Dagur - 09.12.1992, Page 3
Miðvikudagur 9. desember 1992 - DAGUR - 3
Fréttir
Aukið sjálfstæði fram
haldsskóla í athugun
Nú í haust fóru fimm manns á
vegum Menntamálaráðuneytis
til Danmerkur og Kanada til
að kanna breytingar á þar-
lendu menntakerfi. Einn
þeirra var Jón F. Hjartarson
skólameistari Fjölbrautaskól-
ans á Sauðárkróki. í framhaldi
af þessari ferð skiluðu fimm-
menningarnir skýrslu til mennta-
málaráðherra og tillögum
um breytingar hérlendis. Nú
hefur svar borist frá ráðherra.
Pað sem verið var að athuga
voru breytingar á fyrirkomulagi
fjárveitinga og valddreifingar í
stjórnun framhaldsskóla. Niður-
staðan var sú að í Danmörku
væri verið að breyta áherslum
þannig að verið væri að færa vald
og ábyrgð frá ráðuneytum til
stofnana. Sömu sögu er að segja í
Kanada. í skýrslu fimmmenning-
anna er vitnað í rannsóknir Dan
Brown prófessors á miðstýringu
og valddreifingu til skóla. I vald-
dreifðu kerfi fá skólarnir ákveðið
fjármagn og eru ábyrgir fyrir nýt-
ingu þess.
„Að ferð lokinni er hópurinn
sammála um að þörf sé á breytt-
um áherslum við fjárlagagerð og
fjármálastjórn hér á landi. Með
valddreifingu hafa Danir og Kan-
adamenn horfið frá smáatriða-
stjórnun til heildarstjórnunar
skóla og stofnana," segir í skýrslu
hópsins. Ennfremur kemur fram
að hópurinn sé sammála um að
„aukin valddreifing leiði til auk-
inna gæða í skólastarfi.“
í framhaldi af þessu lögðu fjór-
ir þessara aðila fram tillögur um
valddreifingu og fjárhagslegt
sjálfstæði framhaldsskóla, ásamt
skýrslunni, til menntamálaráð-
herra. Þar er m.a. lagt til að
stofnaður verði vinnuhópur til að
gera tillögur og áætlun um til-
raunir á þessu sviði, að mennta-
málaráðherra heimili 5-8 fram-
haldsskólum að gerast til-
raunaskólar, að stjórnvöld beiti
sér fyrir endurskoðun kjarasamn-
inga og að stofnuð verði þjón-
ustumiðstöð fyrir framhaldsskóla
sem heyri undir menntamálaráð-
herra.
Að sögn Jóns. F. Hjartarsonar
skólameistara FNV hefur nú bor-
ist svar frá menntamálaráðherra
þar sem hann tekur undir þau
sjónarmið sem fram koma í til-
lögum fjórmenninganna. Hefur
málið verið sett fyrir nefnd sem
vinnur að endurskoðun laga um
grunn- og framhaldsskóla. „Ég
geri ráð fyrir að sjónarmið keim-
lík þessum séu uppi á borði hjá
þeim,“ sagði Jón og kvað ekki
ólíklegt að þess kunni að gæta í
þeim lagafrumvörpum sem verði
lögð fram sfðar í framhaldi af
nefndarstarfinu. sþ
Öryggi við
notkun greiðslu-
korta sé
sem mest
Neytendasamtökin og Visa
ísland lýsa yfir því að gefnu
tilefni að það sé hagur jafnt
neytenda, verslana og þjón-
ustustaða, sem útgefanda
greiðslukorta að öryggi við
notkun sé sem mest.
Eðlilegt er að kortafyrirtækin
geri ráðstafanir til að koma í veg
fyrir óheimilar úttektir og mis-
ferli. Það þjónar hvorki hags-
munum bankanna, kortafyrir-
tækjanna eða neytenda að kortin
séu notuð umfram það sem
úttektarmörk eða greiðslugeta
leyfir.
Neytendasamtökin hafa aldrei
hvatt til ólögmæts athæfis, hvorki
á þessu sviði né öðrum. Ummæli
sem komið hafa fram í fjölmiðl-
um og benda til annars eiga ekki
við rök að styðjast og eru á mis-
skilningi og ónákvæmni byggð.
Skák_______________
Sveitakeppni grunnskóla:
Sveitir Lundarskóla
og GA efstar að vanda
Sveitakeppni grunnskóla í
skák var haldin á Akureyri um
síðustu helgi. Þetta var undan-
keppni fyrir íslandsmót grunn-
skólasveita sem fram fer næsta
vor. Eins og undanfarin ár
voru sveitir Lundarskóla og
Gagnfræðaskóla Akureyrar
sigursælar.
í flokki yngri nemenda, 1.-7.
bekk, varð röð efstu sveita þessi:
1. A-sveit Lundarskóla 28 vinn-
ingar af 28 mögulegum! 2. B-
sveit Lundarskóla 19 v. 3. Gler-
árskóli 18 v. 4. A-sveit Síðuskóla
16Vi v. 5. B-sveit Síðuskóla 15 v.
Þarna vekur mesta athygli ein-
stæður árangur A-sveitar
Lundarskóla. Sveitin vann allar
skákir sínar og þess má geta að
ein stúlka var í sveitinni. Alls
mættu 11 sveitir til leiks í þessum
flokki.
Þátttaka var dræmari í flokki
eldri nemenda, 8.-10. bekk. Sex
sveitir höfðu boðað mætingu en
aðeins 4 mættu til leiks og allar
frá Gagnfræðaskóla Akureyrar.
Sveitirnar skiptu vinningunum
þannig á milli sín: 1. A-sveit GA
11 Yi vinningur af 12 mögulegum.
2. B-sveit GA 8 v. 3. D-sveit GA
2Vi v. 4. C-sveit GA 2 v.
Það verða því A-sveit Gagn-
fræðaskóla Akureyrar og A-sveit
Lundarskóla sem fara á íslands-
mót grunnskólasveita næsta vor.
SS
10 mínútna mót:
Rúnar og Þór
í efstu sætum
Skákfélag Akureyrar hélt 10
mínútna mót síðastliðið föstu-
dagskvöld. Þátttaka var
þokkaleg og hörð barátta um
efstu sætin.
Leikar fóru þannig að Rúnar
Sigurpálsson varð hlutskarpastur
með 6 vinninga af 7 mögulegum.
Þór Valtýsson varð í 2. sæti
einnig með 6 vinninga og í 3. sæti
varð Sigurjón Sigurbjörnsson
með 5 vinninga. SS
Ks
MEÐ NYJUM
JÓLA
FERNUM
MJOLKURSAMLAG
*
líka ájólunum
&
Og þegar fernurnar eru tómar má breyta þeim í
skemmtilegt I
jólaskraut
-1-
lu tuiiiai iiia uityLa |jtiiii i