Dagur - 27.11.1992, Blaðsíða 9

Dagur - 27.11.1992, Blaðsíða 9
Föstudagur 27. nóvember 1992 - DAGUR - 9 Það skemmtilegasta sem ég^eri í skólanum er að læra. Það er mjög fræðandi. Hildur 3.2. ☆ í heimilisfræði lærum við margt, bæði fræðumst um mat og búum til mat. Svo höfum við lært að gera nokkur salöt og núna í síð- asta tíma lærðum við að búa til pissu. Hún bragðaðist alveg ágætlega en ekki alveg eins og Greifapissur. Hún var líka svo- lítið skrítin í laginu. Hún var einhvern veginn svona, bara miklu stærri. Hildur Jana 5.3. Furðufatadagur: Erum við ekki „æðisleg“? í skólanum, í skólanum er skemmtQegt að vera“ í Rósuverkefninu eigum við að búa til landslag og sumarbú- staði. Utan á þeim eiga þeir að vera eins og hús á íslandi fyrir 150 árum, en inni mega þeir vera með nýjustu græjum. Við búum til blóm, tré, foss, tjörn, kletta, fjöll, gras og gervigíga. Við byrjum á þessu af því að Rósa kom frá skóla í Skotlandi og vildi fá að sitja í stofunni á mánudögum og var með þetta verkefni. Helgi Valur 5.3. Mér finnst sundið skemmtileg- ast. Ég veit ekki af hverju, en líklega af því að við erum með svo skemmtilegan kennara. Hann heitir Erlingur. Allur bekkurinn er í einu og mér finnst það of mikið af því að sundlaugin er full af krökkum úr bekknum. Við eigum að taka fjórða stig í ár, en ég er búin að ná því. Oft fáum við að leika okkur í lok tímans. Ragnheiður Tinna 5.3. í tónmennt syngjum við til dæmis ísland er íand þitt og Kvöldsigling. Við erum á þriðju- dögum. Það er mjög skemmti- legt í tónmennt. Jóhann kennir okkur tónmennt. Við förum stundum í leiki, til dæmis Fram, fram fylking, Eldur og brenni- steinn og margt fleira. í íþróttum hlaupum við og för- um yfir hest og svoleiðis. Það er mjög gaman í íþróttum. Hulda kennir okkur íþróttir. Stundum förum við í leiki og fótbolta og körfubolta og handbolta og margt fleira. Rannveig 5.3. ☆ í hannyrðum er svo skemmti- legt að vera. Það er svo gaman að gera fiskana. Það er gaman í leikfimi þegar við erum í fót- bolta. Það er líka gaman í sundi. í frímínútum fer ég stundum í fótbolta. Það finnst mér skemmtilegast. Einar Logi 5.3. Þegar við fórum í gönguferð klöppuðum við hestum og lék- um okkur. Svo þegar við vorum á heimleið var hált og við renndum okkur niður og löbb- uðum heim í skólann og hlust- uðum á sögu og svo fórum við heim til okkar. Endir. Sólveig 3.2. ☆ Ég var hippi og var með hár- kollu og var í rifnum buxum og í skyrtu. Við fórum fram á gang og sungum. Áður fórum við upp að töflu og sögðum hvað við værum. EgiII 5.3. ☆ Um daginn gerðum við tilraunir með snjó. Við skoðuðum hann með stækkunargleri. Þann 17. nóvember var mikið stand. Við pússuðum og máluðum og gerð- um margt skemmtilegt. 20. nóvember er í dag, furðufata- dagurinn sjálfur. Ég er lítið barn með snuddu og smekk. Laufey 3.2. Samskiptí Strákarnir eru mjög misjafnir. Sumir eru skemmtilegir, aðrir leiðinlegir; sumir sætir, aðrir ljótir, en flestir hrekkjóttir þó að þeir séu það ekki allir. Stríðni sumra gengur út í öfgar. Hrekkir þeirra eru oft leiðinleg- ir og oft meiðir sig einhver þeg- ar þeim til dæmis dettur í hug að kasta snjókúlu í einhvern. Og hverjum finnst gaman þegar einhver (oftast strákur) stendur yfir manni og kallar mann aum- ingja ef maður meiðir sig og fer að gráta. Auðvitað geta strákar líka verið skemmtilegir og allt það en það hafa svo margir strákar gaman af því að stríða þó að þeir