Dagur - 08.01.1993, Blaðsíða 8

Dagur - 08.01.1993, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Föstudagur 8. janúar 1993 IÞRÓTTIR Hvað segja þeir umleikmn? Símon Magnús- son kvað erfitt að spá í úrslit- in. „Ég mundi þó álíta að KA takist að vinna leikinn með 1- 2 mörkum. Þetta er auð- vitað fyrst og fremst spurning um dagsform- ið. Það verður vörnin og markvarslan sem ráða úrslit- um og ég á von á mjög skemmtilegum leik.“ Ámi Gunnars- son, formaður handknatt- leiksdeildar Þórs, sagði úti- lokað að spá einhverju af viti. „Auðvit- að vona ég að leikurinn verði skemmtilegur vinnum. Það að við og lið sem vinnur þennan leik ætti að vera sæmi- lega öruggt í úrslitin, en allt fer þetta eftir því hvernig leikurinn þróast.“ Nói Björnsson var ekki í vandræðum með að spá í úrslit leiksins. „Ég hef trú á að Þór bursti þá. Það verður engin breyting frá 1. deildinni í fótbolta þar sem Þórsarar vinna KA nær undantekning- arlaust. Eigum við ekki að segja 26:18 fyrir Þór.“ Guðmundur Lámsson sagðist álíta að markvarslan mundi ráða úrslitum. „Við höfum svo oft séð hvað mark- varslan skiptir gífurlegu máli og því er þetta spurning um hvaða markmenn verða í stuði. Ég verð að viðurkenna að ég hef heldur meiri trú á að KA vinni leikinn." Ormarr Örlygs- son sagðist verða illa svik- inn ef KA mundi ekki vinna þennan leik. Það er erfitt að spá í tölur en eigum við ekki að skjóta á 26:22 á lb:Z2 ef nefna á eitthvað. Ég verð reyndar að viðurkenna að ég fylgist aðal- lega með þessu úr fjarlægð." Gunnar Gunn- arsson bjóst við sannköll- uðum hörku- leik í kvöld. Gunnar lék lengi með handknattleiks liði Þórs og er nú þjálfari hjá félaginu. „Auðvitað held eg að mínir menn vinni en ég býst við jöfnum leik. Munur- inn verður ekki meiri en 1-2 mörk. Ég vona bara að vörnin og markvarslan smelli saman.“ íslandsmótið í handknattleik, 1. deild: Akureyrarslagur í íþróttahöllinni - ræðst það í kvöld hvort liðið fer í úrslitakeppnina? Það er víst óhætt að segja að einn athyglisverðasti leikur 15. umferðar ísiandsmótsins í handbolta sé viðureign Þórs og KA. Leikurinn fer fram í Iþróttahöllinni á Akureyri í kvöld og hefst kl. 20.30. Það er Alfreð Gíslason. jafnan hart barist þegar þessi lið eigast við og vonandi verð- ur það skemmtilegur leikur sem áhorfendum verður boðið uppá í kvöld. Liðin berjast hart um sæti í úrslitakeppninni og það lið sem sigrar í kvöld stendur vissulega vel að vígi. Að afloknum 14 umferðum hafa liðin jafn mörg stig, 12 talsins, en KA er ofar á töflunni þar sem markamunur liðsins er hagstæðari. KA er í 8. sæti sem dugir því til að komast í úrslita- keppnina. í næstu lið fyrir neðan eru 5 stig og 3 stig í næsta lið fyrir ofan. Þó nóg sé eftir af mótinu enn má segja að Akureyrarliðin eigi nú í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni. En lítum á hvað þjálfar liðanna hafa að segja. „Vonast eftir góðum leik“ „Það leggst vel í okkur að komast af