Dagur - 08.01.1993, Blaðsíða 16

Dagur - 08.01.1993, Blaðsíða 16
HfifBlR Akureyri, föstudagur 8. janúar 1993 Öxaríjörður: Innflarðarrækjan stór og góð Nú fer þorrinn í gang Veislueldhús Bautans mun sem undanfarin ár bjóða upp á þorramat fyrir einstaklinga og hópa Hafið samband og við gefum nánari upplýsingar í síma 21818 Vinna hófst í gær í rækjuverk- smiðjunni Geflu á Kópaskeri eftir nokkurt hlé um jól og ára- mót, en búið var að landa um 8 tonnum af rækju úr Öxarfirði. A haustvertíðinni fékk verk- smiðjan um 260 tonn af inn- fjarðarrækju til vinnslu. Öxarnúpur ÞH fékk belginn í skrúfuna í fyrstu veiðiferðinni í vikunni og var báturinn dreginn til Kópaskers af Þingey ÞH. Inn- fjarðarrækjuveiðin byrjar vel á Oxarfirði á þessu ári og fékk Öxarnúpur ÞH nærri tvö tonn í hali eftir tveggja tíma tog af stórri og vænni rækju. GG Farskóli Kennaraháskóla íslands: 22 nemendur af Norðurlandi Farskóli Kennaraháskóla ís- lands hóf starfsemi sína sl. mið- vikudag og eru 83 nemendur skráðir til náms, þar af 22 af Norðurlandi, 12 af Norðurlandi vestra og 10 af Norðurlandi eystra. Á milli 80 og 90% nem- enda skólans eru konur. Hér er um að ræða mjög athyglisverða nýjung í skólamál- Dalvík: Ránhf.gjaldþrota Útgerðarfyrirtækið Rán hf. á Dalvík var í gær lýst gjaldþrota að kröfu sýslumanns Eyjatjarð- arsýslu á grundvelli kröfu um greiðslu opinberra gjalda að upphæð 9,5 milljóna króna en skip útgerðarinnar hefur legið innsiglað í Dalvíkurhöfn síðan í desembermánuði að kröfu sýslumanns. Það var Ólafur Ólafsson héraðsdómari sem kvað upp gjaldþrotaúrskurðinn. Fyrirtækið fékk í sumar þriggja mánaða greiðslustöðvun og síðan framlengingu um mánuð þar sem þá stóðu yfir samningaviðræður við útgerðaraðila í Grundarfirði og Dalvík um sölu á báti útgerðar- innar, Sænes EA-75, sem er 110 tonna stálbátur, smíðaður í Sví- þjóð 1987. Kvóti bátsins er 267 tonn af þorski, 23 tonn af ýsu, 20 tonn af ufsa, 15 tonn af karfa, 3 tonn af grálúðu, 38 tonn af skar- kola eða samtals 341 þorskígildis- tonn. Rækjukvóti er 232 tonn. Söluverð á þorskkvóta hefur verið 195 krónur að undanfömu en á rækju 80 krónur en leiguverð 37 krónur á þorski og 7 krónur á rækju. Á síðasta ári seldi Rán hf. fískverkunarhús fyrirtækisins til Sæplasts hf. sem nýtir það sem geymsluhús. Að undanfömu hafa staðið yfir viðræður við Grýtubakkahrepp og Kaupfélag Eyfirðinga um hugsan- lega sölu á bátnum til þessara aðila en þeim viðræðum er ekki lokið og líklegt að þær verði nú undir stjórn Örlygs Hnefils Jónssonar hdl. á Húsavík sem skipaður hefur verið skiptastjóri þrotabúsins. GG VEÐRIÐ Búist er víð norðan og norð- austanstormi á öllum djúpmið- um í dag og næstu nótt og kólnandi veðri um allt land, frost allt að 10 stig. Á Norður- landi verður vaxandi norðan og norðaustan átt og hvasst á miðum en hægari til landsins. Síðdegis fer að hægja en búast má hins vegar við ein- hverjum éljagangi víðs vegar um Norðurland. Gæti snúist til norðvestanáttar. um hér á landi. í þessu felst sam- bærilegt kennaranám og boðið er upp á