Dagur - 08.01.1993, Blaðsíða 7

Dagur - 08.01.1993, Blaðsíða 7
Föstudagur 8. janúar 1993 - DAGUR - 7 Stjórnarskráin, forsetíim ogEES íslendingar standa nú frammi fyrir fullveldisafsali í sambandi við EES- samninga, ef samþykktir verða. Pað virðist vera staðföst ákvörðun Jóns Baldvins Hannibalssonar utanrrh. og Davíðs Oddssonar forsrrh. (Hér eftir J.B.H. og D.O.) að knýja í gegn um Alþingi íslendinga samþykkt á EES- samningnum að því er J.B.H. sjálfur hefur lýst yfir með einungis 32 atkvæðum af alls 63 atkvæðum þing- manna, þetta eru ráðherrarnir að gera, með að vísu aðstoð ýmissa hlutdrægra fjölmiðla og nokkurra „heiðursmanna“ til viðbótar, þrátt fyrir ákvæði 2. gr. stjórnarskrárinnar er hljóðar svo: 2. gr. „Alþingi og forseti Islands fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum lands- lögum fara með framkvæmdavaldið. Dómendur fara með dómsvaldið. “ Ýmis ákvæði EES-reglna eru ótví- ræð brot á þessari grein og skara einnig ýmsar aðrar greinar, sam- þykkt EES-samnings krefst því stjórnarskrárbreytingar ef að á að samþykkja hann á löglegan hátt. Þær aðferðir sem J.B.H. hefur notað til að reyna að sýna fram á að lögtekning EES-samnings sé ekki stjórnarskrárbrot, verða að teljast fullkomlega óeðlilegar, þar sem hann ásamt D.O. hindra að Alþingi láti fara fram sjálfstætt mat á EES-samn- ingsreglum gagnvart ákvæðum stjórn- arskrárinnar. Hann skipar einungis nefnd á vegum utanríkisráðuneytis- ins, þar sem aðilar eru að hluta til vanhæfir sökum fyrri aðildar að mál- inu og einnig að hluta til háðir ráðu- neytinu sökum fyrri starfa á þess vegum. Þetta frumatriði um skort á hlut- leysi ómerkir í reynd þær niðurstöð- ur sem slík nefnd lætur frá sér fara og getur alls ekki skoðast annað en mis- þyrming á eðlilegum lögfræðiskýr- ingum, réttarreglum og réttlætis- kennd. Að því er greinarritari best veit þá hafa engir lögfræði- eða dómara- menntaðir menn hérlendis treyst sér til að fullyrða ótvírætt og án fyrir- vara, að EES-samningur sé ekki stjórnarskrárbrot, ekki einu sinni hinir sérvöldu nefndarmenn J.B.H. Það er því fullsannanlegt að veruleg- ur vafi er í málinu, jafnvel hjá þeim sem fengnir eru eftir sérstöku vali til umsagnar um málið. Ennfremur hafa menn með meiri menntun og reynslu í lögfræði og alþjóðarétti en nefndar- menn J.B.H. fullyrt.að um stjórnar- skrárbrot sé að ræða. Hvað er þá til ráða mætti þá spyrja sig og aðra? Fullveldi hefur verið af flestum talið dýrmætasta hugsjón og/ eða eign hverrar þjóðar. Það hafa Svisslendingar talið og gætt vandlega að öllum þeim atriðum sem þarf í heiðri að hafa til að halda fullveldinu í gegn uin margar aldir og það hafa þeir gert að miklum hluta til með því að hafa þjóðina sífellt með í ráðum um hin stærri mál og jafnvel hin smærri einnig, eru því haldnar marg- ar þjóðaratkvæðagreiðslur milli hinna hefðbundnu kosninga fulltrúa til þjóðþings og stjórnar þar í landi. Hvernig hefur þeim búnast að þessum sérreglum? Því er auðsvarað; Best allra Evrópuþjóða og sennilega einnig allra þjóða heims; þrátt fyrir að búa í landi sem er tiltölulega snautt af náttúruauðæfum og hafa hvergi aðgang að sjó og þar með á vissan hátt einangraðir og hafa erfið- ari stöðu til viðskipta en flestar aðrar þjóðir, eru þeir með auðugustu og sjálfstæðustu þjóðum heims. Væri nær fyrir íslendinga að leita sér það- an menningarlegra og hagfræðilegra fyrirmynda, en til ýmissa annarra þjóða sem miður hefur búnast en þeim að sinni menningar-, stjórn- mála- og efnahagsstefnu. Áskorun til forseta Að gefnu því tilefni að Alþingi