stað að nýju. Við höfum æft Blak: Stórleikur í KA-húsinu Blakfólk hefur verið í fríi yfir jólin, eins og reyndar flest íþróttafólk. Þetta þýðir þó ekki að slegið hafi verið slöku við varðandi æfíngar heldur hefur verið æft af fullum krafti. Á morgun verður stór- leikur í KA-húsinu þegar Þróttur Reykjavík kemur í heimsókn, en liðin eiga í harðri baráttu um hvort þeirra kemst í úrslitakeppnina. Stefán Jóhannesson þjálfari KA sagði að leikurinn legðist vel í sína menn. Sennilega hefur ekkert lið jafn mikla breidd og KA en Stefán getur stillt upp 2 liðum, því sem næst jafn sterkum. Til þessa hefur þó ekki gengið of vel að vinna leiki, en Stefán sagði jólafríið hafa verið vel notað og menn mæti ferskir til leiks. í lokin fylgir svo listi yfir stigahæstu leikmenn í 1. deild karla og kvenna. KARLAR: Stigahæstir alls: Þorvarður Sigfússon, ÍS Gottskálk Gizurarson, Stjörnunni Sigfinnur Viggósson, ÍS 74/42 72/41 67/42 Uppgjöf: Guðbergur Eyjólfsson, HK Lárus Blöndal, Stjörnunni Arnar Halldórsson, Stjörnunni 24/36 16/41 14/41 Hávörn: Einar Sigurðsson, Stjörnunni Ólafur Viggósson, ÍS Sigfinnur Viggósson, ÍS 34/41 27/42 24/42 Smass: Þorvarður Sigfússon, ÍS Bjarni Þórhallsson, KA Sigtryggur Magnason, Þrótti R. 52/42 47/38 42/46 KONUR: Stigahæstar alls: Oddný Erlendsdóttir, Víkingi Jóhanna Kristjánsdóttir, Víkingi Særún Jóhannsdóttir, Víkingi 85/40 74/40 58/40 Uppgjöf: Jóhanna Kristjánsdóttir, Víkingi Hrefna Brynjólfsdóttir, KA Metta Helgadóttir, ÍS 26/40 19/28 17/27 Hávörn: Særún Jóhannsdóttir, Víkingi Jasna Popovic, KA Unnur Ása Atladóttir, Þrótti N. 13/40 10/28 8/32 Smass: Oddný Erlendsdóttir, Víkingi Jóhanna Kristjánsdóttir, Víkingi Særún Jóhannsdóttir, Víkingi 64/40 44/40 31/40 vel yfir jólin og fengið nýja orku í skrokkinn. Mannskapurinn er orðinn æstur í að spila á nýjan leik, það held ég að sé alveg á hreinu,“ sagði Jan Larsen þjálfari Þórs. Hann sagði einnig að þó þetta væri bara einn af leikjunum í deildinni þá væri það heimskur maður sem ekki viðurkenndi að eitthvað væri sérstakt við svona nágrannaslag. „Fyrst og fremst verða menn þó að hafa í huga að handboltinn er til að hafa gaman af honum. Það er númer 1, 2 og 3. Þá vona ég einnig að áhorfend- ur fjölmenni og geri þetta að eftirminnilegum viðburði. En að Jan Larsen. sjálfsögðu förum við inn á völlinn til að vinna leikinn." „Ætlum okkur stigin“ KA-menn áttu mjög erfiðan bikarleik á þriðjudagskvöldið er þeir mættu Selfyssingum. En skyldi þjálfarinn Alfreð Gíslason ekki hafa af því áhyggjur að ósigurinn þá sitji í mannskapn- um? „Nei það held ég ekki. Það var ágætt að klára bikarleikinn af svo við getum einbeitt okkur að deildinni. Við erum búnir að taka eina létta æfingu og andinn í hópnum er mjög góður. Að sjálf- sögðu ætlum við okkur sigur, það er enginn spurning," sagði Alfreð. Hann vildi þó ekki spá í neinar tölur og sagði að sér væri nokkuð sama ef liðið mundi vinna. Staðan í 1. deild karla