Dagur - 08.01.1993, Blaðsíða 10

Dagur - 08.01.1993, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Föstudagur 8. janúar 1993 Dagdvelja Stjörnuspa * eftir Athenu Lee Föstudagur 8. janúar (j£V Vatnsberi 'N \WJE\ (20. jan.-18. feb.) J Láttu ruglingslegar kringumstæ&- ur ekki koma þér úr jafnvægi. Gættu þess líka aö vera ekki of fastur fyrir í skobunum. Happatöl- ur eru 11,18 og 29. d Fiskar (19. feb.-20. mars) ) Þú hefur áhyggjur því hlutirnir ganga ekki eins og áætlaö var. Notaöu tímann til aö gera áætlanir fram í tímann. flT) Hrútur (21. mars-19. apríl) Þetta eru erfiöir tímar en þeir veita þér nýja innsýn. Þú þarft aö taka á allri þinni þolinmæöi í dag. (W Naut (20. apríl-20. maí) D Félagar þínir eru uppteknir af sjálf- um sér svo þaö veröur erfitt aö komast aö þeim. Ástin gengur í gengum óróatímabil þessa dag- ana. (/jMK Tvíburar D J\ (21. mai-20. júni) J Þú færö góöar hugmyndir en lít- inn stuöning annarra viö að koma þeim í framkvæmd. Þú færð góðar fréttir af vini þínum. (■€ Krabbi (21. júní-22. júli) ) Farðu rólega af stað í dag svo þú lendir ekki í illdeilum. Samskiptin batna þegar líður á daginn en happatölur eru 5, 23 og 27. (23. júll-22. ágúst) J Fyrstu viðbrögð viö framkvæmd- um gætu reynst niöurdrepandi en stattu fast á þínu. Gættu þess aö verða ekki misskilinn í dag. (£ Meyja (23. ágúst-22. sept. 0 Ef þú lendir í deilum er hætta á aö þú missir stjórn á skapi þínu. Haltu þig því við friðsamleg umræðuefni en gættu þess aö láta ekki troða á þér. v°6 ^ \4fr (23. sept.-22. okt.) J Uppörvandi tækifæri liggja á næstu grösum en nú skaltu halda þig á mottunni til ab foröast mis- tök. Athugaðu vel öll reikningsskil. (XmQ. SporödrekiD fS3. okt.-21. nóv.) J Verkefnin eru óþrjótandi í dag svo vertu ekki feiminn við aö leita að- stoðar. Þá borgar sig aö vera fastur fyrir svo aðrir skilji þig betur. (Bogmaöur D \j^l, X (22. nóv.-21. des.) J Tiltölulega tíöindalítill en góöur dagur þar sem allt gengur upp. Dagurinn er líka kjörinn til feröa- laga en gættu buddunnar í kvöld. Steingeit D (22. des-19. jan.) J Þú skalt skoða fjárhagsstöðu þína vel áöur en þú leggur í frekari fjár- skuldbindingar. Komdu í verk því sem þú hefur frestað lengi. Á léttu nótunum í kirkjunni Óli litli fékk leyfi til ab fara í kirkju með afa sínum. Þar sem drengurinn átti erfitt meö að þegja lengi í einu, var afinn órólegur yfir tilhugsuninni um það hvernig sá stutti myndi haga sér í messunni. Hann lét því drenginn fá hundrað króna seðil til að setja í samskotabaukinn þegar messu lyki. Hræðsla afans virtist óþörf til ab byrja með. En þegar presturinn var búinn að tala í 20 mínútur, gat Óli litli ekki á sér setið og mælti, hátt og snjallt: „Nei, afi, nú er nóg komið. Nú borgum við bara og förum heim!" Afmælisbarn dagsins Þú þráir ab ná árangri á ákvebnu svibi næstu mánuði. Gerðu þab samt ekki að þráhyggju svo þú náir ab slaka á og njóta lífsins. Ef þú ferð að þessum ráðum ætti ár- ið ab verða bæði árangursríkt og