Dagur


Dagur - 15.01.1993, Qupperneq 2

Dagur - 15.01.1993, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Föstudagur 15. janúar 1993 Fréttir Akureyri: tngjaldur hættir hjá SAA-N - SÁÁ tekur við rekstri göngudeildar Ura þessar inundir eru að ganga í garð skipulagsbreytingar á göngudeild fyrir norðlenska alkóhólista sem SÁÁ-N hefur rekið á Akureyri um fjögurra ára skeið. SÁÁ-N hættir rekstri deildarinnar og SÁÁ tekur við og jafnframt verður göngudeildin flutt í annað húsnæði. Ingjaldur Arnþórs- son, ráðgjafi hjá SÁÁ-N, læt- ur af störfum og flytur suður yfir heiðar. Göngudeildin var til húsa að Glerárgötu 28 en SÁÁ hefur fengið nýtt húsnæði fyrir göngu- deildina að Glerárgötu 20, sem er mun stærra og hentugra fyrir starfsemina. Georg Heide Gunn- arsson hefur verið ráðinn til deildarinnar en hann hefur starf- að sem ráðgjafi hjá SÁÁ í fjögur og hálft ár og er með víðtæka reynslu af afvötnun, eftirmeðferð og göngudeild. Félagsskapurinn SÁÁ-N, sem er Norðurlandsdeild SÁÁ, verð- ur áfram til og hefur rekstur áfangaheimilisins Fjólunnar á Akureyri á sinni könnu. Ingjaldur Arnþórsson sagði í samtali við Dag að hann hefði fengið starf á vegum Ríkisspítal- anna og færi að vinna á Vífils- stöðum undir stjórn Óttars Guðmundssonar. „Petta voru sjálfkrafa tímamót hjá mér þar sem SÁÁ-N hætti rekstri göngudeildarinnar. Ég hef verið hér í fjögur ár og fannst líka tími til kominn að breyta um starfsvettvang, þó innan sama fags,“ sagði Ingjaldur. Aðspurður sagðist Ingjaldur' álíta að margt hefði áunnist síðan göngudeildin var sett á fót á Akureyri. „Staðan í byrjun árs 1993 er ekki sambærileg við þá I stöðu sem hér var í ársbyrjun 1989. Mér finnst starfsemi göngu- deildarinnar hafa skipt miklu máii og nægir að nefna hvað áfengisumræðan er orðin mun opnari en áður. Ég hef lagt mikla i áherslu á það að menn séu ekkert að laumast með það að þeir hafi farið í meðferð. Pvert á móti finnst mér það ákveðin upphefð að fólk sem hefur verið að drekka sér til vansa skuli leita sér lækninga við sínum kvilla. Petta Ivar miklu meiri feluleikur þegar |ég kom hingað fyrir fjórum árum,“ sagði Ingjaldur. Hann nefndi að mjög gott sam- starf hefði tekist milli göngu- deildarinnar og heilsugæslu- lækna, Geðdeildar FSA og sér í lagi Félagsmálastofnunar. Hann vonaðist til að framhald yrði á (því góða samstarfi. SS Yuri Aleksandrovich Reshetov, sendiherra Rússlands á Islandi, og viðskiptafulltrúi Rússa á íslandi komu í gær í heimsókn til Akureyrar og áttu viðræður við forsvarsmenn bæjarins og fulltrúa fyrirtækja í bænum um hugsanleg viðskipti Rússa og aðila á Akureyri. Þeir fóru einnig í fyrirtæki í bænum og þessi mynd var tekin þegar þeir skoðuðu framleiðsluvðrur hjá íslenskum skinnaiðnaði. Hér eru gestirnir ásamt Jóni Gauta Jónssyni, starfsmanni atvinnu- málanefndar Akureyrarbæjar, Árna Steinari Jóhannssyni, umhverfisstjóra bæjarins og Reyni Eiríkssyni og Ormarri Örlygssyni, starfsmönnum hjá íslenskum skinnaiðnaði. Mynd: Robyn „Bjartsýnir um góða vetrarvertíð - segir Þorsteinn Orri Magnússon í Grímsey Grímseyingar fengu sína jóla- messu 28. desember sl. er prófasturinn sr. Birgir Snæ- björnsson messaði í Miðgarða- kirkju í Grímsey að viðstödd- um um 80 kirkjugestum sem var nánast hvert mannsbarn sem