Dagur - 15.01.1993, Síða 3
Föstudagur 15. janúar 1993 - DAGUR - 3
Fréttir
Skagfirðingur hf.:
6256 tonn í ársafla
Heildarafli Skagfirðings hf.
árið 1992 var 1197 tonnum
minni en 1991. Heildarafla-
verðmæti var hinsvegar lítið
eitt hærra. Aflahæsti togarinn
var Skafti SK-3.
Ársafli Hegraness SK-2 var
1989 tonn og aflaverðmæti 158,3
milljónir og 289 úthaldsdagar,
Skafti SK-3: 2310 tonn í ársafla,
167,4 milljónir og 304 úthalds-
dagar, Skagfirðingur SK-4: 1957
tonn, 183,8 milljónir og úthalds-
dagar 301. Þar af var gamli Skag-
firðingur með 1456 tonn að verð-
mæti 118,6 milljónir króna.
Heildarafli Skagfirðings hf. á
árinu voru 6256 tonn og heildar-
aflaverðmæti 509,4 milljónir
króna. Til samanburðar má geta
þess að heildarafli ársins 1991
voru 7453 tonn og aflaverðmætið
var 508 milljónir króna. sþ
Húsavík:
Vinsamleg samskipti
við Rússana
„Fyrst héldu þeir að ég væri
tollari en þegar þeir skildu að
ég var „ratkiller“ þá vildu þeir
allt fyrir mig gera,“ sagði Arni
Logi Sigurbjömsson, mein-
dýraeyðir á Húsavík. Árni
Logi hélt vakt við rússneska
togarann Udarnik frá
Murmansk, sem lá við bryggju
á Húsavík frá föstudegi til mið-
vikudags.
Grunur vaknaði um að rottur
gætu leynst um borð. Hingað til
hefur tekist að varna því að rott-
ur næðu bólfestu á Húsavík, og
vann Árni ötullega að því mark-
miði áfram, vopnaður byssum,
gildrum, límbökkum og eitri.
Árni Logi sagði að Húsvíking-
ar hefðu haft mikil samskipti við
Rússana, fært þeim hljómflutn-
ingstæki, heimilistæki, fatnað og
leikföng, auk þeirra 15 bíla sem
skipverjar keyptu. Árni sagði að
margir hefðu ekkert viljað þiggja
í staðinn fyrir heimilistæki og
fatnað, en sumir hefðu þó þegið
vodkalögg eða loðhúfu. Margar
myndarlegar loðhúfur skipverja
munu hafa orðið eftir á Húsavík,
og yfirleitt mun Þingeyingum
hafa þótt heimsóknin góð til-
breyting í skammdeginu. „Það
var ömurlegur aðbúnaður hjá
þessum mönnum,“ sagði Árni.
IM
Yamaha á Akureyri
Opið hús frá kl. 13-17
nk. laugardag og sunnudag
★ Reynsluakstur
Möldur hf.
söludeild, sími 21715, Tryggvabraut 10.
Vaktir hafa verið staðnar hjá Slökkviliði Akureyrar í 40 ár:
„Slökkviliðið er undirmannað, og óskað hefur
verið efdr leyfi til fjölgunar í mörg ár“
I dag eru liðin 40 ár síðan byrj-
að var að standa vaktir hjá
Slökkviliði Akureyrar allan
sólarhringinn. Þá voru fjórir
fastráðnir starfsmenn sem
skiptu vöktunum á milli sín,
einn á vakt í einu. í varaliðinu
voru nær 40 menn á þessum
tíma og í þá var hringt ef um
stærri eldsvoða var að ræða.
Árið 1953 var Ásgeir Valdi-
segir Tómas Búi Böðvarsson slökkviliðsstjóri
marsson verkfræðingur slökkvi- maðurinn komið inn á vaktirnar menn á öllum vöktum og hefur sú
liðsstjóri á Akureyri.
Fjöldi slökkviliðsmanna hefur
litlum breytingum tekið allt frá
því árið 1918, eða í 75 ár, en þá
voru skráðir slökkviliðsmenn á
Akureyri 36 en slökkviliðsstjóri
Eggert Melstað. Árið 1966 fjölg-
ar um einn fastráðinn slökkvi-
liðsmann þannig að þá skiptust
vaktirnar milli fimm manna, þó
ekki jafnt heldur hefur fimmti
Húsavík:
Byggingu íþróttahúss
verður loldð á árinu
Töluverðar framkvæmdir eru
ráðgerðar við hin ýmsu mann-
virki Húsavíkurkaupstaðar á
þessu ári. Til að mynda er nú
ráðgert að Ijúka byggingu
íþróttahússins og felst loka-
hnykkurinn í frágangi á tveim-
ur baðklefum, loftræstikerfi og
öðru auk þess sem sett verður
upp stjórntafla í herbergi
húsvarðar.
