Dagur - 09.12.1992, Side 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 9. desember 1992
Iifsins dóminó
- Skúla HaUdórssonar tónskálds
Lífsins dóminó, heitir nýútkomin bók, sem hefur að geyma ævi-
minningar Skúla Halldórssonar tónskáids og fyrrum skrifstofu-
stjóra Strætisvagna Reykjavíkur. Sagan er skráð af Ömólfí Árna-
syni, rithöfundi.
Skúli Halldórsson varð landsfrægur árið 1952 er franskt dægurlag
fór sigurför um heiminn og í Ijós kom að það var nánast alveg eins
og valsinn „Dóminó“, sem Skúli samdi 16 árum fyrr og færði til-
vonandi konu sinni að gjöf. Deilan um höfundarréttinn snerist
upp í hálfgerða milliríkjadeilu milii íslendinga og Frakka og Dan-
ir blönduðust einnig inn í þá deilu. Guðmundur Guðmundarson
samdi einnig gamanvísur við Iagið og urðu þær mjög vinsælar,
enda fjölluðu þær um deiluna. Vísurnar hófust á þessum orðum:
„Domino, Domino, ertu frönsk eða fædd hér á landi?...“
í „Lífsins dóminó" greinir
Skúli frá fólki og atburðum á
æskustöðvum sínum, Flateyri og
ísafirði, og heimilsbragnum í
húsi ömmu sinnar, Theodóru
Thoroddsen, skáldkonu í
Reykjavík. Pá segir hann frá
eftirminnilegum atvikum úr eigin
lífi og starfi og lýsir samferða-
fólki sínu.
Hér á eftir birtum við einn
kafla bókarinnar. Þar segir frá
ferð Skúla og Viðars Thorsteins-
sonar, síðar heildsala, til Bret-
landseyja.
I vesturvíking
Það er heitt, það er rakt og loftið er
mettað súrsætum ilmi af öli, svita
og reyk. En þetta venst vel og
sömuleiðis hálfrökkrið og kliðurinn
í þessari glaðværu, ensku alþýðukrá.
Nótumar á hljóðfærinu em sumar
svolítið stamar og það mætti stilla
það betur. En hvaða máli skiptir
það? Hann hefur ekki undan að
þamba ölið sem aðdáendur hans
færa honum að launum fyrir spila-
mennskuna. Nú standa þrjár hálf-
pottskrúsir og volgna ofan á
píanóinu. Þetta er í fyrsta sinn sem
Skúli Haildórsson leikur á píanó
fyrir borgun.
Viðar fær alltaf sama skammt og
Skúli. Honum gengur greiðar að
koma ölinu niður, enda hefur hann
báðar hendur lausar. Viðar er orðinn
rjóður í kinnum og prakkaralegur til
augnanna. Skúli heyrir á hlátrasköll-
unum að vinur hans er líka farinn að
skemmta. Ölið hefur þá hjálpað
honum að ná tökum á enskri tungu
og brandaramir famir að fljúga.
Félagamir höfðu komið til South
Shields með togaranum Hilmi sem
þar Iagðist í slipp. Þeir unnu sér
fyrir fari og fæði með því að hífa
öskuna af fýrplássinu 12 klukku-
stundir í sólarhring á fjögurra tíma
vöktum. Skúli fékk að halia sér á
frívöktum í koju fyrsta stýrimanns
sem gekk öfuga vakt við hann. Þeir
stigu fremur félitlir á enska gmnd
og því datt Skúla það snjallræði í
hug að kaupa hefti af Strauss-völs-
um fyrir 2 shiliinga og finna krá
með sæmilegu hljóðfæri. Þar settist
hann svo niður og byrjaði að spila.
Eftir það þurftu þeir félagar ekki að
taka upp veskið og skorti hvorki
drykkjarföng né vinsældir.
Andlitin eru ekki öll smáfríð og
sumir eru lítt eygðir, einkum þegar
halla tekur á kvöld. Karlamir eru
ölþrútnir í framan og kerlingamar
herfilega málaðar með alls konar
glingur hangandi á sér til skrauts.
