Dagur - 08.01.1993, Blaðsíða 15

Dagur - 08.01.1993, Blaðsíða 15
Föstudagur 8. janúar 1993 - DAGUR - 15 MlNNING =jj= Páll Sigurðsson íþróttakennari frá Lundi í Stíflu Fæddur 3. júní 1904 - Dáinn 25. desember 1992 Páll Sigurðsson íþróttakennari frá Hofi í Hjaltadal andaðist á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki á jóladag, 25. desember sl. á átt- tugasta og níunda aldursári. Hann hafði á langri ævi verið heilsugóður og hraustmenni þar til fyrir ári síðan að sjúkleiki fór að sækja á og dró hann að lokum til dauða. Páll var kominn af skagfirsk- um, eyfirskum og sunnlenskum kennimönnum, glímumönnum og kraftamönnum, sem sagnir eru til um, og bar órækt vitni þessara forfeðra sinna. Hann fluttist á fyrsta ári með foreldrum sínum, Sigurði bónda og kennara frá Ytra-Garðshorni í Svarfað- ardal og konu hans Maríu Guð- mundsdóttur frá Háakoti í Stíflu, að Háakoti þar sem þau hjónin bjuggu fyrstu árin. Þau fluttust síðar að Lundi í Stíflu og var Páll löngum kenndur við þann bæ og síðar við Hof í Hjaltadal. Páll ólst upp í Fljfítunum og bar svipmót þess fagra héraðs og ættmenna sinna. Þegar faðir hans, Sigurður, dó 1919 gerðist hann ráðsmaður hjá móður sinni í Lundi, þá aðeins 15 ára og hélt búsforráðum ásamt henni allt til 1934. Hann fór í Hólaskóla og útskrifaðist þaðan sem búfræð- ingur 1927. Hann stundaði nám hjá Sigurði Greipssyni í Hauka- dal 1929-1930 og var í glímu- flokki sem sýndi á Alþingishátíð- inni á Þingvöllum 1930. Árið 1934 gerðist hann kennari við Hólaskóla og kenndi þar íþróttir allt til ársins 1963 að vetrinum 1936-1937 undanteknum er hann var við nám í íþróttaskólanum á Laugarvatni til þess að auka sér þekkingu í starfinu og réttinda í sinni kennslugrein. Eftir nærfellt þrjátíu ára kennslu við Hólaskóla fluttist Páll ásamt konu sinni til Akur- eyrar þar sem þau unnu til ársins 1983, hann við verslunarstörf hjá K.E.A. en hún við saumaskap. Hugur þeirra hjóna leitaði alltaf vestur yfir Tröllaskagann, heim til Skagafjarðar. Ég hygg að þeg- ar þau færðu sig til Akureyrar hafi þau þá þegar stefnt að því að flytjast til baka að starfstíma loknum. í>ó að Stíflan væri raun- ar öll í samanburði við fyrri tíma, var þó Skagafjörðurinn þeirra heimahérað. Pað var því árið 1985 sem leið þeirra lá aftur heim í Skagafjörðinn og hafa þau verið búsett á Sauðárkróki síðan. Á Akureyri bjuggu þau Páll og Anna við Klapparstíg, beint yfir íþróttavellinum. Hann gat því notið þess, sem þar fór fram úr gluggum íbúðarinnar, en það datt honum ekki í hug að gera. Svo grandvar var hann að slíkt fannst honum vera þjófnaði næst. Eins og sjá má af þessu ágripi hér að framan hefur Páll snemma vígst til þeirra starfa sem hann stundaði lengst af ævi sinnar, kennslu, uppeldis- og íþrótta- mála og almennra félagsmála. Engan veginn eru þó upptalin þau verkefni sem hann fékkst við á langri ævi. Hann brá fyrir sig barnakennslu í Fljótum 1927- 1929. Hann var formaður Ung- mennasambands Skagafjarðar 1939-1942, kenndi sund víðs veg- ar um Skagafjörð um langt ára- bil, komst í kynni við kirkjumál á Hólastað og söng þar í kirkjukór, var kosinn í hreppsnefnd og odd- viti um skeið. Hann sat í stjórn- um ýmissa samtaka bænda og fl. Enn eru þó ótalin veigamikil verkefni sem Páll fékkst við, búskapurinn og ritstörfin. Áður er getið ráðsmennsku hans í Lundi, en árið 1945 fluttist Páll ásamt fjölskyldu sinni að Hofi í Hjaltadal og hóf þar búskap. Ekki er að orðlengja það, en í höndum fjölskyldunnar óx bú- skapurinn bæði að magni og gæð- um og varð að fallegu búi með góðar afurðir, enda hirðusemin og natnin við búskapinn ætíð höfð í fyrirrúmi hjá heimilisfólk- inu. Hugur Páls til ritstarfa og fræðimennsku hefur vafalaust vakað með honum alla tíð. Ég hygg þó að hann hafi ekki snúið sér að þeim málum í neinni alvöru fyrr en hin