Dagur - 03.12.1992, Blaðsíða 10

Dagur - 03.12.1992, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Fimmtudagur 3. desember 1992 Dagdvelja Stiörnuspá ™ eftlr Athenu Lee ' Q Vatnsberi (20.Jan.-18. feb.) J Dagurinn verður annasamur og tíminn verður af skornum skammti. Einhver atburður mun hafa greinileg áhrif á fjölskyldulífið og auka viljann til samstarfs. W Fiskar 'J&JÍ (19. feb.-20. mars) ) Það væri viturlegt að leggja fé til hliðar til síðari tíma og taka fjár- málin til rækilegrar endurskoðun- ar. Samstarf gengur vel og happa- tölur eru 9, 22 og 33. ) Hrútur (21. mars-19. aprfl) Ekki reiða þig á loforð og reyndu heldur að stóla á sjálfan þig. í dag skaltu líka halda þig dálítið út af fyrir þig. Naut (20. aprfl-20. mal) ) Þú munt græða á tilbreytingu og reyndu því að brjóta upp daglegar hefðir og gera eitthvað nýtt. Eitt- hvert vandamál mun reynast minna en þú ætlaðir. d Tvíburar (21. mat-20. Júnl) ) Hugsun þfn er einstaklega skýr f dag og því mun þér takast vel að greina hismið frá kjarnanum. Not- færðu þér þetta vel. Hugsaðu lika vel um óvenjulega hugmynd. d Krabbi (21. Júní-22. Júll) ) Krabbar eru hugrakkar manneskj- ur og þú ert ekki feiminn við að láta álit þitt í Ijós opinberlega. Þér mun koma á óvart hvað þú færð mikinn stuðning. lOÓn (23. Júlí-22. ágúst) ) Gættu að því sem þú segir, sér- staklega seinni partinn. Eitthvað sem sagt er í gríni gæti verið tekið alvarlega á þinn kostnað. Ástarlíf- ið blómstrar. <3 Meyja (23. ágústr22. sept. 0 Eitthvað óvænt setur strik í reikn- inginn hjá þér í dag og gæti orðið til að þú kemur ekki öllu i verk sem þú ætlaðir. Vertu hreinskilin; þá öðlastu virðingu annarra. ( Vog (23. sept.-22. okt D Þú ert annars hugar þessa dagana og ef þú reynir ekki að einbeita þér, munt þú tapa einhverju. Nú er góður tími til sátta og happatölur eru 11, 24 og 35. C SporðdrekiD (23. okt.-21. nóv.) y Þú verður fyrir óvenju mikilli truflun fyrir hádegi en þér mun takast að vinna það upp. Þú gerir hagstæð innkaup í dag. Œ Bogmaður) (22. n6v.-21.des.) J Þú þarft að sætta þig við að ein- hver ergi þia viljandi en láttu sem ekkert sér. I dag er kjörið að rækta nýlegt samband. Steingeit D (22. des-19.Jan.) J Þú færð tvíræðar upplýsingar og þarft frekari staðfestingu á þeim. öll samskipti virðast óörugg og hætta er á einhverjum misskiln- ingi. Ertu viss um að bátur-IJ Auövitað, inn sem þú ætlar á Uég á yfir brúna, geti I | meira að þetta? segja fimm þumlunga Viðskiptakenning Jóakims Andar Veistu, að það er tal- inn glæpur á frlandi að móðga einhvern! Það er gott að við búum ekki þar! Við næðum þér aldrei út úr fangelsinu! Þegar ég legg fram ákæruna Þú hrasaðir á munu þau grát- gangstétt. Við för- biðja um að fá um ekki í mál við að borga mér. neinn vegna skrámu á hné. o Mamma segir að ég borði of hratt og að það sé slæmt fyrir meltinguna. Hvernig getur það bætt meltinguna að borða hamborgara hægt? Kannski verður það til þess að þú gleypir ekki bréfið með. A léttu nótunum Dáleiðsla? Veiðimaðurinn mikli var að segja frá afrekum sínum: „Ég hafði misst byssuna mína og í því kom heljarstórt Ijón askvaðandi. Þá mundi ég að ég hafði einhvern tímann heyrt að hægt væri að stöðva villidýr með því að horfa nógu hvasst í augun á því. Og ég gerði það. Ég sat og starði á Ijónið. Og það starði á mig. Og stóð grafkyrrt! „Er þetta mögulegt? Hvernig á að skýra þetta?" spurði einn áheyrand- inn. „Ég kann enga skýringu á þvl - nema ef vera skyldi þá, að ég kúrði uppi í tré, sjö metrum yfir jörðu...