Dagur - 15.01.1993, Síða 1
Fatasöfnun Hjálparstofnunar og
Rauðakrossins:
Mikið safiiaðist af hlýjum
og góðum fatnaði í gær
Fatasöfnun Hjálparstofnunar
kirkjunnar og Rauðakrossins í
gær gekk vel á Norðurlandi.
Eftir því sem blaðið hafði
spurnir af í gærkvöld var nær
stöðugur straumur fólks á
söfnunarstaði og mikið barst af
góðum fatnaði. Fólk hafði
einnig tekið mið af óskum
söfnunaraðila og mikið af föt-
um kom flokkað.
Stöðugur straumur fólks var í
Bæjarstjórn
Ólafsíjarðar:
Afsagnarbeiðni
Sigurðar
samþykkt
Á bæjarstjórnarfundi í
Ólafsfirði í fyrrakvöld var
tekin fyrir beiðni Sigurðar
Björnssonar, bæjarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins, um
lausn frá störfum í bæjar-
stjórn. Beiðnin var
samþykkt.
Búist var við að fyrir fund-
inn kæmi einnig bókun til sam-
þykktar um Fiskmarsmálið.
Samkomulag var orðið um
hana fyrir jól milli flokkanna í
bæjarstjóm en samkvæmt heim-
ildum blaðsins er aftur kom-
inn upp ágreiningur um
bókunina og óvíst um fram-
hald hennar.
Jafnframt beiðni Sigurðar
Björnssonar um aflausn var
tilkynnt að Guðrún Jónsdóttir
taki sæti hans f bæjarstjórn
Ólafsfjarðar. JÓH
andyri íþróttahallarinnar á Akur-
eyri allt frá því söfnunin hófst
klukkan 14.00. Um kvöldmat
hafði safnast mikið af hlýjum og
góðum fatnaði að sögn starfs-
manna við söfnunina og var búist
við að margir myndu nota kvöld-
ið til að koma fatnaði á söfn-
unarstað. Sömu sögu var að segja
frá öðrum stöðum, sem samband
var haft við, og einnig höfðu bor-
ist tilkynningar um fatagjafir sem
ekki komust á ákvörðunarstað á
opnunartína vegna ófærðar.
Arangur þessarar fatasöfnunar
verður því að teljast mjög góður
þótt ekki sé um jafn frábæran
árangur að ræða og í söfnuninni
vegna Kúrda á síðasta vetri enda
ekki búist við þvílíkum undir-
tektum tvö ár í röð. ÞI
Mikið safnaðist af fötum á Akureyri eins og víðar í gær.
Mynd: Robyn
Einhugur um að ijórar hæðir í Amaro-húsinu verði keyptar
fyrir heilsugæslustöðina á Akureyri:
Gengið verði inn í húsið
af sjöttu hæð Krónunnar
Heilbrigöisráðherra og bæjar-
stjórinn á Akureyri hafa meö
bréfi lýst vilja sínum til að
ganga til viðræðna við eigend-
ur Amaro-hússins á Akureyri
um kaup á 3., 4., 5. og 6. hæð
þess fyrir starfsemi Heilsu-
gæslustöðvarinnar á Akureyri.
Takist samningar um kaup hef-
ur verið ákveðið að inngangur
í Heilsugæslustöðina verði af
sjöttu hæð Krónunnar, nýju
verslunarmiðstöðvarinnar sem
Lind hf. er að byggja við Hafn-
arstræti. Baldur Ólafsson,
deildarstjóri í heilbrigðisráðu-
neytinu, staðfesti þetta í sam-
tali við Dag í gær.
Eins og kunnugt er hefur
Heilsugæslustöðin á Akureyri
bróðurpart 3., 4. og 5. hæða í
Amaro-húsinu á leigu, en lengi
Akureyrarmet í peruþjófnaði:
Umhverfisdeild þurfti að
endumýja 560 ljósaperur
- fullorðið fólk iðið við kolann
Umhverfisdeild Akureyrar-
bæjar setti upp fímm jólatré í
bænum fyrir jólin. Fjögur
þeirra voru með 60 Ijósaperur
hvert og stóra tréð á Ráðhús-
torgi skartaði alls 300 perum.
Samtals voru því 540 Ijósaper-
ur á jólatrjánum en samkvæmt
upplýsingum frá rannsóknar-
lögreglunni þurfti Umhverfís-
deildin að skipta um 560 perur
því þær hurfu í greipar fíngra-
langa hraðar en auga á festi.
Hver pera kostar um 100 krón-
ur þannig að þetta jólaævintýri
kostaði bæjarbúa 56 þúsund
krónur. Langflestum peranna var
stolið, mun færri voru brotnar,
og sumir þjófanna voru ótrúlega
bíræfnir.
„Það sást til dæmis til fullorð-
ins manns sem plokkaði perur af
einu jólatré líkt og epli af eplatré
og setti í skottið á bílnum sínum
og ók burt. Vegfarendum datt
ekki í hug að hann væri að stela
perunum en svo virðist sem full-
orðna fólkið hafi verið bíræfnast,
krakkarnir voru frekar í því að
brjóta perurnar,“ sagði Gunnar
Jóhannsson, fulltrúi hjá rann-
sóknarlögreglunni.