íslendinga hefur ekki verið gert kleift að láta fara fram hlutlausa og vand- aða úttekt á því hvort að EES-samn- ingur sé brot á stjórnarskrá lýðveldis- ins íslands og með tilvísun til alger- lega óumdeilanlegs ákvæðis í 26. grein stjórnarskráinnar er hljóðar á eftirgreindan hátt: 26. gr. „Ef Alþingi hefur samþykkt laga- frumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síð- ar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrum- varpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæða- greiðslu. Lögin falla úrgildi, efsam- þykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu. “ Er það því eindregin áskorun af hálfu greinarritara Bjarna Hannes- sonar og vonandi margra annarra til hæstvirts forseta lýðveldisins frú Vig- dísar Finnbogadóttur að hún beiti ákvæðum 26. greinarinnar og synji um staðfestingu á EES-samningi ef að tækist að ná með einhverjum ráð- um samþykkt Alþingis fyrir honum og hann kæmi þar með til forsetans sem „samþykkt lög“ frá Alþingi. Greinargerð Vitað og fullsannanlegt er að stjórn- kerfi lýðræðisþjóðfélaga eins og ein- ræðisríkja geta úrkynjast þjóðernis- og stjórnmálalega, efnahags- og sið- gæðislega á undraskömmum tíma, og ráðstafanir æðstu valdhafa orðið þar með andstæðar hagsmunum og vilja þjóðarinnar. Ætla má að ákvæði 26. gr. sé einmitt öryggisákvæði fyrir þjóðina í slíku tilviki þar sem forseti er þjóðkjörinn og þar með fyrst og fremst fulltrúi þjóðarinnar en ekki einungis fullgildingaraðili fyrir gerðir fulltrúa sem kosnir eru á 4 ára fresti eða minna, og kjörnir í baráttu sem of oft er háð á býsna fölskum for- sendum. Um jafn sjálfsagðan hlut og það að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um EES-málið ætti ekki að þurfa að hafa fleiri orð, en sorglegt er það að nokkrir íslendingar hafa nú þegar formlega staðfest það að þeir vilji ekki að þjóðin fái að ákveða hvað skuli gert í því máli, það eru að vísu ekki að líkum nema um 100-200 menn sem staðfest hafa á opinberan hátt þann eiginleika sinn að þjóðin skuli í engu spurð um hvað hún vilji um sitt fullveldi, hins vegar hafa um 34.000 aðilar staðfest að þeir vilji þjóðaratkvæðagreiðslu. Þessir fáeinu aðilar hafa fengið sín völd og stöður flestir hverjir frá þjóðinni en sið- gæðisbresturinn er því miður svo algerður að þeir eru margir hverjir ekki fyrr búnir að fá völdin og aðstöðuna, en þeir fara að troða á þeim aðilum er fengu þeim völdin og aðstöðuna. Að sterkum líkum er forsetinn hinn síðasti aðili í laga- og réttarkerfi þjóðarinnar sem getur á fullkomlega löglegan hátt séð til þess með form- legum hætti að hinn eini rétti ákvörð- unaraðili í þessu mikilvæga máli fái að ákveða hvað gert skuli, en það er að sjálfsögðu þjóðin sjálf í þjóðar- atkvæðagreiðslu um EES-samning- inn sem sér og sjálfstætt mál, en ekki grautað saman, að hluta til, við önn- ur mál í hefðbundinni kosningabar- áttu. Ábyrgð forsetans gagnvart nútíð og framtíð íslensku þjóðarinnar er því mikil ef að EES-samningur verð- ur knúinn í gegn um Alþingi íslend- inga án stjórnarskrárbreytingar og „samþykktur sem lög“ til staðfest- ingar hjá forseta íslands. Bjarni Hannesson. Stjórnarskrárferill EES- málsins eftir 1/1 1993? Ferill þessa máls hjá forseta fslands, eftir að slík gerð yrði framkvæmd af hálfu Alþingis, getur vart orðið ann- ar en að athuguð yrðu öll stjórnar- skrárákvæði er EES-samningurinn gæti hugsanlega brotið eða skarað, m.a. þessi ákvæði orðrétt. (Ákvæði úr Stjórnarskrá Lýðveldisins íslands. Nr. 33 17. júní 1944, sbr. stjskl. nr. 65 30. maí 1984 og stjskl. nr. 56 31. maí 1991.) 