ánægjulegt. Þú lendir ef til vill í til- finningasambandi síðar á árinu. Orbtakib Bera ekki vitib í böggum Orðtakib merkir að vera lítt viti bor- inn. BAGGI merkir í raun byrði. Sá sem ber ekki vitið í böggum hefur því ekki miklar byrðar af viti... Svipuð líking felst í orbtakinu „að reiba ekki vitib í þverpokum", sem merkir að vera vitgrannur. Orðin „þverpoki" og „þverbakspoki" voru notuð um poka, sem þægilegt var aö leggja yf- ir hestbak. Var mikib troðiö í slíka poka og er líkingin af því dregin. Þetta þarftu ab víta! Stærsta grafhýsib Stærsta grafhýsi í heimi geymir jaröneskar leifar Nintoku keisara, sem dó um 428 eftir Kristsburb. Grafhýsið stendur sunnan við Osaka í japan. Það er 485 metra langt, 305 metra breitt og 45 metra hátt. Hjónabandib Vinsæl mistök „Hjónabandið er vinsælustu mis- tökin í heiminum." Ókunnur höfundur. STORT Torfí? Valur mundarson körfuknattleiks- mabur, þjálfari og leikmabur Tindastóls á Sauðárkróki, hefur sjaldan eba aldreí verib í betra formi en einmitt nú. Hann hefur til margra ára verib einn af okkar bestu körfuknatt- leiksmönnum og fastamabur \ landslibinu. Til þessa hefur hann leikib 130 landsleiki og hefur abeins einn mabur oftar klæbst landslibsbolnum. Þab er Torfi Magnússon landslíbsþjálf- ari sem leikib hefur 131 leik. Næst þegar Torfí velur Val í landslibið þá mun Valur því jafna landsleikjamet Torfa. Ýmsir telja því yfirgnæfandi lík- ur á ab Valur hafi spilað sinn síbasta landsleik, í það minnsta undir stjóm Torfa. • Skorar Valur 20.000. stigib? íslenskum körfuknattleiks- mönnum hefur reyndar ekki alltaf gengið sem best þegar þeir leika gegn erlendum fé- lögum sínum. Þar er skemmst ab minnast 73 stiga taps gegn hinum stríðs- hrjábu Króötum, í undankeppni Ólympíuleikanna nú í sumar. Ef samanlögb stigatala úr öllum okkar landsleikjum er skobuð kemur í Ijós ab hún er okkur talsvert óhagstæb. Andstæb- ingarnir hafa skorab tæplega 1000 stigum fleiri eba 20.900 gegn 19.983. Síban er ab bíba og sjá hvort Valur Ingimundar- son skorar 20.000. stigib í sama leik og hann jafnar landsleikja- met Torfa Magnússonar. • íþróttamaöur ársins Þá hefur íþróttamabur ársins verib val- inn og sam- kvæml venju er fólk ekki á eitt sátt um sigur- vegarann. Þess- ar óánægju- raddir eru orbnar jafn árvíssar og kjörið sjálft og kannski ek- kert nema eblilegt. Sumir hafa bent á ab ef endilega hafi þurft ab velja spjótkastara þá hafi ver- ið miklu nær ab veja Einar Vil- hjálmsson. Einar tvíbætti ís- landsmetið í sumar og var í finu formi, ab Ólympíuleikunum undanskildum. Abrir hafa gert athugasemd vib ab í 2. sæti skuli hafna mabur sem hefur leikib meiddur undanfarib eitt og hálft ár og hér sé ekki verið ab velja þjálfara heldur leik- menn. Mesta fjabrafokib hefur þó orbib vegna þess ab fatlabur íþróttamabur varb ekki fyrir val- inu. Mörgum fannst tími til kominn ab viburkenna árangur þeirra í verki og vafalaust er mikib tilíþví.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.