Dagur - 19.11.1992, Blaðsíða 5

Dagur - 19.11.1992, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 19. nóvember 1992 - DAGUR - 5 Lesendahornið ísland: Gósenland glæpamanna Einar Ingvi Magnússon skrifar. Upp á síðkastið hafa fjölmiðlar greint frá mörgum afbrotamálum í tengslum við fíkniefnasmygi og sölu á ólöglegu heimabrugguðu áfengi. Bæði eiturlyfjaviðskipti landans og þjóðaríþrótt íslend- inga, landabruggið, dafna þrátt fyrir öll lög. Áberandi finnst mér hvernig tekið er á þessum málum hjá yfir- völdum. Þegar búið er að taka skýrslu af þeim sem flytja hass inn í landið, oft í kílóavís, er niðurlagið eitthvað á þessa leið: Málið er að fullu upplýst. Afbrotamennirnir eru lausir úr haldi, eða eins og segir í Morgun- blaðinu 10. nóvember síðastlið- inn: „Lögreglan... hafði farið fram á gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum en dró þá beiðni til baka, þar sem hún taldi sig hafa upplýst það sem máli skipti.“ Eitthvað meira en lítið er að dómskerfinu hér á landi. Þeg- ar lögregla er búin að upplýsa mál og hún þar með búin að vinna vinnu sína, er sakamönn- um sleppt úr haldi og þeir frjálsir ferða sinna. Þeir gefa Iögreglu langt nef og halda uppteknum hætti áfram. Fólk á að hafa í haldi þó búið sé að upplýsa svona mál og skyld afbrot. Ánnars er lítið gagn af lögum og löggæslu. Fólk kemur til lögreglunnar og fyllir út pappíra, eins og hverja aðra toll- skýrslu og þiggur kaffi á meðan. Svo ekki sé minnst á ósakhæfi vegna andlegra krankleika, sem finna má hjá flestum mönnum. Hér á landi ganga afbrotamenn ljósum logum og komast upp með æði margt, svo segja má að ísland sé orðið gósenland glæpa- manna. Menn fá skilorðsbundið fangelsi fyrir sölu á eitri til ungl- inga og nokkurra ára fangelsi fyr- ir manndráp. Þetta þarf endur- skoðunar við. Löggæslumenn þurfa á skilyrðislausum rétti að halda til að mega beita afbrota- menn og æsingamenn valdi, telji þeir nauðsyn á slíku. Öll tilslök- un á valdi leiðir til vaxandi óeirða og skálmaldar. íslenska þjóðin þarf orðið á aga að halda, ef hún á ekki að fara sér endanlega að voða. Megi Guð á meðan hjálpa þessu agalausa og ofdekraða þjóðfélagi." Frábær matur og þjónusta á Fiðlaranum Það var fyrir nokkrum mánuðum að við fjórir félagarnir tókum okkur saman og lögðum fyrir nokkur hundruð krónur á mán- uði í þeim tilgangi að fara út að borða á eitthvert veitingahús- anna hér í bæ. Fiðlarinn varð fyr- ir valinu laugardaginn 31. októ- ber. sl. Boðuðum við komu okkar ásamt mökum kl. 21 um kvöldið og var fyrirfram ákveðið hvað við ætluðum að borða í aðalrétt, en matreiðslumeistararnir höfðu frjálsar hendur í vali á forrétti og eftirrétti. Þegar á staðinn var komið var okkur vísað til sætis og fundum við strax fyrir léttu og skemmti- legu andrúmslofti sem ríkir á staðnum. Byrjaði þjónninn að segja okkur hvað kokkarnir hefðu ákveðið að gefa okkur í forrétt og eftirrétt og ákváðum við í sameiningu hvaða vín færi best við þennan mat. Eftir stutta stund var forrétturinn borinn á borð, sem var humar, og var hann með betri humarréttum sem ég hef smakkað. Þessu góð- gæti skoluðum við niður með eðalvíni. Að vörmu spori kom