10. gr. „Forsetinn vinnur eið eða dreng- skaparheit að stjórnarskránni, er hann tekur við störfum. Af eiðstaf þessum eða heiti skal gera tvö sam- hljóða frumrit. Geymir Alþingi annað, en Pjóðskjalasafnið hitt. “ 2. gr. „Alþingi og forseti Islands fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum lands- lögum fara með framkvæmdarvaldið. Dómendur fara með dómsvaldið. “ 21. gr. „Forseti lýðveldisins gerir samn- inga við önnur ríki. Pó getur hann einga slfka samninga gert, ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða efþeir horfa til breytinga á stjórnarhögum ríkis- ins, nema samþykki Alþingis komi til. “ Hið næsta skref ætti og/eða getur vart orðið annað en bciting 23. gr. stjórnarskrárinnar sem er svohljóð- andi, þó ef til vill sé ekki þörf á þessu, en ætla má að forsetinn þurfi að fá tíma og starfsfrið til könnunar málsins. 23. gr. „Forseti lýðveldisins getur frestað fundum Alþingis tiltekinn tíma, þó ekki lengur en tvær vikur og ekki nema einu sinni á ári. Alþingi getur þó veitt forseta afbrigði frá þessum ákvæðum. (Hafi Alþingi verið frest- að getur forseti lýðveldisins eigi að síður kvatt Alþingi saman tilfunda ef nauðsyn ber til. Forseta er það og skylt ef ósk berst um það frá meiri- hluta alþingismanna.)“ Beiting þessa ákvæðis er að líkum nauðsyn til þess að forsetinn geti lát- ið fram fara hlutlausa úttekt hæfra og lögfróðra manna í lögum og dóms- venjum lýðveldisins, þ.e. stjórnar- skrárákvæðum og meint brot og/eða skörun EES-reglna við stjórnar- skrána. Þessa skýlausu og nauðsynlegu gerð hefur Alþingi sem stofnun verið gert ófært um að láta fram fara og er því nauðsynlegt og skylt af forsetan- um s.m.k. 10. gr. að láta slíkt fram fara samkvæmt eðlilegum hlutleysis- og réttsýnisreglum. Niðurstaða þeirr- ar úttektar getur vart orðið á annan veg en að um stjórnarskrárbrot væri að ræða og gæti verið nauðsyn og/eða bæri því að beita 24. gr. sem er svo- hljóðandi. 24. gr. „Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga (áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þing- rofið), enda komi Alþingi saman eigi síðar en (tíu vikum) eftir, að það var rofið. (Alþingismenn skulu halda umboði sínu til kjördags.)“ Þetta gætu og/eða ættu að vera hin réttu viðbrögð ef að úttektaraðilar kæmust að þeirri niðurstöðu að EES- reglur væru stjórnarskrárbrot, en þá yrði ósvarað þeim þætti sem þeir aðilar er berjast fyrir lögtekningu EES-samningsins hafa látið ógert en það er að leggja fram tillögu um stjórnarskrárbreytingu er heimilaði lögtekningu EES-samnings þrátt fyr- ir hin ýmsu ákvæði hennar. Ef til vill gæti einnig komið til greina að beita aðeins vægari aðferð við rétta meðhöndlun á málinu en það væri beiting 25. gr. stjórnar- skrárinnar. 25. gr. „Forseti lýðveldisins getur látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta. “ Innan þessa ákvæðis ætti forseta að vera heimilt að benda aðilum EES-málsins á það að leggja fram slíka stjórnarskrárbreytingartillögu, er hlyti þá þinglega meðferð sem slík, því óþolandi er með öllu að nokkur vafl sé í svo mikilsverðu máli sem EES-málið er gagnvart stjórnar- skrá og fullveldi þjóðarinnar, á með- an væri EES-málið í biðstöðu hjá forseta. Þjóðaratkvæðagreiðsla um EES Forsetinn er að sjálfsögðu fyrst og fremst fulltrúi þjóðarinnar, en einnig alþingismanna og þó að hluti alþing- ismanna hafi af vangá eða vegna „mikils þrýstings" orðið til þess að taka þátt í meintum stjórnarskrár- brotum og hindra framgang tillagna innan Alþingis um að