tryll- ist sjálfir þegar þeim er strítt. Ég er ekki að segja að stelpur séu fullkomnar. En strákar (og allir)! Ekki stríða nema þið þol- ið stríðni sjálfir. Eva Guðríður 6.2. Krakkarnir eru flestir skemmti- legir og ef þeim er strítt er það oftast bara meinlaust grín en ef það er alvarlegt er tekið á því strax. Oftast er mikið að læra heima og þá er lítill tími til að leika sér. Það finnst mér leiðin- legast og flestum finnst það líka. Sumir kennarar eru of strangir og eru þá ekki í uppáhaldi hjá krökkunum. Mér finnst að það ætti að selja mat í skólanum fyrir yngri krakka. Benedikt 6.1. ☆ Á laugardaginn fórum við á skauta. Þar mættu um 25 manns, bæði fullorðnir og börn. Vorum við um eina klukku- stund á skautum. Skemmtileg- ast var að sjá foreldra detta og var greinilegt að langt var síðan sumir fóru síðast á skauta. í skólanum er þó nokkuð félagslíf og er skólinn að reyna að fá for- eldrana til að taka þátt í skóla- starfinu. í frímínútum förum við út. Við förum í leiki eða rennum okkur á svellinu og við tækifæri stríð- um við stelpunum. En því mið- ur eru frímínúturnar allt of stuttar og yfirleitt þurfum við að fara inn áður en gamanið er búið. Sverrir 6.1. Nú ætla ég að segja ykkur skoð- un mína á skóla. Mér finnst ekkert mjög þægilegt að vakna klukkan sjö eða korter yfir bara til að fara í skólann. Að vísu er skemmtilegt í nokkrum fögum. En aðalfjörið eru partý eða böll. Það er líka ágætt í leikjum og í frímínútum. Kennararnir eru allir eða allavega flestir mjög skemmtilegir. Ég skal nefna dæmi um skemmtilega kennara t.d. Erlingur, Ragga, Þura, Hulda, Gerður, Snorri, Sólveig og fleiri og fleiri. I skólanum, eins og annars staðar, eiga allir að geta verið vinir þó að manni finnist hún eða hann ekki eins fullkominn og maður sjálfur. Maður á ekki að leggja önnur skólasystkin í einelti. En maður má ekki gleyma af hverju maður er í skóla. Við erum í skóla til að læra en ekki til að fíflast. En ég þori að fullyrða að stundum ganga kennararnir of langt með lærdóminn. Ef við förum ekki í skóla þá gengur okkur verr f líf- inu. f sumum skólum fá jafn- aldrar okkar að byrja klukkan hálf níu í skólanum á mánudög- um því það er frí daginn áður. Mér finnst að svo ætti að vera hjá okkur. En þrátt fyrir þetta er skólinn ágætur. Hilda Dröfn 6.2. Ljóð Skólinn Skólinn er leiðinlegur. Að skrifa, reikna og lesa er allt svo leiðinlegt. Allir vilja fara heim að sofa. Sveinn 7.3. Skólastofan Allir eru farnir út. Það er slökkt á Ijósunum. En eins og sprengju sé varpað fer allt af stað, plakötin fljúga um stofuna, stólar labba um, borðin tala saman og skólabækurnar fara út um allt. En um morguninn fara krakkarnir að koma og stólarnir, borðin, plakötin og bækurnar eru komin á sinn stað. Þorbjörg 7.3. Skólinn Skólinn minn heitir SÍÐUSKÓLI. Hann er voða stór. Þar eru 580 börn. Og það verða 581 þegar vinur minn kemur í skólann. Mér finnst ágætt í skólanum. Tryggvi 7.3. Konur! Fundur í Laxdalshúsi Akureyri, sunnu- daginn 29. nóvember kl. 15.30. Rannveig Sigurðardóttir hagfrœðingur BSRB flytur erindi um stöðu kvenna innan EES. Kaffiveitingar. Fundurinn er öllum opinn. Kvennalistinn Norðurlandi eystra. 03 03 I | :bi G J A F A V A R A Frábært úrval af sápum og baðvörum í fallegum gjafa- umbúðum á mjög gúðu verði llmandi fregðibaðsjurtir Hiunið okkar góctu snyrtívörumerki Snyrtivörudeíld

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.