Dagur - 19.11.1992, Blaðsíða 9

Dagur - 19.11.1992, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 19. nóvember 1992 - DAGUR - 9 Svanberg Árnason: Sök bítur sekan - svar við greinum Slippstöðvarmanna Það kom mér ekki á óvart að við- brögð við ádrepu minni kæmu úr þessari átt, því auðvitað lítur þessi uppákoma Slippstöðvar- manna og kvenna ekki vel út í augum hins almenna borgara, þegar starfsmenn fyrirtækis, sem kvartað hefur og kveinað um verkefnisskort, láta tæla sig. Ég minnist þess ekki að hafa haft nokkra skoðun á því, hver eða hverjir greiddu ferðina fyrir ykk- ur Slippmenn. Það kom líka á daginn að í hita leiksins fóru menn að skjóta púðurskotum, í engu samhengi við það sem til umræðu er. Ég mun ekki leggjast svo lágt að svara því. Það sem eftir stendur er að ferðalangarnir skilja eftir sig mikla fjármuni í útlandinu, sem betur væru komnir í okkar bæjar- félagi. Það er enginn að banna mönnum að ferðast til útlanda. Hitt orkar tvímælis, að bæjarbú- ar fari í hreinar verslunarferðir þegar ástandið er svo slæmt, eins og raun ber vitni. Þegar talað er um íslenskt, vita flestir viti bornir menn að um er að ræða íslenskt atvinnulíf. Það skapar atvinnu t.d. að flytja vör- ur til landsins, tollafgreiða vörur, koma þeim á áfangastað innan- lands, afgreiða vörur til verslana, fylla vörur á hillur og blanda efn- um saman í efnaverksmiðjum. Það eru ekki írskar hendur sem framkvæma þá vinnu hér á landi. Einnig er nokkuð öruggt að írskir vörumarkaðir bjóða ekki uppá t.d. Bragakaffi eða Sjafnar- þvottaefni. Ef menn vilja, er ekki nokkur vandi að finna lægra verð á vöru hér heima en á írlandi. Ég bendi t.d. á Hagkaup ásamt fjölmörg- um mörkuðum hér í bæ. Heyrst hefur að í Reykjavík starfi heil saumastofa við fatabreytingar fyrir írlandsfarana. Það er að vísu eini ljósi punkturinn í þess- ari flækju, atvinnulega séð. En ber þó vitni þess, að eitthvað eru menn ruglaðir í ríminu. Það er grátlegt að lesa það í blöðum, heyra í útvarpi og sjá í sjónvarpi, t.d. Stöð 2 miðviku- dagskvöldið 11. nóvember sl., hvernig írar leika sér að kaupóð- um íslendingum. Menn eru upp- veðraðir af því að sjá vitlaust stafsett skilti hangandi upp á vegg, og að leigubílstjórar þekki hina kaupóðu íslendinga frá öðrum. Það þarf ekki glöggan mann til að sjá hvers kyns er. Það Nýjar bækur Júlía - skáldsaga eftir Þórunni Valdimarsdóttur Bókaútgáfan Forlagið hefur gefið út skáldsöguna Júlíu eftir Þórunni Valdimarsdóttur. Þetta er fyrsta skáldsaga hennar en áður hefur Þór- unn sent frá sér ljóðabók auk sagn- fræðirita og ævisagna sem hlotið hafa skínandi viðtökur lesenda. „Júlía er margslungið skáldverk," segir í kynningu Forlagsins. „Hún er öðrum þræði spennusaga um ástir og örlög, ástarsaga Júlíu og Stark- aðar, og geymir í sér lausn á gátunni um dauða söguhetjunnar - hvers vegna var Júlía myrt? Um leið má líka lesa hana sem táknrænt fram- tíðarskáldverk. Sagan ólgar af erótík og brugðið er upp heillandi sýnum og svikulum tálmyndum sem skír- skota jafnt til fortíðar sem framtíð- ar.“ Júlía er 203 bls. og kostar 2.880 krónur. Essemm/Tómas Hjálmars- son hannaði kápu. er nokkuð víst, að um leið og hinir kaupóðu íslendingar eru stignir út úr bifreiðum þeirra, veltast hinir írsku leigubifreiða- stjórar um af hlátri. Nýjustu fréttir herma að ís- lendingar láti sér ekki nægja að styrkja efnahagslíf íra, heldur eru Danir komnir í hópinn líka. Danir gefa þær upplýsingar að íslendingar séu í þriðja sæti í eyðslu þar í landi, á eftir milljóna þjóðunum Japan og Bandaríkj- unum. Er nema von að mönnum þyki nóg um? Það er ekki nokkur vafi á því, að ef þessir peningar, sem þegar eru farnir úr landi, væru hér í umferð, snérust hjól atvinnulífs- ins hraðar en þau gera nú. Svanberg Árnason. Höfundur er áhugamaður um eflingu íslenskrar verslunar. AKUREYRARB/ER Hundaeigendur Akureyri Aukadagur verður í hundahreinsun í áhalda- húsi Gróðrarstöðvarinnar föstudaginn 20. nóv. 1992. Þeir sem eiga enn óhreinsaða hunda eru hvattir til að mæta með þá, svo komist verði hjá óþægi- legri aðgerðum. Umhverfisdeild og heilbrigðiseftirlit. c 7777TT W\\\S ív*g uuLLuU LLLLÚU cj\ SUNNUHIIÐ VERSUJNARMIÐSTÖÐ — SHOPPING CENTER — Munið opið á laugardögum til kl Handverkskonur verða í Sunnuhlíð föstudag og laugardag Karlakór Akureyrar - Geysir undir stjórn Roars Kvam syngur nokkur létt lög kl. 14 laugardag Jólastjörnur I. II. og III. floklcur Kerti og servíettur Jólaskeiðin 1992 Messingvörur t.d. kertastjakar, óróar, bjöllur, kertaslökkvarar o.m.fl. Gjafavöruúrvalið hefur aldrei verið meira Blómabúðin Laufás Ný sending Sérverslun fyrir allar konur Ódýr fatnaður - Handklœði - Sængurverasett - Peysur og bolir ]óladúkar - Barnaflauelsbuxur - Skór og fleira og fleira MARKAÐUR (þar sem skóbúð M.H. Lyngdal var áður) Ynja s. 25977 - Slétt og fellt s. 27224 - Ljósmyndabúðin s. 11030 - Samson s. 27044 - Tónabúðin s. 22111 Rafland s. 25010 - Pálína s. 27177 - HABRÓ s. 11119 -Trygging s. 21844 - Markaður s. 27586 Möppudýrið s. 26368 - Brauðbúð Kristjáns s. 25904 - Vaggan s. 27586 - Saumavélaþjónustan s. 11484 Blómabúðin Laufás s. 26250 - Búnaðarbanki íslands s. 27600 - Kjörbúð KEA s. 30387 Velkomín í Sunnuhlíð

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.