um EES-mál- efni væri fjallað á grundvelli stjórnar- skrárinnar, þannig að ótvírætt sé að hún sé ekki brotin, og einnig að hindra ráðgefandi þjóðaratkvæða- greiðslu um málið, þá hlýtur hinn þjóðkjörni forseti að beita 26. gr. stjórnarskrárinnar, einnig má minna á áskoranir um 34.000 íslendinga til Alþingis um að haldin yrði þjóðar- atkvæðagreiðsla um þetta EES-mál, þær munu í reynd einnig vera áskor- un til forsetans, þó að þeim væri beint til Alþingis, en þá var því ekki trúað að alþingismenn myndu hundsa slíka beiðni, enda voru það ekki nema 32 sem neituðu. 26. gr. „Ef Alþingi hefur samþykkt laga- frumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síð- ar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrum- varpi staðfestingar, og fær það þó engu að sfður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæða- greiðslu. Lögin falla úrgildi, efsam- þykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu. “ Það er alveg ljóst að þeir aðilar er stóðu að samningu ýmissa ákvæða Stjórnarskrárinnar frá 17. júní 1944 hafa hugsað sér forsetaembættið valdameira en það hefur verið starf- rækt í verki, sú starfsvenja getur alls ekki hindrað að þessum ákvæðum verði ekki beitt og að nota þau ekki við þessar aðstæður væri þvílík svik við þjóðina að maður lætur sér ekki til hugar koma að þau verði ekki nýtt sem hinn endanlegi réttur þjóðarinn- ar. Svisslendingar létu ekki ríkis- stjórn, þingmenn og fjölmiðla segja sér hvað bæri að gera i EES-málum. Því miður eru ekki komin inn í íslensku stjórnarskrána ákvæði um það að ákveðinn hluti þjóðarinnar geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvæg mál og ætti þetta mál að verða til þess að það yrði farið að vinna að því sem allra fyrst og gott að byrja á þessu máli sem prófmáli. Ritari þessarar greinar var einn af þeim aðilum sem í upphafi kosninga- baráttu núverandi hæstvirts forseta Vigdísar Finnbogadóttur lagði þeirri baráttu lið ásamt mörgum öðrum í þeirri trú að þar væri unnið í þágu góðs og menningarlegs málstaðar og vel yrði haldið á fullveldi þjóðarinnar á meðan hæstvirtur forsetinn gegndi því embætti. Nú mun vera komið að hinni stóru stund, því vil ég trúa að þjóðin öll eigi þann forseta, að þegar mest á reið í fullveldismálunum, þá verði þannig á málum haldið að þjóðin geti verið jafn forsjál og Sviss- lendingar hafa verið í gegnum aldirn- ar. Ennfremur má minna á þann mann- dóm sem Danir sýndu nýverið í þjóð- aratkvæðagreiðslu um Maastricht- samninginn. í báðum þessum lönd- um, lögðust stjórnmálamenn, auð- jöfrar, ýmsir hagsmunaaðilar og fjöl- miðlar, á eitt með það, að þjóðirnar samþykktu samningana og afsöluðu sér fullveldinu, en varð ekki að iðju sinni. Ennfremur mætti minnast á atburð úr íslandssögunni um árið 1000 er Noregskóngur mæltist til landsrétt- indagjafar sér til handa, þá vildi einn ríkur maður gefa eftir, en annar framsýnni rnælti í mót og eftir því var farið, og sjálfstæðinu héldum við í 262 ár eftir að þau tilmæli komu frá erlendum aðila. Það sama er í reynd á döflnni í dag, sjálfræði og sjálfstæði bæði pólitískt og efnahagslegt mun hverfa á örfáum árum ef að EES- samningur verður samþykktur. Það er mín spá. Ritað 1/1. 1993. Bjarni Hannesson, Árnesi. Höfundur er framkvæmdastjóri Rannsóknastofnunar Gefjunar. Meinatæknir Staða meinatæknis (50% staða) við Sjúkrahúsið í Húsavík er laus til umsóknar. Upplýsingar um starfið gefa deildarmeinatæknir og framkvæmdastjóri í síma 96-41333. Sjúkrahúsið í Húsavík.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.