Dagur - 15.01.1993, Page 9

Dagur - 15.01.1993, Page 9
Föstudagur 15. janúar 1993 - DAGUR - 9 Einn hópanna á námskeiðinu önnum kafinn við lærdúminn. Jón Karlsson formaður Verkamannafélagsins Fram á Sauðárkróki. félag. Ég tel að félag sé ekki í stakk búið til að takast á við svona hluti nema að í því séu 800-1000 félagsmenn.“ - Hvað eru margir í félögun- um hérna? „Ætli sé ekki eitthvað tæp 500 í þessu félagi og um 120 á Hofsósi og um 400 í Verkakvennafélag- inu Öldunni. Þarna er komið yfir 1000 manns.“ * Ur sveit í fisk Ég tók einn þátttakenda í nám- skeiðinu tali. Hann heitir Jónas Rafn Tómasson frá Þormóðsholti í Blönduhlíð og er tæplega tví- tugur. Jónas hefur unnið tæp tvö ár hjá Saltfiskverkuninni á Sauð- árkróki og er öryggistrúnaðar- maður á sínum vinnustað. - í hverju er starf öryggistrún- aðarmanns fólgið? „Ég á að sjá um öryggi á vinnu- stað, að vélar séu í lagi og skapi ekki hættu. Starfsfólk getur látið mig vita ef það sér eitthvað sem skapar hættu og ég tala þá við vaktstjóra eða yfirmann fyrir- tækisins. Ég er bundinn þagnar- skyldu og má ekki segja hver kvartar við mig. Ég á líka að fara yfirferðir um húsið og ef að koma nýjar vélar að fylgjast með þeim.“ - Sérð þú líka um vinnu- aðstöðu og aðbúnað? „Já, ef eitthvað kemur upp á í sambandi við aðstöðuna þá er talað við mig. Eins ef það verður vinnuslys, þá á ég að fylla út skýrslu í samráði við vaktstjóra og þann slasaða." - Heldurðu að launafólk þekki yfirleitt réttindi sín? „Nei. Ungt fólk sem er í fyrsta sinn á vinnumarkaðnum veit í rauninni ekkert um hvaða rétt það hefur. Fólk verður eiginlega að sjá um þetta sjálft, það er mjög lítið kynnt fyrir því. Trún- aðarmaður á að kynna sig fyrir fólki þegar það byrjar á vinnu- stað. Hann er með alla kjara- samninga og getur haft samband við verkalýðsfélagið.“ Gott að vita hvar maður stendur - Hafðir þú mikið gagn að þessu námskeiði? „Ég veit ekki hvað ég á ac segja, hlutirnir eru fljótir ac detta úr manni. En ég hef þessc möppu og get alltaf flett upp i henni. Ég held að þetta veki fólk til umhugsunar, t.d. um mannleg samskipti, það var einn hluti námskeiðsins. Maður lærir mikið um vinnuaðstöðuna og hvernig á að bera sig að og beita líkaman- um við vinnuna. Það er mikið um að fólk geri það vitlaust. Þetta eru mikið sömu hreyfingarnar í fiskvinnu og mikilvægt að gera þær rétt.“ Viðtal: Sigríður Þorgrímsdóttir - Hefurðu áhuga á að fara á fleiri námskeið? „Ég veit það ekki. Það væri þá helst í sambandi við verkalýðs- mál. Það væri gaman að vita hvar maður stendur og hvaða rétt maður á. Þetta eru flókin mál og hægt að túlka þau á marga vegu. Það er ekki fyrir venjulegan mann að koma sér inn í þetta með öðru starfi.“ - Geturðu hugsað þér fisk- vinnu sem framtíðarstarf? „Ég hef nú ekki hugsað mér það. Ég var búinn að fara í Fjöl- brautina hér, í grunndeild málm- iðna sem er grunnurinn fyrir bif- vélavirkjun og vélsmíðar. Ég hugsa að ég færi út í eitthvað svo- leiðis.“ Bújörð til sölu! Tilboða er leitað I jörðina Staðartungu, Skriðu- hreppi, sem er ca. 20 km frá Akureyri. Á jörðinni eru góð hús, stórar girðingar fyrir hross. Einnig er mjög vel búið vélaviðgerðaverkstæði og skipulagt sumarhúsasvæði. Fyrirspurnum ekki svarað í síma, en hægt er að ákveða viðræðu- og skoðunartíma í síma 96-26758. Nýársleikur \]u t Radíónausts lif, 1 Næsíw sjö viftur verða í gangi sérstök tilboð sem gilda í eina viku fivert. Þeir sem kaupa þessar tilboðsvörur fara sjdlfkrafa ílukkupottinn. Úr lukkupottinum verður síðan dregið að loknum sjö vikum og sá fieppni fœr sín kaup að fullu endurgreidd. Spennandi leikur um góðar vörur á frábæru tilboðsverði Philipshave HS 708 Kr. 5.990,-slgr 3 hnífa rakvél með tvöföldum skuðri Samsung 20” sjónvarp CX-5013 Kr. 37.900-33.900,-s,er Fjarstýring • Skart tengi • 40 stöðva minni • Sýnir allar aðgerðir á skjá • Stílhreint yfirbragð 18 mán. greiðslu- kjör Geislagötu 14 • Sími 21300 Leikhúsgestir Athugið 25% afslátt af mat fyrir sýningar ★ Parftu að halda árshátíð eða þorrablót? Ef svo er getum vlð hjálpað þér. Gerum verðtilboð. Borðapantanir í síma 27100 Fólk í gjafahugleiðingum! Munið gjafakort FIÐLARANS Skemmtileg gjöf \ið öll tækif'æri

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.