í Kennaraháskólanum, það er að segja 90 eininga nám, en munurinn er sá að nemendur í Farskólanum verða um allt land og fá verkefni frá Kennara- háskólanum til úrlausnar í gegn- um íslenska menntanetið. Skóla- árið skiptist í þrjú tímabil eða lotur. Sú fyrsta stendur frá janúar til maí, önnur frá júní til ágúst og sú þriðja frá september til árs- loka. Tvisvar á ári, í janúar og júní, verða viku til hálfs mánaðar námskeið þar sem nemendur koma saman og fá ýmsar upplýs- ingar auk þess sem þeir taka próf í því efni sem farið hefur verið yfir. Fyrsta námskeiðið stendur yfir í Kennaraháskólanum, en Sigurjón Mýrdal, annar umsjón- armanna Farskólans, segir mjög líklegt að einhver námskeiðanna verði utan höfuðborgarsvæðisins. „Ég tel að þessi skóli marki tímamót í íslenskri skólasögu. Tekin verður upp kennsla með tölvu í gegnum Islenska mennta- netið og það skapar okkur sér- stöðu á Norðurlöndum og jafnvel víðar,“ sagði Trausti Þorsteins- son, fræðslustjóri á Norðurlandi eystra. óþh Þröngt mega sáttir sitja ef sá aftasti lætur sér nægja að ýta. Mynd: Robyn Hitaveita Akureyrar fær 60% endurgreiðslu af álögðum 14% vaski: Kostnaður víð upphítun „meðal- húss“ eykst um 350 kr. á mánuði - fimm aðrar hitaveitur á Norðurlandi fá endurgreiðslu Franz Arnason, hitaveitustjóri á Akureyri, segir að hitaveitu- reikningar eigenda meðalhúsa á Akureyri, sem teljast vera 400 rúmmetrar að stærð, hækki í þessum mánuði um sem næst 350 krónur frá greiðsluseðli í desember. í fjárlögum 1993 er gert ráð fyrir tekjum í ríkiskassann vegna 14% virðisaukaskatts af sölu á Dalvík: Engin umsókn um íbúð fyrír aldraða - of háu verði m.a. kennt um 1 haust var auglýst eftir umsóknum í fjórar íbúðir fyrir aldraða sem verið er að reisa við við Kirkjuveg austan Dal- bæjar, heimili aldraða, á Dalvík. íbúðirnar eru af tveim- ur stærðum, 70,3 fm og 91,9 fm, og bárust umsóknir í þær minni en engar í þær stærri og var því ákveðið að auglýsa þær aftur og rann sá umsóknar- frestur út 15. desember sl. Áætlað verð á minni íbúðun- um er 6,4 milljónir króna en á þeim stærri 8,4 milljónir króna og samkvæmt samningi á að afhenda íbúðirnar fullfrágengnar 30. júní nk. Óskar Gunnarsson í Dæli er formaður nefndar um byggingu íbúða fyrir aldraða og hann segir eina óformlega umsókn liggja fyrir um aðra stærri íbúðina en enn sé óákveðið hvað verði gert með hina. Þeirri hugmynd hafi hins vegar verið hreyft að leigja íbúðina verði hún ekki seld fyrir sumarmál. Það verði þó gert með þeim fyrirvara að hún kunni að seljast seinna. Ákvörðun um það segir Óskar að verði væntanlega I tekin seinna í mánuðinum þegar nefndin kemur saman. Nefndar- mönnum er kunnugt um fólk sem leigir í dag út í bæ en fengi hins vegar betri þjónustu ef það flytti inn í þessa íbúð og nyti þjónustu Dalbæjar. Nýr forstöðumaður, Guðbjörg Vignisdóttir, tók við störfum á Dalbæ 1. janúar sl. GG heitu vatni. Samband íslenskra hitaveitna mótmælti á sínum tíma kröftuglega þessari skatt- heimtu ríkisstjórnarinnar vegna þess að 14% skattur á notendur allra