Dagur - 03.12.1992, Blaðsíða 15

Dagur - 03.12.1992, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 3. desember 1992 - DAGUR - 15 Iþróttir Halldór Arinbjarnarson Strákur frá Húsavík vekur áhuga Sunderland Nú bendir allt tU þess að Húsvíkingurinn Guðni Rúnar Helgason muni gera atvinnu- mannasamning við enska stór- liðið Sunderland. Eins og greint var frá í Degi þá var Guðni hjá félaginu fyrir skömmu og nú hefur verið sótt um atvinnuleyfí fyrir hann. Upphaflega ætlaði Guðni til Newcastle en ekkert varð af því og þá kom Sunderland inn í myndina. Hann dvaldi fyrst hjá félaginu síðastliðið sumar og síð- an aftur í rúmlega hálfan mánuð á dögunum. Fyrstu daganna æfði Guðni með liði 19 ára og yngri og lék einn leik með liði 16 ára og yngri. Eftir þann leik var hann látinn æfa með varaliðinu og skoraði 5 mörk í sínum 1. leik. Eftir það æfði hann með aðalliði Sunderland. Blak, 2. deild karla: Snörtur vann Lauga Á miðvikudagskvöld fór fram 1 leikur í 2. deild karla í blaki. Snörtur vann þá Laugar 3:0. Leikurinn fór fram á Húsavík. Hann þótti heldur slakur, enda gat hvorugur aðilinn mætt með sitt sterkasta lið. Úrslit í hrinun- um urðu 15:13, 15:3 og 15:4. Enn er ekki að fullu ljóst hvert framhaldið verður en fastlega er búist við að Sunderland bjóði Guðna atvinnumannasamning. Félagið hefur þegar sótt um atvinnuleyfi fyrir hann í Eng- landi. Þar sem hann er aðeins 16 ára verður hann á unglingasamn- ingi fyrsta árið. Undirbúnings- tímabilið hefst í júlí svo Guðni bjóst jafnvel við að geta leikið eitthvað hér heima í sumar, en hann hefur verið með KA undan- farin 2 ár. Hann sagði aðstöðuna hjá Sunderland ótrúlega góða, sé Frábær árangur hjá Mörthu Martha Ernstdóttir frjáls- íþróttakona náði þeim frábæra árangri að verða í 5. sæti á 1. stigamóti Alþjóðafrjálsíþrótta- sambandsins í víðavangshlaup- um. Hlaupið fór fram í Bolbec í Frakklandi um síðustu helgi. Arangurinn gefur henni stig í stigakeppninni sem lýkur með HM á Spáni 28. mars 1993. Að- eins 8 fyrstu keppendur í hverju hlaupi fá stig. Með þessum árangri er Martha komin í hóp fremstu víðavangshlaupara heims. 'miðað við hvað íslensk lið þurfa að sætta sig við. Auk Rokal Park, aðalvallar félagsins, eru 2 knatt- spyrnuvellir í fullri stærð á æf- ingasvæðinu og einnig nokkrir minni vellir. Guðni bjóst við að fara út í janúar og þá mundu mál- in verða komin á hreint. Ljóst er að um mikil tíðindi er að ræða, verði af samningi milli Guðna og Sunderland, eins og allt stefnir í. Sunderland hefur ekki gengið sem best í vetur. Liðið er nú í neðri hluta 1. deildar en þó langt frá því að vera í fallhættu. Verð- ur gaman að fylgjast með fram- vindu þessa máls. Guðni Rúnar gæti verið að komast á samning hjá Sunderland. Mynd: im Körfubolti, úrvalsdeild: Skrautleg sjúkrasaga Tindastóls „Auðvitað er ég ekki ánægður með hvernig okkur hefur gengið. Samt ekki mjög óánægður heldur, ekki síst þegar skrautleg meiðsla- og sjúkrasaga liðsins er skoðuð,“ sagði Valur Ingimundarson, þjálfari úrvalsdeildarliðs Tindastóls í körfuknattleik. Valur hefur sjaldan getað stillt upp sama liðinu tvisvar í röð og stór hluti liðsins hefur lagst í - liðið að smella saman Lokahóf hjá Magna - Vala Dröfn Björnsdóttir íþróttamaður ársins Um síðustu helgi var haldin uppskeruhátíð Magna á Greni- vík. Veittar voru viðurkenn- ingar fyrir góðan árangur á árinu og íþróttamaður Magna 1992 valinn. í ár er það Vala Dröfn Björnsdóttir sem hlýtur þann heiður. Vala Dröfn keppti í 35 grein- um á 11 mótum á árinu. Hún sigraði 18 sinnum, varð 4 sinnum í 2. sæti og 4 sinnum í því 3., setti 7 Magnamet og 2 héraðsmet. Hún keppir mest í hlaupum, há- stökki og langstökki og sérgrein hennar, ef svo má segja, er 800 m hlaup. Hún bætti árangur sinn í þeirri grein um 16 sekúndur á árinu, tvíbætti Magnametið og bætti 8 ára gamalt héraðsmet um rúmar 4 sekúndur. Hún varð í 3. sæti í 800 m hlaupi á unglinga- landsmótinu á Dalvík og náði 2. sæti á íslandsmóti 14 ára og yngri í Mosfellsbæ, hálfum mánuði seinna. í Landsbankahlaupinu í [þróttamaður Magna 1992, Vala Dröfn Björnsdóttir, er geysilega efnileg íþróttakona. Myndir: Jón Hrói vor, sem var 1500 m víðavangs- hlaup, varð hún í 1. sæti af 120 keppendum. Fyrir utan frjálsar íþróttir er Vala framarlega í borðtennis. Hún varð í 2. sæti í 12-13 ára flokki á íslandsmóti unglinga og í 2. sæti á Unglinga- landsmótinu á Dalvík. Af þessari upptalningu sést að Vala Dröfn Björnsdóttir er vel að útnefning- unni komin og er sannarlega íþróttamaður framtíðarinnar. En þessir hlutu viðurkenningar á uppskeruhátíðinni: Knattspm. ársins 12 ára o.y.: Ingi H. Heimisson. Markakóngur 12 ára o.y.: Víðir Örn Jónsson. Knattspm. ársins meistarafl.: ísak Oddgeirson. Markakóngur meistarafl.: Ólafur Þorbergsson. Borðtennismaður ársins: Margrét Ósk Hermannsdóttir. Frjálsíþróttamaður ársins: Vala Dröfn Björnsdóttir. íþróttamaður Magna 1992: Vala Dröfn Björnsdóttir. flensu í lengri eða skemmri tíma. „Þetta hefur leitt til þess að mað- Valur Ingimundarson. ur hefur endalaust verið að prófa eitthvað nýtt. í síðustu 4 leikjum höfum við þó sýnt hvað við get- um og hvernig við ætlum að spila.“ Mikli veikindi hafa að sjálfsögðu rænt mannskapinn úthaldinu en nú taldi Valur allt vera á réttri leið og ástæðulaust annað en setja stefnuna á úrslita- keppnina. Inna skamms munu Karl Jónsson og Ingvar Ormars- son koma aftur inn og þá ætti Valur að geta stillt upp sínu sterkasta liði. Valur var einnig mjög ánægður með bikardráttinn, en heimaleikur gegn Njarðvík gefur góðar vonir um áframhald- andi þátttöku Stólanna. ■■■HK Grunnnámskeið I Ungmennahreyfing RKÍ Akureyrardeild gengst fyrir námskeiði helgina 5.-6. desember. Upplýsingar á skrifstofu í síma 24402. URKA. íT Knattspyrnumaður og markakóngur meistaraflokks takast á. Ingi H. Heimisson knattspyrnu- maður Magna,12 ára og yngri. Basar * Basar * Basar Árlegur köku- og munabasar kvenfélagsins Iðunnar í Eyjafjarðarsveit verður haldinn í félagsheimilinu Laugarborg næstkomandi sunnudag kl. 15. Margt eigulegra muna. Kaffisala. Allir velkomnir. J Útvegsmenn Norðurlandi Útvegsmannafélag Norðurlands boðar til fundar að Hótel KEA sunnudaginn 6. des- ember nk. kl. 16.00. Sjávarútvegsráðherra Þorsteinn Pálsson kemur á fundinn. Stjórnin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.