Dagur - 08.01.1993, Blaðsíða 11

Dagur - 08.01.1993, Blaðsíða 11
Föstudagur 8. janúar 1993 - DAGUR - 11 Mannlíf Laganna verðir áttu náðuga stund því þrettándagleði Þórs fór vel fram að vanda Myndir: Robyn Jólin kvödd íþróttafélagið Þór hefur staðið fyrir þrettándagleði eins lengi og allrosknir menn muna og á því varð engin breyting sl. miðvikudagskvöld. Jólin voru kvödd með viðeigandi hætti. Kveikt var í bálkesti, tröll, púkar, álfar og kynjaskepnur stigu trylltan dans og jólasveinarnir kvöddu börnin áður en þeir héldu af stað upp á Súlur eða Kaldbak eða hvar þeir búa nú. Mikið var sungið og skemmtuninni lauk með glæsilegri flugeldasýningu og allir fóru til síns heima glaðir í hjarta. í kvöld verður síðan brennu- ball í Hamri fyrir glaða eða vonsvikna Þórsara, geð- brigðin fara eftir úrslitunum í leik Þórs og KA. SS Síðustu forvöð að klára flugeldana. „Vá, jólasveinn með slöngulokkaskegg.“ Ungliði í jólasveinahreyfingunni notaður sem dráttar- klár. Tröll nælir sér í púka. Frá Gilfélaginu á Akureyri Desembervöku Gilfélagsins lauk 30. desember. Hún var í senn listahátíð og fjáröflunarátak. Á sölusýningunni voru 107 mynd- verk eftir 67 listamenn. Fjöl- breytt dagskrá var á vökunni. Þar komu fram um 30 listamenn sem fluttu tónlist, dans, lásu upp og einn fyrirlestur var haldinn. Vakan fór öll fram í tilraunasal félagsins sem er ófullgerður. Gil- félagið stefnir að því að ljúka við salinn sem fyrst, svo hægt verði að nota hann fyrir fjölbreytta list- starfsemi. Auk þess var átakinu ætlað að safna fé til að ljúka við framkvæmdir á gestavinnustof- unni og þjónustumiðstöðinni fyr- ir menningarstarfsemi. Þrátt fyrir að veðurguðirnir væru vökunni óhagstæðir með mestu úrkomu sem mælst hefur á Akureyri síð- an 1929, þá komu um fjögur hundruð gestir og 28 myndverk seldust. Dregið hefur verið í listaverka- happdrætti Gilfélagsins. Vinning- ar komu á eftirtalin númer: 1. vinningur, olíumálverk að eig- in vali eftir Tolla, nr. 994 2. vinningur, olíumálverk eftir Kristinn G. Jóhannsson, nr. 518 3. vinningur, acrylverk eftir Björn Birnir, nr 609 4. vinningur, trérista eftir Ingi- berg Magnússon, nr. 708 5. vinningur, höggmynd eftir Hallstein Sigurðsson, nr 218 6. vinningur, trérista eftir Rögnu Hermannsdóttur, nr. 220 7. vinningur, sáldþrykk eftir Þórð Hall, nr. 835 Vinningshafar hafi samband við formann Gilfélagsins í síma 96-27906 eða heima í síma 96- 22196. Stjórn Gilfélagsins á Akureyri vill þakka listamönnunum sem lögðu félaginu ómetanlegt lið í átakinu, svo og öllum þeim aðil- um sem gerðu okkur þetta kleift. Það fé sem safnaðist rennur óskipt til þeirra framkvæmda sem Gilfélagið vinnur að í Listagilinu á Akureyri. Fréttatilkynning („in Wlfiirn. rninp HÓTEL KEA Laugardagskvölið 9. janúar Við hefjum nýtt ár í fullri sveiflu með hljómsveit Geirmundar Valtýssonar Glæsilegur matseðill ★ Ingimar Eydal leikur fyrir matargesti sín Ijúfustu lög ★ Leikhúsmatseðill Kampavínslöguð humarsúpa Grísa- og nautahryggur „Black & White" Kaffi og heimalagað konfekt Verð aðeins kr. 2.500. Gildir frá kl. 18.00-20.00 þá daga sem sýningar eru Borðapantanir í síma 22200 Gleðilegt nýtt ár! Þór-KA í kvöld kl. 20.30 í íþróttahöllinni Verið hagsýn - Verslið í Nettó Ódýr markaður Allra hagur Kreditkortaþjónusta Opiö mánudaga-föstudaga kl. 12-18.30. Laugardaga kl. 10-16. Sunnudaga kl. 13-17.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.