Dagur - 27.11.1992, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Föstudagur 27. nóvember 1992
Dagdvelja
Stiörnuspá
* eftir Athenu Lee ■
Föstudagur 27. nóvember
G
Vatnsberi
(20. Jan.-18. feb.)
)
Satúrnus og Úranus eru ráðandi
öfl hjá þér og verða til að auka á
skilning í garð annarra. Árangur-
inn verður sérlega ánægjulegur
dagur.
m Piskar
(19. feb.-20. mars)
)
Vingjarnleg ábending frá vini sem
þú hefur verið að kynnast upp á
síðkastið, bjargar deginum. Þú
færð langþráða viðurkenningu fyrir
störf þín.
Hrútur
(21. mars-19. aprtl)
)
Allartímaáætlanir renna út í sand-
inn í dag en það kemur ekki að
sök. Fréttir af nánum vini eða ætt-
ingja koma á óvart. Happatölurnar
eru 10, 17 og 25.
Naut
(20. aprtl-20. mal)
)
Þetta er dagur elskendanna. Áhrif
Venusar eru sterk og pör munu
finna til sérstakrar nálægðar.
Sambönd sem hafa verið í upp-
lausn ættu að lagast.
d
Tvíburar
(21. maí-20. Júnl)
)
Yngri kynslóðin er óvenju upp-
reisnargjörn og hávaðasöm í dag.
Morguninn verður samt sem áður
ágætur en hvíldin jafnframt
langþráð í kvöld.
C
Krabbi
(21. JúnI-22. Júll)
)
Þú ert svo upptekinn af félagslífinu
að það kemur niður á daglegum
skyldustörfum. Stutt ferðalag mun
gleðja mjög eldri manneskju sem
verður þér þakklát fyrir tillitssemina.
Ijón
(23. Júll-22. ágúst)
)
Þarfir annarra hafa forgang i dag
og það angrar þig ekkert þar sem
þú ert í eðli þínu meir gefandi en
þiggjandi. Tilfinningalega kýst þú
hins vegar að þiggja.
(3
Meyja
(23. ágúst-22. sept.)
)
Samgönguerfiðleikar breyta áætl-
un þinni f dag en seinkunin mun
leiða gott af sér. Rómantíkin er á
næstu grösum og hún tengist
þeim sem þér eru kærir.
0
Vog
(23. sept.-22. okt
D
Fortíðaruppgjör er fyrirsjáanlegt
og tengist líklega breytingum á
hefðum eða tímaáætlunum. Breyt-
ingin tengist samt ekki nýrri tækni.
ŒSporðdrekA
(23. okt.-21. nðv.) J
Þú leggur mikla krafta í að skipu-
leggja daginn... að ekki sé talað
um útgjöldin... en allt verður það
unnið til einskis. Kvöldið lofar
góðu.
(
Bogmaður A
(22, nðv.-21. des.) J
Áhugi þinn og elja munu hafa góð
áhrif á alla sem umgangast þlg i
dag. Það verður leita til þín varð-
andi skipulag skemmtunar.
Steingeit 'N
(22. des-19. Jan.) J
Þú gleður hóp fólks um leið og þú
veldur öðrum hópi óánægju. En þú
getur ekki skipt þér í tvennt svo
sendum hinum óánægðu ástar-
kveðju. Happatölurnar eru 4, 22
og 30.
A léttu nótunum
Til hvers?
Siggi litli, sex ára snáði, var búinn að sitja lengi þögull og hugsi. Loks
snéri hann sér að mömmu sinni:
„Mamma, er það ekki Guð, sem gefur okkur daglegt brauð?“
„Jú, auðvitað, væni minn.“
„Og kemur ekki jólasveinninn með jólagjafirnar?"
„Vitanlega."
„Og kom ekki storkurinn með mig og litlu systur?“
„Jú, jú, auðvitað var það storkurinn."
