Dagur - 08.01.1993, Blaðsíða 5

Dagur - 08.01.1993, Blaðsíða 5
Föstudagur 8. janúar 1993 - DAGUR - 5 Björgunarsveitin Garðar á Húsavík: Klifrað eftir kindum í Kinnarfjöllum Björgunarsveitarmenn úr Garðari fóru níu saman á björgunarbátnum Náttfara yfir flóann að Víknafjöllum næst- síðasta dag ársins. Tilgangur leiðangursins var að freista þess að ná þremur kindum úr sjálflieldu í klettunum, eða fella þær ella og var Arni Logi Sigurbjörnsson meindýraeyðir með riffilinn með í förinni. Helgi Héðinsson, sjómaður á Húsavík, hafði fylgst með kindunum síðustu vikurnar og fært Friðbirni Jónatanssyni á Nípá fréttir af þeim. „Helgi er mikill skepnuvinur og vinveitt- ur mér. Eg er honum þakklát- ur fyrir að láta vita af kindun- um,“ sagði Friðbjörn í samtali við Dag. „Kindurnar voru í svokölluð- um Hvanndölum og það var talið að þær næðust ekki svo það þyrfti að skjóta þær niður,“ sagði Ægir Eiríksson, björgunarsveitarmað- ur frá Húsavík. „Þær voru í klett- um 50-60 metra uppi í bjarginu. Þær stóðu síðustu dagana á smá- grjótnibbu og gátu ekkert rótað sér, voru alveg komnar í sjálf- heldu. Þær litu þó ágætlega út og höfðu haft eitthvað til að éta fram undir þetta. Þær voru bara sprækar þegar við komum, voru ekkert að gefa sig og vildu bara fara lengra upp. Við fórum á Náttfara og með létta tuðru til að komast í land. Fimm okkar fóru upp í klettana. Aðstæður voru sæmilegar, gil sem snjór var í og við gátum labbað upp á ísskónum. Til að byrja með vorum við í böndum en svo færðum við okkur til hlið- ar til að komast fyrir ána. Hún lék svolítið á okkur til að byrja með en gaf sig svo, fór og renndi sér niður gilið í fjöruna þar sem við gátum handsamað hana. Þetta tókst vel og það var ekki ísing og hálka, eins og ég átti von á. Við könnuðum aðstæður mjög vel áður en við fórum upp. Þetta voru léttir og góðir strákar sem upp fóru og gáfu ekkert eftir. Alls tók leiðangurinn okkur fimm tíma.“ Menn mega ekki vera of kaldir - Af hverju er björgunarsveitin að fara í slíka leiðangra, lítið þið á þetta sem góða æfingu, eða ræður mannúðarsjónamiðið? „Við erum betur útbúnir en bændurnir. Fyrst og fremst er þetta æfing, en auðvitað finnst okkur leiðinlegt að vita af þessu þarna uppi og geta ekki gert eitthvað, annað hvort að ná þeim niður eða svæfa þær. Það er sama um hvaða skepnu er að ræða. Ég hef farið þarna upp í klett- ana áður eftir fé, við verri kring- umstæður en þetta. Þá vildi ég láta skjóta lamb, en setti síðan sjálfan mig og fleiri í hættu með að síga eftir því. Svo þegar við komum með lambið á bryggjuna, skutu bændurnir það. Það hefði verið nær að skjóta það áður, því það var mjög illa haldið. Þá sagð- ist ég ekki gera svona aftur, nema að ég fengi sjálfur að meta aðstæður." - Ert þú ekki búinn að starfa lengi með björgunarsveitinni og hvað ýtir mönnum til að vera klifrandi upp um fjöll og kletta? „Ég er búinn að vera að klifra síðan ég var krakki. Maður er kominn í einhvern annan heim. Aður en við fórum í leiðangurinn núna sagði ég strákunum að ég ætlaði ekki langt því ég væri orð- inn svo gamall, en fyrir rest var ég orðinn efstur, yngdist um rnörg ár og fannst ég ekki kominn á fimmtugsaldurinn. Menn fá einhverja útrás við þetta. Menn mega ekki vera lofthræddir, en þurfa þó að vera mátulega hræddir og mega ekki vera of kaldir. Ég æfði ekki mikið, en strák- arnir í dag eru farnir að æfa miklu meira. Búnaðurinn er stöðugt að batna og miklu meira öryggi í þessu. Við höfum ekki fengið útkall vegna fólks í nokk- Björgunarsveitarmenn úr Garðari koma þreyttir, blautir og ísaðir að landi með féð - en ánægðir með árangur fararinnar. Myndir: IM Hvað er að gerast? Haldið upp á 65 ára afmæli KA í tilefni 65 ára afmælis Knatt- spymufélags Akureyrar býður stjórn þess félagsmönnum og öðr- um velunnurum til afmælisveislu á sunnudaginn kl. 14.00 í Félags- heimilinu við Dalsbraut. Þar verð- ur m.a. tilkynnt val á íþróttamanni KA 1992 og Foreldrafélag KA sér um veglegt kaffihlaðborð. Félagar eru hvattir til að mæta vel. íslandsfrum- sýning í Borgarbíói Um helgina (kl. 21 og 23 í kvöld, annað kvöld og á sunnudags- kvöld) frumsýnir Borgarbíó á ís- landi spennumyndina Keeper of the City. Myndin fjallar um geð- sjúkan morðingja sem gengur ber- serksgang í Chicago. Rannsóknar- lögreglumanninum James Dela, sem leikinn er af Louis Gossett, er falið að stöðva morðin áður en saklausir borgarar verða fómar- lömb þessa blóðbaðs. fslenska myndin Sódóma Reykjavík verður sýnd um helgina kl. 21 og Poison Ivy eða Eitraða Ivy verður sýnd kl. 23. A barnasýningu á sunnu- dag kl. 15 verður sýnd hin vinsæla mynd Mjallhvít. Stjórnin í Sjallanum Hljómsveitin Stjómin leikur í Sjallanum á Akureyri um helgina, bæði í kvöld og annað kvöld. Stjórnina þarf ekki að kynna fyrir neinum, en hljómsveitin með þau Siggu Beinteinsdóttur og Grétar Örvarsson í broddi fylkingar, hef- ur fyrir löngu sungið og spilað sig inn í hjörtu landsmanna. Hljóm- sveitin er þessa dagana að undir- búa utanlandsferð og nýja hljóm- plötu sem við fáum kannski að heyra einhver lög af um helgina. Geirmundur á Hótel KEA Hótel KEA byrjar árið með skag- firskri sveiflu undir stjóm Hljóm- sveitar Geirmundar Valtýssonar. Geirmundur verður á KEA annað kvöld, laugardagskvöld. Ingimar Eydal leikur ljúf lög fyrir matar- gesti. Útlendingurinn um helgina Leikfélag Akureyrarj sýnir Út- lendinginn, gamanleik eftir Larry Shue, í kvöld og annað kvöld kl. 20.30 bæði kvöldin. Miðasala er í Samkomuhúsinu alla virka daga nema mánudaga kl. 14-18 og sýn- ingardaga fram að sýningu. Sím- svari fyrir miðapantanir allan sól- arhringinn. Skemmtun hjá Harmonikufélagi Þingeyinga Annað kvöld, laugardagskvöld, kl. 22 til 03, heldur Harmonikufélag Þingeyinga dansskemmtun, tertu- og bögglauppboð í Sólvangi Tjör- nesi. Allir er boðnir velkomnir. Margt skemmtilegt í vændum í Sunnu- dagaskóla Akur- eyrkirkju Margt skemmtilegt er í vændum hjá Sunnudagaskóla Akureyrar- kirkju. Ákveðið er að fara í ferða- lag út úr bænum einhvern næsta sunnudag. Slíkar ferðir hafa alltaf þótt skemmtilegar. Þá á að byrja með sérstaka skólabíla, sem aka strætisvagnaleiðir um úthverfin til kirkjunnar. Vænta forsvarsmenn skólans að mörg böm og fullorðn- ir noti sér þennan möguleika. For- eldrar og böm eru hvött til að koma í Sunnudagaskólann á sunnudaginn kl. 11 þar sem frek- ari upplýsingar verða veittar. Unga fólkið á Nípá tók vel á móti kindunum úr bjurgunum, þegar þær voru komnar heilu og höldnu í Land-Roverinn. ur ár, ekki síðan við fórum í Herðubreið hérna um árið. En jarlarnir björguðu hestum úr Bakkafjöru um daginn. Æfingar vilja detta niður ef langt er milli útkalla og það hjálpar að fara svona ferðir, eins og eftir kindun- um. Strákarnir hafa verið að æfa núna síðustu dagana.“ Fannst þeir skjóta á mig - Rifjast ekki upp eftirminnileg útköll við svona ferðir? „Ég man alltaf eftir ferð á eftir kind í sjálfheldu á svipuðum slóðum og kindurnar sem við sóttum um daginn. Hún hljóp lengra og lengra upp og ég var sjálfur kominn í hættu. Þeir sem voru með mér skutu í kring um kindina og mér fannst þeir vera að skjóta á mig. Þeir voru að skjóta ofan við okkur til að reyna að fá kindina niður, en ég gerði mér ekki grein fyrir þessu því ég var svo hræddur. Þó skotið væri langt ofan við mig bergmálaði svo í berginu. Hákon Aðalsteins- son gerði brag um þessa ferð.