En þetta er elskulegasta og gestrisn-
asta fólk sem Skúli hefur fyrirhitt og
hann leggur sig allan fram að spila
sem best fyrir það. Hann finnur að
mesta hrifningu vekja þeir valsar
sem hann getur leikið sterkt og
hratt. Krafturinn fær snögga svörun
og stundum ætlar lófatakinu aldrei
að linna. Skúli nýtur þess að finna
velvildina streyma frá fólkinu og
smjúga sér í merg og bein.
Tvær ljómandi laglegar stúlkur
taka sér stöðu við hliðina á
píanóinu. Þær halda áfram að tala
saman á meðan hann spilar og horfa
aldrei á hann, þó að hann gjói til
þeirra augunum. Báðar virðast
stúlkumar góðar í laginu og með því
að halla sér óþarflega mikið til
hiiðar við spilamennskuna tekst
honum að sjá að fætumir eru
grannir og spengilegir. Önnur er
dökkhærð með hlý, brún augu, en
hin er með eldrautt hár, þúsund
freknur á hvítu andlitinu og einstak-
lega kyssilegan munn, sem hún
teygir í sífellu fram í totu, eins og til
að sýna hvers hann sé megnugur.
„The girls must be crazy about
you, love“ (Stúlkumar hljóta að
vera vitlausar í þér, elskan) segir
feitlagin eiginkona veitulasta vinar
þeirra þegar lófaklappinu slotar.
Sætu stelpumar klappa ekki. Þær
standa bara með glösin í höndunum
og halda áfram að tala saman. „You
are a real sweetie-pie” (Þú ert
algjört sætindi) bætir sú feita við og
beygir sig fram og klípur hann
elskulega í kinnina til að undirstrika
orð sín. Við blíðuhótin riðar hún
svo á fótunum að það slettist úr
ölkrús hennar yfir nótnaborðið á
píanóinu.
Skúli ætlar að fara að fóma
einum af hvítu línvasaklútunum,
sem frú Unnur Thoroddsen hefur
gert hann út með að heiman, til að
þrífa klístrið af nótunum. En þá
gerist kraftaverkið. Rauðhærða
fegurðardísin birtist með stóra, vota
borðtusku. Hún brosir, horfir beint í
augun á honum og hreinsar upp ölið
og segir: „You play jolly well.“ (Þú
spilar býsna vel)
Það er eins og eldingu ljósti nið-
ur í kollinn á Skúla. Allur áhugi á
Jóhanni Strauss er horfinn út í hafs-
auga. Viðar er heldur ekki lengi að
átta sig á því að lyklar að lífsins
paradís kunni að finnast þama í
hálfrokknu kófinu, bara ef maður
hefur augun hjá sér, og bregður eld-
skjótt við um leið og nokkurt færi
igefst. Aður en varir em Gladys og
jFiona líka komnar á fría drykki,
• Skúli leystur undan spilasícyld-
unni og ungmennin fjögur farin að
krunka og kjást í hombásnum.
Gladys hefur skærgræn augun aldrei
af „Skoolie" og hann horfir hug-
fanginn á tungu hennar væta totuna.
Fiona með blíðu augun er farin að
skellihlæja að leiftrandi fyndni
„Whither’s," sem venjulega er frjó,
en fæðist nú svo ört að hann hefur
ekki við að koma henni út úr sér.
Það er víðar en í Reykjavík sem
húsnæðisleysi hrjáir ungdóminn.
Verksmiðjustúlkumar tvær í South
Shields geta ekki boðið erlendu pil-
tunum heim. Þau ganga út með
ströndinni í hlýju náttmyrkrinu og
nema öðm hverju staðar til að kyss-
ast. Totan gefur fyrirheitunum
ekkert eftir. Loftið er þungt og
kyrrt, þmngið spennu.
Skammt utan við hafnargarðinn
er baðströnd. Ljósgeisli frá vitanum
slær veikum bjarma eitt augnablik
öðm hverju á þennan afvikna stað.