statt var í eyjunni þann dag. Grímseyingar eru ýmsu vanir vegna jólamessu, og fyrir ekki ýkja mörgum árum var ekki messað fyrr en í febrú- armánuði þar sem prestur komst ekki út í eyju vegna stöðugrar ótíðar. íbúar í Grímsey eru nú 122. Organisti var Birgir Helgason og fermingarbörn aðstoðuðu við messugjörðina en þau verða 5 talsins í vor sem er óvenju hátt hlutfall. Almennar messur eru að jafnaði 4 á ári í Grímsey. Kven- félagið Baugur stóð fyrir barna- skemmtun eftir messu í félags- heimilinu Múla sem var fjölsótt. Ferjan Sæfari kom til Gríms- eyjar í gær eftir alllangt hlé enda voru mjólkurvörur að mestu gengnar til þurrðar og einnig var gengið á vörubirgðir í hillum verslunar Kaupfélags Eyfirðinga. Bátar fóru á sjó á fimmtudags- morgun en þá voru þeir búnir að vera inni vegna brælu síðan laug- ardaginn 9. janúar sl. Línubát- arnir hafa verið að fá allt upp í 250 kg á bala sem er mjög gott og segist I’orsteinn Orri Magnússon verkstjóri hjá Fiskverkun KEA vera nokkuð ánægður með afla- brögðin þegar gefið hefur. Flestir bátarnir verða á línu út febrú- armánuð en reikna má með að kvótabátarnir fari þá á net en banndagabátarnir (krókabátarn- ir) halda áfram á línu fram í aprílmánuð. Einn bátur hefur Flugmálastjóm gefúr út tímamóta- námsefni fyrir emkaflugmannspróf Flugmálastjórn Islands hefur geGð út vandaðar kennslubækur fyrir einkaflugpróf. Próf fyrir einkaflugmenn framtíðarinnar verða byggð á þessum bókum, sem eru níu talsins og samtals rúmar 500 blaðsíður. Höfund- ar bókanna eru með alls 201 starfsár í flugi og 35 þúsund flugstundir. Bækurnar prýða 582 myndir og töflur og í þeim er hundruð neðanmálsskýr- inga. „Þetta eru fyrstu íslensku kennslubækurnar fyrir einka- flugpróf og það er skemmtileg til- viljun að fyrsta íslenska kennslu- kverið fyrir flug var gefið út af Árna Bjarnarsyni á Akureyri í kringum 1930,“ sagði Gunnar Thorsteinsson, verkefnisstjóri hjá Flugmálastjórn. Hann sagði að kennslubækurnar, sem Flug- málastjórn býður til kaups á afsláttarverði (9.800 krónur) út þennan mánuð og fram í febrúar, væru unnar eftir stöðlum Alþjóðaflugmálastofnunarinnar. „Eina skilyrðið af hálfu Flug- málastjórnar fyrir útgáfu kennslubókanna var að allt efnið yrði á íslensku og þannig yrði enskuskotnu flugmáli útrýmt,“ sagði Gunnar. Hann sagði að bækurnar væru mikilvæg flug- öryggisrit auk þess að vera undir- stöðu- og uppflettirit fyrir alla flugmenn. Þær ættu fullt erindi til fleiri en verðandi flugmanna, einkaflugmanna og atvinnu- flugmanna. Nefna mætti flug- umferðarstjóra, flugumsjónar- menn, flugvirkja og áhugafólk um flug. Pétur Einarsson, fyrrverandi flugumferðarstjóri, var einn af helstu hvatamönnum þess að ráð- ist var í þessa vönduðu útgáfu. Skipuð var ritnefnd árið 1983, en lítið gerðist fyrr en 1989 þegar þessi vinna fór í fullan gang. Gunnar sagði ástæðu til að geta sérstaklega um hlut Péturs í þess- ari útgáfu. ,Áður en þessar bækur komu til fór bókleg flugkennsla þannig fram að nemendur tóku niður glósur eða notuðust við erlendar bækur, en frá og með síðustu ára- mótum eru þessar bækur skyldu- lesning flugnema og námið bygg- ist á þeim. Bækurnar hafa verið kynntar í Vestmannaeyjum og einum skóla í Reykjavík til reynslu og það er ánægjulegt að segja frá því