Tréð á Ráðhústorgi slapp best,
enda voru þar notaðar perur fyrir
annan straum en venjulegar
ljósaperur, en hins vegar olli ung-
ur maður töluverðum skemmd-
um á trénu með því að klifra upp
í það og var höfðað skaðabóta-
mál á hendur honum.
Að sögn Gunnars hefur peru-
þjófnaður aldrei verið eins áber-
andi og fyrir síðustu jól og kvað
svo rammt að þessu að Umhverf-
isdeildin þurfti að setja mann á
sérstaka peruvakt, en hann ók á
milli trjáa og setti nýjar perur í
staðinn fyrir þær sem stolið hafði
verið. SS
hefur verið til umræðu að ríkið
keypti húsnæði fyrir starfsemina.
Undanfarin ár hefur verið heim-
ild á fjárlögum til handa fjár-
málaráðherra að kaupa húsnæðið
og sú heimild er einnig á fjárlög-
um þessa árs.
Óneitanlega hefur það oft ver-
ið nokkrum erfiðleikum bundið
að starfrækja heilsugæslustöð í
Amaro-húsinu, ekki síst vegna
ófullnægjandi aðgengis fyrir fatl-
aða. Fjármálaráðuneytið fékk
Helga Hjálmarsson, arkitekt, til
að gera úttekt á því hvaða mögu-
leikar kæmu til greina til að
tryggja gott aðgengi fyrir fatlaða
og skoðaði hann fyrst og fremst
tvo möguleika; annars vegar að
endurbæta núverandi inngang í
húsið og þar með talið lyftu og
hins vegar að gengið verði af 6.
hæð Krónunnar inn á 6. hæð
Heilsugæslustöðvarinnar og þar
verði afgreiðsla fyrir allar fjórar
hæðir hennar. Helgi taldi síðari
kostinn mun vænlegri og á það
hafa bæði heilbrigðisráðherra og
bæjaryfirvöld á Akureyri fallist.
Baldur Ólafsson sagði að það
væri mat heilbrigðisráðuneytisins
að fyrri kosturinn væri „hallæris-
lausn“, en menn vildu horfa til
framtíðar og ganga frá málum á
þann veg að þetta húsnæði myndi
duga Heilsugæslustöðinni á
Akureyri næstu áratugi.
„Krónulausnin" felur það í sér
að komið verði fyrir lyftu í Krón-
unni, sem flytji fólk af jarðhæð
upp á 6. hæð hússins og þaðan
verði gengið inn í Heilsugæslu-
stöðina. Gert er ráð fyrir að hægt
verði að ganga inn á 6. hæð
Krónunnar að vestan og því
myndi lyftan verða í leiðinni
almenningslyfta sem gerir gang-
andi fólki á örskömmum tíma
mögulegt að fara úr Hafnarstræti
upp í Oddagötu. Aðalsteinn
Júlíusson, einn talsmanna Lindar
hf., sagði að vegna þessarar lyftu
þyrfti ekki að koma til breytinga
á þeim hæðum Krónunnar sem
þegar hafa verið byggðar, en
breyta yrði skipulagi efstu hæð-
anna frá því sem áður var gert
ráð fyrir. Aðalsteinn sagðist
fagna mjög þessari afstöðu heil-
brigðisráðuneytisins og bæjar-
yfirvalda á Akureyri.
Þórhallur Arason, skrifstofu-
stjóri í fjármálaráðuneytinu,
sagði hugsanlegt að síðar í þess-
um mánuði hæfust viðræður við
eigendur Amaro-hússins um
kaup á fjórum hæðum þess, sem
eru samtals um 2000 fermetrar,
en beðið væri eftir hugmyndum
heilbrigðisráðuneytisins um fjár-
mögnun á breytingum á húsnæð-
inu. Ríkið greiðir 85% stofnkostn-
aðar og sveitarfélögin sem að
Heilsugæslustöðinni standa þau
15% sem upp á vantar.
Eins og áður segir leigir
Heilsugæslustöðin bróðurpart 3.,
4. og 5. hæða Amaro-hússins en
gert er ráð fyrir að ríkið kaupi
einnig 6. hæðina og við það
myndi skapast viðbótarrými. Að
sögn Baldurs Ólafssonar eru hug-
myndir um að á 6. hæð verði auk
afgreiðslu læknastofur, fundaher-
bergi, heimahjúkrun, skóla-
hjúkrun og skrifstofur hjúkrun-
arforstjóra, framkvæmdastjóra
og ritara. Gert er ráð fyrir tölu-
verðum breytingum á skipulagi
hinna þriggja hæðanna og ung-
barnaeftirlitið, sem nú er í öðru
og ófullnægjandi húsnæði við
Hafnarstræti, myndi flytjast yfir í
húsnæði Heilsugæslustöðvarinn-
ar. óþh