Sjarnan 14 9-3- 2 352:332 21 FH 14 9-2- 3 372:337 20 Valur 14 7-6- 1326:299 20 Selfoss 14 7-3- 4 365:348 17 llaukar 14 7-1- 6 369:345 15 Víkingur 14 7-1- 6 323:317 15 ÍR 14 6-3- 5 342:341 15 KA 14 5-2- 7 318:327 12 Þór 14 5-2- 7 339:363 12 Fram 14 34-10 342:365 7 ÍBV 14 2-3- 9 323:356 7 HK 14 3-1-10 321:360 7 KA 65 ára: íþróttamaður ársins útnefodur í dag, 8. janúar eru 65 ár liðin síðan Knattspyrnufélag Akur- eyrar var stofnað. Það voru nokkrir strákar sem voru orðn- ir þreyttir á að fá lánaða bolta til knattspyrnuiðkunar hjá Ungmennafélagi Akureyrar sem stofnuðu félagið á sínum tíma á heimili hjónanna Mar- grétar og Axels Schiöths. - kaffiveitingar foreldrafélagsins Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og í dag er öflug starf- semi rekin á vegum félagsins. í tilefni dagsins ætlar stjórn þess að boða til samkomu næstkomandi sunnudag, 10. janúar í Félags- heimilinu við Dalsbraut og hvet- ur sem flesta félagsmenn og vel- unnara þess að mæta. Á dagskrá verður m.a. að til- kynna hvaða íþróttamaður hefur verið valinn íþróttamaður ársins 1992, en í tilefni 60 ára afmælis KA fyrir fimm árum, gaf KA klúbburinn í Reykjavík félaginu bikar fyrir þetta tilefni. Þá mun Foreldrafélag KA verða með Norðurlandsmót í fijálsum Norðurlandsmótið í frjálsum íþróttum innanhúss verður íþróttir helgarinnar BLAK Laugardagur: 1. deild karla: KA-Þróttur R kl. 16.00 HANDKNATTLEIKUR Föstudagur: 1. deild karla: Þór-KA kl. 20.30 KNATTSPYRNA íslandsmótið í innanhússknattspymu: Leikið í 3. og 4. deild í íþróttahúsi FB föstudag-sunnudag. KÖRFUKNATTLEIKUR Laugardagur: 1. deild karla: Höttur-UFA kl. 14.00 1. deild kvenna: Tindastóll-ÍBK kl. 16.IK) Sunnudagur: Úrvalsdeild: Njarðvík-Tindastóll kl. 20.00 1. dcild kvenna: Tindastóll-ÍBK kl. 14.00 X. deild karla: Höttur-UFA kl. 14.00 haldið í Iþróttahöllinni á Akureyri laugardaginn 16. janúar. Þetta er í 2. sinn sem mótið er haldið og er það UFA sem fyrir því stendur. Búsist er við fjölda þátttakenda og m.a. Jóni Arnari Magnússyni, sem eins og fram hefur komið keppir nú fyrir Tindastól. Keppt verður í 3 aldursflokk- um hjá báðum kynjum og eftir- taldar greinar verða í boði hjá öllum flokkum: 50 m hlaup, 50 m grindahlaup, hástökk, langstökk og þrístökk án atrennu, kúluvarp og 800 m hlaup. Einnig í hástökki án atrennu í karla og kvenna- flokki. Skráningar tilkynnist fyrir 11. janúar í pósthólf 722 (UFA), 602, Akureyri. Nánari upplýsing- ar eru veittar í síma 27213, mið- vikudaginn 13. janúar, milli kl. 20.00 og 23.00. Búast má við fjölda þátttak- enda og síðast var keppni mjög hörð og spennandi. Innan þeirra félaga sem hafa þátttökurétt er fjöldi einstaklinga sem eru bæði núverandi og fyrrverandi íslands- meistarar. kaffihlaðborð fyrir gesti þennan dag. Samkoman hefst kl. 14.00. Finnu þeirra Viði Halli Haraldar - Sigurrós Fri Haraldur Haraldsson með viðurkenningar síi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.