að námsárangur er áberandi betri en áður,“ sagði Gunnar. Þess má geta að á vegum Flug- málastjórnar hafa verið gefin út frá upphafi 3287 skírteini, þ.m.t. Gunnar Thorsteinsson, verkefnastjóri hjá Flugmálastjórn, og Ágúst Magn- ússon, flugkennari hjá Flugskóla Akureyrar, með nýja námsefnið. Mynd: Robyn flugmenn, flugumferðarstjórar og flugvirkjar. Þar af eru í gildi 1753 skírteini, en rétt til að fljúga smáflugvélum hafa 1157. Þá er þess að geta að bara á Eyjafjarð- arsvæðinu eru skráðar 35 flugvél- ar og svifflugur. Eins og áður segir eru bækurn- ar níu talsins. Þær eru Flugheil- brigðisfræði, þýdd af Ingveldi Dagbjartsdóttur, Flugfræði eftir Harald Baldursson, Flugreglur og flugfjarskipti eftir Valdimar Ólafsson, Flugleiðasaga eftir Jón Grímsson, Flugveðurfræði eftir Guðmund Hafsteinsson, Flugvél- fræði eftir Odd Pálsson, Flugleið- ir í íslandsflugi eftir Ómar Ragn- arsson, Flugæfingar endursamdar af Kára Guðbjörnssyni og Gunn- ari Þorsteinssyni og íslensk flugmál í fortíð og nútíð eftir Pét- ur Einarsson. í kvöld hefst tíu vikna bóklegt einkaflugmannsnámskeið hjá Flugskóla Akureyrar á Akureyr- arflugvelli þar sem þessar nýjar bækur verða notaðar. Ágúst Magnússon, flugkennari, segir að þessar bækur séu mjög kærkomn- ar og gjörbreyti aðstöðu flug- kennara og geri námið markviss- ara. Ágúst sagðist vilja hvetja þá sem áhuga hefðu á einkaflug- mannsnámi að hafa samband við skólann. Hann væri starfandi allt árið og boðið væri upp á reynslu- flug. óþh verið á snurvoð en afli hans hefur verið mjög rýr, allt niður í 20 til 30 kg eftir daginn. Á síðasta ári fékk Fiskverkun KEA milli 15 til, 17 hundruð tonn af fiski til vinnslu, þar af um 300 tonn í nóvember og 150 tonn í desem- ber sem er mjög gott, en í des- embermánuði 1991 var aflinn 40 tonn og árið 1990 um 18 tonn. Fiskverkunin útvegar bátunum kvóta þannig að spurningin er frekar um gæftir en kvóta þegar rætt er um afla einstakra línubáta í Grímsey. Uppihald verður hins vegar í vinnu í húsinu þegar svona lang- ur tími líður milli sjóferða. Fisk- urinn er slægður og ísaður og gengið frá honum til flutnings í körum til Frystihúss KEA í Hrís- ey þar sem hann er fullunninn til útflutnings. Ferjan Sæfari sér um flutning á fiskinum milli Gríms- eyjar og Hríseyjar. GG Norðurland vestra: Ákeyrslum ábúfé fækkar ekkí Á síðasta ári var ekið á 9 hross í Húnaþingi, en 5 í Skagafirði. Er talan nokkuð hærri en venjulega í Húnaþingi, að sögn lögreglu á Blönduósi. Sé litið á tölur um ákeyrslur á búfé í heild eru þær svipaðar milli ára. í Húnaþingi var ekið á 9 hross og 8 kindur á nýliðnu ári. Að sögn Kristjáns Þorbjörnssonar yfirlögregluþjóns á Blönduósi er fjöldi hrossa sem ekið er á árlega oftast nálægt 5. í Skagafirði var á síðasta ári ekið á 5 hross, 11 kindur og einn nautgrip, alls 16 gripi sem er sama tala og árið 1991. Skráðar kvartanir vegna lausagöngu búfjár í Skagafirði voru 126 árið 1991, en 73 á síð- asta ári. Björn Mikaelsson yfir- lögregluþjónn á Sauðárkróki seg- ir þessa fækkun vera vegna þess að menn passi búfé sitt betur en áður. Þess má geta að í Skaga- firði er lausaganga búfjár bönnuð í þremur hreppum, en aðeins í einum í Húnaþingi, frá því síðastliðið haust. sþ

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.