 2 262: ■2 255: 4 264: 4 239 ■5 223: •4 246: ■6 218: ■6 220 ■7 228 •8 229 24:23 17:26 27:25 28:31 24:16 17:19 202 16 236 14 241 14 250 14 244 11 231 10 222 10 :257 10 :232 7 :248 6 :255 5 :256 3 jafnaði úr vítaskotum þegar 42 sekúndur voru eftir. Það var síð- an Teitur Örlygsson sem kláraði leikinn fyrir Njarðvík og þeir unnu því 74:72. Það voru þeir Pétur Vopni og Pétur Vopni Sigurðsson er einn af ungu mönnunum í liði Tindastóls. Hann hélt liði sínu á floti í leiknum gegn Njarðvíkingum. Chris Moore sem sáu til þess að tap Stólanna varð ekki stærra. Pétur kom mun ákveðnari til leiks í síðari hálfleik og var lang- besti maður Tindastóls. Hjá Njarðvík var Rondey Robinson sterkastur. Lið Tindastóls náði sér ekki á strik. Virtist ekki kunna kerfin sín nógu vel og því var sóknarleikurinn í molum. Bandaríkjamaðurinn í liðinu virtist ekkí fá að njóta sín nægj- anlega og fær boltann sjaldan á þeim stað sem hann virðist sterk- astur, þ.e. undir körfunni. GBS Gangur leiksins: 4:2, 16:8, 29:28, 36:34, 40:42, 43:51, 49:60, 57:67, 66:71 70:72, 72:74. Stig Tindastóls: Chris Moore 24, Pétur Vopni Sigurðsson 14, Valur Ingimundar- son 13, Páll Kolbeinsson 11, Karl Jóns- son 3, Haraldur Leifsson 2, Hinrik Gunnarsson 2 og Björgvin Reynisson 1. Stig Njarðvíkinga: Rondey Robinson 31, Teitur Örlygsson 22, Isak Tómasson 7, Jóhannes Kristbjömsson 7 og Rúnar Árnason 5 Dóntarar: Kristinn Óskarsson og Jón Bender og voru ágætir, Kristinn þó mun betri. Herrakvöld Þórs Hið árlega herrakvöld Þórs fer fram í Hamri laugardaginn 21. nóvember nk. og hefst með borðhaldi kl. 20.00. Húsið opnað kl. 19.00. Heiðursgestur kvöldsins er Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ. Veislustjóri verður blikk- smiðurinn góðkunni, Oddur Halldórsson. Þórsarar og aðrir yelunnarar félagsins eru hvattir til að mœta. Miðasala fer fram í Hamri alla daga. Síminn er 12080. Nefndin. I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.