Dagur - 03.12.1992, Side 6

Dagur - 03.12.1992, Side 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 3. desember 1992 Blessuð barnatrúin - in memoriam? Aö öllum greinum og greinar- kornum liggur viss forsaga. Þessi hér er engin undantekning. Pað mun hafa verið fyrir miðj- an september sl. að Bergur Björnsson, reikimeistari, sté fram á völlinn og kynnti lesend- um Dags ágæti lífsfílósófíu sinnar, reyndar í formi handayf- irlagningar með lækningu hvers kyns kvilla að markmiði. Hann lýsti því jafnframt yfir, að undir hans hendur gætu allir komið, notið góðs af og numið fræðin. Eða með orðum meistarans: „Þó að reiki sé guðlegt í eðli sínu þá er það ekki trúarbrögð. Það hef- ur enga fordóma og fólk þarf ekki að trúa neinu sérstöku til þess að geta lært reiki. Reiki á samleið með öllum trúarbrögð- um og greinum þeirra." (D 10/9). Sem sagt, allt landið og miðin. Og ekki sakar nafngiftin. Reiki þýðir yfirnáttúrulegur kraftur/ guðleg viska -I- lífsorka. Eðli sínu samkvæmt viðhefur guðleg orka ekki fordóma. Fyrirspurn minni um nánari merkingu þessa (D 17/ 9) var síðan svarað fyrir skemmstu (D 30/10). Þar telur Bergur Björnsson að grundvall- armunur ríki milli guðstrúar ann- ars vegar og skipulagðra trúar- bragða hins vegar. Hann telur „að maður geti trúað á almáttug- an guð, skapara himins og jarðar, án þess að þurfa endilega að tengjast eða aðhyllast einhver trúarbrögð" (D 30/10). Lítum nánar á trúarbragða- hugtakið sem slíkt, þar eð það virðist vefjast eilítið fyrir mönnum. Liggur vandinn senni- lega í austrænu vs. vestrænu hugtakakerfi. Dæmi: „Sumir fræðimenn (einkumn vestrænir) vilja telja Búddhismann... í flokki með „trúarbrögðum". En þeim hefur orðið lítið sem ekkert ágengt. Slíkt er ekki mögulegt nema umturna trúarbragða-hug- takinu eins og þaö er brúkað á Vesturlöndum" (bls. 96)J. Nú víkur svo við að ég telst Vestur- landabúi og beiti hugtakafræð- inni samkvæmt því. Vesturlönd líta á hinar ýmsu stefnur hug- myndafræðinnar á Austurlönd- um sem trúarstefnur. Nægir þar að líta í Helstu trúarbrögð heims (og fleiri slíkar). Auk þess er BB sammála: „Ég tel líka að kristin trú og búddatrú séu í grundvall- aratriðum samstæð trúarbrögð" (D 30/10). Á þessa staðhæfingu verður litið nánar hér á eftir. í>að að undanskilja reiki frá trúar- bragðahugtakinu er viss hugsana- skekkja runnin undan rifjum austræns þankagangs. Hver eru helstu einkenni trúar- bragða? í fljótu bragði dettur mér í hug: 1) Hugmyndafræði um mann- inn, hvaðan hann kemur, núver- andi tilgang (hver hann er) og hvert hann fer. 2) Æðri máttarvöld með mis- mikil ítök í mannlífinu m.t.t. örlaga mannsins. 3) Helgisiðir og aðrar sere- móníur. Austræn hugmyndafræði und- anskilur búddisma frá trúar- bragðastimplinum, sennilega vegna léttara vægis helgisiðanna. Lífsspekin að baki reiki er þess eðlis, að það fellur hiklaust undir trúarbragðahattinn. Lítum nánar á þetta. Reiki fel- ur í sér lífsorku alheimsins, þar með er talinn sjálfkvæmur vís- dómur engum líkur. Parna er á ferðinni lífskraftur sem knýr allt hið skapaða, lifir í því á öllum stigum þess (bls. 18)'. Reiki er ekki einungis sannleikur og ljós heldur Sannleikurinn og Ljósið (bls. 24, 26/27)'. Minnir það óneitanlega á orð Krists: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið, enginn kemur til föðurins nema fyrir mig“ (Jóh. 14:6). Og sem Sannleikurinn veitir reiki dýpri skilning á lífinu, merkingu þess og tilgangi, þ.e. færir manninn nær uppruna sínum þar sem sál- arhjarta hans slær í takt við alheimshjartað. „Á þessu stigi koma ný lögmál til sögunnar, lögmál sem spanna mun víðtæk- ara svið en nemur áhrifum frum- hugsana („elementals“, thought- beings)... Kærleikshugsun sem fram kemur á þessu albesta og dýpsta stigi vitundarinnar, þar sem guðdóminn (Divinity) er að finna í öllum verum, nær að kom- ast í snertingu sjálfs lífsins án aðstoðar frumhugsunar" (bls. 42, undirstr. og innskot mín). Reiki telur sig veita manninum aðgang að sjálfum