Dagur


Dagur - 25.02.1993, Qupperneq 2

Dagur - 25.02.1993, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 25. febrúar 1993 Fréttir Mikil ásókn í leikskólapláss á Dalvík: NýtingarhlutfaJl Krflakots 74% - en fimmtíu börn á biðlista Á leikskólanum Krflakoti á Dalvík eru 72 hálfsdagspláss en í dag er þar ekki boðið upp á heilsdagsvistun. Um 50 börn eru þar nú á biðlista en hug- myndir hafa verið uppi um betri nýtingu á húsnæðinu, þ.e. taka fleiri börn þar inn. Steinunn Hjartardóttir félags- málafulltrúi segir að engar við- miðunartölur séu fyrir hendi og raunar sé gengið út frá mismun- andi forsendum í því sambandi. Algengast er þá að miða við það hversu mörg börn eru innrituð á leikskólana og þannig fæst 100% nýting. Annarrs staðar og m.a. á Dalvík eru nýtingartölur reikn- aðar út frá mætingu og verður því aðeins liðlega 74% og því hafa bæjarfulltrúar verið mjög hikandi að fara út í frekari fjárfestingar meðan nýtingarhlutfallið er ekki hærra en raun ber vitni og vilja beita ákveðnum þrýstingi til þess að fleiri börn fá vist á leikskólan- um án þess að komi aukið hús- rými. Stefna bæjaryfirvalda í þessu máli er því ekki ljós, en þar er ákveðinn vilji til þess að tekin verði inn fleiri börn áður en farið verður út í frekari stækkun á leik- skólanum en félagsmálaráð hefur lagt til að byggð verði sérstök dagdeild fyrir 18 börn og eru teikningar fyrirliggjandi. I fjár- hagsáætlun Dalvíkurbæjar fyrir árið 1993 er gert ráð fyrir 11,3 milljónum króna til leikskóla en seinni umræða um fjárhagsáætl- unina fer fram 2. mars nk. Þessa dagana standa fóstrur hins vegar í kjarasamningum þar sem þetta mál er meðal þeirra atriða sem eru á samningaborð- inu og fóstrur eru ekki tilbúnar að Ijá máls á neinni slíkri hagræð- ingu fyrr en því hefur verið náð fram í samningum. Hagræðingin tengist svokölluðu ábatakerfi sem er bæði hagræðing og endur- skipulagning innan leikskólanna og á þeim leikskólum þar sem það hefur verið reynt hafa verið tekin inn fleiri börn og opnunar- tími gerður sveigjanlegri. Á Krílakoti eru starfandi þrjár KAðalfundur Þórs Aðalfundur íþróttafélagsins Þórs fer fram í Hamri, laugardaginn 27. febrúar nk. kl. 14. Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjórnin. HALLO! HALLO! Vissir þú aö hrásalatiö okkar er. komið í nýiar dósir sem ekki brotna... komið í ný komið í ný ar dósir sem ekki leka... ar dósir sem eru hringlaga.. endurbætt, og því mun betra fyrir bragðið... sælgæti, og ómissandi með öllum mat... salatið sem óhætt er ab mæla meb... Kynnum hrásalatiö í HAGKAUP, fimmtud. föstud. laugard. oa sunnud. 25 - 28. feb. Komiö og smakkiö frábært salat ásamt ööru góögæti á frábæru kynningarveröi. fóstrur en stöðugildi alls átta. Mjög mikil ásókn er líka eftir þjónustu dagmæðra en 8 konur starfa við það á Dalvík og geta þær ekki tekið við fleiri börnum. Dagmæður ráða sinni gjaldskrá sjálfar en þær hafa reyndar fylgt þeirri gjaldskrá sem verið hefur í gildi á Akureyri. Á Krílakoti er daggjaldið, þ.e. fyrir fjóra tíma, kr. 6.275 en hjá dagmæðrunum kr. 9.874. GG Þórður G. Sigurjónsson tók við vinningnum fyrir hönd Stefáns Jóhannsson- ar á Siglufirði, helgarferð fyrir tvo til Reykjavíkur, en Þórhallur Arnórsson á Akureyri mætti á staðinn og tók við sínum vinningi. Myndir: kk