Dagur - 08.01.1993, Blaðsíða 3

Dagur - 08.01.1993, Blaðsíða 3
Föstudagur 8. janúar 1993 - DAGUR - 3 Fréttir Egg og kjötvörur hækka um 7,2 til - vegna lækkunar á endurgreiðslum virðisaukaskatts Vegna breytinga á endur- greiðslum á virðisaukaskatti úr ríkissjóði hækkar verð á eggj- um um 7,28%. Verð á kjúkl- Listamiðstöðin í Grófargili á Akureyri: Fljótlega hafnar framkvæmdir við sýningarsali ingum hækkar um 11,14%, verð á nautakjöti hækkar um 13,48% og verð á svínakjöti getur hækkað um allt að 8,65%. Framlög til endur- greiðslu á virðisaukaskatti voru iækkuð uin 250 milljónir króna - úr 460 milijónum í 210 milljónir. Að teknu tilliti til ógreiddra reikninga frá desem- ber síðast liðnum hefur land- búnaðarráðuneytið ákveðið að lækka endurgreiðslu virðis- aukaskatts á hverja einingu þessara afurða um 64,7%. Að mati sexmannanefndar nema almennar verðlagsbreyt- ingar frá 1. mars 1992 4,12% vegna framleiðslu eggja. Að þeim meðtöldum sé hækkunar- þörfin allt að 11,4% og munar þar mest um hækkun kjarnfóðurs um 3,13% vegna gengisbreyting- arinnar á dögunum. Að tillögu fulltrúa bænda í verðlagsnefnd var rúmum helntingi hækkunar- innar frestað til 1. mars og því hækka egg aðeins um 5% frá og með 1. janúar 1993. Hvað kjúklingaframleiðsluna varðar telur sexmannanefndin almennar verðlagsbreytingar hafa verið 4,08% og hækkunar- þörf því alls 15,22% að viðbættri Iækkun endurgreiðslu virðisauka- skattsins. Að teknu tilliti til lækk- unar reksturskostnaðar vegna afnáms aðstöðugjalds sé verð- lagningin í samræmi við fram- komnar verðhækkanir og lækkun endurgreiðslu. Engar almennar verðbreyting- 13,4% ar hafa verið gerðar til bænda af sexmannanefnd hvað nautakjöt varðar og er hækkun þess nú sambærileg við lækkun endur- greiðslnanna. Þar sem ekki er um opinbera verðskráningu að ræða á verði svínakjöts er ekki vitað hver endanleg hækkun þess verður. Lækkun á endurgreiðslu virðis- aukaskatts svarar til 8,65% hækkunar og af henni telst hækk- un vegna hækkunar fóðurverðs vera 3 til 4 stig. ÞI Þröstur Ásmundsson, formað- ur menningarmálanefndar Akureyrarbæjar, segir að inn- an fárra vikna verði hafnar framkvæmdir við að innrétta sýningarsali á annarri hæð gamla Mjólkursamlagshússins í Grófargili. Staða forstöðu- manns væntanlegs Listasafns Akureyrar hefur verið auglýst laus til umsóknar og er um- sóknarfrestur til 25. janúar nk. Arkitektastofan Form á Akur- eyri hefur unnið að hönnun breytinga á gamla Mjólkur- samlagshúsinu og er sú vinna á lokastigi. í fyrsta áfanga verða teknir í notkun sýningarsalir á annarri hæð hússins og verður það væntanlega fyrir mitt ár. Þröstur segir að á næstu vikum hefjist framkvæmdir við að koma sýningarsölunum í gagnið, en eft- ir eigi að ákveða hvernig staðið verði að útboðum á þeim fram- kvæmdum. Á fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 1993 eru 26 milljónir króna til lista- miðstöðvar í Grófargili og verður þeim varið til breytinga á gamla Mj ólkursamlagshúsinu. Eins og áður segir verður fyrst ráðist í frágang sýningarsala á annari hæð hússins en framtíðar- sýningaraðstaða verður á þriðju hæð, þar sem Listasafn Akureyr- ar verður til húsa, en í því hús- næði er Brauðgerð KEA nú. óþh Stýrimannadeildin á Dalvík: Nemendur um borð í sex togurum Þessa dagana eru annars stígs nemendur í stýrimannadeild Dalvíkurskóla um borð í sex togurum, sem gerðir eru út á Norðuriandi. Hulda Amsteins- dóttir, deildarstjóri stýrimanna- dcildar, segir að nemendur hafí aldrei áður farið í slíkan námstúr, en hún væntir þess að hann verði í framtíðinni fastur liður í námi stýrimanna. Tólf nemendur stunda nám á öðru stigi í stýrimannadeildinni og var þeim skipt á sex skip, þ.e. tveir um borð í hverju skipi. Skipin eru Björgúlfur EA og Björgvin EA á Dalvík, Múlaberg ÓF í Ólafsfirði, Kolbeinsey ÞH á Húsavík, Kaldbakur EA og Sval- bakur EA á Akureyri. Hulda sagði að skipstjórnend- ur hafi tekið mjög vel í að taka nemendur um borð og uppfræða þá um skipstjórn og öngstræti flókinna fiskileitartækja. „Fyrst og fremst er hugmyndin að nem- endur séu með skipstjórum og stýrimönnum í brú og læri þeirra vinnubrögð," sagði Hulda. Þessir tólf verðandi stýrimenn koma víða að af landinu; frá Seyðisfirði, Homafirði, Fáskrúðs- firði, Húsavík, Dalvík, Hauga- nesi, Hrísey, Skagafirði, Siglu- firði og Grindavík. óþh Það er Búnaðarbanka íslands mikið fagnaðarefni að kynna nýjan reikning - Stjörnubók. Reikningurinn er kærkomin nýjung, því hann sameinar tvö aðalmarkmið sparifjáreigandans - að fá góða vexti og njóta hámarksöryggis. STJÖRNUBÓH BQnaððíbonHans 4' Verðtrygging. 4" 7% raunávöxtun! 4* Vextir bókfærðir tvisvar á ári. 4* Vextir lausir til útborgunar eftir að þeir hafa verið bókfærðir. 4' Hver innborgun bundin í 30 mánuði.* Eftir það er hún alltaf laus til útborgunar. 4' Lántökuréttur til húsnæðiskaupa. * Ef nauðsyn ber til getur reikningseigandi sótt um heimild til úttektar á bundinni fjárhæð gegn innlausnargjaldi, sem er nú 2.5%. STJÖRNUBÖK BÚNAÐARBANKANS Þar sem öryggi og hámarksávöxtun fara saman

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.