guðdómnum, sem fólginn er í innsta tilverukjarna hverrar skepnu. Með allt í sam- ræmi verður allt hluti af öllu, eða samkvæmt Upanishads: „Ég er það, þú ert það, allt er það“ (bls. 98)'. Safnbaukur þess ómeðvit- aða skvt. C. Jung. Reiki gerir út á lækningamiðin. „Reiki er bæði öflugt og blítt og saga þess segir frá heilun og aðstoð við lækningu nánast allra þekktra sjúkdóma og slysa“ (D 10/9). Hvernig skilgreinir reiki sjúkdóma? „Sérhver einkenna- flækja, hvort heldur líkamleg, huglæg eða geðræn, er nákvæm vísbending um stöðu okkar í lífshlaupinu. Par kemur skýrt fram hvað við eigum eftir ólært“ (bls. 124)'. „í sérhverri einkenna- flækju eru fólgin skýrt afmörkuð skilaboð sem við verðum að með- taka og tileinka okkur áður en lengra verður haldið bæði heilsu- fars- og þróunarlega séð“ (bls. 124)'. „Eingöngu sá sem spyrnir ekki gegn broddunum er fær um að upplifa lífsheildina og þá jStaðreynd, að um dásamlegt samspil pólunar er að ræða. Vissulega er það svo, að sköpun- in er til orðin vegna samspils tveggja andstæðra póla, og sá einstaklingur sem náð hefur að samtvinna þessa heild eigin til- veru er að eðli til góður, auk þess sem út frá honum streymir kær- Ieikur, vísdómur, fögnuður og skapandi orka. Það er bælingin sem veldur aðskilnaði frá lífs- heildinni" (bls. 125-6)'. Karma nefnist það ástand, þegar bæling- in hefur varað of lengi og við- komandi deyr. í næsta lífi bíður hans lexía í formi bæklunar (bls. 127)'. Reiki kemur inn á dauðafræðin (Thanatólógía). „Pegar sálin tek- ur að losa sig frá líkamanum upp- lifir hinn deyjandi eigin innri veru í vaxandi mæli“ (bls. 90)'. „Hér kemur reiki til hjálpar á mildan en áhrifaríkan hátt gagn- vart ástvinum okkar og vinum, gæludýrum og síðar meir okkur sjálfum, þegar skrefið er stigið til nýrra heima“ (bls. 91)'. Reiki spannar vítt svið tilver- unnar. Pað tekst á við alheims- spurninguna, dauðann, sálina, tilgang lífsins. „Reiki hefur enga fordóma og fólk þarf ekki að trúa neinu sérstöku til þess að geta lært reiki“ (D 10/9). Parna Iiggur sennilega hundurinn grafinn, þessi sem át fiskinn undir steinin- um. Kannski er framkvæmd reik- is eitt meðan lífsfílósófían, sbr. ofanskráð, er látin liggja milli hluta, a.m.k. meðan enginn spyr neins. Lítum nánar á samstæði búdda- trúar og kristinnar trúar, sbr. til- vitnun hér að ofan. Pað er of langt mál að ætla sér að gera kristinni trú viðunandi skil í greinarkorni sem þessu, en vert er þó að draga fram nokkur atriði. Reiki vinnur út frá hugtakinu guðlegt eðli, guðlegur kraftur, lífsorka o.fl. Um þessa alheims- spurningu skipar mannheimur sér í tvær fylkingar'. Fjöldinn aðhyllist kenninguna um ein- hvers konar Guð, guð eða guði. Minnihlutinn hafnar þeirri hug- mynd alfarið. Fyrri hópurinn skiptist síðan (f grófum dráttum) í tvær fylkingar: algyðistrú (pant- heisma) og Guðstrú (eingyðis- trú). Fyrri hópurinn telur hugtak- ið gott/illt afstætt, tilveran lýtur fremur lögmálum orsaka og af- leiðinga, guð er allt í öllu og allt er hluti af honum. Þannig er al- heimurinn guð. Hinn hópurinn skilgreinir Guð sem forvera alls, skapara alheims og forsendu. Leitast við að upp- lýsa og leiðbeina allt frá upphafi mannsins, grípur inn í söguna. Kristur er þannig hápunktur kær- leika Guðs. Kristin trú kennir, að maðurinn sé ekki einungis ófull- Ómar Torfason. komin vera sem þarfnast endur- nýjunar, heldur að hann sé hreinn og klár uppreisnarseggur sem beri að leggja niður öll vopn, gef- ast upp. Fórna höndum? Honum ber að leggja niður vopn í barátt- unni um eigið réttlæti, eigin frelsun. Iðrun mun það nefnt. Eftir það er það vissan um fyrir- gefninguna. „Pað er ekki fyrr en eftir að þú uppgötvar, að til er Siðalögmál og Afl að baki því lögmáli, að þú hefur fótum troðið það lögmál og með því komið þér úr samræmi við það Afl - og ekki andartaki fyrr - að kristin trú nær að tala til þín. í veikindum þín- um ljáirðu lækninum eyra. Þegar þú upplifir að staða þín er næsta vonlaus muntu skilja