Dagur - 09.03.1993, Blaðsíða 10

Dagur - 09.03.1993, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 9. mars 1993 Enska KNATTSPYRNAN Þorleifur Ananíasson Úrslit FA-bikarinn Fjórðungsúrslit. Blackbum-Sheflield Utd. 0:0 Ipswich-Arsenal 2:4 Manchester City-Tottenham 2:4 Derby-Sheflield Vcd. mánud. Úrvalsdeild Liverpool-Manchester Utd. 1:2 Q.P.R.-Norwich 3:1 Wimbledon-Southampton 1:2 Coventry-Everton 0:1 1. deild Bamsley-Leicester 2:3 Birmingham-Oxford 1:0 Bristol City-Tranmere 1:3 Millwall-Sunderland 0:0 Newcastle-Brentford 5:1 Notts County-Bristol Rovers 3:0 Peterborough-Grimsby 1:0 Portsmouth-Luton 2:1 Southend-Charlton 0:2 Watford-Swindon 0:4 West Ham-Wolves 3:1 Úrslit í vikunni: Úrvalsdeild Chelsea-Arsenal 1:0 Coventry-ShefHeld Wcd. 1:0 Everton-Blackburn 2:1 Ipswich-Middlesbrough 0:1 Norwich-Arsenal 1:1 Nottingham For.-Crystal Palace 1:1 Sheflield Utd.-Tottenham 6:0 1. deild Derby-Cambridge 0:0 Staðan Úrvalsdeild Man. Utd. Aston Villa Norwich QPR Sheff. Wed. Coventry Biackburn Ipswich Tottenham Man. City Southampton Arscnal Chelsea Leeds Everton Liverpool Wimbledon Ciystal Palace Sheff. Utd. NottinghamForest Oldham 31 17- 9- 5 49:24 60 31 17- 8- 6 48:31 59 31 15- 8- 8 44:46 53 31 13- 8-10 44:37 47 30 12-10- 8 40:34 46 32 12-10-10 45:41 46 30 12- 9- 9 43:32 45 31 10-14- 7 37:35 44 31 12- 8-1139:47 44 3012- 7-1143:34 43 3211- 9-12 40:40 42 3011- 7-12 27:27 40 3110-10-1133:3840 31 10- 9-12 41:46 39 32 31- 6-15 36:42 39 30 9- 9-12 40:42 36 9- 9-13 36:39 36 8- 11-12 37:47 35 9- 7-15 37:41 34 8- 9-14 38:52 33 30 8- 8-1430:3932 30 7- 7-16 40:55 28 31 31 31 31 1. deild Ncwcastle West Ham Swindon Millwall Portsmouth Tranmere Leicester Grimsby Charlton Derby Wolves Petcrborough Watford Bamsley Oxford United Sunderland Brentford Cambridge United Notts County Luton Bristol City 33 21- 7- 33 18- 9- 31 16- 8- 33 14-12- 33 15- 9- Southcnd Bristol Rovers 5 60:27 70 6 59:30 63 7 55:39 56 7 53:35 54 9 56:39 54 31 15- 6-10 53:42 51 32 14- 7-11 45:42 49 32 14- 6-12 47:42 48 3312-11-10 39:32 47 32 13- 6-13 50:41 45 33 11-11-1144:42 44 31 12- 8-1141:44 44 33 11- 9-13 49:59 42 3211- 7-14 42:40 40 32 9-12-1141:39 39 31 10- 9-12 31:39 39 3310- 7-1640:5137 32 8-12-1235:4936 32 8-11-1341:52 35 7- 14-1134:49 35 8- 9-15 36:58 33 8- 8-16 29:52 32 7- 10-15 34:41 31 8- 6-19 38:66 30 32 32 32 32 33 FA-bikarinn: Nayim með þrennu fyrir Tottenham sem nú mætir Arsenal í undanúrslitum Fjóröungsúrslitin í FA-bikarn-1 um fóru fram nú um helgina ef | frá er talinn leikur Derby gegn Sheffield Utd. sem var leikinn á mánudagskvöldið. Arsenal hefur nú um skeið verið spáð sigri í keppninni og það breytt- ist ekki eftir leiki helgarinnar sem við skulum nú líta aðeins nánar á. ■ Leikur Ipswich á heimavelli gegn Arsenal var sýndur í sjón- varpinu og þar sem þessum liðum hefur gengið heldur illa að skora mörk til þessa, spáðu margir 0:0 jafntefli og öðrum leik á High- bury. En það var annað uppi á teningnum, leikurinn var mjög fjörugur og sex mörk sáu dagsins ljós. Chris Kiwomya náði foryst- unni fyrir Ipswich á 