Þau hnjóta um fjömgrjót og hlæja
dátt að ófömm hvers annars. Gladys
hallar sér upp að að kletti. Hann
leggur til atlögu og veit hvað hann
vill. Hún veit hvað hann vill og veit
hvað hún vill. Hann finnur þó brátt
að það stendur ekki til að ferðast
alla leið til himnaríkis. En
víkingurinn er bæði atgangsharður
og þrautseigur og hún er blóðheit,
rauðhærða stúlkan með svo
mjólkurhvíta húð að hún lýsir upp
niðdimma nóttina.
„Oh, you’re so cute. You’re so
such a cutie-pie“ (Æ, hvað þú ert
sætur. Þú ert algjört sætindi) segir
Skúli Halldórsson (t.v.) og Viðar Thorsteinsson að svala þorsta sínum í
London 1933. Myndin er tekin í grennd við British Museum.
Gladys. Skoolie finnur strax að
þetta em lausnarorðin sem tákna að
nú séu vamir þrotnar. Hann ætlar að
láta til skarar skríða og ryðja síðustu
hindrununum úr vegi, fatnaðinum
sem hylur dýrasta ástardjásnið. En
nú fer heldur í verra. Hann kemst
ekkert með þessar buxur. Þær em
reyrðar níðfastar um mittið með ein-
hverju sem ekki gefur eftir og hann
finnur ekki. Loks tekst honum að
grafa upp enda. Þetta er þá svert
snæri og á því ótal rembihnútar.
Honum fallast hendur. Hvem djöf-
ulinn er Gladys að gera í þessari
rammgerðu skírlífisbrók?
„Let me“ (Leyf mér) segir
Gladys. Og hún byrjar að leysa
hvem hnútinn á fætur öðmm. Henni
sækist verkið hræðilega seint, þykir
þeim sem búinn bíður, stífur af
eftirvæntingu á sæbörðum steini.
Loks hefur hún leyst af sér brókina.
Það liggur við neistaflugi þegar þau
hlaupa saman og þau kútveltast í
fjömnni án þess að finna fyrir stein-
unum. Þó ekki hefði verið til annars
en þessa hefur ferðin til Englands
borgað sig strax á fyrsta degi.
Næsta morgun halda piltamir
tveir með jámbrautarlest frá South
Shields til London. Þeir koma á
Charing Cross-stöðina og ferðast
með neðanjarðarlest síðasta spölinn
til Russell Square. Aðalbjörg
Sigurðardóttir hefur bent Skúla á
Hotel Imperial, gott og ódýrt gisti-
hús á þeim stað í bænum sem hún
álítur heppilegastan fyrir ungan,
andlega þroskaðan son einka-
vinkonu sinnar. Og það er auðvitað
við hliðina á stærsta og merkasta
safni á norðurhveli jarðar, British
Museum.
Degi er tekið að halla þegar fél-
agamir eru búnir að koma sér fyrir á
hótelherberginu. „Við látum British
Museum bíða til morguns," segir
Viðar og dregur upp viskífleyg.
„Fáum okkur heldur einn lítinn. Og
svo skulum við skipta um föt og
sýna þessum kújónum hér að við
emm ekki neinir niðursetningar.“
Þó að þeir séu ekki búnir að vera
nema tvo daga í Bretlandi, em þeir
búnir að átta sig á því að enski spar-
ifatnaðurinn sem þeir hafa meðfer-
ðis, allur keyptur hjá Haraldi
Amasyni í Reykjavík, er yfirstéttar-
búningur sem nægir til að skipa
þeim á bekk með milljóna-
mæringum og lávörðum. Þessum
tveimur ungu sósíal-istum þykir
gaman að dubba sig þannig upp og
það er fjör í tuskunum í herbergi
þeirra meðan þeir undirbúa fyrstu
kynnisferð sína um heimsborgina.