Fyrsti áfangi að viðbyggingu
við dvalarheimilið Hvamm var
boðinn út á síðasta ári, alls 1896
fermetrar. í þessum áfanga eru
16 íbúðir, samkomusalur með
eldhúsi, aðalinngangur og lyfta.
Vinna er í fullum gangi og næsti
verkáfangi verður væntanlega
boðinn út um mánaðamótin
janúar/febrúar. Áætlað er að
vinna fyrir 90 milljónir kr. á
þessu ári. Hluti Húsavíkur er
rúm 62% af heildarframlagi eign-
araðila. Verklok fyrsta áfanga
eru áætluð vorið 1994.
Vinnu við Borgarhólsskóla
verður haldið áfram og er um að
ræða hönnunarvinnu fyrir næsta
áfanga, en á síðasta ári var mikl-
um áfanga náð í skólabyggingum
á Húsavík.
Þá mun Húsavíkurkaupstaður
skila Framhaldsskólanum hlut-
deild hans í samningi sem gerður
var við ríkið síðsumars 1990,
samkvæmt sérstöku samkomu-
lagi sem gert var milli bæjarins og
stjórnenda skólans.
Óvíst er hvort hægt verður að
hefja framkvæmdir við Safnahús-
ið á þessu ári og er einungis gert
ráð fyrir að greiða niður kostnað
vegna fyrri framkvæmda. Þá mun
Húsavíkurbær standa skil á fram-
lögum til heilsugæslustöðvar og
sjúkrahúss.
í fjárhagsáætlun er lagt til að
ráðstafað verði nokkru fjármagni
á árinu til kaupa á fasteignum
vegna skipulags. SS
með hinum fjórum á mestu álags-
tímunum. Það er svo ekki fyrr en
árið 1969 að tveir menn eru á
hverri vakt, en árið áður tóku
slökkviliðsmenn við akstri
sjúkrabílanna. Árið 1971 bætast
tveir menn við vaktahópinn
þannig að þrír menn eru á hverri
næturvakt um helgar en tveir á
öllum öðrum vöktum. Árið 1976
fjölgar slökkviliðsmönnum enn
og með því var hægt að hafa þrjá
tala haldist óbreytt allt fram á
þennan dag, eða í 17 ár, þrátt fyr-
ir mjög aukin umsvif.
Árið 1958 tók Sveinn Tóm-
asson við starfi slökkviliðsstjóra
af Ásgeiri Valdimarssyni og
gegndi því til ársins 1974 er
núverandi slökkviliðsstjóri, Tómas
Búi Böðvarsson, tók við. Það
hefur lengi verið á „óskalista“
slökkviliðsstjóra að fjölga mönn-
um á vakt, því ef um sjúkraútkall
Slökkviliðsmenn á Akureyri að störfum á síðasta ári.
er að ræða er aðeins einn maður
eftir á vaktinni. Ef annað
sjúkrakall kemur strax í kjölfarið
þarf að útvega tvo menn á bílinn
því í öll útköll þarf tvo menn og
eins þarf einn að verða eftir á
stöðinni. Lögreglan hefur oft ver-
ið liðleg að taka „stöðina“ þegar
slíkt ástand hefur komið upp og
eins hafa þeir stundum tekið að
sér sjúkraflutninga.
„Það hefur ekki orðið neitt
stórtjón vegna þessarar mann-
eklu enn sem komið er, en það er
ekki að vita hversu lengi við
verðum svo heppnir. Það hefur
stundum staðið nærri að við
fengjum að fjölga í slökkviliðinu
en á þessu ári eru litlar líkur til
þess. Við höfum margóskað eftir
því, bæði í langtíma- og skamm-
tímaáætlunum og ég gerði mér
vonir um að það gerðist eigi síðar
en þegar við flyttum í nýja stöð.
Það verður nú í byrjun júnímán-
aðar, en sýnt er að svo verður
ekki. Mér finnst að ýmsu leyti að
við séum að fljóta sofandi að
feigðarósi í þessu máli og það eigi
ekki að bíða eftir slysinu,“ segir
Tómas Búi Böðvarsson slökkvi-
liðsstjóri. GG
YAMAHÆ
VELSLEÐASÝNING