16. mín. er hann þrumaði boltanum upp í þaknetið á marki ArsenaÍ úr þvögu eftir hornspyrnu og þar með var Arsenal liðið tilneytt að sækja, sem það og gerði. Tony Adams jafnaði fyrir Arsenal fyrir hlé með skalla eftir góða aukaspyrnu frá Paul Mer- son þrátt fyrir að hann væri reyf- aður um höfuðið eftir síðasta fyllerí, en þá datt hann niður stiga á næturklúbbi. Óheppnin eltir drenginn þegar hann dettur„íða“, ekki er langt síðan hann sat inni í nokkra mánuði fyrir að aka bíl vel mjúkur, en þá hafði hann ekið á girðingu og ætl- aði að fá að hringja í næsta húsi og láta vini sína sækja sig og koma bílnum undan. Heppnin var þó ekki með honum því hann þurfti endilega að banka uppá hjá eina lögregluþjóninum í ; hverfinu. Nayim skoraði þrjú af mörkum Tottenham í sögulegum leik gegn Man. City. Man. Utd. á toppinn, en Norwich að missa af lestinni Það var ekki mikið um að vera í Úrvalsdeildinni um helgina, en þeir leikir sem fram fóru voru þó mikilvægir og úrslitin á laugardag urðu til þess að Aston Villa féll úr efsta sætinu í deildinni. Aðeins eitt stig skilur þó Villa frá Man. Utd. og nú stefnir í einvígi þessara tveggja liða þar sem Norwich virðist vera að gefa eftir í baráttunni. ■ Man. Utd. heimsótti Liverpool á Anfield og vann sinn fyrsta sig- ur þar síðan 1986 og kom fram hefndum frá því í apríl er Liver- pool batt enda á vonir Utd. um meistaratitilinn sem fyrir vikið fór í hendur Leeds Utd. Yfir 44.000 áhorfendur sáu leikinn sem Liverpool hóf af miklum krafti og Paul Parker bakvörður Man. Utd. þrumaði fyrirgjöf Mark Walters í þverslá eigin marks og Peter Schmeichel í marki Utd. varði mjög vel frá Don Hutchison. Það var þó Man. Utd. sem náði forystu í leiknum rétt fyrir hlé er Paul Stewart mis- tókst að hreinsa frá marki Liverpool, Ryan Giggs náði bolt- anum og Mark Hughes skallaði inn sendingu hans. Stewart var Hér kljást þeir um boltann Darren Peacock Q.P.R. og Ian Butterworth Norwich en eftir sigur Q.P.R. virð- ast möguleikar Norwich hverfandi. tekinn útaf í hálfleik og í hans stað kom Ian Rush sem ekki hafði verið lengi inná er hann hafði jafnað fyrir Liverpool með viðstöðulausu skoti. Aðeins 5 mín. síðar skoraði þó Brian McClair sigurmark Man. Utd. með skalla eftir hornspyrnu Lee Sharpe. Undir lok leiksins var síðan Andrei Kanchelski nærri því að bæta við þriðja marki Man. Utd., en skot hans fór í stöng. ■ Norwich tapaði 3:1 á útivelli gegn Q.P.R. og nú virðist sem liðið sé að missa af toppliðunum tveim og geti varla vænst þess að veita þeim keppni á lokasprettin- um. Les Ferdinand skoraði tvö fyrstu mörkin fyrir Q.P.R. og lagði síðan upp þriðja markið fyrir Clive Wilson. Mark Robins skoraði eina mark Norwich í leiknum er hann lagaði stöðuna í 2:1. ■ Wimbledon tapaði 2:1 á heimavelli gegn Southampton og það eftir að hafa komist yfir á 22. mín. með góðu marki frá Dean Holdsworth. Matthew Le Tissier jafnaði fyrir Southampton 11 mín. síðar og Kevin Moore skall- aði inn sigurmark Southampton 19 mín. fyrir leikslok eftir góðan undirbúning Le Tissier og Ken Monkou. ■ Coventry