Þeir stefna í átt til Piccadilly
Circus. Leiðin liggur um Soho-
hverfið, skuggalegt og spennandi
með örþröngum strætum þar sem
standa glyðrulegar píur í dyragætt-
um og gefa þessum prúðbúnu, ungu
íslendingum gætur. Snoppufríð
telpa, ekki langt yfir fermingaraldri,
kallar til þeira: „Wanna come up
with me boys? I’ll take both of you
for three shillings.” (Viljið þið
koma upp með mér, strákar? Eg
skal taka ykkur báða fyrir 3
shillinga). Síðan lyftir hún pilsfald-
inum og setur klæminn hnykk á
mjóslegnar mjaðmimar.
„Ég held hún sé ekki af góðu
fólki þessi,“ segir Viðar. „ímyndaðu
þér hvað amma þín í garðinum
segði ef þú mættir með hana upp á
arminn til messu í Dómkirkjunni.
Hugsaðu nú bara nógu helvíti sterkt
um Lenín og Krishnamurti, fóstri.
Annars komumst við aldrei
klakklaust til Piccadilly.“
Þeir standa allt í einu við torgið
fræga og þar er margt um manninn
þetta heita sumarkvöld. Við gos-
bmnninn nema þeir staðar og Skúli
kælir ennið með vatni. „Ætli við
þurfum ekki vökvun innvortis líka,“
segir Viðar. Þeir litast um og
kringum Piccadilly Circus eru ótal'
krár. En inn í hliðargötu sjá þeir
bleikt skilti með nafninu Eros Club.
Það er eins og við manninn mælt,
þeir taka blátt strik þangað. „Ég hef
alltaf verið óður í gríska
goðafræði,” segir Viðar og skrollar
enn meira á err-unum en venjulega.
A Eros eru speglar í gylltum
römmum, rautt pluss og málaðar
konur. Strákamir eru ekki fyrr
komnir með í glösin en að þeim
drífa gullfallegar stelpur í síðum,
flegnum kjólum. Gwendoline og
Doris fá rándýrt kampavín. Þetta eru
geðfelldar og háttvísar stúlkur. Það
kostar fimm shillinga að fara heim
með þeim að gera hitt, segja þær.
„Iss, það er ekki mikið,” segir
Viðar. Við fengum það líka ókeypis
í gærkveldi. Það jafnar sig upp.“
Viðar ætlar að verða bisnessmaður
og hefur nef fyrir því hvað sé að
gera góð kaup. Úr því að hann telur
verðið sanngjamt nennir Skúli ekki
að kvarta. Brátt skiljast því leiðir
fóstbræðra að kanna þessa
greiðasölu hvor á sínum stað í
bænum.
Ekki eru fiottheitin þau sömu
heima hjá Gvendólínu og á klúbbn-
um Eros. Þar brakar í stigaþrepum
og herbergið ekki laust við fuggu-
lykt, en gestrisnina skortir ekki, því
„Skoolie” fær „a nice cup of tea“
(indælis tesopa) áður en athöfnin
hefst. Stúlkan er íturvaxin og sann-
arlega ekki að skammast sín fyrir að
sýna líkama sinn. Þótt ung sé, er
auðséð að hún er enginn byrjandi í
bólfömm. Það er unun hversu mikla
alúð hún leggur við starf sitt.
Þegar allt er komið á fulla ferð,
vekur Skúli máls á því að það sé
synd að spilla ánægjunni með
gúmmíverjunni, sem Gvendólína
hefur fært hann í. Hún segir að það
kosti aðra fimm shillinga að fjar-
lægja smokkinn. Viskídrykkjan hef-
ur gert hann langþolinn og hann
hægir ekki á ferðinni á meðan hann
þrefar um aukaskilmálana sem
'honum tekst loks að prútta niður í
þrjá shillinga. Hann verður frelsinu
feginn og nýtur sín vel á endaspret-
tinum.
Á eftir segir stúlkan honum ágrip
af ævisögu sinni, hvemig óvandaður
maður gerði henni bam og hljóp svo
frá henni. Hún segist vera að safna
sér fyrir góðri saumavél til að geta
séð fyrir sér og baminu með heiðar-
legri vinnu.
