Dagur


Dagur - 09.12.1992, Qupperneq 7

Dagur - 09.12.1992, Qupperneq 7
Miðvikudagur 9. desember 1992 - DAGUR - 7 Aðventusamkomur í Laufássprestakalli Nk. fimmtudagskvöld 10. desem- ber verður aðventukvöld í Sval- barðskirkju og hefst kl. 20.30. Kór Svalbarðs- og Laufáss- kirkju syngur aðventu- og jólalög undir stjórn organistans, Gunn- ars Gunnarssonar. Börn, ásamt kirkjukór, flytja helgileik um at- burð jólanæturinnar, nemendur Tónlistarskóla Eyjafjarðar leika Hjálpræðisherinn á Akureyri: Opið hús á að- fangadagskvöld - þátttaka tilkynnist í síðasta lagi 21. desember Hjálpræðisherinn Hvannavöllum 10 á Akureyri verður með opið hús á aðfangadagskvöld og býður öllum þeim, sem eru einir, að koma í húsakynni Hjálpræðis- hersins, og eins þeim, sem vegna veikinda eða annarra ástæðna eiga erfitt með að undirbúa jóla- kvöldið heima. Hátíðarmatur verður snæddur kl. 18 og síðan mun fólk eiga ánægjulega kvöldstund saman. Vegna undir- búnings verður að tilkynna þátt- töku í síðasta lagi mánudaginn 21. desember í síma 24406, eða á símsvara 11299. (Fréttatilkynning) Gítartónleikar í Akureyrarkirkju Gítardeild Tónlistarskólans á Akureyri efnir til gítartónleika í Akureyrarkirkju í kvöld, miðvikudag, kl. 20.30. Á tónleikunum koma fram þeir nemendur gítardeildar sem eru lengra komnir í náminu. Markmið tónleikanna er að kynna samtímatónlist fyrir gítar. Meðal annars verður frumflutt verkið Haust, sem er eftir einn af nemendum gítardeildar. (Fréttatilkynning) á hljóðfæri og yngstu börnin syngja jólasöngva. Hugvekju kvöldsins flytur sr. Þórir Jökull Þorsteinsson prestur á Grenjaðar- stað, en aðventukvöldinu lýkur með ljósahelgileik sem væntanleg fermingarbörn sjá um. Laugardagskvöldið 19. desem- ber verður aðventukvöld í Greni- víkurkirkju og hefst það kl. 20.30. Kór kirkjunnar undir stjórn Bjargar Sigurbjörnsdóttur syngur aðventu- og jólalög. Lesin verður jólasaga og yngstu börnin syngja létta jólasöngva. Nemendur úr Tónlistarskóla Eyjafjarðar leika jólalög á hljóðfæri og sr. Magnús G. Gunnarsson prestur á Hálsi flytur hugvekju. Þessu aðventu- kvöldi lýkur svo með ljósahátíð sem væntanleg fermingarbörn flytja. Sunnudagskvöldið 20. desem- ber verður kvöldstund við kerta- Stjórn Verkfræðingafélags íslands samþykkti ályktun á fundi sínum nýlega, þar sem lýst er yfír stuðningi við aðild Islands að Evrópsku efnahags- svæði. „íslendingar eru mjög háðir milliríkjaverslun og þar sem samningur þessi bætir stöðu útflutningsgreinanna er hann þjóðinni mikilsverður. Með samningnum skapast einnig mögu- ljós haldin í Laufásskirkju og hefst hún kl. 21.00. Reynt verður að ná fram sterkri tilfinningu fyrir nálægð jólanna og draga fram einlægni og hlýleika. Kór Svalbarðs- og Laufáss- kirkju syngur jólalög undir stjórn Gunnars Gunnarssonar. Kveikt verður á öllum fjórum ljósunum á aðventukransinum og litlar stúlkur syngja jólalög. Lesin verður jólasaga og nemendur úr Tónlistarskóla Eyjafjarðar leika jólalög á hljóðfæri. Sr. Hannes Örn Blandon kemur í heimsókn og ræðir um jólin og innihald þeirra, en kvöldstundinni lýkur með lestri úr spádómum Biblí- unnar um komu Frelsarans í heiminn. Þessar þrjár aðventusamkom- ur eru sniðnar sem fjölskyldu- samverur og reynt að hafa dag- skrána við hæfi allra aldurshópa. leikar á nýjum atvinnutækifær- um. Vinna þarf markvisst að nýt- ingu þeirra auknu möguleika sem samningurinn um Evrópskt efna- hagssvæði skapar. Verkfræðingar sem flestir hafa hlotið menntun sína erlendis, fá aukinn möguleika til að hasla sér völl á breiðari vettvangi og fjölga atvinnutækifærum sínum bæði hér á landi og erlendis,“ eins og segir í ályktuninni. -KK Messur um j< 61 og áramót Athygli sóknarpresta á Norðurlandi er vakin á því að venju samkvæmt mun Dagur birta upplýsingar um kirkju- starf á Norðurlandi um jól og áramót í Jólablaði Dags, sem kemur út föstudaginn 18. des- ember nk. Sóknarprestar á Norðurlandi eða formenn sóknarnefnda eru beðnir að koma upplýsingum um messuhald í sókn sinni á framfæri við Dag við fyrstu hentugleika og eigi síðar en 10. desember nk. Síminn hjá okkur er 96- 24222. Verkfræðingar styðja EES-aðild Res tauraiit s taðurinn á toppninu IIIIIIIII tltij m H m Sffl rTi n 3 T~n n m IB31I B m JólatÚboðs- xnatseðill Reyktur lax með eggjahræru Svínarlíjasteik með sykursoðnum jarðeplum og rauðkáli Glögg og piparkökur Aðeins kr. 1.180 ★ Athngið! Fiðlarinn 4. hæð Fyrirtæki, félagasamtök og einstaklingar! Höíiim sali fyrir 10-250 manns undir litlujólin, fundina, árshátíðimar, einkasamkvæmin o.s.frv. Borðapantanir í síma 27100 Fólk í gjafahugleiðingum! Mtuiið gjafakort FIÐLARANS Skemmtileg gjöf við öll tældfærl Kvennaklúbb urinn Embla á Akureyri vígður inn í Kiwanishreyfinguna Laugardaginn 21. nóvember sl. var Kiwanisklúbburinn Embla á Akureyri vígður formlega inn í Kiwanishreyfinguna. Athöfnin fór fram á Hótel KEA. Móðurklúbbur Emblu er Kiwanisklúbburinn Súlur í Ólafsfirði. Embla er fjórði kvennaklúbburinn í umdæminu Ísland-Færeyjar. Fyrir eru Harpa, Reykjavík; Rósan, Fær- eyjum og Góa, Kópavogi. For- seti Emblu er Kristín Halldórs- dóttir. Myndin hér að ofan var tekin við vígsluathöfnina.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.