Dagur - 09.12.1992, Side 14

Dagur - 09.12.1992, Side 14
14 - DAGUR - Miðvikudagur 9. desember 1992 Minning *=jj=» Guðborg Blöndal Guðmundsdóttir Fædd 7.10.1926 - Dáin 1.12.1992 Það sækir á hugann að skrifa nokkur orð um þessa konu, Guð- borgu, oftast kallaða „Bíbí“, því okkar kynni urðu nokkuð náin. Guðborg kom til okkar í vist í Engimýri haustið 1945, þá 19 ára gömul, en hún var ættuð úr Döl- um vestra, hjá okkur kynntist hún manninum sínum, Birni Brynjólfssyni, góðum dreng. í Engimýri fæddi hún sitt fyrsta barn, því þá fæddu konur enn heima í sveitinni börn sín. Eng- inn læknir, en ljósmóðirin hún Anna Sigurjónsdóttir, svilkona mín, hafði þær bestu ljósmæðra- hendur sem ég gat hugsað mér, traust og sterk. Allt gekk þetta mjög vel, drengur fæddist og við glöddumst með móðurinni yfir þessum nýfædda dreng. Dvöl Bíbíar með drenginn varð að heilu ári, en þá fluttu þau Bíbí og Björn með drenginn til Akureyr- ar og þar hafa þau búið síðan. Þau eiga fjögur börn talin í aldursröð: Hörður, Hrafnkell, Sveinn og Margrét. Sá tími sem Bíbí var hjá okkur í Öxnadal var mjög skemmtileg- ur og samskipti okkar og hennar mjög góð. Þessi stúlka hafði eitthvað svo gott í fari sínu, kát og létt í lund, þá var hún einnig afar vinnusöm og vann verk sín af alúð. Hún var traust vinum sínum og þakklát fyrir það sem fyrir hana var gert. Sem lítið dæmi um það get ég nefnt að um hver jól kom hún til okkar hjón- anna með smá jólagjöf. Þessi ræktarsemi lýsir vel hennar innri manni. Bíbí var afar vel greind kona og hafði gaman af að hjálpa börnum við byrjunarnám. Eg man svo glöggt þegar dóttir okkar, Gunnþórunn, þá á sjötta ári veturinn sem Bíbí var hjá okkur, hljóp á eftir henni með bókina sem hún var að læra að lesa og bað hana að segja sér til, henni fannst svo gott að læra hjá Bíbí enda gekk þetta mjög fljótt og vel að hún yrði læs. Ekki mun Bíbf heldur hafa kastað höndum að því að segja sínum börnum til við námið. Hún vildi að þau lærðu eitthvað sem yrði þeim stoð í lífinu, sjálf hefði hún gjarnan viljað mennta sig þegar hún var ung, en það gat nú ekki orðið. Oft og mörgum sinnum áttum við eftir að koma til þessara ágætu hjóna hér á Akureyri, áður en við fluttum hingað sjálf. Ævinlega var okkur tekið opnum örmum þótt óneitanlega hafi oft verið þröngt í búi fyrstu árin þeirra í bænum, og lítið um pen- inga hjá verkafólki, en hagur Bíbfar og Bjössa fór síðan batn- andi með árunum. Börnunum sínum var hún sönn og mjög góð móðir, og það sagði mér nágrannakona hennar í Eini- lundinum að fátítt væri að sjá hvernig hún kveddi börnin sín þegar þau hefðu litið inn til hennar, „hún fylgir þeim út og þar kveður hún þau svo hlýtt og innilega í hvert sinn“. Þeim Birni hefur lukkast vel sambúðin, henni og börnunum hefur hann reynst hinn besti heimilisfaðir, traustur og hlýr. Nú hefur hann mikið misst og þau öll. Við hjón- in vottum þeim innilega samúð. Guð blessi minninguna um hana Bíbí okkar. Margrét H. Lúthersdóttir. Hve það smáa og fínlega er oft mikils virði. Skiptir kannski mestu máli í lífsins amstri. Nú á jólaföstunni rennur upp fyrir manni hversu mikilvægur kunn- ingsskapur okkar Bíbíar Blöndal var. Aðfangadagur jóla var okk- ar dagur. Ég kynntist Bíbí sem nágranna og móður kærs vinnufélaga míns þegar ég flutti til Akureyrar fyrir fimm árum. Viðmótið var hlýlegt og það var gott að heimsækja hana. Ekki svo að skilja að við værum inni á gafli hjá hvort öðru allan ársins hring. Öðru nær. Nema á aðfangadag - eftir há- degið. Þá mætti minn maður í Einilundinn ásamt tveimur dætr- um sínum og drakk kaffi með Bíbí. Og við gáfum okkur góðan tíma. í mínum huga komu jólin þarna heima hjá Bíbí. Aðfangadagur nálgast og hvað gera bændur þá? Minningin yljar og víst verður Bíbí ofarlega í huga þegar jólin ganga í garð. Blessuð sé minning Guðborgar Blöndal. Kristján. Nýjar bækur Alltaf til í slaginn - lífssigling