Dagur - 03.12.1992, Blaðsíða 7

Dagur - 03.12.1992, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 3. desember 1992 - DAGUR - 7 Leiklist „ Jeppi á FjaDi“ á Húsavík Leikklúbbar fylgja flestum fram- haldsskólum í landinu. Þeir hafa verið hefð um langan tíma við elstu Menntaskólana í landinu og þegar framhaldsskólar af öðrum toga tóku til starfa var sem betur fer þessum þætti menningarinnar sinnt innan þeirra eftir því sem efni stóðu til á hverjum stað. Framhaldsskólinn á Húsavík er ekki gömul stofnun, en þegar árið 1988 var stofnaður leik- klúbbur við skólann og ber hann heitið Píramus & Þispa. Þessi klúbbur var þegar í upphafi ferils síns stórhuga. Á fyrsta starfsári sínu setti hann upp eitt leikrita W.. Shakespeares: Draum á Jóns- messunótt í stjórn Einars Þor- bergssonar. Síðan hefur leik- klúbburinn sett upp verk á hverju skólaári: Spanskfluguna eftir Arnold og Bach, Þú ert í blóma lífsins, fíflið þitt, sem var samið af unglingadeiid Leikfélags Hafn- arfjarðar, og Þrettándakvöld eft- ir W. Shakespeare. Nú standa yfir sýningar leik- klúbbsins Píramus & Þispa á verki Holbergs, Jeppi á Fjalli, í Samkomuhúsinu á Húsavík. Þessi danski farsi hefur ekki verið tíður á fjölum íslenskra leikhúsa í nokkuð langan tíma, en var það fyrrum. Því var tími til þess kom- inn að strjúka af honum rykið og setja hann upp á ný - og þá tilval- ið að gera það með ungu og hressu fólki. Leikstjóri uppsetningar leik- klúbbsins á Jeppa er Sigurður Hallmarsson og fer hann einnig með titilhlutverkið. Sviðshönnun er einnig hans. Leikmyndin er á meðal þeirra bestu, sem undirritaður hefur séð í Samkomuhúsinu á Húsavík. Hún er myndræn og gefur góða umgjörð um verkið. Auk þess er hún hönnuð með hagkvæmni í huga, svo að sviðsskipting gengur vel fyrir sig. Lýsing leikmyndar- innar nýtir allvel möguleika Ijósanotkunar til þess að skipta sviðinu og beina athygli að þeim stöðum, sem við á hverju sinni. Leikstjórn Sigurðar er vel unnin. Hann hefur gætt þess, að ekki verði árekstrar á sviðinu og að hreyfingar og stöður séu sem eðlilegastar. Vandræðaleg bið kemur afar sjaldan íyrir og flestir leikendur fara bærilega og upp í vel með hlutverk sín. Af ber frammistaða Þorbjargar Björnsdóttur í hlutverki Nillu, konu Jeppa. Þorbjörg skilar persónunni af þeirri ákveðni, Mýjar bækur__________________ Perla, draumur um hest Út er komin barnabók eftir nýjan höfund. Þetta er sagan „Perla, draum'ir um hest“ eftir Sigrúnu Björgvinsdóttur á Egilsstöðum. Þetta er sannsöguleg saga um litla stúlku sem hefur sérstakt dálæti á hestum og hvernig hún eignaðist hest sjálf. Bókin segir frá draumum hennar, vonum og vonbrigðum með gæðinginn. Þeir sem til eru nefndir í sögunni eru þar nefndir sínu rétta nafni. Sagan gerist á Héraði en leikurinn berst líka til Homafjarðar á fjórðungsmót og sagt er frá reið- námskeiði á Egilsstöðum þar sem hinn þekkti hestamaður, Reynir Aðalsteinsson leiðbeindi. Sagan var lesin í útvarp 1986 í frábæmm flutningi Ragnheiðar Steindórsdóttur. Þá birtist sagan í þýska tímaritinu „Freizeit im Sattel" 1987 og í „Eiðfaxa" 1988. Teikningar í bókinni eru eftir Þuríði Einarsdóttur, Oddgeirshól- um, en Héraðsprent á Egilsstöðum prentaði. sem við á. Henni tekst vel að vera aum og full eftirsjár, þegar hún hyggur Jeppa dauðan, og hörð og skipandi, þegar hún er að reka hann til þess, sem hann á að gera. Sigurður Hallmarsson í hlut- verki Jeppa á verulega góða spretti. Bestur er samleikur hans og Þorbjargar Björnsdóttur, einkum í upphafi verksins, en einnig eru góðir sprettir í samleik Sigurðar og Heimis Týs Svavars- sonar, sem fer með hlutverk Jakobs skómakara og gerir því mjög bærileg skil. Það er ætíð nokkuð erfitt fyrir reyndan leikara að fara svo með hlutverk í mótleik við lítt sviðsvant fólk, að ekki verði vandræðalegt. Sigurði tekst yfirleitt að þræða þann veg, sem við á. Það er nauðsyn hverju samfé- lagi, að innan vébanda þess sé hugað að menningarstarfi. Það menningarstarf þarf að ná til sem flestra aldurshópa og sviða sam- félagsins. Leiklistarstarf nemenda Framhaldsskólans á Húsavík er grein á þessum meiði. Hún er samfélaginu akkur og þess verð, að það styðji hana með ráðum og dáð. Haukur Ágústsson. Y 50 ára afmæli kórs Grundarkirkju Afmælisfagnaður verður haldinn í Laugarborg sunnudaginn 13. desember kl. 14.30. Fyrrverandi félagar ásamt mökum hjartanlega velkomnir. Vinsamlega tilkynnið þátttöku fyrir mánudaginn 7. desember til Vigdísar í síma 31130, Helgu í síma 31241 eða Hildar í síma 31248. fVíf-G Á'>v. st SUNNUHUÐ VERSHJNARMIÐSTÖÐ — SHOPPING CENTER — Munið opið á laugardögum til kl. 16.00 Handverkskonur verða í Sunnuhlíð föstudag og laugardag Myndbandstæki kr. 29*950 stgr. Ferðataeki m/tvöf. secjulbandi kr. 4.990 stgr. Aðventuljós kr. 1.590 Qjj Rafland hf. Trúðurinn Skralli laugardag kl. 13.30 KEA Sunnuhlíb 12 Opið til kl. 20.00 alla daga nema sunnudaga Tilbob: Fjölkornabraub kr. 117 Kynnum á föstudag og laugardag: Peter Pan hnetusmjör • Kynningarverð Útbúum ostabakka og ostapinna Mikiö úrval afostum og ostatertum í ostaboröi Jólabækurnar færðu hjá okkur 03 líka margt annað í jólapakkana. P.S. Kæri jóla- sveinn! Hjá okkur færðu nóg af smádóti í skóinn. Þroska- leikföng jll VERSLUNIN VA00AN. Ynja s. 25977 - Slétt og fellt s. 27224 - Ljósmyndabúðin s. 11030 - Samson s. 27044 - Tónabúðin s. 22111 Rafland s. 25010 - Pálína s. 27177 - HABRÓ s. 11119 - Trygging s. 21844 - Markaður s. 27586 Möppudýrið s. 26368 - Brauðbúð Kristjáns s. 25904 - Vaggan s. 27586 - Saumavélaþjónustan s. 11484 Blómabúðin Laufás s. 26250 - Búnaðarbanki íslands s. 27600 - Kjörbúð KEA s. 30387 Velkomín í Sunnuhlíð

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.