út á hvað kristin trú gengur“ (bls. 37)'. Fyrirgefningin er persónubundin, bæði hvað varðar veitanda og þiggjanda. Guðleg orka getur ekki fyrirgefið, enda byggir það kerfi á allt öðrum grunni. „Búddhisminn gerir ekki ráð fyrir neins konar æðri máttar- völdum sem starfi með vitund og vilja - hvorki góðum né illum. Hann kennir aðeins lögmál orsaka og afleiðinga" (bls. 51)'. Kristin trú boðar almáttugan Guð, ekki guð, skapara himins og jarðar. Sköpunin varð fyrir orð Guðs, ekki pólun andstæðra afla. Hún kennir að hér í heimi staCi ill öfl, andaverur vonskunnar (Ef. 6:11- 13). Ljóti karlinn með hornin og hófana segjum við og glottum. Pað glotta víst fleiri. „Ég tel líka að kristin trú og búddatrú séu í grundvallaratrið- um samstæð trúarbrögð... þar sem bæði byggja á bróðurkærleik og manngæsku" (D 30/10). Hætt er við að þessi hugtök, bróður- kærleikur og manngæska, lendi í menningarlegu ósamræmi. „Ef við viljum veita bestu hjálpina þá hlýtur það að verða fyrsta verk- efnið að bjarga sjálfum sér. En meðan svo er ekki getum við samt veitt nokkra aðstoð með því að leiðbeina þeim sem skemmra eru á veg komnir; en það má samt aldrei tálma höfuð-verkefn- inu, sem er að vinna að sinni eig- in lausn“ (bls. 11)'. „Kærleikur- inn er „tæki“... til þess hentugt að eyða hinni hrapallegu hug- mynd um sjálfið og hreinsa jafn- framt hugann af þeim sora sem frá því stafar... „Hér er ekki um að ræða þá ást sem við berum til einhvers sérstaks einstaklings... Petta er ekki geðbylgja - fremur almenn og varanleg huglæg af- staða - afstaða sem er orðin töm og eðlislæg" (bls. 58)\ í ljósi Lögmálsins um siðrænt endur- gjald (bls. 17)’ verður vart um annað að ræða en huglæga afstöðu til umhverfisins. Kristin trú er andhverfa þessa: „Allt, sem þér því viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra; því að þetta er lög- málið og spámennirnir" (Mt. 7:12). Kristin trú kennir, að okk- ur beri að stíga fyrsta skrefið. Hún leggur áherslu á virkni með- an búddisminn heldur sig við bakkgírinn. Um framkvæmd kristinnar trúar verður ekki fjall- að hér, en víst er slóð kirkjunnar blóði drifin Heilun spilar á svipuðum nót- um og reiki. „Andi lífsins er ekki aðeins andinn í brjósti okkar heldur einnig hin samræmandi orka allrar sköpunar“ (bls. 25)\ Stundum er talað um efsta punkt- inn í blikinu sem einingarpunkt- inn. Þessi staður er um 40 cm ofan við hvirfilinn og tengist and- legu orkunni... „Pá hefur æðra Sjálf („Kristur í oss“) (bls. 23) gripið inn í um stundarsakir gegnum þennan tengipunkt... Þetta ber fremur að líta á sem snertipunkt eða tenginguna við lífsheildina - almættið" (bls. 25, innskot mitt)\ „Margt bendir til að náinn innri skyldleiki sé milli Sjálfsins og lífsheildarinnar, sem á máli trúarbragða nefnist Guð“ (bls. 49)J. Niðurstaða: Trúarlegt hlutleysi er ekki aðalsmerki reikis eða heilunar. Bæði kerfin ganga út frá forsendu samræmdrar orku allrar sköpunar, lífsheildinni, almættinu. Pessi kerfi eiga ekki samleið með öllum trúarbrögð- um og greinum þeirra. Meðan landinn lítur á Guð sem guð gref- ur hann blessaðri barnatrúnni gröf. Til þessa hafa menn ekki grafið grafir sem ekki hafa verið notaðar. Og nú þegar sá tími nálgast, að menn munu kveljast á kirkjubekk í klukkutíma eða svo þetta eina skipti á ári hverju, þá er vert að hlusta á boðskapinn, jafnvel hafa fermingarkverið, þetta rykfallna, upp á vasann. Omar Torfason. Höfundur er sjúkraþjálfari á Akureyri. Heimildir: 1. Baginski & Sharamon, Reiki, Universal Life Energy LifeRhythm 1988 Mendocino CA 95460 USA. 2. F.Story Samræður um kenningu Búddha, þýð. Skúli Magn., Víkur- útgáfan 1986. 3. C.S.Lewis Mere Christianity Fontana Books 1969. 4. Jörgensen & Ovesen, Heilun, Orka-vitund-mannþroski, þýð. Úlf- ur Ragnarsson, Örn & Örlygur 1990. Frostrásin FM 98,7 Útvarp á Norðurlandi með aðsetur á Akureyri. Erum komnir í loftið! Frostrásin FM 98,7 Sími 27687 ★ Útvarp með sál

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.