Dagur - 03.12.1992, Blaðsíða 5

Dagur - 03.12.1992, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 3. desember 1992 - DAGUR - 5 Fréttir Úrbóta er þörf Gefín hefur verið út á vegum Héraðsráðs Eyjafjarðar áfangaskýrsla um móttöku og eyðingu sorps í Eyjafírði. Héraðsráð skipaði fyrr á þessu ári Atla Friðbjörnsson, odd- vita í Svarfaðardal, Sigríði Stefánsdóttur, forseta bæjar- stjórnar á Akureyri og Þórarin E. Sveinsson, bæjarfulltrúa á Akureyri, í nefnd til þess að fjalla um þessi mál. Með nefndinni hafa unnið tækni- menn kaupstaðanna, starfs- menn Heilbrigðiseftirlits Eyjafjarðar og starfsmaður Úrbótarmanna hf., félags um atvinnusköpun á Akureyri. Starfsmaður nefndarinnar var Hjalti Jóhannesson, land- fræðingur. Áfangaskýrslunni er skipt upp í níu meginkafla. Fjallað er um spilliefni, sorphirðu og sorpförg- un, gámasvæði, fyrirtækja- og framleiðslusorp, brotajárnsförg- un og minnkun sorps, endur- vinnslu og endurnýtingu. Spilliefnin Talið er að á bilinu 50 og 60 tonn falli til af spilliefnum á ári á Eyjafjarðarsvæðinu. Á Dalvík og í Olafsfirði var byrjað að taka á móti spilliefnum í áhaldahúsum bæjanna og þeim safnað saman þar. Að mestu leyti er um að ræða rafgeyma og rafhlöður. Á bensínstöðvum og í sumum versl- unum er tekið á móti notuðum rafhlöðum. Að öðru leyti er ekki tekið skipulega á móti spilliefn- um á Eyjafjarðarsvæðinu. Eftirfarandi tillögur varðandi spilliefnaförgun eru settar fram í skýrslunni: * Lagt er til að sem fyrst verði sett upp spilliefnamóttaka í sambandi við áhaldahúsin á Akureyri, Dalvík, Ólafsfirði og Grenivík. Gengið verði frá aðstöðu í eða við áhaldahúsin og keypt nauðsynleg ílát til þess að geyma og flytja spilliefnin. * Samið verði við Sorpu um mót- töku spilliefna frá Eyjafjarðar- svæðinu. * Byggðasamlag sem stofnað verði, taki m.a. til stofnkostnað- ar og reksturs spilliefnamóttöku. * Kynna þarf flokka spilliefna, meðhöndlun þeirra og móttöku til eyðingar fyrir einstaklinga og fyrirtæki á Eyjafjarðarsvæðinu. * Nefndin leggur til að fyrirtækj- um verði gert að greiða fyrir förg- un spilliefna þegar þau eru afhent til eyðingar, sama gjald og byggðasamlagi verður gert að greiða fyrir förgun hjá Sorpeyð- ingu höfuðborgarsvæðisins. Verði tekin upp gæsla á gáma- svæði við Réttarhvamm á Akur- eyri telur nefndin að huga megi að móttöku spilliefna þar. Jafn- framt yrði miðað við að bjóða út starfsemina til einkaaðila. Sorphaugarnir á Glerárdal Eins og fram hefur komið er allt sorp af Eyjafjarðarsvæðinu nú urðað á Glerárdal. Fram kemur í skýrslunni að til þess að sorpurð- un þar teljist viðunandi verði að koma til ákveðnar ráðstafanir. Aðalvandamálið við sorphaug- ana er samkvæmt skýrslunni aðrennsli vatns inn á svæðið úr mýrlendinu í fjallshlíðinni ofan við, en hér á landi eru gerðar kröfur um að sorphaugum sé haldið eins þurrum og mögulegt er. F>ví er lagt til að lengja skurð ofan við urðunarsvæðið til norðurs og suðurs og koma þann- ig í veg fyrir vatnsstreymi. Þá er talin þörf á að koma fyrir dren- lögn eða siturlagi sem geri söfnun vatns er sígi niður um sorphaug- inn mögulega. Auk þess er bent á að bæta verði aðkomu að haugunum og lagfæra girðingar og fokgrindur. Tillögur nefndarinnar varðandi sorphirðu og sorpförgun eru eftirfarandi: * Sótt verði þegar í stað um starfsleyfi fyrir urðunarstaðinn á Glerárdal. * Lagt er til að urðunarsvæðið verði hannað með tillliti til krafna umhverfisráðuneytisins og þeirra tillagna sem gerðar voru að lokinni jarðfræðirannsókn á svæðinu. Framkvæmdir sam- kvæmt væntanlegum hönnunar- tillögum hefjist síðan eins fljótt og auðið er. * Lagt er til að aðkoma á urðun- arsvæðið verði bætt og hafist verði handa við að loka einhverju af malarnámunum, fegra um- hverfi þeirra og græða upp. * Urðunarsvæðið á Glerárdal verði girt