veitna í landinu myndi koma mjög misjafnlega við pyngjur landsmanna. Tekið var tillit til þessara athugasemda og 29. desember sl. gaf fjármála- ráðuneytið út reglugerð um „endurgreiðslu á virðisaukaskatti af sölu á heitu vatni og rafmagni til hitunar húsa og laugarvatns." Þar kemur fram að endur- greiðsluhlutfall hjá Hitaveitu Hvammstanga er 6%, 35% hjá Hitaveitu Blönduóss, 32% hjá Hitaveitu Hríseyjar, 60% hjá Hitaveitu Akureyrar, 6% hjá Hitaveitu Reykjahlíðar og tæp- lega 60% hjá Hitaveitu Siglu- fjarðar (Rafmagnsveitur ríkis- ins). Notendur annarra hita- veitna á Norðurlandi greiða full- an 14% virðisaukaskatt og því munu hitaveitureikningar þeirra væntanlega hækka um 14%. í reglugerðinni kemur einnig fram að endurgreiðsluhlutfall vegna sölu rafmagns til hitunar húsa og laugarvatns skal vera 62% af álögðum virðisauka- skatti. Á Norðurlandi eiga þrjár Magnús Gamalíelsson hf. í Ólafsfirði: Getum vel við unað - segir Svavar B. Magnússon, framkvæmdastjóri „Sigurbjörg ÓF 1 skilaði á liðnu ári svo til sama aflaverð- mæti og árið áður. Við getum vel við unað þegar litið er til annarra útgerðarfyrirtækja, sem gera út frystitogara,“ segir Svavar B. Magnússon, fram- kvæmdastjóri Magnúsar Gamalíelssonar hf. í Ólafs- flrði. Afli Sigurbjargar ÓF 1 á liðnu ári var 2900 tonn að aflaverðmæti 336 milljónir króna. Magnús Gamalíelsson hf. gerir einnig út Snæbjörgu ÓF 4, sem er 50 tonna bátur. Að sögn Svavars hefur Snæbjörg ÓF stundað rækjuveið- ar og veiðar í snurvoð á liðnu ári fyrir Norðurlandi og aflinn var fremur rýr sem á öllum smærri bátum sem gerðir eru út á miðin fyrir Norðurlandi. ój rafveitur rétt á endurgreiðslu; Rafveita Akureyrar, Rafveita Húsavíkur og Rafveita Sauðár- króks. Að teknu tillliti til endur- greiðslna munu notendur á Akureyri greiða hálfri sjöundu krónu meira fyrir rúmmetrinn af heitu vatni í janúar en í desem- ber. Þetta þýðir að kynding á meðalhúsi, sem telst vera um 400 rúmmetrar, hækkar um nálægt 350 krónur á mánuði, eða um 4000 krónur yfir árið. Hækkun hitaveitureikninga hjá eigendum tveggja herbergja íbúða á Akur- eyri verður sem næst 160 krónur á mánuði eða rétt tæpar 2000 krónur á ári. óþh Aflaverðmæti Mánabergs ÓF: $0 miQjónum lægra en árið áður Sæberg hf. í Ólafsfirði gerir út þrjá togara, þ.e. frystitogarann Mánaberg OF 42 og ísfisk- togarana Sólberg ÓF 12 og Múlaberg ÓF 2. Samanlagður afli togaranna þriggja á liðnu ári var 8176 tonn. Samkvæmt upplýsingum frá Þorvaldi Jónssyni hjá Sæbergi hf. var afli Mánabergs ÓF 3607 tonn á liðnu ári. Aflaverðmæti var 372,5 milljónir króna, sem er tæpum 80 milljónum króna lægra en árið áður. Þess ber að geta aö togarinn var frá veiðum um tíma, en úthaldsdagarnir á árinu voru 275. ísfisktogararnir skiluðu svip- uðum aflaverðmætum sem árið áður. Sólberg ÓF landaði 2114 tonnum að aflaverðmæti 148,7 milljónir króna. Úthaldsdagar voru 301. Úthaldsdagar Múla- bergs ÓF voru 290 og aflinn 2455 tonn að aflaverðmæti 166,8 millj- ónir króna. ój

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.