aðalrétturinn, sem var þessi dýr- indis nautasteik með tilheyrandi og að sjálfsögðu var hún rétt steikt hjá öllum. Yfirþjónninn ráðlagði okkur að drekka Beaujolais rauðvín, sem heitir Moulin-a-vent 1988 og er kennt við Chateau des Jacques. Fyrir minn smekk var ég orðinn pakk- saddur eftir hálfa steik, en ég lét mig þó hafa það að klára hana, enda var hún svo góð. Svo var eftirrétturinn eftir. Við ákváðum að bíða stutta stund svo við myndum hafa lyst á eftirrétt- inum. Síðar komu þjónarnir með eftirréttinn, sem var stórglæsileg- ur að sjá og bragðgóður eins og best var á kosið og enduðum við þessi herlegheit með kaffi og koníaki. Eftir þessari lýsingu að dæma er ekki hægt að vera óánægður með kvöldið, enda kokkar og þjónar til fyrirmyndar hvað varð- ar gæði og þjónustu. Fyrir hönd hópsins vil ég þakka þeim kær- lega fyrir fullkomið kvöld. Hald- ið áfram á þessari braut! Júlíus Jónsson. Nýkomnar gjafavörur Styttur og lampar. Reyrhúsgögn - Stakir stólar. Úrval af gjafavöru og bastkörfum. BteSkS fíSSSnn Kaupangi v/Mýrarveg. m Sími 12025. \JíSm\ J L|J' Haustfagnaður \^y Hestamannafélagsins Léttis verður í Skeifunni föstudagskvöldið 20. nóvember og hefst kl. 21.00. Skemmtiatriði ★ Gamanmál (létt) Miðnæturkvöldverður ★ Óvæntar uppákomur. Miðaverð aðeins kr. 800. Allir velkomnir! Skemmtinefnd. Leiðalýsing St. Georgsgildið stendur fyrir leiðalýsingu í kirkju- garðinum eins og undanfarin ár. Tekið á móti pöntun- um í símum 22517 og 21093 fram til sunnudagsins 6. desember. Verð á krossi er kr. 1200. Þeir sem vilja hætta tilkynni það í sömu símum. Afþvílærabörnm... Margrét Jónsdóttir frá Fjalli hringdi. „Eg var að horfa á Stöð 2 og var fréttamaðurinn að tala við börn. Meðal annars spurði hann eitt barnanna af hverju það væri með endurskinsmerki. Barnið svaraði því til að það væri svo mikið myrkur. Fréttamaðurinn spurði þá af hverju það væri ekki með endurskinsmerkið framan á sér og svaraði barnið að það ætti eftir að setja það á sig. Barnið kvaddi „bless“, en fréttmaðurinn sagði „bæ, bæ.“ Við gerum þá kröfu til frétta- manna að þeir vandi málfar sitt, ekki síst þegar þeir tala við börn.“ Blómaskálínn eins og refaskáii Innbæingur hringdi: „Blómaskálinn í Innbænum er nú að taka á sig þá mynd sem hann verður í og mér finnst hann eng- an veginn falla inn í umhverfið hérna. Þetta er rétt eins og refa- skáli með fóðurturni. Mér skilst að samkvæmt skipulagi hafi einn- ig verið um tvær þverbyggingar að ræða en eins og þessi bygging er hönnuð er hún í hróplegu ósamræmi við húsin hér í Inn- bænum. Þessi bygging hefði sómt sér vel í einhverju öðru umhverfi en hér innan um gömlu húsin. Góöurbúnaður - m SSr ^ M_- 5 —_ . - wli . ■ . i.'.SL'ý5- „ ’ & . V—ÍÉÍfS Aj* Bunaöur fra Skatabuðinm björgunarsveitum vel. Félé er, aö þegar á reynir skiptir r treysta á búnaöinn. Engin ke veikasti hlekkurinn. Þekking, þjálfu búnaöur. Þetta þrennt er lykillinn aö b árangri. K Y N N I N G FÖSTUDAGINN 20. NÓVEMBER Vanir sölumenn kl. 14.00-18.00 frá Skátabúðinni og starfsfólk sportvörudeildar sjá um kynningu oggefagóð ráð Sportvörudeild • Sími 30482

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.