af og opnunartímar þess auglýstir rækilega, bæði við efri bæjarmörk Akureyrar og við sjálfan urðunarstaðinn. * Umferð almennings um haug- ana verði takmörkuð. Almenn- ingur getur þess í stað losnað við rusl fyrst um sinn á gámasvæði sem nú er við Þingvallastræti á Akureyri, en síðan á svæði við Réttarhvamm þegar það verður tilbúið til móttöku sorps. * Stofnað verði byggðasamlag sveitarfélaganna við Eyjafjörð um sorpförgun og að Akureyrar- bær leggi til sorpurðunarstaðinn á Glerárdal í núverandi ástandi. * Nefndinni þykir eðlilegt að sveitarfélög hvert fyrir sig, eða í samvinnu við önnur, líkt og við utanverðan Eyjafjörð að vestan, sjái um framkvæmd sorphirðu líkt og verið hefur. Á síðari stigum leggur nefndin til að hafist verði handa um undirbúningsathugun er miði að því að velja mögulega staði til sorpurðunar á Eyjafjarðarsvæð- inu. Samhliða undirbúningsat- hugun á nýjum stað til urðunar verði gengið úr skugga um stofn- og rekstrarkostnað vegna sorp- brennslu og möguleika á nýtingu varma frá henni til húsahitunar. Þá verði hafnar rannsóknir á þeim stað eða stöðum sem álit- legastir eru fyrir sorpurðun í komandi framtíð og að samið verði um afnot af slíkum stað. Gámar og brotajárn Gámasvæði hefur verið sett upp til bráðabirgða á Akureyri og á Dalvík og Ólafsfirði eru gámar þar sem íbúar geta losað almennt sorp, timbur, járn og garðaúr- gang. Einnig eru gámar á t.d. hafnarsvæðunum á Akureyri, Dalvík og Ólafsfirði og ýmis fyrirtæki hafa gáma í sambandi við sinn rekstur. í skýrslunni segir að nauðsyn- legt sé að koma nýju gámasvæði ! laggirnar þegar urðunarstaðn- m á Glerárdal verði lokað fyrir almenning. „Svæði við Réttar- hvamm virðist vera heppilegur kostur. Þar kernur ekki síst til heppileg staðsetning miðað við núverandi urðunarstað og fjöl- menn íbúðarhverfi og möguleiki á samvinnu við t.d. Endurvinnsl- una hf. um vörslu á svæðinu,“ segir m.a. í skýrslunni. Rætt hefur verið um mögu- leika á því að hefja endurvinnslu t.d. pappírs og plasts á svæðinu við Réttarhvamm og einnig hefur verið rætt um úrbætur varðandi brotajárnsförgun. Um brotajárn- ið segir m.a. í tillögum nefndar- innar: * Hafist verði handa við að hanna og ganga frá brotajárns- svæði við Krossanes og byrja að taka þar á móti brotajárni til út- flutnings eða frekari vinnslu hér- lendis. * Brotajárnshaugur á Glerárdal verði fjarlægður jafnframt því sem nýtt brotajárnssvæði er tekið í notkun. * Brotajárnssvæði norðan Ólafs- fjarðarbæjar verði girt af og gerð- ar nauðsynlegar úrbætur. * Samið verði við aðila til þess að taka að sér rekstur brotajárns- svæðis og flytja burt þá málma sem safnast saman. * Byggðasamlag sem stofnað verði taki til brotajárnssöfnunar og förgunar á svæðinu. óþh Horfur í efnahagsmálum Hádegisverðarfundur með dr. Þorvaldi Gylfasyni Föstudaginn 4. desember nk. efna Félag viðskipta- og hagfræðinga á Norðurlandi, Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri og Kaupþing Norðurlands hf. til fundar með dr. Þorvaldi Gylfasyni. Þorvaldur mun m.a. ræða: - Stöðu efnahagsmála hér á landi. - Áhrif síðustu efna- hagsráðstafana ríkis- stjórnarinnar. - Vænlegar leiðir til að bæta efnahagsástand- ið. Þátttaka er öllum opin sem vilja fylgjast með og taka þátt í umræðum um efnahagsmál. Fundurinn verður á Hótel KEA og hefst klukkan 12.10 Þátttaka tilkynnist til Kaupþings Norðurlands hf. í síma 96-24700. Föstudagur 4. desember: Modelmynd og Sjallinn kynna fyrirsætu- keppni herra Stórkostleg dans- og skemmtidagskrá Kynnir Jón Axel Ólafsson Húsið opnað kl. 21.00 með f erskjuf orörykk NýDönsk leikur fyrir dansi Miðaverð afleins kr. 800 c ' - * . Laugardagur S. desember: WýDönsk sér um fjörið Húsið opnað kl. 23.00 Kjaliarinu opinn eins og venjulega SJALLINN

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.