„En til hvers höfum við þá eiginlega hann pabba...?“
Allt bendir til að árið verði
ánægjulegt og árangursríkt, sér-
staklega í efnislegu tilliti. Hins
vegar kanntu að þurfa aðstoð til
að ná ákveðnu marki sérstak-
lega um miðbik ársins. Ástar-
sambönd og tengsl við annað
fólk verða mjög ánægjuleg.
Þetta þarftu
ab vita!
Þybbinn gutti!
Þybbnasta smábarn, sem sögur
fara af, var James Weir (1819-
1821). Samkvæmt legsteini í
Cambushnethan í Wishaw í
Strathclyde, Skotlandi, vó dreng-
urinn 50,8 kíló þegar hann var
13 mánaða gamall og var þá
1,01 metri á hæð og 99 senti-
metrar að ummáli um mittið!
Að vera á
flæðiskeri staddur
Orðtakið merkir að vera í klípu.
Tvennt kemur til greina um upp-
runa orðtaksins. Menn voru fyrr
á öldum fluttir í flæðarsker
(flæðisker) í refsingarskyni, þ.e.
sker sem yfir flýtur á flóði. Senni-
legra er þó að líkingin sé runnin
frá búfé, sem lent hefur í flæði-
skerjum.
Dómgreind
„Efist aldrei um dómgreind kon-
unnar yðar - minnist þess hverj-
um hún giftist."
Ókunnur höfundur.
STÓHT
Ruslakista
Starra í Garði
Starri í Garði
hefur gefið út
Ijóðabók sem
hann nefnir Or
ruslakistu
Starra í Garði.
Eins og nafnið
gefur til kynna
hefur Starri
tínt upp úr
ruslakistunni Ijóðmæii sem
hann hefur sett saman um
dagana. Eða eins og hann
segir sjálfur í formála: „Þegar
maður fer að tína upp úr gam-
alli ruslakistu heldur maður
áfram í þeirri von að finna
eitthvað nýtilegt á botninum,
enda þótt manni finnist lítils-
virði sem kemur upp í hendur
manns hverju sinni og þetta
geti náttúrulega orðið eilíf von-
brigði. En hér er sem sagt
uppraðað og samanbundið
innihaldið úr ruslakistu Starra í
Garði, allt eins og það leggur
sig.“
Þunnur Þjóðvilji
Mörg Ijóða Starra eru í léttari
kantinum. Til dæmis þetta,
sem ber yfirskriftina; að vera
kaupfélagsmaður:
Bið ég guð um aðeins eitt:
eftir sólarlagið,
að útförina geti ég greitt
í gegnum kaupfélagið.
Eins og flestir vita er Starri
harður vinstri maður. Honum
hefur þó ekki alltaf líkað við
Alþýðubandalagið. Þjóðviljinn
sálugi fékk þessa kveðju frá
Starra:
Þunnur í roði er Þjóðviljinn,
með þvaður og íþróttaraus,
minna er sinnt um málstaðinn
og menningin stendur á haus.
Þegar Starri varð sjötugur orti
hann;
Ellin ríður öllu á slig,
andans þrýtur kraftur.
Þó er ennþá samur við sig
sjötíu ára kjaftur.
Hótanir Jóhönnu
Jóhanna Sig-
urðardóttir, fé-
lagsmálaráð-
herra, hefur
enn eina ferð-
ina hótað að
segja af sér.
Hótanir heilagr-
ar Jóhönnu
(eins og Jón
Baldvin kallaði hana) eru vart
lengur tíðindi og hafa sumir á
orði að ekki sé hægt að taka
mark á þessum upphlaupum
félagsmálaráðherra. En
kannski gerir Jóhanna alvöru
úr hótunum sínum í þetta
skiþtið. Einn toþpkrati sagði
við skrifara í vikunni að ekki
þyrfti að koma á óvart að
Jóhanna notaði þetta tækifæri
til að fara út úr ríkisstjórninnj,
hún væri búin að fá leið á
þessu öllu saman og hefði
miklu meiri áhuga á skella sér
í framboð til borgarstjórnar í
Reykjavík í næstu kosningum.
Við sjáum hvað setur.