síðari ár en þá líka af fullri alvöru og atorku, eins og honum var lagið. Eftir hann liggja nú ýmsir þættir tengdir sögu og sögnum og sam- tímaatburðum svo sem frá Hólastað og úr Fljótum sem birst hafa í afmælisriti Hólaskóla, Skagfirðingabók og víðar. Einnig munu liggja eftir hann ýmsir óprentaðir þættir. Hann var gerður að heiðursfélaga Sögufé- lags Skagfirðinga á 50 ára afmæli þess 1987. Af því sem hér hefur verið tal- Fædd 17. desember 1905 - Dáin 3. janúar 1993 Hrefna Jóhannsdóttir var fædd 17. desember 1905 og var því rúmlega 88 ára er hún lést á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 3. jan. sl. Hún var dóttir hjónanna Jóhanns Sigurðssonar og konu hans Ingibjargar Jónsdóttur, sem lengst bjuggu á Kjartansstöðum. Pau eignuðust ellefu börn og var Hrefna yngst þeirra er upp komust. í bernsku var hún heilsuveil og lasburða og í köld- um veðrum var eldri systir henn- ar látin liggja hjá henni í rúminu til þess að halda á henni hita. Yfir þessa bernskusjúkleika komst Hrefna og náði þeim háa aldri er áður getur. Hrefna fluttist til Sauðárkróks 1935 ásamt manni sínum, Jóni Friðbjörnssyni frá Víkingavatni í N-Ping. Á Sauðárkróki vann hann lengst af sem smiður en stundaði einnig almenna dag- launavinnu. Þau eignuðust tvo syni; Ólaf Axel verslunarmann á Sauðárkróki og Friðbjörn verk- stjóra á Keflavíkurflugvelli. Mann sinn missti Hrefna á haust- dögum 1975. Á efri árum var Hrefna sátt við lífið og tilbúin „að fara“ þegar kallið kæmi. Heilsan bág og þrekið lítið, en andlegur þróttur í fullkomnu lagi allt fram að síð- ustu dögum og sjálfstæðið í skoðunum sem fyrr óbugað. Hin síðari ár bjó Hrefna í skjóli sonar síns, Ólafs Axels og tengdadótt- ur, Báru Svavarsdóttur, og önnuðust þau hana með einstakri alúð og umhyggju. Leiðir okkar Hrefnu Jóhanns- dóttur lágu fyrst saman árið 1946, er við hjónin keyptum efri hæð hússins Freyjugata 23 og fluttum þangað með elstu dóttur okkar. Neðri hæð þessa húss áttu þau Hrefna og Jón og bjuggu þar ásamt sonum sínum. Húsakynnin voru ekki mikil. Þó var aldrei svo þröngt hjá hjónunum á neðri hæðinni að þau gætu ekki skotið skjólshúsi yfir þá sem í erfiðleik- um áttu. Öllum var tekið með alúð og hlýju, þó ekki síst þeim sem minna máttu sín í lífinu. Hrefna var góðum gáfum gædd og víðlesin, ákveðin í skoðunum og tók sjálfstæða afstöðu til allra mála. Það var gott að leita ráða hjá henni. Hún var eldri og reyndari en ég, ætíð róleg og hafði alltaf eitthvað gott til mál- anna að leggja. Maður fór ætíð ríkari af hennar fundi en maður kom, ekki síst þegar manni fannst eitthvað á móti blása. Fyrst og fremst vil ég þó þakka fyrir alla elsku og umhyggju sem Hrefna og Jón sýndu þremur elstu börnum okkar. Þess minn- ast þau ætíð, ekki síst Birgir, sem um tíma átti erfitt með að fylgja leikfélögum sínum eftir og naut því enn frekar vinfengis þeirra hjóna og sona þeirra. Eftir tíu ára sambýli með þess- ari ágætu fjölskyldu fluttum við burt úr húsinu. Óli sonur þeirra og Bára kona hans keyptu þá efri hæðina og fluttu þangað með litlu tvíburadætur sínar. Fyrstu árin eftir að við fluttum, fannst börn- um okkar jólin naumast komin fyrr en við höfðum heimsótt þau á Freyjugötunni á aðfangadags- kvöld og flutt fólkinu á Víkinga- vatni jólaóskir, en svo hét húsið áður en götunöfn voru tekin upp. Vinátta milli fjölskyldnanna hefur haldist áfram og nú í nær fimmtíu ár, hana vil ég af alhug þakka. Við getum öll verið þakk- lát fyrir að hafa notið svo langrar samvistar við þessa góðu og greindu konu, sem hafði svo margt að gefa afkomendum sín- um og samferðafólki á langri ævi. Um leið og ég þakká öll sam- skipti á liðnum árum og góð kynni, vil ég fyrir hönd fjölskyldu minnar færa sonum Hrefnu og Jóns, konum þeirra og fjölskyld- um, okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Ingibjörg