“ Friðbjörn Jónatansson passar féð á Nt'pá og var spurður hvern- ig kindunum heilsaðist eftir vist- ina í bjarginu og sjóferðina: „Ágætlega, ég gef þeim bara nógu lítið. Þær voru ekki svo illa farnar, þó þær væru búnar að vera lengi á sama stallinum. Þetta er tævetla með tvær gimbrar og ég ætlað að hafa þær heima á túni í sumar, ekki að sleppa þeim svo þær geti farið þarna aftur.“ Kindur sækja í fuglatöðuna - Sækir sama fé aftur í klettana? „Það gerir það, en við höldum því heima eða förgum því. Samt kemur alltaf nýtt og nýtt, því það er eðli sauðkindarinnar að sækja í fuglatöðuna í björgunum þegar gras sölnar annarsstaðar. Þeir voru duglegir strákarnir að sækja féð óg sérstaklega greiðasamir að vilja gera þetta, og við erum þeim afskaplega þakklát. Kindurnar voru í landi Fnjósk- dælinga og ég hafði samband við þá, þótti leiðinlegt að láta kind- urnar svelta þarna ef hægt væri að skjóta þær. Það er mannúð- legra að skjóta féð en láta það svelta, en menn vildu reyna að ná þeim fyrst. Skátar frá Akureyri, miklir klifurmenn sem vildu gera gagn samhliða sínum æfingum, fóru fyrir nokkrum vikum hér út í björgin og sigu eftir tveimur hrútum. Þeir náðu öðrum, en hinn hvarf og hefur ekki sést síðan. Þetta var í Litlufjörutorfu, rétt utan við gatið sem nú er að verða ófært þar sem sandur og möl hefur grafist úr því. Það þarf mikið öryggi og góð- an búnað til að fara eftir fénu í klettana. Við vorum búnir að fara á gúmmíbát í haust til að ná fénu, en það náðist ekki. Ég er þakklátur Helga fyrir að fylgjast með því og björgunarmönnunum sem sóttu það,“ sagði Friðbjörn. IM Bridds Bridgefélag Siglu@arðar: Sveit Ara sigraði í hraðsveitakeppniimi Hraðsveitakeppni Brígdefélags Siglufjarðar fór fram í desem- ber og stóð yfir þrjú mánu- dagskvöld. Til leiks mættu 10 sveitir, þar sem efsta og neðsta parinu (o.s.frv.) úr Siglufjarð- armótinu í tvímenningi var raðað saman í sveitir. Röð efstu para varð þessi: 1. Sveit Ara M. Arasonar (Ari, Anton, Ari, Bogi) 1648 2. Sveit Öldunga (Jóhann, Jónas, Níels, Guðmundur) 1523 3. Sveit Þórleifs H. (Þórleifur, Reynir, Helgi, Jóhann) 1466 Jólatvímenningur félagsins var spilaður á annan í jólum með þátttöku 24 para. Bridgefélög á N-vestra hafa fest kaup á tölvu og var þetta fyrsta innanfélagsmótið sem hún var notuð í. Spilað var eftir Mitchell fyrirkomulagi en röð efstu para varð þessi: N-S: 1.2. Baldvin Valtýsson - Valtýr Jónasson 272 1.-2. Ólafur Jónsson - Steinar Jónsson 272 3. Guðlaug Márusd. - Jón K. Ólafsson 238 A-V: 1. Björk Jónsdóttir - Jón Sigurbjörnsson 279 2. Reynir Pálsson - Stefán Benediktsson 275 3. Birgir Björnsson - Þorsteinn Jóhannesson 269 Siglufjarðarmótið í sveita- keppni með þátttöku 13 sveita hófst þann 4. janúar sl. Eftir fyrsta spilakvöldið er röð efstu sveita þessi: 1. Sveit Þorsteins Jóhannssonar 21 2. Sveit Ingu Jónu Stefánsdóttur 20 3. Sveit Kristínar Bogadóttur 19 4. Sveit Jakobínu Þorgeirsd. 18 5. Sveit Sigrúnar Björnsdóttur 17 Bridgefélag Siglufjarðar sendi eina sveit á Þorsteinsmót (board a match) á Blönduósi á milli jóla og nýárs, sveit Ingvars Jónssonar og fór sveitin með sigur af hólmi með 99 stig. Sveit Ingibergs Guð- mundssonar, Skagaströnd, varð í 2. sæti með 98 stig, sveit Sigurðar Þorvaldssonar, Hvammstanga, í 3. sæti með 87 stig og sveit Jóns Berndsen, Sauðárkróki, í 4. sæti, einnig með 87 stig.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.