skipstjórans Sigurðar Porsteinssonar - Friðrik Erlingsson skráði Út er komin hjá Vöku-Helgafelli ævisaga Sigurðar Þorsteinssonar skipstjóra sem nefnist Alltaf til í' slaginn. Sigurður hefur lifað við- burðaríku lífi og siglt um öll heims- ins höf í hálfa öld. Hann hóf feril sinn aðeins þrettán ára sem háseti á togara en hefur verið sjómaður og farmaður síðan. Hann sat fastur í ís í viku norður í ballarhafi á Hafem- inum og vakti allan tímann með þeim afleiðingum að hann fraus fastur við brúargluggann; hann sigldi upp Amazonfljótið á Hvíta- nesinu á vegum frönsku stjórnarinn- ar; fór á Sæbjörginni með fjölskyld- una í hnattsiglingu árið 1969 til að kynnast henni nánar; kom um borð í farþegaskip í leit að málningu en var ráðinn á staðnum sem skipstjóri í hálft ár; Sigurður keypti nánast af rælni rannsóknaskipið E.T. sem kom hingað til lands á haustdögum; hann var leiðangursstjóri fjömtíu pólskra togara fyrir norðaustan Síberíu í fyrra; fór leynilegra erinda bandaríska hersins til austurhluta Þýskalands... Alltaftil í slaginn er 186 blaðsíður að lengd. íslensk bók- menntasaga Út er komin hjá Máli og menningu 1. bindi íslenskrar bókmenntasögu. Ritstjóri er Vésteinn Ólason, próf- essor við Háskóla íslands, en höfundar þessa bindis auk hans eru Sverrir Tómasson, fræðimaður við Stofnun Árna Magnússonar og Guðrún Nordal, sendikennari við University College í London. I þessu 1. bindi er fjallað um upp- haf menningar og bókmennta í landinu, um kveðskap fram til 1300, eddukvæði, dróttkvæði og kristileg trúarkvæði; um mikinn hluta lausa- málsverka frá sama skeiði og þó ívið lengur; veraldlega sagnaritun, trúar- legar bókmenntir, vísindi og fræði. í samfelldu máli og lifandi er sagt frá verkum og skáldum þessa tíma, og hvort tveggja tengt samfélagi okkar og sögu og menningarsambandi við aðrar þjóðir. Höfundar hafa ekki aðeins leitast við að draga saman mikinn fróðleik og styðjast hvar- vetna við nýjustu rannsóknir, held- ur líka sett efnið fram á aðgengileg- an hátt. Hátt á þriðja hundrað mynda er í bókinni, og hefur Hrafnhildur Schram listfræðingur annast mynda- ritstjórn verksins. Auk þess eru í bókinni ítarlegar skýringar, heim- ilda- og nafnaskrá. íslensk bókmenntasaga verður alls fjögur bindi. Bókin er 625 bls. og kostar kr. 4.900. Fjársjóðurinn í Útsölum Bókaútgáfan Iðunn hefur gefið út bókina Fjársjóðurinn í Útsölum eft- ir Iðunni Steinsdóttur. f kynningu útgefanda á efni bókarinnar segir: „Fjársjóðurinn í Útsölum er spenn- andi ævintýrasaga fyrir börn og unglinga. Huldar og Björt eru vinir þótt þau séu ólík. En þegar breyt- ingar verða í landinu þeirra fellur skuggi á vináttuna. Aðeins eitt getur orðið til bjargar: Þau verða að finna fjársjóðinn...“ Hlín Gunnarsdóttir gerði mynd- imar í bókinni. Óðuriim um Evu Bókaútgáfan Forlagið hefur gefið út bókina Óðurinn um Evu eftir ítalska mannfræðinginn Manuelu Dunn Mascetti. Sr. Hanna María Péturs- dóttir ritar formála að íslensku útgáfunni en Guðrún J. Bachmann þýddi. í þessari bók er fjallað um hinar kvenlegu rætur vestrænnar menn- ingar í því skyni að örva skilning les- enda á inntaki fornra sagna um gyðjur og konur. í kynningu Forlagsins segir: „Sög- urnar af gyðjunum kenna okkur að tigna visku, fegurð og styrk hins kvenlega, í gyðjunum búa eiginleik- ar sem eiga sér hliðstæður í per- sónuleika hverrar konu og þannig verður ferðin um heim gyðjusagn- anna til þess að dýpka skilning kvenna á sjálfum sér - til að upp- götva á ný þá gyðju sem býr í hverri konu.