“ Afmælisbarn dagsins Fyrri hluti ársins verður rólegur og tíðindalítill. Það gæti leitt til eirðarleysis og skapgerðar- brests. Óvenju mikið verður um ferðalög og vinnandi fólk mun líta til frekari möguleika í starfi sínu. Það verður frekar rólegt yfir ástarmálunum allt árið. Þetta þarftu Efni í nokkra Matlock-þætti! Lengsta málarekstri sögunnar lauk f Poona á Indlandi 18. apríl 1966, þegar Balasaheb Patloji Thorat hlaut hagstæðan úrskurð í máli sem forfaðir hans hafði höfð- að 761 ári fyrr, eða árið 1205! Málið snerist um rétt til að gegna virðingarstöðum í stjórnsýslu og við trúarathafnir... Að leika á reiðiskjálfi Orðtakið merkir að hristast og nötra. Reiðiskjálf merkir I rauninni „hristingur, sem stafar af þrumu- gangi", samanber hin fornu orð „reiðidruna (reiðardruna)" og „reiðiþruma (reiðarþruma)". Þessi orð fela í sér gamlar hug- myndir um samband reiðar („vagns") Þórs og þrumunnar. Síðasta ákvörðunin „Þegar karlmaður ákveður að gifta sig er það oftsinnis sfðasta ákvörðunin sem honum gefst færi á að taka.“ Kenneth L. Krichbaum. STORT Ferðakostnaður í bikarkeppninni Það er hætt við að ferða- kostnaður vegna bikar- keppninnar ( körfubolta og bikarkeppn- innar í hand- bolta verði mikill á þessu hausti. Þegar dregið var í bikarkeppninni í körfubolta varð niðurstaðan sú að „stóru" liðin fyrirsunnan, þurfa ^ flest að fara út á landsbyggð- ina og leika við liðin þar. Eins og flestum er kunnugt virðist vera bæði mun lengra og dýr- ara fyrir sunnanliðin að fara út á land heldur en fyrir lands- byggðarliðin að fara á höfuð- borgarsvæðið til að leika. Þetta hefur marg oft komið fram og eiga forsvarsmenn landsbyggðarliðanna erfitt með að skilja hvers vegna. Úrvals- deildarlið Vals þarf að fara í Stykkishólm, KR-ingar í Borg- arnes og Njarðvíkingar til Sauðárkróks. Þá þarf kvenna- lið ÍBK einnig að fara til Sauð- árkróks í bikarkeppninni. Svip- að var uppi á teningnum í bikarkeppni karla í handknatt- leik. Þá fengu landsbyggðar- liðin öll heimaleik, Eyjamenn fá Valsmenn i heimsókn, Framarar sækja Selfyssinga heim og Haukar leggja land undir fót og halda til Akureyrar og mæta KA. Þá þarf kvenna- lið Vals einnig að fara út í Eyj- ar í bikarkeppni kvenna í handbolta. Þó er ekki víst að dæmið líta alveg svona illa út, því venjan er að ferðakostn- aður sé greiddur af aðgangs- eyri leikjanna, svo langt sem það nær og því er vonandi að sem flestir áhorfendur mæti á þessa hörkuleiki sem fram- undan eru. Nokkrir laufléttir „Lögfræðingar" hreytti ekkjan út úr sér. „Ég hef lent í svo miklum erfiðleikum með þá í sambandi við uppgjör á dánar- búi mannsins míns heitins, að stundum óska ég þess að hann hefði aldrei dáið.“ „Óskar frændi fékk loksins hvíldina í síðustu viku.“ „Nú ég vissi ekki að hann væri dáinn." „Hann er bráðlifandi. Það var frænka sem dó.“ „Ég heyrði nýjan brandara um daginn. Ætli ég sé búinn að segja þér hann?“ „Er hann fyndinn?" „Já.“ „Þá ertu ekki búinn að því.“ „Nei pabbi, ég kjaftaði ekkert í mömmu hvenær þú komst heim. Hún spurði mig klukkan hvað þú hefðir komið og ég sagðist ekki hafa tekið eftir því af því ég hefði verið svo önn- um kafinn við að borða morg- unmatinn."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.