Skúla fellur þungt að heyra
raunasögu þessarar ágætu stúlku. En
þó er ekki laust við að það særi stolt
hans, þegar hún biður hann að
skutla sér aftur niður á Eros. Hún
fullyrðir að það sé til að hitta stelpu
sem eigi afmæli. En Skúli trúir því
ekki. Hann veit að hún ætlar að
reyna að krækja sér í annan við-
skiptavin fyrir lokun.
Viðar er kominn á undan honum
heim á litla hótelið með stóra nafn-
inu og það er hlegið dátt, er
félagamir bera saman bækur sínar
um ævintýri fyrsta kvöldsins í stór-
borginni.
Það var hitabylgja í London og
maður þurfti að liggja allsber ofan á
rúmfötunum til að þola við. Ég var
ekki eins iðinn við British Museum
og Aðalbjörg hafði reiknað með.
Eftir tveggja tíma rölt um safnið var
ég kominn með súrrandi hausverk.
Og aldrei gleymi ég þorstanum sem
við Viðar slökktum með öli á næstu
krá. Líkast til er ég með ofnæmi
fyrir söfnum. Ég hef alla tíð forðast
þau eins og heitan eldinn.
Þriðja daginn í London fór mig
að klæja aldeilis voðalega á þeim
stað sem ekki þykir kurteislegt að
klóra sér á almannafæri. Við eftir-
grennslan kom í ljós að ég var allur
iðandi í kvikindi því sem ég hafði
sem læknissonur oft heyrt getið um
en aldrei séð áður, nefnilega flatlús.
Viðar gerði hroðalegt grín að mér.
Miklar bollaleggingar fóru fram um
það hvar ég hefði smitast og komu
þrír sökudólgar til greina: Gladys á
snærisbuxunum, Gvendólína
saumakona og síðast en ekki síst
fyrsti stýrimaður á Hilmi. Við vis-
sum nefnilega að flatlús geíur
maður fengið úr rúmi. „En eitt er
víst,“ sagði Viðar, „að þú hefðir
ekki getað fengið betri manneskju
en Gvendólínu á Eros til að annast
dreifinguna hér í borginni."
Ég fór inn í apótek við Oxford
Street að reyna að fá eitthvað til að
útrýma vargnum. Við sturtuðum í
okkur nokkrum bjórum til að safna
kjarki, enda vissi hvorugur okkar
hvað flatlús héti á ensku. Stúlkuna
sem afgreiddi okkur setti dreyr-
, rauða, þegar ég benti með vísifingri
á þrautasvæðið á mér og stundi upp:
„Louse. Louse.“ (Lús. Lús) Þó
virtist stúlkan skilja mig og seldi
mér áburð.
Lúsin setti nokkum svip á það
sem eftir var af Lundúnadvöl okkar
Viðars og náttúrlega varð ekki af
frekara kvennafari eins og fyrir mér
var komið. En við fómm á stór-
kostlega tónleika í Albert Hall. Þar
spilaði ung kona, sem ég hef aldrei
heyrt minnst á síðan, píanókon-
sertinn vinsæla í B-moll eftir
Tsjakovskí. Annars sprönguðum við
mest um stræti og torg að skoða
þennan stað, þar sem allt var svo
óendanlega miklu stærra en á
íslandi.
Daginn áður en við tókum lestina
aftur norður til að ná togaranum
aftur frá South Shields til
Reykjavíkur, stóðum við í mannhafi
á Trafalgar-torgi undir súlu Nelsons
flotaforingja. Þá sagði Viðar:
„Hugsaðu þér það, Skúli, að eftir
fáeina daga verður allt þetta fólk
orðið skríðandi í flatlús af fyrsta
stýrimanninum á Hilmi RE 47. Ég
ráðlegg þér að forða þér úr borginni,
áður en það kemst upp hver á sök á
þessu.“
Áburðurinn úr Oxford-stræti
dugði ekki á lúsina. Það endaði með
því að ég þurfti að fara til föður
míns, eftir að ég var kominn heim
aftur, og fékk hjá honum ljósbláan
vökva til að bera á mig. Þá loksins
losnaði ég við þetta skaðræðiskvik-
indi.