Dagur - 19.11.1992, Blaðsíða 6

Dagur - 19.11.1992, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 19. nóvember 1992 Nýbygging Efnaverksmiðjunnar Sjafnar. Mynd: Robyn Úr málningarverksmiðjunni. Mynd: Robyn 55 - ; ■■ ji Efhaverksmiðjan Sjöfn 60 ára: 14 >1 i 1% gl ,1 ■ 5 h-'-:. vA M.S % emsiemui »/ shlutdeild okkar með nýjum iðnfyrirtæki og stofnanir“ - segir Aðalsteinn Jónsson framkvæmdastjóri Eitt af þekktari fyrirtækjum þessa Iands er Efnaverksmiðj- an Sjöfn á Akureyri sem á þessu ári hefur starfað í 60 ár. Upphafið má rekja aftur til ársins 1932 er hafist var handa um sápugerð í skúrbyggingu áfastri við smjörlíkisgerð KEA í Grófargili. Samband ísl. sam- vinnufélaga lagði fram hálfan stofnkostnað á móti Kaupfé- lagi Eyfirðinga, og enn í dag er verksmiðjan sameign þessara tveggja aðila í sömu hlutföll- um, en líkur eru nú taldar á því að að KEA kaupi hlut Sam- bandsins. Það var danskur sápugerðar- meistari, K. M. Jensen, sem hratt vinnslunni af stokkunum en Jónas Kristjánsson, samlagsstjóri, veitti henni síðan forstöðu til ársins 1933. Það ár var verksmiðjan stækkuð og flutt í rýmra húsnæði norðan Grófargils og við tók þýskur sérfræðingur, Frank Hiiter. Árið 1939 tók Ragnar Ólason, Aðalfundur Sögufélags Eyfirðinga veröur haldinn laugardaginn 21. nóvember næst- komandi í Búgarði, Óseyri 2 á Akureyri. Fundurinn hefst kl. 13.30. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og einnig mun Bjarni E. Guðleifsson fjalla um örnefnasöfnun. Allt áhugafólk velkomið. Stjórnin. Nauðungarsala Eftirtalin vélknúin ökutæki og aðrir lausafjármunir verða boðin upp og seld, ef viðunandi boð fást, á opinberu uppboði, sem haldið verður við lögreglu- stöðina að Útgarði 1, Húsavík, föstudaginn 27. nóvember 1992 kl. 13.30. Þ-511, R-78889, A-12024, A-5674, Þ-1009, Þ-661, GÖ-720, FN-588, LD-354, GO-576, LF-317, FU-705, JY-406, UE-499, HL-743, JÖ-397, UD-033. Caterpillar beltagrafa. Uppboðið er haldið að kröfu innheimtumanns ríkis- sjóðs, ýmissa stofnana og lögmanna. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Ávísanir eru ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki upp- boðshaldara. Uppboðsskilmálar eru til sýnis á skrifstofu uppboðs- haldara. Sýslumaðurinn Húsavík. efnaverkfræöingur, við verk- smiðjustjórninni og gegndi henni allt til ársins 1969, en mikill bruni varð hjá verksmiðjum Sam- bandsins í ársbyrjun þess árs og tók Ragnar þá við rekstri Skinna- verksmiðja Sambandsins. Við starfi hans tók Aðalsteinn Jónsson, efnaverkfræðingur, sem hóf störf hjá fyrirtækinu f desem- bermánuði 1957, eða skömmu jáður en hafin var framleiðsla á málningu, og gegnir hann starfi framkvæmdastjóra enn í dag. Fjölbreytni framleiðslu Sjafnar hefur aukist gífurlega frá upp- hafi. í fyrstu var aðeins framleidd blautsápa og stangasápa, en árið 1934 hófst svo framleiðsla hand- sápu og kerta. Árið 1936 bættist svo þvottaduft við og árið 1958 hefst framleiðsla á málningarvör- um, sem verksmiðjan hefur orðið einna þekktust fyrir, en fyrsta málningin kom á markaðinn í ágústmánuði þ.á. Þá fékkst einkaleyfi frá verksmiðjunni A/B Henning Persson í Svíþjóð til framleiðslu á Polytex plastmáln- ingu. Fyrsta starfsárið nam heildar- Mynd: Robyn framleiðsla Sjafnar 66 tonnum, árið 1965 1117 tonnum en árið 1991 er framleiðslan 1089 tonn af málningarvörum, 1153 tonn af hreinlætisvörum, 103 tonn af bleium og bindum og auk þess nokkurt magn af Uretankvarsi og pappírsvörum. Velta Efnaverk- smiðjunnar Sjafnar árið 1991 var 546,4 milljónir króna. Flutt úr Grófargili Árið 1963 er svo tekið í notkun nýtt geymslu- og afgreiðsluhús við Hvannavelli og 8 árum seinna flytur svo málningarverksmiðjan, skrifstofur og rannsóknarstofu ofan úr Grófargili niður í Gler- árgötu. í dag hefur öll fram- leiðsla og vörulager flutt út í stór- hýsi fyrirtækisins við Austursíðu 2, en byrjað var að reisa þá bygg- ingu árið 1983. Byggingin er um 9 þúsund fermetrar og var teiknuð með tilliti til þess að öll starfsemi Sjafnar færi þangað. í Glerárgötu eru þó enn skrifstofur fyrirtækis- ins og rannsóknarstofa en aðrir hlutar þess húsnæðis eru leigðir út auk gamla afgreiðsluhússins við Hvannavelli. Skrifstofur og rannsóknarstofa flytja út í Aust- ursíðu strax og lokið hefur verið við að innrétta þann hluta hús- næðisins, sem ætlaður er undir þá starfsemi. Með þeim áfanga

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.