“ Óðurinn um Evu er 240 bls., prýdd tæplega 200 myndum sem flestar eru í lit. Verð 2.880 kr. Ódysseifur Út er komin hjá Máli og menningu bókin Ódysseifur, I. bindi eftir írska skáldið James Joyce. í kynningu frá útgefanda segir m.a.: „Skáldsagan Ódysseifur (Ulysses) er án nokkurs vafa fræg- asta skáldverk 20. aldar. Hún er svo sérstök í frásagnartækni sinni, lær- dómi, hispursleysi og útsmoginni gamansemi, að hún „virkar á nútímamenn eins og Fjallið eina“ (Halldór Laxness). Samt gerist ekkert merkilegt: Það segir frá einum degi í lífi nokkurra Dyflinnarbúa, nánar tiltekið 16. júní 1904, frá amstri þeirra, búk- sorgum, misdjúpum hugsunum og mismerkum athöfnum. En einhvern veginn tekst Joyce að flétta saman örlög þessa „venjulega fólks“ svo úr hefur orðið ný Hómerskviða um þann eilífa ferðalang Ódysseif, í gervi auglýsingasafnarans Leopolds Blooms, og glímu hans við hinstu rök mannlegrar tilveru." Sigurður A. Magnússon þýddi bókina sem er 391 blaðsíða. Hún kostar kr. 2.980. CQA' Picasso Út er komin hjá Máli og menningu listaverkabókin Picasso eftir Dani- éle Boone. Bókin er gefin út í rit- röðinni Meistaraverkin. Pablo Picasso er af mörgum talinn helsti málari 20. aldar. Hann vakti ungur athygli fyrir einstæða hæfi- leika, sem birtast m.a. í áhrifamikl- um mannlífsmyndum hans frá „bláa“ tímabilinu svokallaða. Hann lagði grundvöll að kúbismanum á fyrsta áratug aldarinnar, mestu umbyltingu í vestrænni málaralist síðan endurreisnarmennirnir voru og hétu. í bókinni eru 48 litmyndir af verk- um Picassos. í inngangi um ævi Picassos, listræna þróun og félags- legan bakgrunn, er einnig fjöldi svarthvítra mynda af verkum og fólki. Aftast í bókinni eru helstu æviatriði listamannsins rakin í tíma- röð. Daniéle Boone er franskur sér- fræðingur í listasögu. Mörður Árnason og Árni Óskars- son þýddu bókina sem er 143 blað- síður og kostar kr. 2.980. PICA Madonna - án ábyrgðar Madonna án ábyrgðar heitir ný bók eftir Christopher Andersen sem Skjaldborg hefur gefið út. Þetta er ævisaga hinnar þekktu söngkonu og leikkonu sem getið hefur sér orð fyrir hispurslausa framkomu og neitar að taka tillit til eins eða neins sem kallast hefð- bundið, siðlegt eða við hæfi. Bókin er ekki skrifuð eftir Madonnu sjálfri, heldur er dregin upp mynd af henni með lýsingum þess fólks sem þekkir hana best, ásamt því sem hún hefur látið hafa eftir sér opin- berlega við ýmis tækifæri. f frétt frá útgefanda segir m.a.: „Það er kannski rétt að taka fram til að fyrirbyggja hugsanlegan mis- skilning að í þessari bók er eiginlega bara ein nektarmynd af söguhetj- unni. Hér er sem sé ekki á ferðinni sú nektarmyndabók sem mest hefur verið í fréttum að undanförnu. Hol- lenskir hafnarverkamenn stóðu hins vegar áreiðanlega í þeirri meiningu þegar þeir rifu upp kassa með þess- ari bók á hafnarbakkanum. En hér kynnist lesandinn vel æviferli og hugsunarhætti þessarar hispurslausu konu.“ Bókin um Madonnu kostar kr. 2.490. DALI Salvador Dali Út er komin hjá Máli og menningu listaverkabókin Dali eftir Eric Shanes. Bókin er gefin út í ritröð- inni Meistaraverkin. Salvador Dali á að baki einn lit- ríkasta listferil aldarinnar. Verk hans eru bæði mikil að vöxtum og afar fjölbreytt. f bókinni eru 48 lit- myndir af verkum Dalis. f inngangi um ævi Dalis, listræna þróun og félagslegan bakgrunn, er einnig fjöldi svarthvítra mynda af verkum og fólki. Aftast í bókinni eru helstu æviatriði listamannsins rakin í tíma- röð. Eric Shanes er listmálari og gagn- rýnandi. Hann hefur ritað bækur um listamenn, flutt fyrirlestra um sögu nútímalistar á Englandi og í Banda- ríkjunum og birt greinar um nú- tímalist í tímaritum. Ólöf Kr. Pétursdóttir þýddi bók- ina sem er 141 blaðsíða og kostar kr. 2.980. Dansað við dauðann Dansað við dauðann heitir nýjasta bók metsöluhöfundarins Mary Higgins Clark. I bókinni auglýsir morðinginn eft- ir fórnarlömbum í einkamáladálk- um blaðanna og verður vel ágengt. Hann auglýsir eftir konum sem hafi yndi af tónlist og dansi, en dansinn verður dans við dauðann... Aðal söguhetjan er ung og falleg stúlka, Darcy Scott. Og það er ein- mitt hún sem á að verða næsta fórn- arlambið. Skjaldborg gefur bókina út. Dansað við dauðann kostar kr. 1.990.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.