Áskriftargetraun Dags og Flugleiða: Helgarferðir til áskrifenda á Siglufirði og Akureyri Dregið var í áskriftargetraun Dags og Flugleiða sl. miðviku' dag. Vinningshafar febrúar mánaðar eru Stefán Jóhanns son, Grundargötu 20 á Siglu flrði, og Þórhallur Arnórsson Jörvabyggð 10 á Akureyri Þessir áskrifendur voru valdir með tölvnforriti og fá þeir hvor um sig helgarferð fyrir tvo til Reykjavíkur. Þetta er í annað sinn sem dreg- ið er í áskriftargetraun Dags og Flugleiða sem efnt var til í tilefni af 75 ára afmæli Dags 12. febrúar sl. í lok hvers mánaðar allt þetta ár verða dregin út nöfn tveggja skuldlausra áskrifenda. Með aðstoð tölvuforrits eru nöfnin S!'™t -icnAA Fjölbraut á Sauðárkróki: Skylmingar og snyrtínámskeið Nemendur Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðár- króki standa fyrir opnum dög- um í skólanum frá miðvikudegi jfram á laugardag. Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá, sem er að hluta opin öllum. Kennsla liggur niðri meðan á opnum dögum stendur. Nemend- ur geta hinsvegar tekið þátt í ýmsum námskeiðum, svo sem í skylmingum, snyrtinámskeiði, jóga o.fl. og einnig er boðið upp á ýmsa fyrirlestra. Daglega sýna gestakokkar listir sínar. Dag- skráin er að mestu leyti lokuð, þ.e. eingöngu ætluð nemendum skólans. En einnig er boðið upp á dagskráratriði opin öllum og má þar ekki síst nefna leikritið Saumastofuna í uppfærslu nemenda. Leikstjóri er Jón Orm- ar Ormsson. Dagskránni lýkur með árshátíð nemenda á laugar- dagskvöldið í Miðgarði, þar sem hljómsveitin Síðan skein sól sér um fjörið. sþ valin úr áskrifendaskrá. Þeir heppnu eru beðnir að svara tveimur léttum spurningum og geti þeir það fá þeir helgarferð að launum. í hverri helgarferð til Reykja- víkur felst flug fyrir tvo, gisting í tvær nætur á Hótel Esju eða Hótel Loftleiðum og bílaleigubíll frá Bílaleigu Flugleiða meðan á dvölinni stendur. f desember bætum við um betur og veitum einum áskrifanda ferð fyrir tvo til Amsterdam. Allir skuldiausir áskrifendur Dags eru sjálfkrafa með í pottinum. Vinningshafarnir brugðust glaðir við tíðindunum. Stefán Jóhannsson átti skiljanlega ekki gott með að koma frá Siglufirði til að taka formlega við verð- laununum og sendi því Þórð G. Sigurjónsson á Akureyri í sinn stað. Þórhallur Arnórsson mætti á ritstjórn Dags og fékk í hendur staðfestingu á því að hann hefði unnið helgarferð í áskrifenda- getrauninni. Dagur óskar vinn- ingshöfunum til hamingju. SS Rafinagnið ódýrast á Akureyri Rafmagn til heimilisnota er ódýrast á Akureyri, samkvæmt útreikningum Sambands íslenskra rafveitna og fram kemur í frétt á forsíðu. Hér fyrir neðan er hægt að sjá hvað rafmagnið kostar hjá einstökum rafveitum og Rarik, miðað við 3.500 kWst. notkun á ári. Samband íslenskra rafveitna Almennur taxti, 3500 kWst./á ári: feb. '93 g w > s Q5 I 05 AKUREYRI REYKJAVÍK AKRANES HAFNARFJÖRÐUR VESTMANNAEYJAR SUÐURNES VESTFIRÐIR HÚSAVÍK BORGARNES HVERAGERÐI SAUÐÁRKRÓKUR SELFOSS REYÐARFJÖRÐUR RARIK 0,00 1,00 2,00 3,00 4,00 5,00 6,00 7,00 8,00 9,00 RAFORKUVERÐ Á kWst. hH 26.545,- Q iS o 26.551,- 27.242,- 28.764,- C/D <- 28.873,- * 28.884,- 29.532,- Ú 30.243,- 1—H 30.527,- 30.708,- ■ Oh 31.010,- D 31.133,- s Q < 32.969,- Z H 33.375,- cn O W 10,00

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.