Kristjánsdóttir. ið má sjá að Páll naut trausts og trúnaðar samborgara sinna og samfylgdarmanna í ríkari mæli en flestir aðrir. En hann var held- ur ekki einn á ferð. Kona hans og lífsförunautur, Anna Gunnlaugs- dóttir frá Víðinesi í Hjaltadal, lofaðist honum ung að árum og tók þátt í störfum hans og áhuga- málum með hógværum og hljóð- látum hætti. Þessi fallega kona var honum og heimili þeirra hjóna dýrmætur gimsteinn, sem aldrei má gieymast. Þau hjónin eignuðust þrjú börn, en þau eru María hfr. að Vogum í Keldu- hverfi, Sigurður lögreglumaður í Reykjavík og Hjalti Þórarinn forstöðumaður Safnahúss og Héraðsskjalasafns Skagfirðinga á Sauðárkróki. Leiðir okkar Páls Sigurðssonar lágu fyrst saman á haustdögum 1936 er við hófum nám í íþrótta- skóla Björns Jakobssonar á Laugarvatni. Á þeim tíma var á héraðsskólunum fólk á misjöfn- um aldri í sama bekk, allt frá 15 ára og upp í 30 ára. Svo var einn- ig um Iþróttaskólann að þessu sinni. Við vorum aðeins fjögur í skólanum og var aldursmunur á þeim elsta og yngsta 14 ár. Elstur var Páll, 32 ára. Hann gekk ákveðnari skrefum til þessa náms en við hin, búinn að kenna við Hólaskóla í nokkur ár og stund- aði námið til þess að afla sér rétt- inda til starfsins áfram. Hann hafði einnig áður stofnað sitt eig- ið heimili, átti konu og barn norður í Skagafirði og annað barn þeirra hjóna fæddist síðla þessa vetrar. Hann var kjölfestan í þessum fámenna hópi nemenda íþróttaskólans, reyndur og ráð- settur en tók þó á hógværan hátt þátt í öllum okkar ærslum og gamanmálum. Hann var þrátt fyrir aldursmuninn fullkomlega „einn af okkur“. Á þeim tíma- mótum, sem nú eru, viljum við þrjú þakka honum fyrir samveru- stundirnar í skólanum fyrir 55 árum og aðrar, sem síðar hafa gefist, og flytja Önnu konu hans, börnum þeirra og skyldmennum okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Þegar ég nokkrum árum síðar fluttist norður í Skagafjörð lágu leiðir okkar Páls saman á ný bæði í félagsmálum og daglegu lífi. Við vorum prófdómarar hvor hjá öðrum og endurnýjuðum okkar vinsemd. í ferðum til Hóla kom ég til þeirra hjónanna í gamla bæinn á Hólum, sem nú er varð- veittur sem safngripur, en þau voru ásamt börnum sínum síð- ustu íbúarnir í þessum gamla bæ. Þar var allt fínt og fágað og bar íbúunum vitni um fagurt mannlíf og umhverfi þrátt fyrir fátækleg- an og fornan búnað. Nú er „öldin önnur“ í búnaði öllum og aðstöðu. Eftir að Páll og Anna fluttust til Sauðárkróks hófust á ný nán- ari samskipti okkar í milli. Síðari árin áttum við oft samleið í spila- stundir í Safnaðarheimilinu og á samkomur eldri bæjarbúa og í ferðir um héraðið eða utan þess. Leiðir okkar lágu þó enn frekar saman í sundlaugina í þeirri meiningu að efla þrótt okkar gegn Elli kerlingu. Páll hafði alla tíð verið hraustmenni, harðfylg- inn og heilsugóður að undan- teknu síðasta árinu er hann bjó við vaxandi vanheilsu og sjúk- dóm er að lokum dró hann til dauða. Þetta er leið okkar allra að lokum. Einhvern tímann á Sókrates að hafa sagt: „Góðum manni getur ekkert grandað, hvorki lífs eða liðnum.“ Ég hefi þá trú að hafi þessi orð einhverja þýðingu, þá falli lífsferill og lífsstarf Páls Sig- urðssonar undir hljóm þeirra og meiningu og að honum verði því ekki grandað, þótt látinn sé. Við hjónin sendum Önnu konu hans og börnum þeirra innilegar samúðarkveðjur með þökkum fyrir samverustundir fyrr og síðar og minnum á að gott er að minn- ast góðs manns. Guðjón Ingimundarson. 7----------------------------------------N Funafélagar athugið! Félagsfundur í Freyvangi mánudaginn 11. janú- ar kl. 21.00. Fundarefni: Félagsbúningurinn. Áríðandi að allir mæti. Stjórnin. Skíðaskólinn Hlíðarfjalli Skíðanámskeiðin hefjast n.k. mánudag Innritun í símum 22280 og 23379.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.