tók á móti Everton á sunnudag og þar urðu úrslitin heldur óvænt. Everton sem hefur verið í fallbaráttu að undanförnu sigraði með eina marki leiksins sem Mark Ward skoraði með við- stöðulausu skoti eftir sendingu inn í teiginn. Með sigrinum er staða Everton mun vænlegri í deildinni. Þ.L.A. En aftur að leiknum, sem Arsenal átti í síðari hálfleik, Ian Wright hefði getað skorað þrennu á fyrstu 10 mín. hálfleiksins og bjargað var á línu frá Alan Smith. En það hlaut að koma að því að Arsenal skoraði og það. gerði Wright úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur er John Wark felldi hann eftir að hann var sloppinn innfyrir. Aftur slapp Wright innfyrir vörn Ipswich skömmu síðar eftir sendingu Smith og Phil Whelan skoraði sjálfsmark er hann reyndi að pota boltanum frá Wright. Leikmenn Ipswich gáfust þó ekki upp og sóttu stíft og Bontzo Guentchev náði að laga stöðuna með marki eftir hornspyrnu, en á síðustu mín. leiksins skoraði Kevin Campbell sem komið hafði inná sem varamaður fjórða mark Arsenal er hann komst einn í gegn. Sanngjarn sigur Arsenal sem stefnir nú á úrslitaleik bæði í FA og Deildabikarnum. ■ Sheffield Utd. náði að knýja fram annan leik eftir að hafa haldið jöfnu á útivelli gegn Blackburn í markalausum leik. Jafnteflið var ekki ósanngjarnt og Blackburn liðið fékk aðeins tvö marktækifæri sem eitthvað kvað að. Stuart Ripley átti gott skot sem fór naumlega framhjá marki Sheff. Utd. í fyrri hálfleik og undir lokin varði Alan Kelly markvörður Sheff. Utd. vel frá Tim Sherwood. Sheff. Utd. fékk einnig sín færi þar sem Brian Deane var oft ágengur upp við mark Blackburn. ■ Á sunnudag mættust síðan Man. City og Tottenham í hörku- leik þar sem áhorfendur ruddust inná undir lokin og 8 mín. töf varð á leiknum. Það voru áhorf- endur Man. City sem hófu lætin og hafa sennilega ætlað að fá leiknum aflýst og áhorfendur Tottenham drógust síðan inn í slagsmálin. Mike Sheron náði forystu fyrir Man. City strax á 10. mín., en Nayim jafnaði fyrir Tottenham 15 mín. síðar og eftir það hafði Tottenham undirtökin. Mörk frá Steve Sedgley rétt fyrir hlé og isíðan annað mark Nayim rétt eft- ir hlé var ekkert annað en liðið átti skilið. Nayim sem kom inn í Totten- ham liðið í stað Nick Barby sem er að leika með unglingalandsliði Englands í Ástralíu skoraði sitt þriðja mark 5 mín. fyrir leikslok, en lokaorðið átti Terry Phelan fyrir Man. City. Teddy Shering- ham misnotaði síðan vítapsyrnu fyrir Tottenham alveg í lokin, en það skipti ekki máli. Hins vegar gætu ólætin haft slæm áhrif fyrir Manchesterborg sem hefur sótt um að halda stóra íþróttaviðburði á næstunni. ■ Að loknum sunnudagsleikjun- um var síðan dregið til undan- úrslita og þar mætast hinir fornu féndur Tottenham og Arsenal annars vegar, og hins vegar Blackburn eða Sheffield Utd. gegn Derby eða Sheffield Wed. sem léku á mánudagskvöldið. Það er því möguleiki á því að Sheffield liðin mætist í undan- úrslitaleik og það yrði ekki síðri barátta en í leik Lundúnarisanna. Þ.L.A.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.